Morgunblaðið - 03.05.2001, Page 74

Morgunblaðið - 03.05.2001, Page 74
FÓLK Í FRÉTTUM 74 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sonne Rammstein Survivor Destiny´s Child Outside Aaron Lewis & Fred Durst Butterfly Crazy Town I’m Like A Bird Nelly Furtado Dagbókin mín 3 G ´S Miss Jackson Outkast Road Trippin Red Hot Chili Peppers Gravel Pit Wu Tang Clan Nobody Wants To Be Lonely Christina Aguilera & Ricky Martin Can’t Fight The Moonlight LeAnn Rimes Út á lífið Lydía Grétarsdóttir Shiver Coldplay The Call Backstreet Boys Tonk Of The Lawn Egill Sæbjörnsson Stuck In A Moment U2 Lady Marmelade Pink, Mya, Lil Kim & Christina Aguilera What It Feels Like For A Girl Madonna Clint Eastwood Gorillaz It Wasn’t Me Shaggy Vikan 2.05. - 9.05 http://www.danol.is/stimorol ÉG ÁTTI ekki von á miklu þegar ég fékk nýju sólóplötuna hans Johns Frusciante í hendur. Hann er ein af þessum óútreiknanlegu stærðum rokksins, maður sem fer sínar eigin leiðir og gerir það sem hann vill þegar honum hentar. John Frusciante er best þekktur sem gítarleikari Red Hot Chili Pepp- ers og að mati margra aðdáenda sá eini sanni. Það var John sem spilaði á meistarstykkinu Blood Sugar Sex Magik sem skaut RHCP upp á stjörnuhimininn. En frægðin er stop- ul og hætti John í hljómsveitinni fljót- lega upp úr því. Hann höndlaði illa álagið sem fylgdi frægðinni, átti við vímuefnavandamál að stríða og lagð- ist í þunglyndi. Mikil eftirsjá var að honum enda frábær gítarleikari. Kappinn hætti þó aldrei að vinna að tónlist, hóf sólóferil og náði sér á strik á nýjan leik. Í dag er hann búinn að gefa út þrjár skífur og er genginn til liðs við félaga sína í RHCP á nýjan leik en þeir áttu í basli með að brúa það bil sem varð við brotthvarf hans. Bjartir tímar eða hvað? Það sem kom mér mest á óvart við To Record… er hvað John er góður textasmiður. Þegar gluggað er í texta Johns má greina sterkar tilfinningar, lýsingar á einmanaleika, vanlíðan, söknuði og þrá eftir einhverju sem erfitt er að henda reiður á. Tíminn er honum hugleikinn, að skapa sér tíma til að staldra við og líta í kringum sig, gefa sjálfum sér tíma og rúm til að takast á við lífið. Þetta eru textar manns sem á enn í einhverjum erf- iðleikum en þó má greina bjartsýni og vonarglætu. Lagasmíðarnar eru til- raunakennt kantrokk, tilfinninga- næmar melódíur í einföldum „lo-fi“- stíl. Þetta eru engar langlokur, heldur tveggja til fjögra mínútna popplög þar sem John leikur á gítar og nýtir sér tölvur, trommuheila og ýmsa hljóðgerfla tölvutónlistar. Lögin fimmtán sem prýða To Record… eru flest góð og ólík því sem John semur með Red Hot Chili Peppers. Lögin sem skara fram úr eru „Going In- side“, „The First Season“, „Away & Anywhere“, og „Murderers“. To Record Only Water For Ten Days er heilsteypt plata og verður betri og betri við hverja hlustun, mun betri heldur en ég gat ímyndað mér í fyrstu. ERLENDAR P L Ö T U R Jóhann Ágúst Jóhannsson fjallar um To Record Only Water For Ten Days, sólóskífu Johns Frusciantes, gítarleik- ara Red Hot Chili Peppers.  Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.