Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 62
FRÉTTIR
62 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TANNLÆKNAFÉLAG Íslands
opnaði á mánudag stéttarfélagstal
sitt á Netinu um leið og Margréti
Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði
var afhentur styrkur að upphæð ein
milljón króna í tilefni þess að Nes-
stofusafn hefur tekið við minjasafni
félagsins til eignar, skráningar og
geymslu. Fyrirhugað er að safnið
verði í Nesstofu þegar húsnæðismál
safnsins komast í viðunandi horf.
Bolli R. Valgarðsson, fram-
kvæmdastjóri Tannlæknafélagsins,
telur að þetta sé í fyrsta skipti sem
stéttarfélagstal er birt í heild sinni
á Netinu en það byggist á bókinni
Tannlæknatal 1854–1997.
Tannlæknatalið má nálgast á vef
Tannlæknafélagsins, www.tannsi.-
is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tók við styrknum. Hún stend-
ur á milli Bolla R. Valgarðssonar, framkvæmdastjóra Tannlæknafélags
Íslands (t.v.), og Þórarins Jónssonar formanns.
Tannlæknar gefa eina milljón til Nesstofu
Opnuðu stéttar-
félagstal á Netinu
TEKINN hefur verið í notkun bar á
Hótel Geysi, svonefnd koníaksstofa.
Fækkað var hótelherbergjum á ann-
arri hæð í vesturenda hússins og
þeim breytt í bar sem getur tekið
rúmlega 30 manns í sæti. Þá verður í
sumar bætt við fjórum gistihúsum
en hvert þeirra er eins konar tvíbýli
þar sem þrír geta gist í hvorum
hluta. Fyrir eru fjögur slík hús.
Jónas Sveinn Hauksson, yfirþjónn
hótelsins, segir að slíkan bar hafi
eiginlega vantað og því sé nú betri
aðstaða til að bjóða gestum fordrykk
eða að setjast í koníaksstofuna að
loknum málsverði.
Már Sigurðsson, eigandi hótelsins,
og Jónas eru sammála um að mikil
umferð hafi verið við Geysi á liðnum
vetri. Megi þakka það bæði góðri tíð
og færð og ekki síður hinu að erlend-
um ferðamönnum að vetrarlagi sé sí-
fellt að fjölga. Nýlega var opnuð sýn-
ing í Geysisstofu um Ara fróða
Þorgilsson. Er þar í myndum og máli
á ensku og íslensku fjallað um helstu
áfanga í ævi hans og samtíma hans.
Segir Már ætlunina að setja upp
slíkar sýningar sem standi kannski
yfir sumarið. Hann segir jafnvel í
ráði að taka hluta af núverandi versl-
unarrými undir slíkt sýningarhald
og verði þá reist nýtt húsnæði fyrir
ferðamannaverslunina.
Í lokin má nefna nýjustu hugmynd
Más sem hann vildi þó ekki tjá sig
nánar um en það er að reisa útsýn-
ishús á Bjarnarfelli. Til að bjóða fólki
auðveldan aðgang þangað er hug-
mynd hans að ferja menn með kláfi
yfir Helludal en Már segir þetta allt
á byrjunarstigi og raunverulega
skoðun á hugmyndinni rétt að byrja.
Ný gistihús við Geysi í smíðum
Morgunblaðið/jt
Jónas Sveinn Hauksson yfirþjónn í nýja barnum á Hótel Geysi.
Þjóðmálavefurinn KREML.IS
stendur fyrir spjallfundi næstkom-
andi föstudagskvöld (4. maí) á
Grand Rokk með yfirskriftinni
„Alþjóðavæðingin – Hvert stefn-
ir?“. Frummælendur verða Björn
Bjarnason menntamálaráðherra,
Bryndís Hlöðversdóttir þing-
flokksformaður Samfylkingarinn-
ar, Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon
formaður Vinstrigrænna og
Tryggvi Þór Herbertsson forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands.
Þjóðmálafundir KREML.IS á
föstudögum eru jafnan með af-
slöppuðu yfirbragði, segir í frétta-
tilkynningu, og verður fundur
þessi haldinn á veitingahúsinu
Grand Rokk við Smiðjustíg í
Reykjavík. Dagskrá mun standa
yfir milli klukkan 20:30 og 23:00.
Allir áhugamenn um pólitík eru
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Aðgangseyrir er enginn.
Kremlarkvöld á
Grand Rokk
Rætt um al-
þjóðavæðingu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi nýlega bílstjóra vöruflutn-
ingabifreiðar til að greiða 65.000
krónur í sekt fyrir að brjóta gegn
reglum um hvíldartíma öku-
manna. Bílstjórinn ók bílnum í
sólarhring en lengsta samfellda
hvíld hans á þeim tíma var rúm-
lega þrjár klukkustundir.
Lögregla stöðvaði akstur bif-
reiðarinnar á Vesturlandsvegi við
Seleyri í janúar í fyrra. Athugun
á sjálfvirkum ökurita varð til þess
að lagt var hald á gögn í bílnum.
Rannsókn leiddi í ljós að maður-
inn hafði á einum sólarhring ekið
bílnum í 12 klukkustundir og 46
mínútur milli tveggja sólarhring-
shvílda og ekki tekið sér átta
klukkustunda órofið hlé frá
akstri. Þetta varðar við reglugerð
um aksturs- og hvíldartíma öku-
manna o.fl í innanlandsflutning-
um og við flutning innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Öku-
maðurinn játaði á sig sök.
Auk sektargreiðslunnar var
hann dæmdur til að greiða helm-
ing sakarkostnaðar auk máls-
varnarlauna verjanda síns, 50.000
krónur. Héraðsdómur féllst ekki
á kröfu ákæruvaldsins um að öku-
maðurinn yrði sviptur ökurétti.
Sama dag var annar ökumaður
vöruflutningabíls sýknaður af
samskonar ákæru. Ökurita-
skýrsla sem lögreglu- og vegaeft-
irlitsmaður lagði hald á í bíl bar
með sér að hann hefði ekið bíln-
um í sólarhring en lengsta hvíld
hans var tæplega fjórar klukku-
stundir. Ökumaðurinn sagðist
hafa hafið akstur að morgni en
síðdegis hafi annar ökumaður
tekið við bílnum. Gleymst hefði að
skrifa athugasemdir um þetta á
ökuritaskýrslu. Mikið hefði verið
að gera hjá fyrirtækinu þennan
dag og hann nýbyrjaður að starfa
við þetta.
Hann neitaði að hafa ekið bíln-
um frá klukkan 18 til klukkan 2
um nóttina. Um þetta báru einnig
tvö vitni. Héraðsdómur komst að
þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið
hefði ekki hnekkt þessum fram-
burði vitnanna. Þá segir í dómn-
um að skýrsla lögreglu um yfir-
heyrslur yfir manninum sé stutt
og óglögg.
Pétur Guðgeirsson héraðsdóm-
ari kvað upp dómana.
Tók sér ekki næga
hvíld frá akstri
Vöruflutningabílstjóri dæmdur
til að greiða 65.000 krónur í sekt
SJÓBIRTINGSVEIÐI ársins 2001
hófst 1. apríl síðastliðinn og silungs-
veiði í sumum stöðuvötnum er hafin.
Senn líður að því að nýtt laxveiði-
tímabil hefjist í ám landsins. Þótt
síðasta veiðitímabil heyri sögunni til
eru ýmsir sem áhuga hafa á niður-
stöðutölum veiðinnar á liðnu ári. Við
úrvinnslu veiðiskýrslna fyrir lax- og
silungsveiðina 2000 komu fram eft-
irfarandi niðurstöður.
Sumarið 2000 voru skráðir alls
27.296 laxar veiddir á stöng og 4.158
laxar veiddust í net í ám. Alls eru
þetta 31.454 laxar og heildarþungi
þeirra var 82,9 tonn sem skiptist
þannig að 70,3 tonn veiddust á stöng,
12,6 tonn í net. Stangveiði á laxi var
4.151 laxi minni (13,2%) en hún var
1999 og 22,6% minni en meðalveiði
áranna 1974–1999. Af þeim 27.287
löxum sem skráðir voru í veiðibækur
var 2.918 sleppt aftur (veitt og
sleppt) sem er um 10,7% af veiðinni
og heildarafli laxa var því 24.432. Í
stangveiðinni voru 20.681 (75,8%)
laxar sem verið höfðu eitt ár í sjó og
3.751 (24,2%) tvö ár í sjó. Af ein-
stökum ám var veiðin mest í Rang-
ánum 3.744 laxar, í öðru sæti var
Norðurá með 1.650 laxa og í þriðja
sæti var Selá í Vopnafirði með 1.360
laxa.
Í stangveiði voru skráðir alls
74.655 silungar, 39.822 urriðar og
34.833 bleikjur en samanlagður sil-
ungsafli var um 70 tonn. Flestir urr-
iðar veiddust í Veiðivötnum 12.205, í
Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa,
6.522, og í Fremri Laxá á Ásum
2.980. Af bleikju veiddust flestar í
Víðidalsá og Fitjá 3.138, 2.900 veidd-
ust í Hlíðarvatni og 2.712 veiddust í
Vatnsdalsá.
Frá árinu 1998 hefur netaveiði á
laxi eingöngu verið stunduð í fersku
vatni eftir að gengið var frá upp-
kaupum á netaveiðirétti á laxi í sjó.
Nokkuð er einnig um að þeir sem
stangveiðirétt hafa borgi fyrir það að
netaveiðiréttur sé ekki nýttur og
auka með því laxgengd og stang-
veiði. Þannig háttar t.d. til í Hvítá og
hliðarám hennar í Borgarfirði. Neta-
veiði á laxi sumarið 2000 var um 37%
minni en hún var 1999 en um 71%
undir meðalveiði áranna 1974–1999.
Netaveiði er nú stunduð á Suður-
landi í Ölfusá, Hvítá og Þjórsá en
netaveiði er lítil í öðrum landshlut-
um. Hafbeit á laxi var stunduð í all-
miklum mæli hér á landi, einkum á
árunum 1988–1996, en hún hefur far-
ið minnkandi á síðustu þremur árum.
Sumarið 2000 endurheimtust ein-
ungis 375 laxar, sem vógu um 2 tonn,
í hafbeit en löxum til hafbeitar var
síðast sleppt vorið 1998.
Ársfundur Veiðimálastofnunar
2001 var haldinn föstudaginn 27.
apríl sl. Þar voru m.a. afhent verð-
laun fyrir merkjaskil í happdrætti
Veiðimálastofnunar.
Lax- og sil-
ungsveiðin
2000
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
TOURETTE-samtökin halda
fræðslufund í kvöld, fimmtudag kl.
20 að Hátúni 10, 9. hæð. Málfríður
Lorange, sálfræðingur, heldur er-
indi um helstu einkenni, orsakir og
meðferð við áráttu- og þráhyggju-
röskun hjá einstaklingum með Tour-
ette-heilkenni.
Fræðslufundur
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn
3. maí. Kennt verður frá kl. 19-23.
Einnig verður kennt 7. og 9. maí.
Námskeiðið telst vera 16 kennslu-
stundir. Einnig verður haldið endur-
menntunarnámskeið dagana 14. og
15. maí.
Að loknum þessum námskeiðum
fá nemendur skírteini sem hægt er
að fá metin í ýmsum skólum og við
sum störf.
Námskeið í
skyndihjálp