Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 9
HREINDÝRIN á Austurlandi, sem
hafa lengstum haldið sig á hálendi
fjórðungsins, eru í æ ríkari mæli
farin að sækja á láglendi og í
byggð, að sögn Austfirðinga er
hafa haft samband eftir að Morg-
unblaðið birti mynd af hreindýrum
í leit að æti á láglendi sl. sunnudag.
Jón Sigurðsson, bóndi á Hánefs-
stöðum í Seyðisfirði, sagði að þar
hefði það færst í vöxt að hreindýrin
sæktu í byggð. Alengt væri að sjá
stóran hóp hreindýra á túnum og
jafnvel upp við íbúðarhús. Jón sagði
að hreindýrin væru farin að valda
skemmdum á mólendi og yllu meira
tjóni en t.d. sauðfé eða hross. Illa
gengi að reka dýrin frá, þau væru
komin á sama stað skömmu síðar.
Jón sagðist hafa minni áhyggjur
af hreindýrunum á túnum en mó-
lendi.
„Þau fara illa með viðkvæman
gróður á mólendinu, róta upp mos-
anum og berja hann niður til að ná
sérstökum rótum eða plöntum.
Þetta hefur verið svona í ein þrjú ár
og dýrin sem koma hingað í hópum
eru í kringum eitt hundrað. Ég vil
meina að hreindýrin séu jafnvel
minna á hálendinu en niðri í byggð.
Þau hafa verið að hrella skógrækt-
arbændur á Héraði og hafa verið í
stórum hópum í Borgarfirði og
Loðmundarfirði,“ sagði Jón.
Breytt hegðan hreindýra
Er brúðkaup í vændum?
Kjólar með jökkum, pilsdragtir,
buxnadragtir, hattar o.fl.
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
GLÆSILEGUR
FATNAÐUR
VIÐ ÖLL
TÆKIFÆRI
v i ð Ó ð i n s t o r g
1 0 1 R e y k j a v í k
s í m i 5 5 2 5 1 7 7
• • •mkm
GARÐÚÐARAR
Í ÚRVALI
EÐA FLOTT SKRAUT
Í GARÐINN
Laugavegi 64,
sími 552 5100
á horni Laugavegs og Klapparstígs,
sími 552 2515
Nýkomið
Full búð af vefnaðarvöru
Nýir litir og munstur
Sígild verslu
n
-