Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guðjóni A. Kristjánssyni, formanni þingflokks Frjáls- lynda flokksins: „Á þingfréttasíðu Morgun- blaðsins 1. maí segir svo: „Frumvarp dómsmálaráð- herra um breytingar á almenn- um hegningarlögum að því er varðar fíkniefnabrot var sam- þykkt sem lög frá Alþingi í gær. 35 þingmenn stjórnarflokk- anna greiddu atkvæði með frumvarpinu, tuttugu þing- menn stjórnarandstöðu sátu hjá en átta þingmenn voru fjar- verandi.“ Þetta er rangt. Þingmenn Frjálslynda flokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu. Það gerðu þeir á þeim forsendum einvörðungu að lagabreytingin þýði herta sókn gegn sölumönnum dauð- ans; en að ekki sé um yfirdreps- skap að ræða í auglýsinga- skyni, sem yfirvöld dómsmála hafa því miður tíðkað í lög- gæslumálum hin síðari miss- eri.“ Athugasemd frá Frjálslynda flokknum VIÐ UPPHAF þingfundar í gær- morgun andmæltu forystumenn stjórnarandstöðunnar því einarðlega að svo viðamikið mál væri tekið á dagskrá þingsins svo seint á vori en frumvarpið var lagt fram á Alþingi í síðustu viku. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að í árslok verði 49% af hlutafé Landssímans komið í eigu annarra aðila en ríkisins. Frestur til að leggja fram ný þing- mál rann út 2. apríl sl. og varð því að leita afbrigða á þingfundi í gær til að taka málið á dagskrá. Samfylkingin og vinstri-grænir lögðust gegn af- brigðunum en þingmenn stjórnar- flokkanna og Frjálslynda flokksins voru þeim fylgjandi og því fékkst málið tekið á dagskrá. Ákveðið var að ræða samtímis frumvarpið um sölu hlutafjárins og frumvarp um breyt- ingar á fjarskiptalögum í tengslum við sölu Landssímans. Undir lok þingfundar í gærkvöldi, um kl. 21:30, var frumvarpið sam- þykkt til 2. umræðu og meðhöndlun- ar í samgöngunefnd með 42 sam- hljóða atkvæðum. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra, sem mælti fyrir frumvarpinu, sagðist leggja áherslu á að sala Landssímans færi fram þegar ástand á mörkuðum og almennt leyfði. Hann sagði að stjórnarandstæðingar hefðu gagnrýnt að til stæði að selja hlutaféð nú þegar hlutabréfaverð væri á nið- urleið, en Sturla sagði að ríkisstjóður gæti ekki komið fram eins og spá- kaupmaður sem seldi almenningi hlut í ríkisfyrirtækjum þegar það væri hagstæðast. Hann sagði að þrautreyndir og virtir sérfræðingar ynnu nú að mati á verðmæti félagsins en kennitölur úr rekstri gæfu til kynna að það kæmi mjög vel út í sam- anburði við erlend fjarskiptafélög. Mikilvægt væri að ríkið byði fram fjárfestingarkosti sem gefi bæði al- menningi og stofnfjárfestum kost á arðbærri fjárfestingu. Ekki rétt að skilja frá grunnnetið Samgönguráðherra svaraði einnig þeim sem telja að aðskilja beri grunn- netið frá annarri starfsemi fyrirtæk- isins, en Samfylkingin hefur m.a. tal- að fyrir því. „Ég óskaði sérstaklega eftir því við einkavæðingarnefnd að metin yrði hagkvæmni þess að skilja að einstaka þætti í starfsemi fyrirtækisins, svo sem hið almenna fjarskiptanet. Nefndin skoðaði bæði rekstrarlegar og tæknilegar forsendur slíkrar skiptingar og kallaði til ráðgjafar sér- fræðinga á þessu sviði. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ekki sé ástæða til að skipta rekstri fyrirtæk- isins út frá sjónarmiðum um þjón- ustu, samkeppni eða vegna fyrirhug- aðrar einkavæðingar,“ sagði hann og tók enn fremur til fleiri rök gegn því að skipta fyrirtækinu upp með þess- um hætti og tók sem dæmi að hvergi í Evrópu hafi sú leið verið farin að skilja sambærileg fyrirtæki í sundur og halda grunnkerfi eftir í ríkis- rekstri. Bjóða verður fram áhugaverða fjárfestingarkosti „Með einkavæðingu Landssímans má ná margþættu markmiði. Aukið frjálsræði í viðskiptum hefur opnað augu íslenskra fjárfesta fyrir því að þeir eiga ekki síður möguleika á að festa fé sitt í atvinnurekstri í útlönd- um. Því eru bornir saman fjárfesting- arkostir, hér heima sem erlendis. Ef þeir finnast ekki nægjanlega áhuga- verðir hér á landi leitar fé úr landi. Við þær aðstæður er mikilvægt að ríkið beiti áhrifum sínum til að bjóða fram áhugaverða fjárfestingarkosti – kosti sem geti bæði laðað fram auk- inn sparnað almennings með mikilli þátttöku í almennri sölu og gefið stofnanafjárfestum nýtt tilefni til að festa fé sitt hér innanlands og draga þannig úr útstreymi til erlendra fjár- festinga. Kaup á hlut í Landssíma- num eru vel til þess fallinn að mæta þessum sjónarmiðum. Því eru al- menn efnahagsleg rök fyrir því að hraða sölu á hlut í Símanum – eins og ríkisstjórnin stefnir að,“ sagði ráð- herra. Ekki lög á þessu þingi um 3. kynslóð farsíma Sturla sagðist ekki gera ráð fyrir því að á þessu þingi verði samþykkt lög sem heimili honum að úthluta rekstrarleyfum fyrir 3. kynslóð far- síma. Sagði hann að mikil óvissa ríkti nú um framtíð þriðjukynslóðar- farsíma og því væri hyggilegast að fara sér hægt um sinn. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, spurði Sturlu m.a. um hvenær hann gerði ráð fyrir að veita rekstrarleyfi fyrir 3. kynslóð farsíma. Sagðist Þorgerður telja mikilvægt að þær tímasetningar lægju fyrir því það gæti haft áhrif á verðmæti Landssímans við sölu á hlutafénu, að fyrirtækið hefði slíkt leyfi. Sturla sagði að allri tilveru 3. kyn- slóðarinnar hefði seinkað. Hann vís- aði í yfirlýsingu sem hann gaf á fjar- skiptaþingi í vetur um að viðhöfð yrði sú aðferð við veitingu fjögurra fjar- skiptaleyfa að þau verði boðin út en ekki sett á uppboð. Sturla sagði að auðvitað skipti miklu máli að Lands- síminn hefði möguleika á að öðlast slíkt leyfi og sagðist hann ekki óttast að Síminn stæði sig ekki í þeirri sam- keppni. Einkavinir Sjálfstæðisflokksins sagðir bíða í ofvæni Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í um- ræðunni að stefna Samfylkingarinn- ar varðandi framtíð Landssímans væri vel þekkt og hefði margoft kom- ið fram. Flokkurinn teldi að skipta ætti fyrirtækinu upp og selja þann hluta sem væri á samkeppnismark- aði. Hins vegar væri Samfylkingin al- gerlega andsnúin því að dreifikerfið verði selt þar sem það veitti fyrirtæk- inu yfirburðastöðu í krafti lögvernd- aðrar einokunar sem væri óásættan- leg. Að auki gæti slík sala á dreifikerfinu komi í veg fyrir að upp- bygging þess á landsbyggðinni verði með líkum hætti og í þéttbýlinu. „Við erum þeirrar skoðunar að þetta fyrirkomulag skerði stórlega möguleika landsbyggðarinnar til að þróa þekkingariðnað sinn með svip- uðu móti og gerist í þéttbýlinu. Álykt- unin sem við drögum er að verið sé að dæma landsbyggðina úr leik hvað varðar þróun þekkingariðnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Össur gerði tímasetninguna á sölu hlutafjár í Landssímanum einnig að umtalsefni og sagði að úr því ráð- herra vildi selja hlutinn hefði hann átt að gera það löngu fyrr. Á því hálfu öðru ári sem liðið væri hefði staðan á hlutabréfamarkaði gjörbreyst og því mætti færa fyrir því rök að tapast hefðu milljarðar og jafnvel tugmillj- arðar á því að draga söluna. „Ég fullyrði að það sem fæst nú fyrir Landssímann verður miklu, miklu minna. En þá verður líka miklu auðveldara fyrir ýmsa einkavini Sjálfstæðisflokksins að verða sér út um dágóðan hlut í Símanum,“ sagði Össur enn fremur og bætti því við að síðan þegar gengið færi aftur upp myndu þessir einkavinir Sjálfstæðis- flokksins líklega tvöfalda sinn hlut og græða milljarða. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði mjög gagnrýnisvert að menn skuli láta sér detta í hug að taka svo stórt og viðamikið mál á dag- skrá þegar komið væri fram í maí og aðeins sex virkir þingdagar til stefnu samkvæmt starfsáætlun Alþingis. „Þetta mál hefur verið bitbein milli stjórnarflokkanna mánuðum saman og jafnvel um árabil. Það er því hrein lítilsvirðing við þingið að ætla sér að knýja fram afgreiðslu þess nú á vor- dögum,“ sagði Steingrímur og lagði áherslu á þá afstöðu vinstri-grænna að einkavæðing Landssímans sé óheillaspor; flokkurinn hefði viljað sjá rekstur þess áfram í höndum rík- isins og styrk þess beitt til þess að halda áfram uppbyggingu fjarskipta- og gagnaflutningakerfis í landinu til að tryggja öllum landsmönnum jafn- an aðgang að þjónustu á þessu sviði, án tillits til búsetu. Steingrímur sagði athyglisvert til þess að hugsa hvernig Framsóknar- flokkurinn hafi gefist upp í þessu máli fyrir vilja sjálfstæðismanna. Með frumvarpinu væri aflað á einu bretti heimildar til að selja allt hlutafé í Landssímanum þótt um sinn sé stefnt að sölu 49% hlutafjár. Síðan eigi að heita að eitthvert samkomulag sé milli stjórnarflokkanna um fram- haldið en lögin færi samgönguráð- herra hvers tíma heimild til að selja allt hlutaféð. „Væntanlega munu sjálfstæðismenn líta svo á í lok þessa kjör- tímabils að þeir séu með óbundnar hend- ur í þessum efnum. Þess vegna er þetta ekkert annað en full- ur sigur einkavæðing- araflanna í Sjálfstæð- isflokknum og um leið fullkomin uppgjöf framsóknarmanna sem hafa snúið við blaðinu og gefist upp á aðeins örfáum mán- uðum,“ sagði Stein- grímur enn fremur. Forsendur hafa breyst Jónína Bjartmarz, þingmaður Fram- sóknarflokksins, gerði hins vegar lítið úr ágreiningi milli stjórnarflokkanna um málefni Landssímans í sinni ræðu. Þá taldi hún gagnrýni stjórn- arandstöðunnar, á hversu síðbúið frum- varpið væri, ekki á rökum reista. Sagði hún skýrslu einka- væðingarnefndar hafa legið frammi mánuðum saman en hún væri einmitt meginstoðin í athugasemdum með frumvarpi um sölu Landssímans. Þá hafi skýrt verið fjallað um áform um sölu ríkisfyrirtækja í stjórnarsátt- mála núverandi ríkisstjórnar. Áform- in nú ættu því ekki að koma neinum á óvart. Jónína sagðist þeirrar skoðunar að ríkið hafi ekki lengur því hlutverki að gegna í fjarskiptaþjónustu sem það hafði áður og beri því að draga sig út úr slíkri þjónustu. Þó ekki nema að fullnægðri þeirri skyldu að tryggja að landsmenn njóti jafnræðis, bæði hvað varðar aðgengi að fjarskiptakerfinu og verð. Þá sagðist hún telja eðlilegt að andvirði fyrirtækisins nýtist ríkis- valdinu til að sinna þeim verkefnum sem áfram er nauðsynlegt að ríkið standi að og þar sem það hefur áfram skyldum að gegna. Jónína benti að lokum á að ýmsir þeir sem áður hafi talið nauðsynlegt að greina dreifikerfi Landssímans frá samkeppnisrekstri fyrirtækisins hafi nú skipt um skoðun og telji ekki rétt að skipa fyrirtækinu upp með þeim hætti. Sagði hún að ekki væru aðeins framsóknarmenn í þeim hópi, það gilti t.d. einnig um Samtök hugbún- aðarfyrirtækja sem fyrir tveimur ár- um hafi verið andvíg sölu Landssím- ans í heilu lagi. Þau leggist ekki gegn henni í dag og bendi á að forsendur fyrir fyrri afstöðu eigi ekki lengur við, t.d. þar sem svo virðist sem hag- kvæmara sé að leggja ljósleiðara en áður hafi verið talið eins og uppbygg- ing ljósleiðara í samkeppni við Landssímann á Suðvesturhorninu hafi leitt í ljós. Guðjón A. Kristjánsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins, lýsti sig fylgjandi efni frumvarpsins og áformum um sölu Landssímans. Guðjón lagði áherslu á að Íslend- ingar hafi eftir breytinguna áfram jafnan aðgang að sambærilegri þjón- ustu í fjarskiptum alls staðar á land- inu og sagðist telja að með fjarskipta- lögum væri slíkt tryggt með full- nægjandi hætti. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi um sölu á Landssíma Íslands hf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá atkvæðagreiðslunni í gærkvöldi. 42 sam- þykktu frumvarpið til annarrar umræðu, en 21 greiddi ekki atkvæði. Mikilvægt að bjóða fjárfestingarkosti Frumvarp samgönguráðherra um heimild ríkisstjórnarinnar til sölu á hlutafé Lands- síma Íslands hf. var samþykkt til annarrar umræðu í gærkvöldi eftir nærri tólf klukku- stunda umræðu á Alþingi. Var frumvarpið sent samgöngunefnd til umfjöllunar og verður nú gert hlé á þingstörfum vegna nefndastarfa til 9. maí nk. TIL snarpra orðaskipta kom milli formanns Sam- fylkingarinnar og landbúnaðarráðherra við upp- haf þingfundar í gær. Þá kvað Össur Skarphéð- insson sér hljóðs og spurði Guðna Ágústsson hvað liði stóru orðunum um lækkun grænmetisverðs og tolla á innfluttu grænmeti. Össur vísaði til þess að nú hefði nefndin, sem ráðherra skipaði til að leggja fram tillögur í grænmetismálinu, skilað af sér og spurði hver afstaða landbúnaðarráðherra væri til tillagna hennar. Guðni Ágústsson svaraði því til að málið væri enn á vinnslustigi og í fyllingu tímans væri von til þess að samstaða náist milli stjórnarflokkanna um varanlega lausn á þessum málum. Sagðist Guðni undrast það hjá Samfylkingunni að senda fram í umræðu um grænmetismál mann sem ekkert vissi um málið en léti alltaf eins og Jón sterki sem sagði: „sástu hvernig ég tók hann.“ Sagðist Guðni vinna að því að tryggja fram- leiðslumöguleika íslenskrar garðyrkju en lækka um leið verð á gróðurhúsaafurðum og garð- ávöxtum til neytenda. Þessi vinna sé í gangi og um þetta muni nást samstaða. Össur Skarphéðinsson sakaði landbúnaðar- ráðherra um ómálefnaleg svör og mikinn seina- gang í þessu máli öllu. „Stundum hefur verið talað um að landbún- aðarráðuneytið vinni á hraða snigilsins en nú á frekar við að tala um hraða steinvölunnar sem alltaf stendur kyrr,“ sagði hann. Steinvalan stendur alltaf kyrr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.