Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUÐUR-afrísk stjórnmál fengu nýja vídd í vik- unni sem leið þegar Steve Tshwete, innanríkis- og öryggismálaráðherra, lýsti því yfir í sjón- varpsviðtali í beinni útsendingu að opinber rannsókn væri hafin á því hvort þrír af um- svifamestu kaupsýslumönnum landsins hefðu lagt á ráðin um að koma Thabo Mbeki, forseta landsins, frá völdum. Að því búnu nafngreindi ráðherrann þrjá menn sem allir gegndu áður háum stöðum innan Afríska þjóðarráðsins (ANC), stærsta stjórnmálaflokks landsins, og bætti við að rannsóknin væri framkvæmd vegna þess að líf forsetans gæti verið í hættu. Kaupsýslumennirnir þrír sem sakaðir eru um samsæri gegn forsetanum eru Mathews Phosa, fyrrum forsætisráðherra Mpumalanga-héraðs, Tokyo Sexwale, fyrrum forsætisráðherra Gaut- eng og fangi á Robin Island samtíða Nelson Mandela, og Cyril Ramaphosa, fyrrverandi framkvæmdastjóri ANC og einn helsti samn- ingamaðurinn í nefnd sem batt enda á aðskiln- aðarstefnuna og ræðismaður Íslands í Suður- Afríku. Þremenningarnir eru allir umsvifamiklir kaupsýslumenn og þjóðþekktir fyrir þátttöku sína í stjórnmálum á fyrri árum. Morðið á Chris Hani kemur aftur upp á yfirborðið Upplýsingarnar um samsærið virðast ein- göngu koma frá einum manni; hann heitir Jam- es Nkambule og er fyrrum formaður ungliða- hreyfingar Afríska þjóðarráðsins (ANC) í Mpumalanga-héraði. Nkambule er í haldi lög- reglu þessa stundina þar sem hann er sakaður um að hafa svikið út úr ríkisstjórninni á þriðja tug milljóna króna á meðan hann var formaður innan ungliðahreyfingar ANC. Nkambule hefur gefið lögreglunni og forset- anum tvær skýrslur um meint samsæri gegn forsetanum og tengjast þær báðar morðinu á kommúnistaleiðtoganum Chris Hani og vopna- sölusamningum sem gerðir voru á árunum 1992 og 1993. Í skýrslu Nkambule til forsetans, sem nú hefur verið birt í suður-afríska dagblaðinu Sunday Times, sakar Nkambule Mathews Phosa, Tokyo Sexwale og Cyril Ramaphosa um að standa að baki samsæri þar sem núverandi forseta, Thabo Mbeki, sé kennt um morðið á Chris Hani sem var skotinn til bana árið 1993. Nkambule segir að Mathews Phosa sé meðal þeirra sem beri ábyrgð á morðinu á Hani. Hani hafi orðið ósáttur við Phosa og aðra sem tóku þátt í vopnasölusamningnum vegna þess að for- ysta ANC hafi ekki verið látin vita af samn- ingnum. Hann hafi ætlað að láta forystuna vita af því sjálfur, en tveimur vikum síðar hafi hann verið skotinn til bana. Upplýsingum lekið í alþjóðlega fjölmiðla Í eiðsvörnum vitnisburði segir Nkambule að Phosa og maður að nafni Pieter Rootman hafi í október 2000 sagt sér að „eitthvað slæmt væri um það bil að koma fyrir forseta lýðveldisins“. Segir hann að þar hafi Phosa átt við samsær- iskenningu þess efnis að Mbeki hafi staðið á bak við morðið á Chris Hani árið 1993 og skömmu fyrir síðastliðin jól hafi átt að leka þeirri sögu í fjölmiðla og háttsetta embættismenn í landinu. Banamaður Hanis ætlaði að upplýsa að hann hefði skotið Hani til bana að undirlagi Mbekis. Mbeki hafi litið á Hani sem helsta keppinaut sinn um forsetaembættið og hræðst samkeppn- ina. Hann hafi því útvegað banamanni Hanis vopn og upplýsingar um ferðir hans. Síðar í vitnisburðinum segir Nkambule að Ramaphosa og fleiri aðilar hafi vitað af sögunni. Phosa hafi ætlað að leka sögunni til fjölmiðla eins og CNN og CBS og tilgangurinn hafi verið að koma þeim skilaboðum til alþjóðasamfélags- ins að ekki væri hættulaust að Thabo Mbeki væri á forsetastóli. Alþjóðasamfélagið myndi skapa þrýsting á Mbeki sem að lokum myndi leiða til þess að hann segði af sér og aðrir gætu tekið við völdum. Á næsta ári munu fara fram formannskosningar í Afríska þjóðarráðinu en Mbeki er formað- ur þess. Nkambule sagði í viðtali við vikublaðið Mail & Guardian um helgina að hann vissi til þess að Mathews Phosa ætlaði að bjóða sig fram í embættið. Aðrir frambærilegir frambjóð- endur eru Tokyo Sexwale og Cyril Ramaphosa, báðir sakaðir um samsæri gegn forsetanum. Sá síð- astnefndi var á sínum tíma mjög líklegur eftirmaður Mandela í for- setastólinn, en sagt er að Mandela hafi á síðustu stundu valið Mbeki sem eftir- mann sinn vegna utanaðkomandi þrýstings. Ramaphosa var á þeim tíma mjög vinsæll stjórnmálamaður og hlaut langflest atkvæði í skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir síð- ustu kosningar. Mandela lýsti því yfir í sjónvarpsþættinum „Breakfast with Frost“ á BBC- sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn að hann vonaðist til þess að Ram- aphosa yrði forseti eftir að Mbeki hefði lokið tveimur kjörtímabilum í forsetaembættinu en hann myndi glaður styðja Mbeki til for- seta annað tímabilið í röð. Mandela hefur lýst yfir fullum stuðningi við þremenningana sem liggja undir ásökunum um sam- særi. Hann sagði að á meðan ekk- ert hefði á þá sannast bæri hann mikla virðingu fyrir þeim öllum, og nefndi sérstaklega að Cyril Ramaphosa hefði stjórnað samn- ingaviðræðunum sem bundu enda á aðskilnaðarstefnuna og það væri í rauninni hann sem ætti heiður- inn af því að Suður-Afríka væri nú lýðræðisríki. Ákvörðun ráðherrans Steves Tshwetes um að gefa upp nöfn þremenninganna sem liggja undir ásökunum hefur verið harðlega gagn- rýnd. Margir telja að ekki séu fordæmi fyrir því í Suður-Afríku að nefna nöfn þeirra sem liggja undir grun í svona málum og segja að ásak- anirnar muni skaða þessa þrjá einstaklinga verulega. Fjölmiðlar notaðir sem tálbeita Suður-afríska dagblaðið Sunday Times tekur þó enn dýpra í árinni og segir að ef ráðherrann hafi ætlað að skaða Ramaphosa, Phosa og Sex- wale hafi honum mistekist. Hins vegar hafi hann skaðað landið verulega og eyðilagt þá ímynd sem Suður-Afríku hafi tekist að byggja upp á síðustu árum sem lýðræðisríki á réttri leið. Í leiðara síðastliðinn sunnudag fordæmir blaðið þá ákvörðun Tshwetes að gefa nöfnin upp opinberlega og ver Ramaphosa með kjafti og klóm. Hafa ber í huga að Sunday Times er í eigu Johhnic Publishing og situr Cyril Ramaphosa í stjórn fyrirtækisins. Samband stjórnmála- manna við fjölmiðla fléttast einmitt inn í þetta flókna mál. Í skýrslu Nkambules segir að Mathews Phosa standi á bak við fjölmiðlaherferð gegn forsetanum en hann hefur verið gagnrýndur mjög í fjölmiðlum síðastliðna mánuði. Nkamb- ule segir að á næstu vikum hafi átt að herða her- ferðina og beina ætti athyglinni að „dómgreind- arbresti“ forsetans og „auknum einræðis- tilburðum hans í stjórnun landsins“. Mbeki sagði í viðtali á sjónvarpsstöð, sama kvöld og Tswethe lét hin umdeildu orð falla í viðtali á annarri sjónvarpsstöð, að hann vissi til þess að kaupsýslumenn í landinu væru að safna fé fyrir frambjóðendur til að bjóða sig fram gegn hon- um og þeir hefðu um leið áhrif á ákveðna blaða- menn. „Er Mbeki hæfur til að stjórna þessu landi?“ Hvort blaðamennirnir á Mail & Guardian eru undir þeim áhrifum eða ekki er erfitt að segja en þeir eru að minnsta kosti mjög ósáttir við Mbeki sem forseta. Á forsíðu síðasta tölublaðs er spurt hvort Thabo Mbeki sé fær um að stjórna landinu og spurningunni er svarað í heilsíðuleiðara þar sem gagnrýni á forsetann er ekki spöruð. Þar kemur fram að þeir 22 mán- uðir sem hann hefur verið við völd hafi verið „hörmulegir“ og þar sé engum um að kenna nema honum sjálfum. Leiðarahöfundurinn telur að Tshwete hafi, með hæpnum sönnunargögnum, gefið upp nöfn þriggja manna sem allir væru líklegir keppi- nautar Mbekis um formannssæti Afríska þjóð- arráðsins. Með því að tengja þessa menn við orð eins og „samsæri“ og „lífshættu“ væru Tshwete og Mbeki að koma slæmu orði á hugsanlega keppinauta um forsetastól landsins. Blaðið seg- ist hafa spurt þeirrar spurningar áður en Mbeki tók við völdum hvort hann væri hæfur til að stjórna landinu og fengið mikla gagnrýni fyrir. Nú, tæpum tveimur árum síðar, spyrji blaðið aftur sömu spurningar og meðlimir Afríska þjóðarráðsins séu líka farnir að spyrja þessarar sömu spurningar. „Nú þurfa þeir hugrekki til að svara þessari spurningu. Þeir sem svara henni heiðarlega þurfa ekki að vera morðingjar eða höfundar að stóru samsæri,“ segir í lok leiðara blaðsins. „Í lýðræðisríki er ekki glæpur að hafa skoðun á forseta landsins og frammistöðu hans.“ Segja má að þetta stórmál í suður-afrískum stjórnmálum sé prófmál fyrir lýðræðið í land- inu. Í fyrsta sinn eftir að hinn elskaði og dáði leiðtogi Nelson Mandela hætti störfum er kom- in upp staða þar sem stjórnmálamenn landsins þurfa að sameinast um ákveðna hagsmuni til að tryggja landinu bjarta framtíð, á kostnað eigin metnaðar. Hvort þessi pólitíska ormagryfja sem nú má sjá opnast í Suður-Afríku á sér ræt- ur í því stríðsástandi sem svo lengi ríkti milli ættbálka og kynþátta í landinu er erfitt að segja, en vonandi er þetta stríð háð með púð- urskotum. Þrír helstu kaupsýslumenn Suður-Afríku sakaðir um samsæri gegn forsetanum Er líf Thabos Mbekis for- seta í hættu? Eins og stendur virðast suður-afrísk stjórnmál botn- laus ormagryfja. Ásakanir um samsæri og morðtil- raunir ganga á báða bóga og hafa skaðað hina nýlegu ímynd landsins sem lýðræðisríkis á réttri leið, að mati suður-afrískra fjölmiðla. Ragna Sara Jónsdóttir er í Suður-Afríku og fylgist spennt með framvindu mála í alvarlegum farsa sem verður flóknari með hverjum deginum sem líður. Reuters Þremenningarnir sem sakaðir hafa verið um samsæri gegn forseta Suður-Afríku: Cyril Ramaphosa (t.v.), Mathews Phosa og Tokyo Sexwale. Thabo Mbeki, for- seti Suður-Afríku. EFTIR að hafa slegið Tipu Sult- an, 27 ára blaðamann, í magann og nárann héldu árásarmennirnir hnífi yfir höfði hans og hrópuðu: „með hvorri hendinni skrifarðu?“ Andartaki síðar ristu þeir hægri hönd blaðamannsins á fjórum stöðum. Hann var síðan barinn með hafnaboltakylfum og járn- stöngum. Alls fékk hann tíu stungusár. Árásin átti sér stað 25. janúar í Bangladesh þar sem æ fleiri blaðamenn hafa orðið fórnarlömb ofbeldisins sem einkennt hefur stjórnmál landsins frá því það fékk sjálfstæði frá Pakistan fyrir þremur áratugum. Síðan þá hafa tveir af forsetum landsins verið ráðnir af dögum, framin hafa verið þrjú valdarán og nítján valdaráns- tilraunir hafa farið út um þúfur. „Á síðustu sex mánuðum hafa blaðamenn, sem fjalla um pólitískt ofbeldi og trúarofstæki, orðið fyrir ótrúlega hrottalegum árásum,“ sagði Robert Menard, fram- kvæmdastjóri samtakanna Frétta- menn án landamæra. 50 árásir á hálfu ári Samtök blaðamanna hafa skráð 50 árásir á fjölmiðlamenn í Bangladesh, m.a. þrjú morð, á hálfu ári. Sultan er enn á sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir að hann varð fyrir árásinni í landbúnaðar- héraðinu Feni. Hann telur sig hafa orðið fyrir árásinni vegna þess að hann skrifaði gagnrýna grein um einn af þingmönnum stjórnarflokksins fyrir óháða fréttastofu. Annar blaðamaður, Prabir Sikd- ar, sem skrifaði um samstarfs- menn Pakistana í Bangladesh í sjálfstæðisstríðinu árið 1971, varð fyrir 14 byssukúlum þegar hann var á bifhjóli í Faridpur, 60 km suðvestan við Dhaka. Fjarlægja þurfti hægri fót hans. Sikdar hafði skrifað í dagblaðið Janakantha að vopnasali í Bangla- desh væri grunaður um að tengj- ast einum af samstarfsmönnum Pakistana. „Ég skrifaði nokkrar greinar um stríðsglæpamenn sem eru nú orðnir áhrifamiklir í þjóð- félaginu. Ef til vill geld ég þess núna,“ sagði hann. Blaðamaðurinn Shamsur Rahm- an var skotinn til bana á skrifstofu sinni á síðasta ári og blaðamað- urinn Nahar Ali lést af völdum heilaskemmda í vikunni sem leið. Að sögn lögreglunnar og fjöl- skyldu Alis var honum rænt og hann fannst meðvitundarlaus tveimur dögum síðar eftir að hafa sætt barsmíðum og pyntingum. Nokkrum dögum áður hafði hann skrifað um ásakanir á hendur litlum vinstriflokki. „Nokkrir stjórnmálamenn í Bangladesh, jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu, telja að mútur séu lausn á vandamálunum,“ sagði Akhtar Ahmed Khan, formaður blaðamannafélags Bangladesh. „Þegar þeir geta ekki mútað blaðamanni nota þeir næsta úr- ræði, sem er ofbeldi.“ Árásum á blaðamenn fjölgar í Bangladesh Dhaka. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.