Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 51
DAGLEGA birtast
tilkynningar um nýjar
uppgötvanir í heimi vís-
indanna. Milljarður eftir
milljarð er lagður í pott-
inn. Ljóst er að yfir
stendur mikilvæg leit
eftir lækningu á alnæmi,
krabbameini, alzheimer,
MS, parkinson og o.fl.
Ekkert nema gott um
það að segja. Sjúkrahús
eru byggð, meðferðar-
stofnanir opnaðar og
sérhæft húsnæði fyrir
aldraða og börn reist.
Frábært starf er unnið.
Og eiga allir sem að
þessu starfa þakkir skildar.
En að láta þetta nægja væri eins og
að byrgja brunninn þegar barnið er
dottið ofan í. Það vakna hjá manni
óteljandi spurningar um af hverju er-
um við að veikjast af þessum sjúk-
dómum? Af hverju þjást margir af
einsemd? Af hverju er þessi ham-
ingjusama þjóð ekki ánægð og heilsu-
betri? Af hverju eykst lyfja- og vímu-
efnanotkun? Af hverju er ekki tekið af
festu á neyslu ungs fólks á „löglegu“
vímugjöfunum áfengi og tóbaki? Auk-
inn innflutningur vímuefna bendir
líka ótvírætt til þess að harðari dóp-
neysla fari vaxandi! Meðferðarstofn-
anir hafa ekki undan að sinna veiku
fólki. Yngra og yngra fólk þarf á með-
ferð að halda. Hvar eru alvöru úrræð-
in? Hvernig kennum við og styðjum
fólk til að breyta um lífsmynstur?
Hagsmunagæsla og óeðlileg áhrif
sterkra þrystihópa hefur ásamt al-
gjörum skorti á heildaryfirsýn stjórn-
valda kæft margar góðar hugmyndir í
fæðingu. Og um leið getið af sér ótelj-
andi hugmyndir, sem hafa leitt okkur
inn í sameiningarfár, fákeppni og
samþjöppun valds. Sofandaháttur og
þolinmæði íslenskra neytenda eru
lygileg. Að sjálfsögðu er samráð milli
aðila á markaðinum og það ekki bara í
paprikusölunni. Dettur einhverjum
eitthvað annað í hug? Og verndartoll-
ar til að vernda framleiðendur á
kostnað neytenda eru fásinna. Eink-
um þegar um er að ræða hluti eins og
grænmeti sem tengist því að vilja en
geta ekki með eðlilegum hætti gætt
heilsu sinnar vegna áhrifa hins opin-
bera. Hvernig væri að lækka t.d. raf-
magnskostnað gróðurhúsabænda?
En landbúnaðarráðherra vill ekkert
gera „út í loftið og rugla kerfið“! Vilj-
um við hafa þetta svona?
Stöndum upp, mótmælum og segj-
um hingað en ekki lengra! Margt er
betra en það var, það er ljóst. En í
góðærinu eyddum við langt um efni
fram, fórum á kortafyllirí. Erlendar
skuldir vaxa og við gleymdum að
sameiginlegar tekjur ríkisins „okkar“
eiga að skiptast milli allra þegna
þessa lands.
Enn er erfitt að ná sér í öruggt hús-
næði og fyrir marga ómögulegt. Enn
er maturinn vægast sagt sérkenni-
lega skattlagður. Við trúum því að
sameining fyrirtækja og stofnana
leiði eins og kraftaverk af sér betri af-
komu! En þrátt fyrir allar breytingar
er sumarlokað á sjúkrahúsum, fólk
liggur á göngunum, biðraðir lengjast
og fyrirtæki gangi misvel eftir sem
áður. Hvað þarf þessi vitleysa að
ganga langt til að við segjum stopp?
Nú er nóg komið.
Það er sameiginleg skylda okkar
kjósenda, að breyta þessu. Bera virð-
ingu fyrir rétti okkar til að kjósa okk-
ur stjórnendur, hafa skoðun og krefj-
ast breytinga. Setja rétt hvers
einstaklings til mannsæmandi lífs á
oddinn.
Það á að vera frjálst val hvers og
eins hvernig hann kýs að búa og hvað
hann borðar. Það opinbera á ekki að
reka fólk inn í bása með þröngri og
ranglátri stýringu lánveitinga og
skatta. Og allra síst þegar stefna
stjórnvalda er í áttina að s.k. ruslmat
og vanmáttugum leigumarkaði. Lög-
leiðing kannabis og
frelsi í sölu áfengis mun
reynast dýrkeypt ef af
verður. En hverjir þora
að segja nei, þora að
vera gamaldags, taka
ábyrgð og segja nei?
Það á að endurskoða
og einfalda alla tolla og
skatta á matvörur.
Skattar á matvörur eru
algjör frumskógur
reglugerða og nú er
magntollur nýjasta af-
rekið. Það er ekki einu
sinni sama hvaða
mjólkurafurð er keypt,
allt er á sitt hvoru
skattþrepinu. Og það sem er hollast
er oftast dýrast. Paprikumálið er bara
eitt dæmið um hvert samþjöppun
valds, sameining fyrirtækja getur
leitt okkur. Sameining er gott mál út
af fyrir sig. En hún ein og sér má aldr-
ei vera megintilgangur hins opinbera
með að sameina fyrirtæki. Það þarf að
vera hagstætt fyrir þjóðarbúið í heild,
fyrir okkur. Ekki bara vera fallegar
umbúðir utan um hégómann einan.
Nýir stórbankar, risaútgerðarfélög
og stærri sjukrahús sýna ekki með af-
gerandi hætti að sameining hafi verið
„lausnin“. Hvorki fyrir fyrirtækin,
stofnanirnar né þjóðarbúið.
Allt er ein heild og verður að skoð-
ast í víðara samhengi. Hvar er kjark-
urinn til að stokka upp, leggja til hlið-
ar gamlar leiðir og byrja upp á nýtt?
Hvar er hugsjónafólkið? Með stóru
draumana sem það vill sjá rætast?
Forvarnarstarfsemi er nánast ekk-
ert í daglegri umræðu. Hún birtist þó
stundum í skötulíki. Fjármagn sem
lagt er í forvarnir er hverfandi, nán-
ast ekkert, ef miðað er við hver kostn-
aðurinn er á endastöðinni. Þar er ver-
ið að byggja og reka sjúkrahús og allt
sett í að rannsaka okkur og leysa
vandann þegar skaðinn er orðinn að
veruleika.
En öllum til mikillar furðu birtist
vandinn aftur og aftur, sjúklingum
heldur áfram að fjölga og aldraðir og
öryrkjar kvarta og við horfum bláeyg
og saklaus á þetta. Hvað skyldi vera
að? Lausnin er kannski ekki þessi
„daginn eftir pilla“. Þarf hugsanlega
jafnhliða því að leysa þegar orðinn
vanda, að byggja upp þétta og virka
forvarnarstarfsemi? Vera með sterk-
an áróður fyrir heilbrigðu líferni?
Tala um hvað felst í því að lifa inni-
haldsríku lífi í sátt við sjálfan sig og
aðra? Og grunnurinn að þessu er í
hendi ríkisstjórnarinnar! Þetta kost-
ar umsnúning í viðhorfum og peninga.
Allt forvarnarstarf kostar peninga og
þolinmæði og af hvorugu getum við
átt von frá núverandi ríkisstjórn.
Lagasetningar, lyf og daginn eftir
pilla er ágætt, en ef þau taka aðeins á
afleiðingunum leysum við ekki vand-
ann nema að hluta til. Því ekki fækkar
nýjum tilfellum. Allt rúllar áfram og
vefur svo upp á sig og vandinn bara
stækkar. Þetta er eilífðarverkefni ef
ekki er unnið að heildarlausn og
ástæður vandans teknar fyrir í stað
þess að vera með rörasýn á afleiðing-
arnar.
Við búum í góðu landi og höfum átt
nokkur góð ár. Hagsæld hefur ríkt en
það hefur ekki ríkt jafnrétti og skiln-
ingur milli manna. Það hefur verið
vitlaust gefið í þessu spili og of margir
misst af lestinni! Er ekki kominn tími
til að hugleiða að skipta um stjórn-
endur og kjósa rétt í næstu þingkosn-
ingum.
Látum ekki lífið fara
framhjá – tökum
virkan þátt í því
Percy B.
Stefánsson
Lífskjör
Í góðærinu eyddum við
langt um efni fram, seg-
ir Percy Stefánsson, við
fórum á kortafyllirí.
Höfundur er ráðgjafi.
Bleikt, bleikt, bleikt......
og sumarlegt
Strandgötu 32, s. 555 2615
fimmtudag og föstudag
Bankastræti 8, s. 551 3140
fimmtudag, föstudag og laugardag
Glæsilegu vor- og sumarlitirnir eru loksins komnir
og verða kynntir ásamt ýmsum frábærum nýjung-
um. Einstaklega veglegir og glæsilegir kaupaukar
fyrir viðskiptavini okkar.
w
w
w
.la
nc
om
e.
co
m