Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 60
Föstudaginn 20. apríl var borinn til grafar völundurinn Axel Helgason módelsmiður – fyrst ríkisins og síðar Reykjavíkur – til margra áratuga. Kynnum okkar Ax- els bar þá saman, þegar foreldrar mínir keyptu hálft húsið á móti hjón- unum Axel og konu hans Rögnu Arn- órsdóttur, í byrjun 6. áratugarins, af mági Axels, sem byggði húsið með honum. Svo vel fór á með þessum eigend- um Langholtsvegar 206 að hvorir tveggja nefndu oftsinnis í mín eyru að betri grannar fyndust ekki. Nú fæddist ég með þeim ósköpum að geta aldrei látið blað og blýant í friði. Það sá Axel. Hann átti perluvin, sem var Ágúst Böðv- arsson, „faðir“ Land- mælinga Íslands. Því varð úr að þangað réðst ég til náms í kortagerð ’57. Þar auðnaðist mér að vinna lítið eitt með Axel (og seinna á Sjómælingum Íslands). Þetta beina samstarf tók þó fljótt af því Axel vann hratt og vel, en sem betur fer átti ég hann að vini, og því varð margt spjallið sem ætíð jók mér um- hugsunarefni. Hann var vitur maður og víðsýnn. Eitt helsta hugðarefni Axels var að gera líkön af fósturjörðinni. Hann gerði mörg slík í mismunandi mælikvörð- um (auk eins af hafsbotninum um- hverfis okkur). Þennan draum skildi góðvinur hans Ágúst Böðvarsson vel og gat þess í ræðu (svo löngu síðar, að glæpurinn hlaut að vera fyrndur) að hann hefði hreinlega stolið fyrstu kortunum handa Axel til að gera lík- ön eftir (Þá var Geir Zoëga yfirmað- ur Ágústs. Formfastur maður og gætinn á allt, sem hann bar ábyrgð á, þ.m.t. Íslandskort Geodætisk Insti- tut). Þjófnaðurinn leiddi hinsvegar til einhvers merkasta snilldarverks Íslendinga (og fleiri þjóða – ef út í það er farið) í kortagerð. Það er lík- anið í kjallara ráðhúss okkar Reyk- víkinga. En sýn Axels náði lengra. Honum var ljóst að verk hans gátu gefið „blindum sýn“ (ef svo má segja), því gerði hann líkan fyrir þá, með þeirra letri. Nú hefur þessi mikli meistari íslenzkrar módelsmíði sameinast fósturjörðinni, sem átti svo djúpar rætur í sál hans, og e.t.v. er ekki úr vegi fyrir okkur hin, sem njótum snilldarverksins í ráðhúss- kjallaranum, að leiða stöku sinnum hugann að því að þar undir liggja þau sem skópu okkur afkomendunum allar allsnægtirnar í dag (þ.e.a.s. í mk. I: 50 000). Ein setning Axels líð- ur mér aldrei úr minni. „Nægur er nú tíminn. Fyrst er það nú æfin – og síðan öll eilífðin.“ Svo hló hann og neri saman höndunum eins og hann gerði gjarna þegar vel lá á honum (Raunar man ég Axel heitinn aðeins einu sinni ókátan. Það var þegar heilsan leyfði honum ekki að ljúka við NA-hornið á Íslandslíkaninu í ráðhússkjallaranum (þá áttræðum). Því luku félagarnir stórvirkinu). Nú á eilífðin minn kæra Axel en eitt vil ég nefna í lokin. Sagt er að snillingar njóti sjaldnast sannmælis fyr en þeir eru allir. Nú er sá tími Axels kominn og okkur hinum því óhætt að fara að fara að meta og virða verk hans þann veginn sem þeim ber. Enn í dag trúi ég að far- þegar sem millilenda í Keflavík (og sjá ekki annað af landinu, það sinnið) kaupi, sem minjagrip, litla upp- hleypta Íslandskortið sem Axel heit- inn mótaði fyrir rúmum 30 árum. Eftir öll þessi ár er það enn u.þ.b. söluhæsta kort Landmælinga ríkis- ins (einsog þær heita víst í dag). Hver veit nema kortið leiði til þess að þeir komi seinna að skoða skerið sem það er af? Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa leyft mér að þekkja þennan merka mann og bið Guð að blessa minningu hans og létta að- standendum missinn. Með virðingu og þökk, Kristinn Helgason. ✝ Axel Helgasonfæddist í Reykja- vík 23. september 1909. Hann lést á Landspítalanum 13. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 20. apríl. AXEL HELGASON MINNINGAR 60 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég hafði þekkt vin minn Árna Waag í rúman aldarfjórðung og síðastliðin tíu ár eða rúmlega það hafði samband okkar verið náið, hann var einn af lærimeisturum mínum og félagi. Árna verður fyrst og fremst minnst fyrir óbilandi áhuga sinn á náttúrunni og baráttu fyrir vernd hennar. Hann var einn af frum- kvöðlunum í íslenskri náttúru- vernd og spor hans í þeirri eilífu baráttu dýpri en margan grunar. Árni var einn af stofnfélögum Fuglaverndarfélags Íslands árið 1963 og síðar formaður þess í nokkur ár. Árni var frumkvöðull í votlendisvernd, hann barðist gegn óheftri framræslu votlendis og svo þegar þróunin snerist við og farið var að endurhæfa mýrar og tjarnir tók hann þátt í því starfi af alhug. Árni varpaði fyrsta hnausnum í skurð, þegar endurhæfing votlend- is hófst í friðlandi Fuglaverndar- félagsins í Flóa, og hann afhjúpaði fræðsluskilti þar í vor, þegar frið- landið var formlega opnað. Auk þess hafði Árni mikinn áhuga á vernd fjöru og grunnsævis og barðist gegn uppfyllingum og eyði- leggingu þessa mikilvæga búsvæð- is fugla á Innnesjum og víðar. Það er von mín og trú, að Fuglavernd- arfélagið muni í framtíðinni minn- ÁRNI WAAG HJÁLMARSSON ✝ Árni WaagHjálmarsson fæddist í Vestmanna í Færeyjum hinn 12. júní 1925. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 3. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. ast Árna á viðeigandi hátt í verki. Árni var einn af frumkvöðlunum í hvalverndarmálum á Íslandi og stofnaði hann fyrstu samtökin sem börðust gegn óheftu drápi á þessum tígulegu skepnum út- hafanna, sem á þeim árum var ekki líklegt til vinsælda meðal þorra þjóðarinnar, þar sem efnishyggja og gróðasjónarmið réðu ríkjum. Það var ein af stóru stundunum í ferðum okkar Árna, þegar ég fór með hon- um í hvalaskoðun fyrir nokkrum árum og við sáum steypireyði, stærsta dýr jarðar, en það hafði lengi verið draumur hans að virða fyrir sér þetta undur sköpunar- verksins. Þess sköpunarverks sem Árni unni svo mjög, því allt í nátt- úrunni, stórt eða smátt, var honum hugleikið. Afskipti mannsins af sköpunarverkinu voru honum afar mikill þyrnir í augum og stundum svo, að samstarfsmönnum þótti nóg um. Enn eitt frumkvöðulsstarf Árna var í ferðamálum, þegar hann hóf að leiðsegja erlendum fuglaskoð- urum á ferðum um Ísland fyrir meira en 30 árum. Árni eignaðist fjöldann allan af vinum og aðdá- endum í ferðum þessum, sem stóðu í nærri tvo áratugi. Hann var einnig í för með mörgu stór- menni um landið. Áhugi hans á fuglum bar hróður hans víða um heim og var hann í vinfengi við marga af þekktustu fuglafræðing- um heims á síðari helmingi 20. ald- ar. Árni var einstaklega barngóður, hann þreyttist aldrei á að tala um afkomendur sína, sinnti þeim af al- úð og áhuga og sýndi dóttur minni og uppvexti hennar jafn mikinn áhuga og að um hans eigið barna- barn væri að ræða. Árni var líka kennari í áratugi og kveikti hann áhuga margra nemenda sinna á náttúrunni og fegurð hennar. Árni skrifaði talsvert um fræði sín, en þó var hann aldrei mjög af- kastamikill í þeim efnum. Hann var þeim mun mælskari og verður ræða hans í fertugsafmæli mínu lengi í minnum höfð. Síðustu æviárin sökkti Árni sér m.a. í verndun spendýra í útrým- ingarhættu um allan heim og safn- aði frímerkjum með myndum þess- ara dýra. Hann hafði líka tekið ástfóstri við Pólland og mánuði fyrir andlátið ræddum við hvernig hann gæti helst fundið heiðasnípu þar í sumar, en hann stefndi á ferð þangað með Ragnheiði og eldri borgurum í Kópavogi, eins og tvö undanfarin sumur. Tæpri viku fyr- ir andlátið hitti ég Árna síðast, en þá var maðurinn með ljáinn með hinn mikla sjúkdóm, krabbamein- ið, í farteski sínu, farinn að kveða á dyr hans. Hann þá kominn í næsta nágrenni við eina af sínum kæru náttúruperlum í heima- byggðinni, leiruna í Kópavogi. Ég minnist Árna og baráttuanda hans með söknuði, hann bar þá von í brjósti til hinstu stundar að mannkynið sneri af villu síns vegar og sæi og skynjaði dýrð sköpunar- verksins og tæki það framyfir óhefta nýtingu og aðra þröngsýna stundarhagsmuni. Hann var líka spenntur fyrir að takast á við nýja heima og er þar nú í góðum hópi annarra baráttumann fyrir betri heimi. Ég votta Ragnheiði og öllum afkomendunum mína dýpstu sam- úð. Jóhann Óli Hilmarsson, form. Fuglaverndarfélags Íslands. %  0  %- %%    2        1    %      -       &#$ !6< !::$  / ,, 3)* 3  0  %   ,% 1)  1 %.   ,% !   9-  1     " 12 !  /)    ' ) /)  7 *     ,     ,   +696 +6#J: 5!( !::" 4  K %3  1 %     '(5 % #  = /   5) 3 4 6    = /  #    )  &  # /)  #  < #     /12  1 12  6   ,     ,  )5 ,  %  9 6.:6 - 8 5!( !::$   )  &4 )  9  /      9  5%%     %&8(( .  /  . )  /)  #  /     . )    :  /   - /)  #  . )    6    4 /)  1 12  1 1 12  "     &6#$ '( .6L& %3   4?5 % % 1)  1 % @A  )   =       && @  $B= - 6      /)   1M  @ *      &6$ "#$% '( .    4)  %3 %   4C5 % %       ,  ) %    8 %&''(    /)  #  = * & /)  +0 &  & /)  . /   & /)  7 *  ,     ,   6#(&"%$ 8#? : !::" %3   1)  1 %  /   , 0 )   &  5)   & 5) /)  & /) 7     8   5) /)  -) /)    5) /)   -    1 12  MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.