Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 71
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 71 OUTLET 10 ++++merki fyrir minna++++ Faxafeni 10, s. 533 1710 S U M A R D A G A R Opið mán.-fös. 12-18 laugardaga 11-16 Merkjavara og t ískufatnaður á 50-80% lægra verði Verðdæmi: Verð frá Jakkaföt 9.500 Dragtir 5.800 3.500 3.500 1.900 1.900 990 1.900 5.900 990 2.900 990 500 1.900 3.900 2.900 2.900 gallabuxur gallabuxur gallabuxur skyrtur toppar bolir jakkar bolir skór sandalar skór strigaskór strigaskór strigaskór strigaskór Levis Diesel Amazing Morgan Kookai Kookai InWear Matinique DKNY Bull Boxer Bassotto Cat Nike Fila Puma Í OKTÓBER 1911 gerðust atburðir vestur í Kaliforníu, sem áttu heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. Thomas Harper Ince, sem vakið hafði athygli fyrir dugnað og framsýni og var af mörgum talinn einn magn- aðasti frumkvöðull hins nýja kvik- myndaiðnaðar, flutti vestur á Kyrra- hafsströnd. Hann hafði verið atkvæðamikill framleiðandi í New York, ekki síst í gerð vestra. Til að gera þá tilkomumeiri gerði hann samning við villta vesturs sýningu Millers-bræðra sem þykir bera af öðrum slíkum. Um sama leyti var sýningarflokkurinn að taka sér vet- ursetu í sólskininu í Kaliforníu. Þar vestra var því samankomið allt það besta sem með þurfti að bíta; þraut- þjálfaðir kúrekar, gæðingar, indíán- ar, buffalar, útbúnaður einsog póst- vagnar o.s.frv. Þannig varð hún til, hin nýja þungamiðja kvikmyndaiðnaðarins. Ince sló til og keypti 20.000 ekrur lands til að gera nýja og betri vestra; kvikmyndaborgin Hollywood var að fæðast og átti eftir að verða, á ör- skömmum tíma, háborg kvikmynda- iðnaðarins um ókomin ár. Breytingar í Frakklandi Fyrsta áratuginn hafði Georges Méliés verið hinn ókrýndi konungur kvikmyndagerð- armanna í Gamla heiminum. Hafði leikstýrt yfir 500 myndum sem flest- ar gengu vel. Árið 1911 var fólk tekið að þreytast á fram- leiðslunni og er hann undirbjó sig fyrir gerð stór- myndar um Münchausen barón, varð Méliés að veðsetja Pathé-bræðrum kvikmyndaver sitt í Montreal. Bræð- urnir þóttu gráðugir með afbrigðum og gerðu myndinni ekki hátt undir höfði er hún fór í dreifingu og náðu þannig undir sig kvikmyndaverinu og yfirburðastöðu á markaðnum ásamt Gaumont. Það síðarnefnda sýndi þann stórhug að reisa eitt stæsta kvikmyndahús veraldar árið 1911 í Parísarborg. Nefndi að sjálfsögðu þessa 3.400 sæta höll Gaumont Pal- ace. Á sama tíma vakti leikstjórinn Lo- uis Feulliad mikla athygli með mynd- inni Örlög mæðra, í bálki mynda, þar sem „lífið er sýnt í réttu ljósi“, sam- kvæmt auglýsingum. Sama var ekki upp á teningnum að mati kirkjunnar manna og fulltrúa borgarastétt- arinnar, á þingi sem haldið var í París 1912. Þar voru stofnuð samtök gegn klámi í kvikmyndum, sem talið var „verkfæri djöflulsins“. Endaði þingið með ósköpum er fulltrúar þrömmuðu fram á Signubakka og hentu 25 kíló- metrum af filmu í elfuna. Allt í lagi að menga fljótið en ekki er að sjá í dag að aðgerðirnar hafi skilað umtals- verðum árangri. Indverjar og Ítalir á fleygiferð Á öðrum áratugnum var komið gott skrið á ítalska kvikmyndagerð. Framsóknin kristallaðist í stórmynd- inni Quo Vadis? sem var lengsta mynd sem sett hafði verið á markað í Bandaríkjunum fram að 1913. Níu spólur talsins. Böggull fylgdi skamm- rifi því aðgöngumiðinn kostaði heilan dal, tuttugufalt venjulegt miðaverð. Cabiria (’14), olli enn meiri straum- hvörfum. Við gerð þessarar stór- myndar var notuð ný, „bylting- arkennd“ tækni einsog tökur úr vögnum á brautum; háum krönum sem buðu upp á ný sjónarhorn, full- komnari lýsing o.fl. Myndin, sem gerðist á tímum Púnversku stríð- anna, þótti stórfenglegt þrekvirki. Aðrar, kunnar ítalskar myndir frá þessum tíma voru t.d. Síðustu dagar Pompeii og Jóhanna af Örk. Kvik- myndastjörnukerfið var einnig að fæðast í landinu og ein vinsælasta leikkona annars áratugarins var Lydia Borelli. Austur í Bombay á Indlandi var kvikmyndagerð í burðarliðnum sem átti eftir að verða sú öflugasta í Aust- urlöndum fjær. Þá þegar voru vest- rænar bíómyndir orðnar feikivinsæl dægrastytting á Indlandi, Raja Har- ishchandra (’13), var fyrsta innlenda myndin til að veita umtalsverða sam- keppni. Byggð á lífshlaupi frægr- ar goðsagnar í fræðum hindúa. Kvikmynda- verin verða til Fyrsta kvik- mynda- og dreifi- fyrirtækið sem stofnað var og enn lifir góðu lífi, er Universal. Það gerðist 1912, í Hollywood, sem farin var að seiða til sín kvikmyndagerð- arfólk hvarvetna að. Universal varð til undir stjórn Carls Leammle sem sam- einaði sitt eigið, óháða framleiðslufyr- irtæki, IMP, öðrum minni, á borð viðBison Life og Rex. Universal varð þegar öflugur keppinautur Mutual, fyrrverandi einveldis Edisons, Great Northern, Eclair o.fl. Universal vakti mikla athygli árið eftir, með myndinni Traffic In Souls, sem tók á hvítri þrælasölu, máli ofarlega á baugi á þessum tímum. 1915 reisti Laemmle fyrsta, alvöru kvikmyndaverið, Uni- versal City, á landi sínu. Um sama leyti var Cecil B. De Mille, upprennandi leikstjóri, sem átti heldur betur eftir að skrá nafn sitt í söguna, að taka inniatriði vestr- ans The Squaw Man í uppgerðri hlöðu á horni Vine og Salinagötu í Hollywood. Þessu úthverfi Los Ang- eles, sem æ oftar kemur við sögu kvikmyndanna. Myndin var sú fyrsta sem framleidd var af Jesse L. Lasky Players Company, nýstofnuðu, óháðu framleiðslufyrirtæki. Austur í New York óx Keystone, öðrum, sjálfstæðum framleiðanda, fiskur um hrygg, einkum með gam- anmyndum Mabel Normand og enn frekar hins þéttvaxna Roscoe „Fatty“ Arbuckle. Hann flutti sig reyndar um set 1916, yfir til voldugs framleið- anda, Josephs Schenck, sem bauð áð- ur óheyrða summu í vikulaun, eða 7 þúsund dali. Keystone komst hins- vegar í fréttirnar er það réð til sín ungan og athyglisverðan gamanleik- ara af breskum ættum, Charles Chaplin að nafni og vikulaunin, 150 dalir, þóttu góð. Um svipað leyti flutti Keystone, sem var í eigu Macks Sennett, framleiðandans fræga, sig vestur á Kyrrahafsströndina. Það tapaði reyndar hinum 24 ára Chaplin yfir til keppinautanna, Essaney, að- eins ári síðar. Þá komst Chaplin í feitt því nýju húsbændurnir buðu honum 1.250 dali á viku og 10,00 dala kaup- auka á mynd. Enda litli flækingurinn að koma fram í dagsljósið. Griffith og De Mille Leikstjórar annars áratugarins voru tvímælalaust frumkvöðlarnir D.W. Griffith (1875–1948 og Cecil B. De Mille (1881–1959). Þeir unnu hvert stórvirkið á fætur öðru og þróuðu kvikmyndagerð í átt til fram- tíðar. Griffith fékk reyndar vonda gagnrýni fyrir Biblíumyndina Judith of Bethulia (’14), þar sem ekkert var til sparað, án árangurs. Næsta mynd var hins vegar Fæðing þjóðar – Birth of a Nation (’15), eitt mesta stórvirki kvikmyndasögunnar. Myndin vakti gífurlegt umtal og athygli en hún fjallar um tvær fjölskyldur norðan- og sunnanmanna. Myndin kostaði stjarnfræðilega upphæð, 100 þúsund dali. Sem dæmi um stærð hennar eru bardagaatriðin á sjötta hundraðið. Myndin átti eftir að taka inn meira fé en nokkur önnur, uns Á hverfanda hveli var sýnd undir lok fjórða ára- tugarins. D.W. Griffith lét ekki deig- an síga heldur fylgdi Fæðingu þjóðar eftir með hinni mögnuðu Intolerance (’16), og Hearts of the World (’18). De Mille fylgdi magnþrunginni frumraun, The Squaw Man, eftir með fjölmörgum gæðamyndum á borð við The Cheat (’15), The Little American (’16), The Devil Stone (’17) o.fl. vin- sælum myndum. Paramount, Fox og United Artists komast á koppinn Um mitt ár, 1914, hleyptu þeir Zuk- or og Lasky (Famous Players), og Oliver Morosco (Bosworth Prod.), Paramount, nýju kvikmyndaveri og dreifingaraðila, af stokkunum. Með stjórnina fór W.W. Hodgkinson, sem hugði á samkeppni við Universal og Mutual. Paramount varð fljótlega öfl- ugt. William Fox var búinn að auðgast mikið á gerð vestra og farinn að gera íburðarmeiri myndir eftir 1915. 1917 framleiddi hann m.a. kassastykkið Cleopötru, með Thedu Bara, lang- vinsælustu kvenstjörnu annars og þriðja áratugarins. Velgengni mynda hans varð til þess að Fox stofnaði dreifingar- og framleiðslurisann Fox Film Corporation árð 1917. Fyrir- tækið hafði fljótlega á sínum snærum stjörnur á borð við Tom Mix og leik- stjórana George Walsh og Oscar Apf- el og framleiddi þegar á fyrsta ári á sjöunda tug mynda. Fox byggði jafn- framt upp sívaxandi kvikmynda- húsakeðju um öll Bandaríkin. Mesta athygli vakti þó stofnun United Artists, að því stóðu færasti leikstjóri og nokkrar vinsælustu stjörnur samtímans: Dougls Fair- banks, Mary Pickford kona hans, Charles Chaplin og D.W. Griffith. Þessi nöfn höfðu gert fjölda framleið- enda vellauðuga. Nú var komið að þeim sjálfum. UA varð strax sterkt og áhrifaríkt og einbeitti sér að kvik- myndaframleiðslu. Af breskum, þýskum, sovéskum – og íslenskum Á öðrum áratugnum héldu Bretar sig talsvert við að filma sígild verk eft- ir Shakespeare, Dickens o.fl. Tungu- málið gerði þeim greitt að flytja vestur um haf, Hollywood farin að heilla. Þýsk kvikmyndagerð hafði staðið í blóma en fyrri heimsstyrjöldin setti stórt strik í kvikmyndagerð flestra Evrópuþjóða. Eftir stríðslok 1918 var öll þýsk kvikmyndagerð ríkisrekin. Á fyrstu árunum eftir byltinguna kom kippur í Sovéska kvikmynda- gerð meira og minna litaða af áróðri þar sem byltingin var dásömuð á ísmeygilegan hátt, en kvikmyndin hefur löngum verið áhrifaríkt verk- færi í höndum einræðisafla. Bolsév- ikkar eignuðust fljótlega ofurstjörn- una Veru Kolodnaya og á meðal fremstu leikstjóra þeirra á öðrum áratugnum voru Evgeni Bauer og Vladimir Kasyanov. Íslendingar komust fyrst á spjöld kvikmyndasögunnar er Vilgot Sjö- man kvikmyndaði leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvind (’18). Myndin var reyndar tekin í Lapp- landi en vakti athygli í Evrópu, a.m.k. Hollywood í burðarliðnum Söguskoðanir Griffiths í The Birth of a Nation koma mönnum spánskt fyrir sjónir í dag: Miriam Cooper, Lillian Gish og Henry B. Walthall. Fólk varð uppnumið að sjá sjálfa Kleópötru (Theda Bara) birtast ljóslifandi á hvíta tjaldinu. Frumkvöðullinn D.W. Griffith. Bíóöldin1911–1920 eftir Sæbjörn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.