Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 59
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 59
✝ Þorvarður Magn-ússon fæddist að
Bár í Hraungerðis-
hreppi 3. febrúar
1916. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi þriðjudag-
inn 3. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Magnús Þor-
varðsson, f. 18.2.
1881 að Bár, bóndi
þar og í Brennu og
síðar verkamaður í
Reykjavík, d. 12.1.
1979, og Sigríður
Helgadóttir, f. 2.7.
1882 að Súluholti, húsmóðir, d.
23.8. 1973.
Þorvarður lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík 1947.
Hann var verslunarstjóri Bóka-
búðar KRON 1947–1964, síðan
bankamaður í Útvegsbanka Ís-
lands til starfsloka.
Þorvarður ólst upp í
Bár til fimm ára ald-
urs, í Brennu í Gaul-
verjabæjarhreppi til
19 ára aldurs en
fluttist þá til Reykja-
víkur. Þorvarður
sótti fyrirlestra í ís-
lenskum bókmennt-
um við Háskóla Ís-
lands 1948–1952 og
námskeið í líkinga-
máli kirkjunnar frá
upphafi ritaldar á Ís-
landi til Halldórs
Laxness. Hann starf-
aði í Esperantófélaginu Auroro
frá 1947 og var í stjórn þess um
nokkur ár. Hann fékkst einnig dá-
lítið við þýðingar. Þorvarður var
ógiftur og barnlaus.
Útför Þorvarðs fór fram frá
Fossvogskapellu 9. apríl.
Við andlát samferðamanns og
skólabróður reikar hugurinn aftur
til þess tíma er kynni hófust. En það
var á haustdögum árið 1945 er við
báðir hófum nám við yngri deild
Samvinnuskólans í Reykjavík. Þor-
varður var elstur okkar skólasystk-
ina, fæddur 1916, og var þá þegar
þroskaður maður og hafði tileinkað
sér mikla þekkingu með sjálfsnámi.
Þess nutum við skólabræður hans,
sérstaklega við Pétur Einarsson frá
Hjalteyri, en við þrír lásum saman
þýsku sem var valgrein og einungis
kennd í eldri deild. Þarna urðum við
aðnjótandi alúðar og hjálpsemi Þor-
varðs við útskýringar á þýskri mál-
fræði sem hann hafði þá þegar lagt
nokkra stund á. Og í fleirum náms-
greinum skólans var gott að leita til
Þorvarðs því þar var aldrei komið að
tómum kofunum.
Okkur bekkjarsystkinum eru í
minni kennslustundir í félagsfræði
hjá skólastjóra, Jónasi Jónssyni frá
Hriflu. Jónas notaði þá kennsluað-
ferð að halda fyrirlestra um náms-
efnið, tók gjarnan upp einn nem-
anda og hafði hann uppi allan
tímann. Langoftast varð Þorvarður
fyrir valinu. Jónas mun hafa fundið
fljótt að nemandinn var vel læs um
margvísleg efni og naut þess að
ræða við hann um þau. Bar þá
margt á góma, vandamál líðandi
stundar, sambúð austurs og vesturs
sem þá voru í brennidepli sem og
jafnan síðar, stjórnarhættir í Sov-
étríkjunum og leppríkjum þeirra í
Austur-Evrópu og margt fleira.
Nemandinn stóð sig með miklum
ágætum og svaraði vandasömum
spurningum af hófsemi og mikilli
skynsemi.
Síðar á lífsleiðinni hóf Þorvarður
nám í íslenskum bókmenntum og
kirkjusögu við Háskóla Íslands og
raunar lagði hann stund á alhliða
þekkingarleit alla sína ævi.
Þorvarður var maður hægur í
framgöngu, ljúfur í allri viðkynn-
ingu, lífsskoðanir hans voru fastmót-
aðar en þeim reyndi hann aldrei að
þröngva upp á aðra. Síðustu æviár
sín átti hann við vanheilsu að stríða.
Hann hafði yndi af ferðalögum, ferð-
aðist bæði innanlands og utan og
sótti þing esperantista. En nú hefur
hann lagt upp í sína síðustu ferð.
Að leiðarlokum þakka ég góð
kynni, hjálpsemi og fyrirgreiðslu
með ósk um góða heimkomu.
Þorkell Skúlason.
Þorvarður Magnússon, fyrrum
verslunarstjóri, lést 3. apríl 2001,
réttum tveimur mánuðum eftir 85
ára afmæli sitt. Þorvarður fæddist í
Bár í Hraungerðishreppi og voru
foreldrar hans Magnús Þorvarðs-
son, sem þar bjó, og kona hans, Sig-
ríður Helgadóttir (sem var af Bergs-
ætt). Þegar Þorvarður var 5 ára
gamall fluttust foreldrar hans að
Rútstaða-Norðurkoti og nokkrum
árum síðar að Brennu í Gaulverja-
hreppi.
Á unglingsárum veiktist Þorvarð-
ur af berklum og beið hans þá
þriggja ára sjúkrahúsvist, fram und-
ir tvítugt. Heim kominn naut hann,
bókhneigður, tilsagnar sr. Árelíusar
Níelssonar, þá prests á Eyrarbakka.
Síðar, þá kominn undir þrítugt, sett-
ist Þorvarður í Samvinnuskólann og
lauk frá honum prófi en fram til þess
hafði hann verið við sveitarstörf.
Verslunarstjóri bókabúðar
KRON í Bankastræti varð Þorvarð-
ur 1947 og gegndi því starfi fram til
1964, að bókabúðin var niður lögð
þótt lengstum hafi verið vel sótt. Í
því starfi naut hann, beinlínis og
óbeinlínis, áhuga síns á stjórnmálum
innan lands og utan, einkum þá á
sósíalískum hreyfingum. Á boðstól-
um voru jafnan tímarit, sem þeim
tengdust, nær einvörðungu þó á
ensku og Norðurlandamálum og
ýmis önnur. Og þess má geta, þótt fá
ummerki þess sæjust í búðinni, að
Þorvarður var vel að sér í esperanto
og starfaði í félagi áhugamanna um
það alþjóðamál. Um titla innlendra
bóka og útgáfuár var hann fjölfróð-
ur. Eftir að bókabúðin var niður
lögð tók Þorvarður til starfa hjá Út-
vegsbanka Íslands.
Frá níunda áratugnum átti Þor-
varður við vanheilsu að stríða og dró
sig mjög í hlé. Að hæð var hann
meðalmaður af sinni kynslóð, um
176 cm og samsvaraði sér vel. Þótt
hæglátur væri var hann ræðinn og
gamansamur í kunningjahópi, ekki
síst við kaffiborð. Þessa vammlausa
drengs er minnst með hlýhug og
vinsemd.
Haraldur Jóhannsson.
ÞORVARÐUR
MAGNÚSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli minn-
ingargreina
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
"%
%
,
, "3:'965?96 "( !::"
46/
4&
%3 5 %
!
;
.
4<5 %=
)
%&''(
: %) 1 %
%
;
3%
> %
9- 1 3 1 ")
/) &5)
")
# @) 5)
/)
")
& 5)
/)
&/
3
4
/)
"
,
,
:<6(965!( !::"
A1
6 %3 % 1%
!%
-
4?5 %
6 1 ! 5%%
%&&((
#
##
"12#
/)
# #
-) & /)
6#
4#
-1 #
"%
%
,
,
%
(6((65!(9(6 :"(! !::"
1; 4
8
&
)
* .7 ,
)
%
8%&((
6# /) .&&
&
3
5 /)
4 /)
5)#
6 5)
/)
/)&
/)
:
-)
8/)
! &
.++2
1121112
"%
%
-
'(B!6< !::"<"3 (
(2
C
8 12
%3
'(5 %7%;
5
</
#
!
+#3
-!
/) #0 ')1
5)!
/) & /
D!
&
/ 8- /
/)
! !
# /
/) 7 *
%
+6#(? :7&( (6(9 '(
/2 >
4
32 E
%3 0 )
&
=
%2 5) "+
/) 4& 4
5) +
3 1 +.)
/)
6
/ +
/) 5)# 12
"12+
/) ."
1
+
/) +
3
F 12
"%
%
,
,
#$%?(8$ !::"
4G
)
)
.
%&''(
5)
&
3 6 H
/)
-)&
+0 .45)
/)
# / 4
&
.
/ 5
/)
&
&I)
#
/)
# )&
# "6 H
/)
3
# & /) 112
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.