Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 34
LISTIR
34 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EYJÓLFUR Pálsson húsgagnahönnuður
hlaut dönsku húsgagnaverðlaunin í ár og af-
henti Friðrik krónprins Eyjólfi verðlaunin í
gærmorgun við opnun húsgagnakaupstefn-
unnar Scandinavian Furniture Fair 2001 í
Bella Center í Kaupmannahöfn. Verðlaunin
eru stytta, endurgerð af frægum dönskum
verðlaunastól eftir Poul Isbak auk andvirðis
825 þúsund íslenskra króna.
Dönsku húsgagnaverðlaunin eru veitt ár-
lega, og er það Dansk Møbelindustris Fond
sem veitir þau, en verðlaununum er ætlað að
styðja við og efla frumkvæði og viðleitni ein-
staklinga sem hafa skapað sér sess með því
að stuðla að þróun dansks húsgagnaiðnaðar.
Við verðlaunaafhendinguna var Eyjólfur
sagður ástríðufullur húsgagnasendiherra og
eldhugi og verðlaunin verðskulduð viður-
kenning fyrir framlag hans.
„Kynning danskrar húsgagnahönnunar er
Eyjólfi Pálssyni köllun fremur en viðskipti
og stjórn [viðurkenningar]sjóðsins trúir því
að sú köllun eigi rætur sínar í hljóðlátri ósk
um að mennta og menningarvæða til að opna
augu manna fyrir þýðingu hönnunar hvers-
dags, í stað þess að njóta fjárhagslegra
ávaxta af framlagi sínu,“ segir um ástæðu
þess að Eyjólfur hlýtur viðurkenninguna.
Þar segir ennfremur að hann víki aldrei frá
kröfunni um gæði, jafnvel ekki þegar á móti
hafi blásið. Hann sé virtur fyrir áhuga sinn
og þekkingu á hönnun, jafnt á meðal hönn-
uða, framleiðenda og ráðamanna, sem leiti til
hans um ráð og tillögur.
Mikill heiður
Eyjólfur var sagður einn fremsti og
áhugasamasti kynnir danskrar húgagnalist-
ar erlendis og hafi í meira en aldarfjórðung
unnið ómetanlegt starf á Íslandi við að kynna
framleiðslu danskra gæðahúsgagna og hönn-
un, af staðfestu og áhuga. Í þau 32 ár sem
verðlaunin hafa verið veitt, hefur einungis
einn útlendingur áður hreppt þau. Meðal
fyrri verðlaunahafa má nefna dönsku hús-
gagnahönnuðina Jørn Utzon, Børge Mogen-
sen, Hans J. Wegner, Verner Panton og Poul
Kjærholm.
Dómnefnd, sem í eru hönnuðir, framleið-
endur, húsgagnasalar og fleiri sem koma að
danskri húsgagnaframleiðslu, velur þann
sem verðlaunin hlýtur, og eru það jafnan
bestu húsgagnahönnuðir Dana sem þessa
viðurkenningu hljóta. Að sögn Eyjólfs Páls-
sonar er þetta mikill heiður.
„Ég varð bara orðlaus og táraðist þegar
mér var tilkynnt þetta,“ sagði Eyjólfur í
samtali við blaðamann eftir athöfnina í gær-
morgun. „Ég vona bara að þetta hafi áhrif á
íslenska hönnun og að ráðamenn heima og
stjórnendur sjái hvað hönnun er þýðingar-
mikil. Ég hef þó tröllatrú á því að þetta sé
allt að koma. Nú er farið að kenna hönnun í
Listaháskólanum og einnig stendur til að
hefja þar kennslu í arkitektúr. Þar með
verða menn að fara að undirbúa jarðveginn
fyrir það að þetta fólk útskrifist héðan sem
hönnuðir. Ég vona bara að þessi verðlauna-
veiting hafi jákvæð áhrif á hönnun á Íslandi,
það er mín heitasta ósk,“ sagði Eyjólfur
Pálsson.
Verðlaunaathöfnin fór fram strax eftir
opnun sýningarinnar í Bella Center.
Friðrik krónprins kynnti dómnefndarálitið
og tildrögin að þessu vali og afhenti Eyjólfi
verðlaunin. Meðal viðstaddra voru Vigdís
Finnbogadóttir og Helgi Ágústsson sendi-
herra.
Eyjólfur Pálsson stundaði framhaldsnám
sem húsgagnahönnuður í Kunsthåndværker-
skolen í Kaupmannahöfn og að loknu námi
1970 starfaði hann í nokkur ár á teiknistofu
Kay Kørbings. Eyjólfur rekur nú húsgagna-
verslunina Epal.
Eyjólfur Pálsson tekur við dönsku húsgagnaverðlaununum í Kaupmannahöfn
Hefur vonandi
jákvæð áhrif á
íslenska hönnun
Ljósmynd/Francis Dean
Eyjólfur Pálsson tekur við dönsku húsgagnaverðlaununum úr hendi Friðriks krónprins.
ÞAÐ er í bak og fyrir góð og
hressileg tilbreyting að fylla rými
sýningarsalar Sævars Karls Óla-
sonar af myndverkum 4–9 ára
barna. Mætti gerast oftar, skipu-
legar og með fyllri heimildum í
hendur sýningargesta, stendur að
auk alltof stutt við. Er mikil hvíld
frá háalvarlegum framníngum, inn-
setningum og gjörningum fullorðna
fólksins sem rembist eins og rjúpa
við staur við að yfirganga hvert
annað í frumlegheitum. Í flestum
tilvikum klæðskerasaumuðum og
tillærðum, eins og víðast annars
staðar nú um stundir, sem hluti
einslitrar heimsvæðingar. Rýnend-
ur þurfa þar af leiðandi síður að
setja sig í hágáfulegar stellingar og
vitna í núlifandi sem horfna spek-
inga því hér blasir eðlislægur
frumleikinn við úr öllum hornum,
þeim til muna auðsærri sem ger-
endurnir eru yngri. Hjá þeim
yngstu greinir skoðandinn jafnvel
hjartaslögin og skapgerðarsveifl-
unar meðan verkinu miðar fram.
Löngu sannað er að engir tveir eru
nákvæmlega eins og verða hvorki
við heimsvæðingu né klónun. Þótt
ytra byrði sé fullkomin hliðstæða
verður andinn og reynsluheimur-
inn trauðla klónaður í sama mæli,
fingrafar sálarinnar annað.
Það er þessi ríka skapandi hvöt
er þrengir sér fram áreynslulaust
og sjálfsprottin sem er kjarni allra
skapandi athafna. Ásamt framrás
ferskra skynrænna kennda sem
listamenn leitast við að höndla og
þroska í vinnubrögðum sínum. Hef-
ur verið þekkt og skjalfest stærð
frá því að grískir heimspekingar
lögðu grunninn að vestrænni há-
menningu sem tímabil endurfæð-
ingarinnar, endurreisnin, undir-
strikaði svo rækilega. Listsköpun
skyldi lögð að jöfnu við vísindi sem
ein af mikilvægustu grunneining-
um þjóðfélagsbyggingarinnar.
Meginveigurinn liggur í því að
skynja umhverfið, eins og það sé
alltaf nýtt og ferskt, þá fyrst eru
menn orðnir gamlir þegar þeir
segja; þetta hef ég séð áður og
dæma um leið úr leik. Í augum
barnsins er hið gamla nýtt og
ferskt og hið nýja sjálfsagður hlut-
ur sem það þarf ekki að tileinka
sér. Barnið sér allt með ferskum
augum sem þeir eldri halda sig
þekkja og hafa melt. Það er meg-
inástæða þess að skapandi kenndir
rýrna eins og heilinn og vöðvarnir,
sé þeim ekki sinnt og njóti eðlilegr-
ar gróðurvirktar og ræktarsemi.
Þegar miðstýrt skóla-
staglið hefst, þekking
og vitsmunir fá for-
gang í lífi barnsins og
skapandi kenndir
mæta afgangi, verða
snögg og eðlileg um-
skipti, eins og þegar
íþróttamaður hættir
að þjálfa sig.
Þessar staðreyndir
má lesa líkt og línurit
á sýningunni hjá Sæv-
ari Karli, því þegar
barnið fer að reyna að
koma tillærðum hug-
myndum bendiprika
inn í myndsköpun sína
rýrna þær af upp-
runalegum neista og
lífrænu inntaki. Ætti
að undirstrika mikil-
vægi þess að hið
óformlega haldist í
hendur við hið form-
lega í uppeldi því hin
skapandi kennd er í
raun æðra stig skipu-
lags sbr. náttúruna
sjálfa. Og svo við lít-
um hér í framhjá-
hlaupi til hennar, til
að mynda vaxtarferils
snigilsins, stækkar hann og stækk-
ar í kuðungshúsi sínu þar til hann
verður fullþroska sem er að sjálf-
sögðu óskup almenn staðreynd í líf-
ríkinu. Það stórmerkilega er að
hann gerir það eftir mjög sjald-
gæfri lógaryþmiskri kúrfu sem
enginn fær útskýrt hvað veldur,
frekar en örlítið næstum ósýnilegt
frjókorn, sem getur borist langan
veg með óreglulegum vindhviðum
verður að lokum að voldugri eik.
Endar svo kannski sem marmari
undir fótum okkar, þó fyrst eftir að
tugþúsundir kynslóða í mannheimi
hafa lifað sig.
Lesandi góður, horfðu á mynd-
sköpun barna því hún inniber mik-
inn sannleika um frumleikann, lífið
sjálft um leið.
„Mamma í sparifötunum“
MYNDLIST
L i s t h ú s S æ v a r s K a r l s
Opið á tíma verslunarinnar.
Til 4. maí.
Aðgangur ókeypis.
MYNDVERK
FJÖLDI BARNA 4–9 ÁRA
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Ein af mörgum hrifmiklum myndum á sýn-
ingunni Mamma í sparifötunum, höfundur
Álfheiður Helgadóttir.
CHRISTOPHER Nolan er einn
af þeim sem ásamt Baltasar Kor-
máki hlaut sérstaka útnefningu
Variety-blaðsins á Sundance-kvik-
myndahátíðinni sem einn af þeim
ungu leikstjórum sem vert er að
fylgjast með í framtíðinni. Og satt
er að Memento er virkilega eft-
irtektarverð kvikmynd.
Sagan segir frá Leonard Shelby
sem hefur ekkert skammtíma-
minni eftir höfuðhögg sem hann
hlaut þegar ráðist var á konu hans
og henni misþyrmt. Til að muna
eftir fólki, muna hvað hefur gerst
og að hann sé að leita hefndar not-
ast hann við polaroid-ljósmyndir,
minnismiða og húðflúr á líkama
sínum. En þrátt fyrir það reynist
honum erfitt að gera sér grein fyr-
ir gangi mála og að vita hverjum
er treystandi og hverjum ekki.
Handritið er skothelt. Hug-
myndin að segja sögu út frá manni
með ekkert skammtímaminni er
frábær og sérlega vel útfærð hér.
Áhorfandinn er settur í spor
mannsins á mjög áhrifaríkan hátt
með brotum úr atburðum en með
þeim er sagan rakin aftur á bak til
atburðarins sem veitti honum höf-
uðhöggið. Og stundum getur verið
bara býsna erfitt að fylgja fram ...,
ég meina, afturgöngu mála. Þessi
frásagnarmáti er ekki bara áhuga-
verður og frumlegur heldur koma
upp aðstæður í myndinni sem eru
mjög skondnar og atriðin verða
svo ólík öllu sem maður hefur séð í
kvikmyndum áður.
Persónusköpunin er sömuleiðis
mjög mjög fersk en það felst m.a. í
hversu ofureðlilegar persónurnar
eru en útsmognar um leið. Þær
leika á okkur, þær leika sér með
okkur rétt einsog hver með aðra
og sjálfar sig.
En persónurnar væru lítils virði
ef leikararnir væru ekki einsog
fæddir í hlutverkin, auk þess sem
leikstjórinn kemur greinilega vel
til skila hvað hann vill. Guy Pearce
kemur flóknu hlutverki hins
hefndarþyrsta en brjóstumkennan-
lega Leonard vel til skila. Joe
Pantoliano er mjög skemmtilegur
sem hinn ofurvenjulegi Kani,
Teddy, sem maður veit ekkert
hver er, en getur verið hver eða
hvað sem er. Einnig er Carrie-
Anne Moss sannfærandi sem bar-
stúlkan Natalie sem á ýmislegt
sameiginlegt með Leonard. Eða
hvað?
Það sem einkennir þessa mynd
er hversu raunsæ hún er þrátt fyr-
ir sérstöðu hennar. Kannski er það
vegna fjárskorts sem sviðsmyndin
er öll mjög eðlileg og ég var mjög
þakklát fyrir að finna ekki fyrir
neinni úthugsaðri sviðsmynd eða
myndatöku og mér finnst það auð-
velda manni að lifa sig inn í mynd-
ina. Myndin er stundum í svart/
hvítu og þótt það hafi vissa mein-
ingu finnst mér reyndar að það
hefði mátt sleppa því.
Það verður spennandi að sjá
næstu kvikmynd þessa leikstjóra,
Insomnia, en í henni segir frá
löggu sem við rannsókn máls verð-
ur félaga sínum óvart að bana og
neitar að horfast í augu við það.
Nolan virðist hafa áhuga á að kafa
inn í sálarfylgsni bæði persóna
sinna og áhorfenda og koma öllum
á óvart þegar kemur að eðli
mannsins.
Að lokum langar mig að benda á
að það er víst hægt að sjá lausnina
á gátunni í Memento í einum
ramma sem klipptur er inn í
myndina, þannig að nú er bara að
píra augun.
Að láta eðlið ráða
KVIKMYNDIR
B í ó h ö l l i n
Leikstjórn: Christopher Nolan.
Handrit: Christopher Nolan eftir
smásögu Jonathan Nolan. Aðal-
hlutverk: Guy Pearce, Carrie-Anne
Moss, Joe Pantoliano, Mark Boone
Junior og Stephen Tobolowski. 116
mín. Summit Entertainment 2000.
MEMENTO Hildur Loftsdótt ir