Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 73
MR-ingar héldu kökukeppni á dögunum NÝLEGA var haldin á vegum Framtíðarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík, árleg kökukeppni. Keppnin var nú haldin í þriðja sinn og hefur skapast hefð fyrir því að þjóðfrægur ein- staklingur dæmi um hvaða kaka skari fram úr bæði hvað bragð og útlit snertir. Að þessu sinni var það heilsufrömuðurinn Gaui litli sem tók að sér dómarahlutverkið, ásamt þeim Árna Helgasyni, forseta Framtíðarinnar, og Ás- geiri Ingvarssyni matgæðingi. Úr vöndu var að ráða en úr varð að kakan Fol- inn, sköpunarverk þeirra Báru Sigfúsdóttur og Rutar Gunnarsdóttur bar sigur úr býtum sem bragðbesta kakan, en frönsk súkkulaðikaka var valin útlitsfegursta kakan. Kanntu brauð að baka? Þeir voru að vonum kampakátir, þeir Ásgeir Ingvarsson, Gaui litli og Árni Helgason, enda fríðindi að fá að dæma í kökukeppni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Hér gæða þær sér á sigurkök- unni Folanum: Bára Sigfúsdóttir og Rut Gunnarsdóttir, sigurveg- arar keppninnar. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 73 léttöl Skilningarvitin fimm (The Five Senses) D r a m a  Leikstjórn og handrit Jeremy Podeswa. Aðalhlutverk Mary- Louise Parker, Pascale Bussieres. (106 mín.) Kanada 2000. Myndform. Öllum leyfð. ÞAÐ má líkja þessu athyglisverða og vandaða drama um margt við verka Paul-Thomas Andersons og Roberts Altmans einkum meistara- verka þeirra Magnolia og Short Cuts. Líkt og í henni er hér sögð saga margra ólíkra einstaklinga sem tengjast mismikl- um böndum. Einn rauður þráður er í gegnum myndina, hvarf á ungri stúlku, sem snertir allar persónur myndarinnar á einn eða annan máta. Þema myndarinnar er líka sniðugt. Lykilpersónurnar láta sig miklu varða eða starfa við eitthvað sem tengist skilningsvitunum fimm, sem skýrir titil myndarinnar. Þær þurfa líka allar að horfast í augu við að þær eru að missa tökin á skilning- arvitum sínum og tilvist sinni um leið. Þetta listræna veðmál gengur líka upp og skilar ríkulegum ávexti, einkum vegna þess að höfundurinn Podeswa er ekkert að rembast við að leggja áherslu á þemað heldur lætur það einvörðungu blunda undir niðri, halda myndinni á floti. Hér er á ferð hjartnæm, djúp og vel leikin mynd sem óhætt er að mæla með – sérstaklega fyrir unn- endur svokallaðra „listrænna“ mynda. Ástríðufull kynni Skarphéðinn Guðmundsson Spænsku dómararnir (Spanish Judges) S p e n n u m y n d Leikstjóri Oz Scott. Aðalhlutverk Vincent D’Onofrio, Valeria Golino, Matthew Lillard. (98 mín.) Bandaríkin 1999. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ VERÐUR ekki annað sagt en að hún er vel rugluð þessi! Meg- ininntakið er græðgi, græðgi og ennþá meiri græðgi. Þrír einstak- lingar hver öðrum fégráðugri hafa glatað öllu sem kallast má kærleikur eða almennt sið- ferði og gera allt sem þeir geta til þess koma höndum yfir dýrmæta forn- muni sem kallast „Spænsku dómar- arnir“ og koma þeim í verð. Ekkert fær þau stöðvað, hvorki ástríða né trygglyndi. Hér er það ringulreiðin sem ræður ríkjum, ringulreiðin og ruglið. Þre- menningarnir leika á ýktum nótum, nokkuð sem varla hefur verið þeim Lillard og D’onofrio á móti skapi þar sem þeir ofleika næstum alltaf hvort eð er. Ég kann alveg jafn vel að meta rugl og vitleysu og hver annar, svo lengi sem það miðar að einhverju marki, sé fyndið og beitt. En hér skortir alla þá eiginleika og því fer skotið allkröftuglega og víðsfjarri markinu. MYNDBÖND Geðveik græðgi Skarphéðinn Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.