Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 47

Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 47 SR. INGÞÓR Indriðason Ísfeld verður sérstakur gestur á aukafundi í aðaldeild KFUM í Reykjavík í húsi félagsins v/Holtaveg fimmtudaginn 3. maí kl. 20:30. Hann mun segja frá kristnilífi í Vesturheimi en hann hef- ur búið í Kanada í 36 ár og þjónað sem prestur í Fyrstu lúthersku kirkjunni í Winnipeg síðastliðin 25 ár. Sr. Ingþór var virkur þátttakandi í starfi KFUM og Kristilegu skóla- hreyfingunni á yngri árum. Hann hefur mikla þekkingu á kristnilífi í Vesturheimi og frá mörgu er að segja. Karlmenn eru hvattir til að fjölmenna og hlýða á þennan góða gest. Fjölskyldueftir- miðdagar í Dómkirkjunni Í DAG, fimmtudaginn 3. maí, verður fjölskyldueftirmiðdagur Dómkirkjunnar með öðru sniði, því við ætlum að hittast í húsdýragarð- inum og skoða m.a. „me me“ og „ho ho“. Við munum hittast við inngang garðsins kl. 14 og eiga þar samfélag til kl. 16. Á þessum 2 tímum munum við næra okkur á nesti, sem verður haft með. Fylgjumst vel með veðr- inu, því svona ferðalag veltur tölu- vert mikið á því. Þess má geta að síðasta samveran verður svo fimmtudaginn 10. maí. Sjáumst glöð og hress. Bolli P., sími 562 2755. Áskirkja Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–17. Söngstund kl. 14–15 í neðri safnaðarsal. Kristján Sig- tryggsson organisti leiðbeinir og stýrir hópnum. Allir hjartanlega vel- komnir til að syngja eða hlusta. Boð- ið upp á kaffi á eftir. Mikið spjallað og stundum tekið í spil. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu kl. 14– 16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkomin. Tónlistin fall- in til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldra- og dag- mömmumorgunn kl. 10–12. Fræðsla: Svefn barna. Jóna Margrét Jóns- dóttir hjúkrunarfræðingur. Svala djákni les fyrir eldri börnin. Söng- stund með Jóni organista. Lang- holtskirkja er opin til hljóðrar bæna- gjörðar í hádeginu. Leikhúsferð eldri borgara í kvöld. Leikhúsgestir verða sóttir heim milli kl. 19.15 og 19.30. Svala djákni hringir og gefur ykkur frekari upplýsingar fyrir há- degi í dag. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Tónlist, bæn og léttur málsverð- ur. Kósý í kirkju kl. 20.30. Opinn saumaklúbbur. Alla konur velkomn- ar. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Neskirkja. Unglingastarf Nes- og Dómkirkju kl. 20 í safnaðarheimili Neskirkju. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9– 10 ára börn kl. 17. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Helgistund kl. 11. Kvöld- bænir kl. 18. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11– 12 ára drengi kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10–12. Fræðandi og skemmti- legar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, alltaf brauð og djús fyrir börnin. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9–12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9–12 ára krakka kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30– 20.30. Unglingar hvattir til þátttöku. Umræðu- og leshópur, fræðslustarf fyrir alla í Bræðrastofu kl. 21–22. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta og starfsfólks safnaðarins. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 áframhald á foreldramorgnum vegna fjölda áskorana. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun 3. hæð. Hjálpræðisherinn. Stórt kvennamót frá 4.–6. maí. Allar konur velkomnar. Sunnudaginn 6. maí opinber sam- koma kl. 11. Helgunarsamkoma og kl. 20 hjálpræðissamkoma í umsjón majór Turid Gamst. Majór Synneva Vestheim. Allir hjartanlega vel- komnir. Hvalsneskirkja. Helgistund í Mið- húsum í dag kl. 12. Boðið upp á létt- an málsverð gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir. Kristnilíf í Vestur- heimi Morgunblaðið/Ómar Mosfellskirkja Safnaðarstarf Listmunir Erum að taka á móti verkum fyrir næsta list- munauppboð sem verður haldið á Hótel Sögu fimmtudagskvöldið 10. maí. Getum enn bætt við góðum verkum. Síðustu forvöð eru laugardaginn 5. maí. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurmörk 20, ehl. 020102, iðnaðarhús, Hveragerði, fastanr. 223- 4362, þingl. eig. Sæmundur Skúli Gíslason, gerðarbeiðendur Búnað- arbanki Íslands hf. og Byko hf., þriðjudaginn 8. maí 2001 kl. 10.00. Borgarheiði 39, íbúð, Hveragerði, fastanr. 220-9955, þingl. eig. Dag- björt Fjóla Almarsdóttir og Árni Atlason, gerðarbeiðandi Vátrygginga- félag Íslands hf., þriðjudaginn 8. maí 2001 kl. 10.00. Jörðin Ingólfshvoll, Ölfushreppi, að undanteknum spildum, ehl. gþ., þingl. eig. Örn Ben Karlsson, gerðarbeiðendur Fangelsið Litla- Hraun, Húsasmiðjan hf. og Kjötvinnslan Höfn hf., þriðjudaginn 8. maí 2001 kl. 10.00. Leigulóð úr landi Laugaráss, „Slakki“, Biskupstungnahreppi, þingl. eig. Helgi Sveinbjörnsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalbanki og Lánasjóður landbúnaðarins, þriðjudaginn 8. maí 2001 kl. 10.00. Lóð úr landi Valla, Ölfushreppi, „Grásteinn“, þingl. eig. Kjartan Björnsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, þriðjudaginn 8. maí 2001 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 2. maí 2001. Uppboð á óskilahrossum Uppboð á 14 óskilahrossum fer fram föstu- daginn 11. maí nk. kl. 14.00 við hrossarétt- ina á Stokkseyrarmýrinni við Holtsveg, sveitar- félaginu Árborg. Um er að ræða ca 5 vetra, sót- rauða hryssu, ómarkaða, ca 2 vetra, móálóttan hest, ómarkaðan, 14—15 vetra, rauð-blesótta hryssu, ómarkaða, ca 15—16 vetra, brúnan hest, ómarkaðan, ca 8—10 vetra, smávaxna, móbrúna hryssu m. stjörnu, ómarkaða, ca 8— 10 vetra, rauðskjótta hryssu m. stjörnu, ómarkaða, ca 8—12 vetra, rauða hryssu, ómarkaða, 6—8 vetra, móálótta hryssu m. litla stjörnu, ómarkaða, 6—8 vetra, brúna hryssu, ómarkaða, 15—16 vetra, rauðan, tvístjörnóttan hest, ómarkaðan, 2—3 vetra, brúna, stjörnótta hryssu, ómarkaða, 8—10 vetra, sótrauðan, tví- stjörnóttan hest, ómarkaðan, brúnan hest, mark tvíbitað aftan vinstra og mjög styggan, sótrauðan, tvístjörnóttan hest. Sýslumaðurinn á Selfossi. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  182538  Fy. I.O.O.F. 11  182538½  Bk. KR-konur KR-konur og allar aðrar konur í KR. Munið vorfagnaðinn föstudaginn 4. maí. Mætum allar hressar og kátar og tökum með okkur gesti. Stjórnin. KFUM Holtavegi 28 Síðasti fundur vetrarins í kvöld kl. 20.00. Ingþór Indriðason segir frá prestsþjónustu í Vesturheimi. Allir karlar velkomnir. www.kfum.is Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Bergsteinn Ómar Óskarsson. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Fimmtudaginn 3. maí: Í kvöld kl. 20 lofgjörðarsamkoma í umsjón brigaders Ingibjargar Jónsdóttur. Majór Synneva Vestheim talar. Allir hjartanlega velkomnir. Kvennamót í Reykjavík frá 4.—6. maí. Allar konur velkomnar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands heldur evrópska tungu- málahátíð undir yfirskriftinni Bab- elsturninn í viku tungumálanáms innan fullorðinsfræðslu dagana 5.- 11. maí nk. Opið hús verður í húsa- kynnum stofnunarinnar á Dunhaga 7 um næstu helgi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta menningar- dagskrá og fræðslu. Síðdegis alla virka daga frá 7. maí til 11. maí verða síðan haldin tveggja stunda kynningarnámskeið í evr- ópskum tungumálum og eru þau ókeypis og öllum opin. Þessi hátíð er einn dagskrárliða á Evrópsku tungumálaári 2001, en menntamála- ráðuneytið sér um framkvæmd þess hér á landi. Á tungumálahátíðinni helgina 5. og 6. maí ætla allir helstu tungu- málaskólar landsins að kynna þau námskeið sem verða í boði á þessu ári og sérstök kynning verður á nýrri tækni og hugbúnaði til að læra tungumál. Í opinni menningardag- skrá verður fjallað um evrópskar tungur – smáar og stórar – og gildi fjölmenningar og fjöltyngis. Nýir Ís- lendingar, listamenn, skáld og fræði- menn skemmta og opna nýjar dyr fyrir alla sem vilja læra og víkka sjóndeildarhringinn. Þau tungumálanámskeið sem verða í boði fyrir almenning endur- gjaldslaust hjá Endurmenntunar- stofnun eru í færeysku, sænsku, serbó-króatísku, pólsku, rússnesku, þýsku, frönsku, ítölsku, spænsku, ensku og íslensku fyrir útlendinga. Sérstök námskeið verða fyrir eldri borgara í spænsku og ensku. Fjölmargir koma að tungu- málahátíðinni, sem styrkt er af Evr- ópusambandinu og menntamála- ráðuneytinu, m.a. Tungumálamið- stöð HÍ, STÍL – samtökum tungu- málakennara, Goethe Zentrum á Íslandi, Alliance française, Mála- skólinn Mímir og Námsflokkar Reykjavíkur. Sérstakur bæklingur verður gefinn út í tilefni hátíðarinn- ar með upplýsingum um tungumála- fræðslu á landinu öllu og er hann lykill fyrir þá sem vilja læra ný tungumál eða styrkja þá kunnáttu sem fyrir er. Menntamálaráðuneytið gefur einnig út bækling sem dreift verður á hátíðinni þar sem gefin eru góð ráð um hvernig megi skipuleggja nám í evrópskum tungumálum sem hvert og eitt er lykill að sameiginlegri menningararfleifð og framtíð. Frekari upplýsingar um dagskrá tungumálahátíðarinnar veitir Oddný Halldórsdóttir verkefnisstjóri. Þær er einnig að finna á vefsíðum Endur- menntunarstofnunar, www.endur- menntun.is. Tungumálahátíð hjá Endurmenntun- arstofnun HÍ Á AÐALFUNDI Félags yfirlög- regluþjóna á Íslandi sem haldinn var 20. apríl sl. var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur Félags yfirlögreglu- þjóna haldinn í Reykjavík 20. apríl 2001 lýsir yfir miklum áhyggjum með stöðu kjaramála lögreglunnar á Íslandi. Skorað er á samninganefnd- ir LL og ríkisins að ganga í það sem allra fyrst að gera nýjan kjarasamn- ing fyrir lögreglumenn. Ljóst er að eftir því sem dregst að ganga frá viðunandi kjarasamningi má búast við að fleiri lögreglumenn hverfi úr starfi. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við allar löglegar aðgerðir, sem Landsamband lög- reglumanna kann að gangast fyrir til að knýja á um gerð kjarasamninga.“ Yfirlögregluþjónar áhyggju- fullir vegna kjaramála FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.