Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 49
REYKINGAR og
sykursýki fara aldrei
saman.
Sykursýki er alvar-
legur sjúkdómur. Syk-
ursýkin getur verið af
tveimur gerðum: gerð 1
eða insúlínháð sykur-
sýki og gerð 2, insúl-
ínóháð sykursýki.
Þeim sem fá sykur-
sýki fer fjölgandi. Offita
er talin spila þar inn í.
Átta af hverjum tíu
með sykursýki hafa
gerð 2 sykursýki. Báðar
gerðir sjúkdómsins
geta leitt til fylgikvilla
sykursýki.
Skert sykurþol er oft undanfari
gerðar 2 sykursýki. Einkenni eru
þorsti, tíð þvaglát, sinadráttur, nála-
dofi í fingrum, þrálátar sýkingar,
meðvitundarskerðing.
Fylgikvillar sykursýki leggjast
þyngst á æðakerfið. Skal þar fyrsta
nefna smáæðasjúkdóma í augum,
nýrum og úttaugum, þeir leiða til
blindu, nýrnabilunar og verkja eða
skyntruflana í fótum. Í annan stað eru
stóræðasjúkdómar í kransæðum,
heilaæðum og öðrum slagæðum.
Þessir sjúkdómar leiða
til kransæðastíflu,
heilablóðfalls og blóð-
rásartruflunar í fótum.
Þarna skarast sjúk-
dómurinn við reyking-
ar. Það er vitað mál að
reykingar skaða þessar
sömu æðar.
Rannsóknir hafa sýnt
fram á að það má
minnka líkur á fylgi-
kvillum sykursýki með
góðri stjórnun sjúk-
dómsins. En þar kemur
fleira til því rannsóknir
hafa einnig leitt í ljós að
góð stjórnun á blóð-
þrýstingi og blóðfitum skiptir sköpum
í baráttunni við fylgikvillana. Óstjórn
á þessum þrem þáttum er kallað efna-
skiptavilla.
Það eru alvarlegar fréttir að þegar
við greiningu sjúkdómsins hafa einn
af hverjum fjórum fylgikvilla. Þess
vegna er gott eftirlit með fyrrnefnd-
um þáttum svo mikilvægt.
Jafnvægi verður að vera á milli
mataræðis, hreyfingar, lyfjatöku og
eftirlits til að baráttan við fylgikvilla
sykursýki verði markviss.
Saltneysla þarf einnig að vera sam-
kvæmt manneldismarkmiðum < 8g/
dag. Hlutfall kólesteróls þarf að vera
< 4,5 mmól/l. „Góða“ kólesterólið get-
ur maður hækkað með því að hreyfa
sig meira, taka lýsi og njóta sólar.
Reykingar lækka það hins vegar.
Björn Einarsson læknir segir í
grein sinni í Hjartavernd 1. tbl. 1997:
„Reykingar eru lang sterkasti
áhættuþátturinn fyrir að fá krans-
æðasjúkdóm og aðra æðakölkunar-
sjúkdóma. Reykingamaður er í um
það bil fimmfalt meiri áhættu að fá
kransæðastíflu en sá sem ekki reyk-
ir... Reykingar hafa ekki aðeins áhrif
á myndun æðakölkunar í áranna rás,
heldur hafa þær bein áhrif á storku-
kerfi blóðsins þannig að hættan á
blóðtappamyndun í kransæðum og
öðrum æðum er meiri meðal þeirra
sem reykja. Þegar hætt er að reykja
minnkar því hættan á kransæðastíflu
nokkuð á fáeinum dögum, þó svo að
æðakölkunin sem orðin er hverfi ekki.
Í þessu tilfelli hjálpar ekki að minnka
reykingarnar þar sem litlar reyking-
ar þarf til að hafa þessi slæmu áhrif á
storkukerfið.“ Björn mælir einnig
með því að allir láti mæla hjá sér kól-
esteról á miðjum aldri t.d. 35 ára til
þess að vita hvort þeir gangi með
þann dulda áhættuþátt.
Sykursýki, hár blóðþrýstingur, há
blóðfita eru áhættuþættir sem leiða til
æðasjúkdóma. Reykingar eru svo
sannarlega stór áhættuþáttur. Hvað
er ég þá að segja? Jú, sá sem er syk-
ursjúkur verður að forðast reykingar
og losna undan fíkninni sé hún til
staðar.
Hafi maður fjölskyldusögu um
kransæðasjúkdóm, reykir og hefur
sykursýki er áhættan 2x5x3 = þrjátíu
sinnum meiri en hjá þeim sem ekki
hafa þessa áhættuþætti. Reikni nú
hver fyrir sig ef enn fleiri áhættu-
þættir eru til staðar.
Margar leiðir eru til að hætta að
reykja, heilbrigðisstarfsfólk víðs veg-
ar um land getur veitt stuðning. Ráð-
gjöf í reykbindindi grænt númer (800
6030) er þjónusta fyrir alla sem vilja
hætta að reykja en nú er boðið upp á
sérstakan stuðning fyrir reykingafólk
með sykursýki. Þjónustan er opin alla
virka daga frá kl. 17–19, þar starfa
hjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í
tóbaksvörnum. Öll ráðgjöf og stuðn-
ingsefni er ókeypis. Rannsóknir á
sambærilegri þjónustu í Svíþjóð
benda til að árangurinn sé svipaður
því sem best gerist á námskeiðum í
reykbindindi. Starfsemin er rekin af
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga en um
er að ræða samstarfsverkefni við
Tóbaksvarnarnefnd, Landlæknis-
embættið og heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið. Stuðningsaðilar við
verkefnið eru einnig lyfjafyrirtækin
GlaxoSmithKlein og Thorarensen lyf.
Þetta framtak ber vott um fram-
sýni, stjórnvöld líta á reykingar sem
ógnun við mannslíf og vilja minnka
þann kostnað sem af þeim hlýst í heil-
brigðiskerfinu. Ávinningur til fram-
tíðar. Sigurður Guðmundsson Land-
læknir sagði við undirskrift
ofangreindan samnings að við hrykkj-
um við ef við heyrðum af fimm 70
manna rútum út í beljandi á. Það
deyja nefnilega um 350 manns árlega
á Íslandi af völdum reykinga. Víða um
land stendur fólki til boða hjálp við að
hætta að reykja á námskeiðum. Brýn-
ing eins og í þessari grein hristir von-
andi upp í einhverjum. Ekki má
gleyma því að margir hætta að reykja
af sjálfsdáðum og er það vel.
„Reykingar eru nefnilega hættu-
legri en fallhlífarstökk.“
Reyksíminn og sykursýki
Sigríður Jónsdóttir
Sjúkdómar
Sá sem er sykursjúkur
verður að forðast
reykingar, segir
Sigríður Jónsdóttir.
Höfundur er ráðgjafi í reykbindindi
og hjúkrunarfræðingur á göngu-
deild sykursjúkra og hjartasjúklinga
við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.