Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 54
FRÉTTIR
54 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Opið mánud.–föstud. kl. 9–18
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson.
Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
www.fjarfest.is
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ehf.
Sími 562 4250, Borgartúni 31
Maríubakki - 4ra herbergja
Góð 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð. Góðar
innréttingar, parket og flísar á gólfum.
Mjög barnvænt umhverfi. Húsið er nýklætt
með Steni-klæðningu. Eign sem hefur ver-
ið haldið vel við. Laus núna. Lyklar á
skrifstofu.
Hverfisgata - miðbærinn
Skemmtileg og vel skipulögð 4ra her-
bergja íbúð í góðu steinhúsi með mikilli
lofthæð. Ný eldhúsinnrétting, endurnýjað
rafmagn, nýtt gler o.fl. Mælum með
þessari.
Kambsvegur - 4ra herb.
Skemmtileg og skipulögð 4ra herb. risíb.
sem nýtist mjög vel. Ný eldhúsinnrétting,
parket og flísar. Sjón er sögu ríkari.
2ja og 3ja herbergja íbúðir
3ja herbergja „penthouse“-
íbúð í Gullsmára Vorum að fá í sölu
einstaklega glæsilega 3ja herbergja „pent-
house“-íbúð. Íbúðin öll hin glæsilegasta
með sérsmíðuðum innréttingum. Mikil
lofthæð og glæsilegt útsýni af vestursvöl-
um. Eign fyrir fagurkera.
Njálsgata - góð 3ja herb. Mjög
góð mikið uppgerð 3ja herb. íbúð á 2.
hæð í fjórbýlishúsi. Tvö mjög stór svefn-
herb. Góð stofa, hægt að opna inn í ann-
að herb. Rúmgott eldhús með góðri inn-
réttingu. Flísal. baðherb. Parket og flísar.
Nýl. gler og gluggar. Rafm. endurnýjað.
Eign í mjög góðu ástandi miðsvæðis í
borginni. Þessi selst strax.
Kópavogur - Salahverfið 3ja
herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli á þessum
eftirsótta stað. Allar innréttingar eru nýjar
og mjög rúmgóðar. S-svalir og gott útsýni.
Bílskúr m. hita og rafmagni fylgir íbúðinni.
Afhendist í júní.
Einbýlishús og sérhæðir
Hnjúkasel - einbýlishús Mjög
gott einbýlishús innst í botnlanga. Fimm
svefnherb., tvær stórar stofur, búr og
þvottahús. Allar innréttingar eru mjög
vandaðar. Innbyggður bílskúr, stórar suð-
ursvalir og fallegur vel ræktaður garður
með fjölbreyttum gróðri.
Víðimelur - hæð og ris Mjög
skemmtileg 6 herb. íbúð á þessum sívin-
sæla stað í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin er ný-
standsett, m.a. nýjar innréttingar, eldhús
og baðherbergi endurnýjað og gegnheilt
parket á allri íbúðinni. SJÓN ER SÖGU
RÍKARI.
Brekkuhvarf - einbýlishús Fal-
legt einbýlishús á einni hæð á Vatnsenda-
bletti. Mikið endurnýjað, m.a. gluggar, raf-
magn, lagnir, flísar á baði, nýleg innrétting
á baði og eldhúsi. Sannkölluð útivistar-
paradís innan borgarmarkanna. Stór lóð,
möguleiki á byggingarétti.
Þorlákshöfn - einbýlishús Vor-
um að fá í sölu einbýlishús á einni hæð
með tvöföldum bílskúr. Fjögur góð her-
bergi og gestasnyrting. Sami eigandi frá
upphafi.
Skipholt - sérhæð Mjög glæsileg
170 fm 5 herb. sérhæð. Tvær stórar sam-
liggjandi stofur, rúmgóð herbergi og eld-
hús með fallegri innréttingu. Íbúðin er með
parketi á gólfum og flísum á baði. Góður
bílskúr. Sjón er sögu ríkari.
4-7 herbergja íbúðir
Hvassaleiti - 5 herb. - útsýni
og bílskúr Vorum að fá í sölu glæsi-
lega 5 herb. íbúð. Íbúðin er mjög skemmti-
leg í alla staði. 4 svefnherb. og tvær ótrú-
lega stórar stofur. Frábært útsýni til vesturs
af svölum. Eldhús með fallegri eldri eikar-
innréttingu. Aukaherb. í kjallara, geymsla,
sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Stór og rúmgóður bílskúr með heitu vatni
og rafmagni fylgir íbúð. Stór og björt
stofa með skemmtilegu útsýni.
Lautasmári - 4ra herb. ásamt
bílskúr Mjög skemmtileg endaíbúð á
þessum sívinsæla stað. Rúmgóð herbergi
með skápum og parketi. Fallegt eikar-
parket á gólfum, flísar á baði og eldhúsi.
Innréttingar eru allar sérsmíðaðar úr kirsu-
berjaviði. Innbyggður bílskúr með hurð-
aropnara. Nýtt í sölu.
Gaukshólar - 5 herbergja -
bílskúr Rúmgóð og vel skipul. íbúð m.
þrennum svölum og mjög góðu útsýni yfir
Rvík. Tilvalin eign fyrir fjölskyldufólk, mikið
leiksvæði innan seilingar. Innbyggður bíl-
skúr fylgir. Stutt í alla þjónustu. ÚTSÝNI.
Bryggjuhverfið - nýjar 3ja
herbergja íbúðir Glæsilegar íbúðir á
þessum vinsæla stað. Rúmgóðar og vand-
aðar innréttingar í allri íbúðinni. Flísar á
baði, góð innrétting og baðkar. Stæði í
bílageymslu getur fylgt ef áhugi er fyrir
hendi. Við sjávarsíðuna, smábátahöfn í
göngufæri.
Eldri borgarar
Árskógar - 3ja herb. Skemmtileg
íbúð á þessum vinsæla stað í góðu húsi
fyrir eldri borgara. Nýlegar fallegar innrétt-
ingar og gólfefni. Öll þjónusta á staðnum.
Mikil sameign, m.a. hlutur í húsvarðaríbúð,
samkomusalir, smíðastofa, snyrtistofur og
alls konar uppákomur. Laus fljótlega.
Grandavegur - 2ja herb. Góð og
falleg 2ja herb. íbúð á 4. hæð í húsi fyrir
eldri borgara. Innréttingar nýlegar og
snyrtilegar, nóg skápapláss, parket á
stofu, gangi og eldhúsi. Rúmgott baðherb.
Sameign í mjög góðu ástandi. Íbúðin er
laus strax.
Nýjar íbúðir
Naustabryggja 21-29 - frá-
bær staðsetning Nýjar og glæsileg-
ar 3-8 herb. íbúðir á þessum skemmtilega
stað. 3-4 herb. Íbúðirnar verða afhentar
fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi
og þvottahúsi þar sem verða flísar. Íbúðirn-
ar verða með vönduðum innréttingum.
„Penthouse“-íbúðir verða afhentar tilbúnar
til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með
sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja flestum
íbúðunum. Að utan verða húsin álklædd.
Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í maí nk.
Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa
og Gunnars. Teikningar og nánari uppl.
hjá sölumönnum.
Barðastaðir 7-9 - glæsileg
lyftuhús Glæsilegar og rúmgóðar 3ja
herb. íbúðir í nýjum 6 hæða lyftuhúsum.
Einnig er 165 fm „penthouse“-íbúð á
tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar
fullbúnar með glæsilegum innréttingum en
án gólfefna nema á þvottahúsi og baði
verða flísar. Allar íbúðir með sérþvottahúsi.
Fallegt umhverfi með frábæru útsýni og
fjallasýn. Stutt á golfvöllinn. Byggingaraðili
er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars.
Nokkrar íbúðir til afh. strax. Teikningar
og nánari uppl. hjá sölumönnum.
Eigum til tvær 3ja herb. íbúðir í
litlu fjölbýlishúsi. Íbúðirnar
verða afhentar í júní nk. fullbún-
ar án gólfefna, en með flísum á
baði. Vandaðar innréttingar frá
Brúnási í herbergjum, baði og
forstofu. Stór svefnherbergi.
Sérþvottahús í hverri íbúð.
Bjartar og góðar stofur. Stórar sv-svalir. Bílskúr er 29 fm og með
hita og rafmagni. Húsið er utanvert með marmarasalla en einnig
málaðir fletir. Húsið er vel staðsett fyrir neðan götu. Teikningar
og nánari upplýsingar hjá sölumönnum.
Nýbýlavegur - glæsileg nýbygging
ATVINNUHÚSNÆÐI
Vorum að fá til leigu eða sölu glæsilegt verslunar-, skrifstofu- eða
atvinnuhúsnæði. Húsið er á tveimur hæðum, neðri hæðin er með
mikilli lofthæð og hentar vel undir verslanir. Hægt er að skipta
rýminu upp eftir þörfum hvers og eins. Efri hæðin hentar vel und-
ir skrifstofur og verslanir.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Fensalir - glæsilegar nýjar íbúðir í smíðum
Höfum hafið sölu á vönduðum og rúmgóðum 3ja og 4ra herb.
íbúðum í 10 og 12 hæða álklæddum lyftuhúsum. Mjög fallegt út-
sýni. Góð staðsetning og stutt í alla verslun og þjónustu. Bygg-
ingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og
nánari upplýsingar hjá sölumönnum.
Ársalir 1-3 - glæsileg álklædd lyftuhús
Barðastaðir - verslun og
þjónusta Til leigu eða sölu 5 hag-
kvæm 67 fm rými í nýrri verslunarmið-
stöð. Fjölbreyttir möguleikar í verslun og
þjónustu. Hægt að sameina rými. Hús-
næðið afhendist tilbúið til innréttinga eða
lengra komið. Í húsnæðinu er þekkt mat-
vöruverslun. Tækifæri fyrir duglegan ein-
stakling eða samhenta fjölskyldu.
Dugguvogur - skrifstofu-
húsnæði Fullinnréttað og gott skrif-
stofuhúsn. á 3. hæð í nýlegu húsi. Níu
góðar skrifst. Rúmgott fundarherb.
Tranavogur - laus strax Til
sölu eða leigu mjög gott húsn. á þremur
hæðum. Hver hæð er 440 fm. Á neðstu
hæð eru tvær innkeyrsludyr. Hentar vel
sem skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði.
Mögul. að skipta í minni einingar.
Vesturgata Hf. - viðskipta-
tækifæri Vorum að fá í sölu 600 fm
húsnæði ásamt 400 fm vörugeymslu.
Þarfnast mikillar endurnýjunar. Möguleiki
á því að fá samþykktar íbúðir. Tækifæri
fyrir duglega og laghenta einstaklinga.
UNDIRRITUN samnings á vegum
samgönguráðuneytis og Snorrastofu
um starfrækslu sk. gestastofu í
Reykholti fór fram nýlega. Gesta-
stofu er ætlað að vera upplýsinga-
þjónusta og þar verður aðstaða fyrir
ferðamenn er sækja Reykholt heim.
Í ræðu samgönguráðherra, Sturlu
Böðvarssonar, kom fram að fyrir-
hugað sé að opna aðra slíka stofu við
Geysi.
Eins og segir í samningi er gesta-
stofu ætlað að hafa aðstöðu fyrir al-
menna móttöku alls almennings og
ferðamanna er sækja Reykholt
heim. Gestastofur skulu almennt
staðsettar í tengslum við menning-
arsögulega staði og/eða náttúru-
minjar. Starfsemi þeirra felst m.a. í
almennri upplýsingagjöf um staðina.
Ferðamálaráð fer með fram-
kvæmd samningsins eftir undirritun
hans í umboði samgönguráðuneyt-
isins, en Snorrastofa rekur gesta-
stofuna og skuldbindur sig til að
tryggja að eftirfarandi aðstaða og
þjónusta sé ávallt til staðar að deg-
inum til yfir mánuðina júní til og
með ágúst.
Anddyri og móttökusalur neðri
hæðar tengiálmu í Snorrastofu
ásamt fullkominni salernis- og
snyrtiaðstöðu, sem þar er. Upplýs-
ingaaðstaða, þ.m.t. aðstaða fyrir
upplýsingar í prentuðu máli og
kynningar með öðrum miðlum. Að-
staða fyrir starfsmann með síma og
tölvu, sem tengd skal t.d. öðrum
upplýsingamiðstöðvum í landinu.
Aðgangur að útisvæðum og aðkomu-
leiðum eins og þörf er talin á.
Snorrastofu er heimiluð hófleg
gjaldtaka fyrir veitta þjónustu innan
gestastofunnar, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Samkvæmt samningnum er
Snorrastofu heimilt að fela öðrum
aðila rekstur gestastofunnar. Leitað
var til ferðaþjónustunnar Heims-
kringlu ehf. með þennan rekstur og
verður gestastofan staðsett á neðri
hæð tengiálmu Reykholtskirkju og
Snorrastofu, þar sem fyrir hendi eru
sýningar Snorrastofu, sem Heims-
kringla hefur undanfarin ár annast
auk safnbúðar fyrirtækisins.
Almenn upplýsingaþjónusta sett á laggirnar í Reykholti fyrir ferðamenn
Samningur um
opnun gestastofu
Morgunblaðið/Sigríður Kr.
Samningurinn var undirritaður af Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra,
Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og f.h. Snorrastofu af Bjarna
Guðmundssyni stjórnarformanni og Bergi Þorgeirssyni forstöðumanni.
ALLT frá því Grasagarður Reykja-
víkur var stofnaður árið 1961 hefur
verið fylgst með fuglalífi í garðinum.
Þorsteinn heitinn Einarsson íþrótta-
fulltrúi átti stóran þátt í verndun og
aðhlynningu fugla í Grasagarðinum.
Hann var tíður gestur og hélt ná-
kvæma skrá yfir fuglategundir í garð-
inum. Á laugardaginn verður sett upp
upplýsingaskilti yfir fuglategundir í
Grasagarðinum byggt á heimildum
frá Þorsteini.
Upplýsingaskiltið verður í anddyri
garðskálans og hefur að geyma lat-
nesk, íslensk, ensk og þýsk heiti á
fuglum sem sést hafa í garðinum.
Laugardaginn 5. maí kl. 10 til 12
mun Einar Þorleifsson náttúrufræð-
ingur leiða gesti um garðinn og segja
frá fuglategundum sem fyrir augu
ber og greina fuglatíst sem að eyrum
berst. Gestum er bent á að hafa með-
ferðis sjónauka. Mæting er í lystihús-
inu sem stendur gegnt garðskálanum.
Fuglaskoðun
í Grasa-
garðinum