Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 33
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 33
Nánari upplýsingar um dagskrá og þjónustu er að finna á: www.broadway.is • Netfang: broadway@broadway.is
RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI
Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19.
Sími 533 1100 • Fax 533 1110
...framundan
Hafið
samband við
Guðrúnu, Jönu
eða Ingólf.
Einkasamkvæmi
- með glæsibrag
Árshátíðir, ráðstefnur, fundir, vöru-
kynningar og starfsmannapartý
Fjölbreytt úrval matseðla.
Stórir og litlir veislusalir.
Borðbúnaður-og dúkaleiga.
Veitum persónulega ráðgjöf
við undirbúning.St
af
ræ
na
H
ug
m
yn
da
sm
ið
ja
n
/ 2
4?
?
Country Festival 2001 verður haldið í fyrsta sinn í Reykjavík
á Broadway föstudaginn 4. maí . Ekta sveitaball í framhaldi
af hátíðinni. Dægurlaga- og kántrý söngvarar koma fram
og syngja bæði frumsamin lög og Kántrý lög sem hafa komist
á vinsældalista um allan heim.
Meiriháttar línudans verður á hátíðinni.
Söngvarar: Anna Vilhjálmsdóttir - Edda Viðarsdóttir
GeirmundurValtýsson - Guðrún Árný Karlsdóttir - Hallbjörn Hjartarson
- Hjördís Elín Lárusdóttir - Kristján Gíslason - Ragnheiður Hauksdóttir
- Viðar Jónsson
Tónlistarstjóri: Gunnar Þórðarson.
Kynnir og dansstjórnandi:
Jóhann Örn Ólafsson
Hljómsveit
Geirmundar
Valtýssonar
leikur fyrir
dansi eftir
frumsýningu
Sveitasöngvar
Sveitaball
Frumsýning á glæsilegri sveitasöngskemmtun næsta föstudag
Queen-sýning
Lokahóf HSÍ.
Sveitasöngvar/Sveitaball
4. maí
5. maí
11. maí
Sveitasöngvar/Sveitaball19. maí
Fegurðardrottning
Íslands
BEE GEES sýning 25. maí
Sveitasöngvar/Sveitaball 2. júní
Sveitasöngvar/Sveitaball
Frumsýning. Fjöldi söngvara. Tónlistarstjóri: Gunnar
Þórðarson. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
leikur fyrir dansi.
ABBA-sýning 1. júní
D.J. Páll Óskar í diskótekinu.
D.J. Páll Óskar í diskótekinu.
Sjómannadagshóf 9. júní
Sýningin Sveitasöngvar/Sveitaball.
Lúdó sextett og
Stefán leika fyrir dansi.
Hljómsv. Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi
Úrslitakvöldið 23. maí.
Sveitasöngvar/Sveitaball26. maí
Dansleikur eftir sýningu.
Hljómsv. Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi
D.J. Páll Óskar í diskótekinu. Lúdó-sextett
og Stefán leika í Ásbyrgi.
Eurovision-kvöld
Eldri Eurovision-
söngvarar skemmta
12. maí SÁLIN
Hver man ekki eftir
lögum eins og:
Crazy - On The Road Again - Standby Your Man
Amazed Wild Wild West - Devil Went Down
To Georgia - Man, I Feel Like a Woman
Don´t Be Stupid Help Me Make It Through
The Night Mr. Sandman - Dance The Night Away
From This Moment On How Do I Live?
Línudans (Geirmundar) - I Will Always Love You
Komdu í Kántrýbæ - Ain´t Goin' Away
Sea Of Cowboyhats - Blue - Chattahoochie - Lukkuláki
Sannur vinur - I Like It I Love It
Don´t It make My Brown Eyes Blue
Fegurðarsamkeppni
Íslands
Laugardagur 9. júní 2001
Sjómannadagurinn
63. afmælishóf sjómannadagsins
Húsið opnað
kl. 19:00.
Guðmundur
Hallvarðsson,
formaður
sjómannadags-
ráðs setur hófið.
Lúdó sextett og Stefán
leika fyrir dansi.
Matseðill:
Ítölsk sjávarréttasúpa
Einiberjaleginn
lambavöðvi
með appelsínusósu
og ristuðu grænmeti.
Bláberja- og konfektís.
Verð í mat, skemmtun
og dansleik kr. 5.700.
Sýningin
Sveitasöngvar/
Sveitaball.
„SÁLIN HANS JÓNS MÍNS“
Eurovisionkvöld
12. maí
Dúndrandi dansleikur við
diskótek, eftir sýningu
næsta laugardag!
D.J. Páll Óskar í diskótekinu.Rokksýning allra tíma á Íslandi !
Næsta laugardag,5. maí.
Síðasta sýningin á þessu vori!
23. maí
GERVIHJÖRTU verða grædd í tvo
sænska hjartasjúklinga í dag í von
um að lengja líf mannanna sem eru á
biðlista eftir hjartaígræðslu. Þeir
eru báðir alvarlega hjartasjúkir og
verður slík aðgerð framkvæmd á alls
tíu Svíum til að byrja með. Ástæðan
er sífellt lengri biðlistar eftir hjarta-
ígræðslu og fá líffæri.
Í Dagens Nyheter í gær segir að
aðferðin kunni að vera lausn á þeim
vanda sem hjartasjúklingar standi
frammi fyrir en Svíar standi sig illa
hvað varði það að gefa líffæri. Lítil
reynsla er komin á gervihjörtun,
sem eru á stærð við þumal, og að-
stoða hjartað við að dæla blóði. Þau
hafa verið grædd í tíu manns í
Bandaríkjunum og tvo í Bretlandi. Í
Bandaríkjunum er ígræðslan aðeins
tímabundin lausn en Bretarnir fengu
gervihjartað sem langtímalausn í
ágúst sl. og heilsast báðum vel.
Aðgerðirnar í Svíþjóð verða fram-
kvæmdar á Sahlgrenska sjúkrahús-
inu í Gautaborg og Háskólasjúkra-
húsinu í Lundi. Fyrir rúmum
tuttugu árum var gerð tilraun með
gervihjartaígræðslur á Karolinska
sjúkrahúsinu en hún rann fljótt út í
sandinn þar sem hún þótti siðferði-
lega umdeilanleg.
Svíar græða
gervihjörtu
í sjúklinga
á biðlista
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
AÐ minnsta kosti 34 manns létu
lífið er jarðskriða rústaði íbúða-
blokk í bæ í Suðvestur-Kína í gær,
eftir því sem Xinhua-fréttastofan
greindi frá. Húsið var níu hæða
og var talið að aðeins sjö af íbú-
um þess hefðu komizt lífs af. 25
fjölskyldur bjuggu í því. Nærri
700 manna björgunarlið vann að
því að leita fólks í rústunum í gær
og sjást hér nokkrir þeirra að
störfum. Staðfest var að fundizt
hefðu lík 34 manna.
AP
Íbúða-
blokk
hrundi
GLORIA Arroyo, forseti Filipps-
eyja, segist reiðubúin að grípa til enn
harðari aðgerða gegn andstæðingum
sínum sem efndu til mótmælaað-
gerða á þriðjudag en hyggst þó ekki
setja herlög í landinu að svo komnu
máli. Forsetinn sendi herinn gegn
æstum stuðningsmönnum Josephs
Estrada, fyrrverandi forseta, á
þriðjudag og lágu þrír í valnum að
átökunum loknum auk þess sem um
100 slösuðust.
„Ég hef ekki á prjónunum að setja
herlög. Ég vona að stjórnarandstað-
an ögri mér ekki en ef lög verða brot-
in á ég ekki annars úrkosti en fram-
fylgja þeim til að verja lýðveldið,“
sagði Arroyo. Hún sagði í viðtali við
CNN-sjónvarpsstöðina að þátttak-
endur í óeirðunum gegn lögreglunni
hefðu verið undir áhrifum fíkniefna
og verið aldir á hatursáróðri gegn
auðugu fólki og gegn stjórnvöldum.
Kyrrt var í höfuðborginni Manila í
gær eftir átök þriðjudagsins en lög-
regla kom upp vegartálmum við
helstu aðflutningsleiðir.
Forsetinn segir að „uppreisnar-
ástand“ ríki í landinu en um 8.000
manna hópur stjórnarandstæðinga
reyndi að leggja undir sig forseta-
höllina á þriðjudag. Gefin var út
handtökuskipun á hendur 11 mönn-
um, þar á meðal Estrada og einum
syni hans sem nú eru í haldi og Juan
Ponce Enrile, öldungadeildarþing-
manni og áður háttsettum hershöfð-
ingja. Ernesto Maceda, sem áður var
sendiherra Filippseyja í Bandaríkj-
unum, var handtekinn en lögreglan
leitaði enn að þeim Gregorio Honas-
an öldungadeildarþingmanni og
Panfilo Lacson sem var ríkislög-
reglustjóri í tíð Estrada. Honasan
reyndi að efna til valdaráns á níunda
áratugnum en var náðaður.
Estrada er sakaður um valdníðslu
og er sagður hafa misnotað aðstöðu
sína til að draga sér mikið fé úr op-
inberum sjóðum, allt að 80 milljónir
dollara eða yfir sjö milljarða króna.
Arroyo velti í ársbyrjun Estrada úr
sessi með aðstoð hershöfðingja og
hlaut til þess mikinn stuðning meðal
almennings en eftir sem áður nýtur
Estrada þó mikillar hylli meðal fá-
tækustu íbúa landsins.
Forseti Filippseyja segir uppreisnarástand ríkja í landinu
Arroyo lætur handtaka
uppreisnarleiðtoga
Reuters
Hermenn stöðva stuðningsmenn Josephs Estrada, fyrrverandi forseta,
sem reyndu á þriðjudag að ráðast inn í forsetahöllina fyrir utan Manila.
Þrír menn biðu bana í átökum lögreglu og stuðningsmanna Estrada.
Manila. AFP, AP.