Morgunblaðið - 03.05.2001, Síða 48
UMRÆÐAN
48 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
OFBELDI er hluti
af reynsluheimi fólks
er vinnur á hvers kyns
meðferðarstofnunum.
Framan af var lítt
hugað að faglegum
vinnubrögðum til að
bregðast við ofbeldinu.
Afar tilviljunarkennt
var hvernig brugðist
var við og af lítilli fag-
mennsku og jafnvel
undirmönnun.
Það er hluti af
hjúkrunarmeðferð á
geðdeildum að bregð-
ast við ofbeldi. Geð-
deildarsvið Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss hefur, svo
dæmi sé nefnt, verið á síðustu
misserum að efla kennslu og varn-
arviðbrögð við ofbeldi. Má nefna í
því sambandi að nýlega var hópur
hjúkrunarfræðinga til þjálfunar á
Maudsley Hospital í London í því
skyni að fræðast enn frekar um
þessi mál með því að stunda bestu
mögulegu kennslu í varnarvið-
brögðum. Er þetta að mínu mati til
mikillar fyrirmyndar.
Fagleg viðbrögð við ofbeldi mið-
ast að því að bregðast við ofbeldis-
uppákomum á þann hátt að leitast
við að nota ákveðna tækni og sam-
hæfðar aðgerðir starfsfólks til að
yfirbuga sjúkling sem er sjálfum
sér og öðrum hættulegur í stað
handahófskenndra aðgerða. Jafn-
framt er leitast við að bregðast við
á þann hátt að bæði skjólstæðing-
urinn og starfsmaðurinn haldi virð-
ingu sinni upp að því marki sem
unnt er við slíkar aðstæður. Í þessu
sambandi er nauðsynlegt að starfs-
fólk fái bæði innsýn í útleysandi
þætti ofbeldis og viðbrögð eftir of-
beldi. Einnig verður að vera ljóst
hvað starfsfólkið þarf að geta gert
við slíkar aðstæður. Þá þurfa stofn-
anir að hafa ákveðna stefnumörkun
um hvernig starfsmenn mega bera
sig að og hvaða hugmyndafræði sé
ætlast til að sé að baki svo eitthvað
sé nefnt. Stofnanir
þurfa að hafa stefnu-
mörkun um hvernig
eigi og megi bregðast
við og leitast þannig
við að tryggja fag-
mennsku, skapa for-
sendur til að skjól-
stæðingar hennar séu,
ef þörf krefur, yfir-
bugaðir á besta mögu-
lega hátt. Jafnframt
er nauðsynlegt að
starfsmenn hafi fyrir-
fram mótaðar hug-
myndir um hvernig
best sé að fara að við
að yfirbuga sjúkling-
inn og þar á meðal að koma í veg
fyrir að einhver meiðist þannig að
bæði starfsmenn og skjólstæðingar
komi sem best út úr atburðinum.
Fyrir flesta er það áfall að ganga
í gegnum það að grípa þurfi til að-
gerða til að yfirbuga þá. Þá má
heldur ekki gleyma því að það er
einnig áfall fyrir flesta starfsmenn
að þurfa að taka þátt í því að yf-
irbuga aðra manneskju vegna of-
beldisuppákomu jafnvel þó að við-
komandi starfi á vinnustað þar sem
gert er ráð fyrir að ofbeldi geti átt
sér stað hvað þá ef um er að ræða
vinnustað þar sem almennt er ekki
gengið út frá að ofbeldi sé hluti af
daglegu vinnuumhverfi.
Almennt tölum við um að mann-
eskjur, er verða fyrir margvísleg-
um hörmungum sem eru fyrir utan
daglegan reynsluheim þeirra og
sýna ákveðið safn einkenna, hafi
orðið fyrir áfallastreitu. Á þetta
einnig við um starfsfólk stofnana
sem verður fyrir alvarlegu ofbeldi
af hendi skjólstæðinga sem og að
skjólstæðingar geti orðið fyrir
áfalli við að þurfa að ganga í gegn-
um að það þurfi að yfirbuga þá.
Starfsmenn hafa einstaklingsbund-
in og misalvarleg einkenni um
áfallastreitu, allt eftir alvarleika at-
burðarins. Nauðsynlegt er að
tryggja, eins og að ofan greinir,
bestu mögulegu vinnubrögð við
nauðung og þvingun og ekki síst að
bæði starfsmenn og skjólstæðingar
fái nauðsynlega úrvinnslu í kjölfar
ofbeldisins eða nauðungaraðgerðar-
innar.
Ég hef lesið rannsóknir sem
sýna fram á að stór hópur fólks, er
vinnur við umönnun og meðferð,
telur að það að verða fyrir ofbeldi
sé hluti af starfi þess og það að láta
vita að því líði illa vegna ofbeldis-
uppákoma geri þá að illa hæfum
eða lélegum starfsmönnum. Ég tel
að almennt sé fólk sammála um að
ofbeldi sé að verða tíðara í um-
hverfi þar sem ætla megi að starfs-
menn eigi ekki að verða fyrir of-
beldi svo sem inni í skólakerfinu og
ýmsum öðrum stofnunum.
En hvað er til ráða? Æ fleiri
stofnanir hafa gripið til þess ráðs
að reyna að hafa fræðslu og
kennslu um varnaraðgerðir gegn
ofbeldi, nauðung og þvingun fyrir
starfsmenn sína. Árið 1998 stóð
FÍUM, Félag íslenskra uppeldis-
og meðferðarstofnana, ásamt öðr-
um sambærilegum samtökum á
Norðurlöndunum fyrir ráðstefnu
fyrir félagsmenn sína um varnarað-
gerðum gegn ofbeldi og siðfræði
valdbeitingar við nauðungaraðgerð-
ir. Var greinarhöfundur þar með
innlegg ásamt tveimur öðrum
hjúkrunarfræðingum um varnarað-
gerðir og fannst ánægjulegt að
finna að Íslendingar virtust ekki
vera aftast á merinni varðandi hug-
myndafræði um varnaraðgerðir
enda sóttum við fræði okkar víðs
vegar að, t.a.m. úr hugmyndafræði-
banka Maudsley Hospital í London,
sem þykir vera framarlega í þess-
um fræðum, frá Bandaríkjunum og
víðar. Ég hef fundið fyrir vaxandi
áhuga fagfólks og annarra, er koma
að þessum málum, í þá átt bæta
ástandið, afla sér fagþekkingar um
hvernig best sé að bera sig að
vegna ofbeldis á hinum ýmsu stofn-
unum. Ber að fagna því. Að sama
skapi hef ég sífellt meiri áhyggjur
af vaxandi ofbeldi úti í þjóðfélag-
inu, hjá börnunum okkar og ung-
mennum, jafnt utan heimilis sem
innan.
Í mínum huga er það ekki vafa-
mál að t.a.m. ofbeldi í sjónvarpi,
tölvuleikjum og víðar hefur aukin
áhrif á mótun barnssálarinnar.
Margir hafa orðið til að gleðjast yf-
ir nútímabarnfóstrunum, í daglegu
tali nefndar tölvur og vídeó, sem ég
tel að geti gegnt því hlutverki
ágætlega, sé þeim í hóf stillt. Á
hinn bóginn hlýtur það að vera
ljóst að barn eða ungmenni, sem
dvelur langtímum við tölvu eða víd-
eó, æfist ekki í félagslegum sam-
skiptum og er í hættu á að einangr-
ast félagslega. Tel ég að þessi
hópur barna fari stækkandi. Einnig
má ætla að hluti barna, sem ekki
æfast í félagslegum samskiptum,
hvort sem það er vegna tölva víd-
eós og/eða vegna þess að þau búi
við hvers konar vanrækslu vegna
skorts á fullorðinsfyrirmynd, séu
hugsanlega útsettari fyrir það að
beita ofbeldi síðar. Þessi börn hafi
vegna sífellds tækjahangs síður
fengið æfingu í að leysa vandamál
sem upp koma í leik og starfi, t.d.
við að rífast við systkini eða félaga
og leysa úr í kjölfarið sem er ágæt-
is æfing í félagslegum samskiptum
og skilar sér vafalítið síðar. Að
sama skapi má ætla að barn eða
ungmenni sem ekki fær stýringu
og aga af fullorðnum læri ekki til-
hlýðileg mörk og ögun sem þarf að
vera til að verða nýtur þjóðfélags-
þegn og hreinlega geti gengið upp í
þjóðfélaginu án þess að grípa til
handalögmála.
En hvers er að vænta í þjóðfélagi
sem forgangsraðar börnum ekki of-
ar en raun ber vitni? Í þjóðfélagi
sem býr við langa biðlista eftir
þjónustu við börn. Í þjóðfélagi sem
ekki getur sinnt þjónustu við börn
og unglinga sem vitað er að eru út-
sett fyrir að lenda utan garðs síðar
vegna þess að þau eru í áhættuhópi
vegna slæmra uppeldisskilyrða,
þroskafrávika eða hvers kyns rask-
ana. Eru útsettari fyrir að verða
þjóðfélaginu dýr vegna þess mann-
auðs sem glatast, vegna þess að
þau leiðast út á glapstigu, verða
vímuefnum að bráð og eru útsettari
fyrir að beita aðra ofbeldi. Í þjóð-
félagi sem ekki tryggir börnum,
sem búið er að greina í áhættuhópi,
eru með hegðunarerfiðleika eða
önnur frávik sem kalla á mikla sér-
kennslu og sérstuðning frá skóla-
kerfinu, bestu mögulegu aðstoð.
Í þessu sambandi má benda á
gríðarlegt vinnuálag foreldra en
það er þjóðfélagslegt vandamál
sem gerir það að verkum að börn
kunna að búa við vanrækslu eða
óviðunandi tengsl og skort á mótun
og fullorðinsfyrirmynd. Ber jafn-
framt að hafa í huga að við lifum í
þjóðfélagi þar sem enn er ekki ljóst
hvort sjálfsagt sé að börnin okkar
fái heitan mat í hádeginu, hvað þá
lengri skóladag, eða að tryggt sé að
þau séu örugg, í faglega örvandi
umhverfi, meðan foreldrarnir vinna
á þjóðarskútunni.
Við búum í þjóðfélagi þar sem
líkamlegt ofbeldi fer vaxandi jafnt
innan dyra sem utan. Ofbeldi á sér
jafnframt stað inni á stofnunum.
Þar á ég ekki eingöngu við stofn-
anir þar sem fyrirfram má búast
við ofbeldi vegna þess að skjól-
stæðingar eru ekki sjálfráðir gerða
sinna vegna geðraskana eða
þroskaskerðingar, heldur einnig
inni á bráðadeildum, almennum
sjúkradeildum og skólum, svo eitt-
hvað sé nefnt. Löngu tímabært er
að opna umræðu um þetta í þjóð-
félaginu og viðurkenna að nauðsyn-
legt er að bregðast við þessum að-
stæðum af fagmennsku.
„Sjaldan launar kálfur
ofbeldi – ofeldi“
Helga Jörgensdóttir
Ofbeldi
Við búum í þjóðfélagi,
segir Helga Jörg-
ensdóttir, þar sem
líkamlegt ofbeldi fer
vaxandi jafnt innan
dyra sem utan.
Höfundur er geðhjúkrunarfræð-
ingur og starfandi formaður FÍUM.
NÝLEGA sendi fyr-
irtækið Lína.Net frá
sér fréttatilkynningu í
tilefni af ársskýrslu
félagsins. Í fréttatil-
kynningunni er til-
greint að fyrirtækið
hafi afskrifað við-
skiptavild vegna við-
skipta sem tekin voru
yfir á árinu 2000 að
fullu! Eða um 435
milljónir króna. Bæði
kom fram í áður-
nefndri fréttatilkynn-
ingu og í viðtölum við
forsvarsmenn fyrir-
tækisins að „árangur“
Línu.Nets væri mjög
góður, það væri mjög eðlilegt að
standa að afskriftum með þessum
hætti og það væri einungis gert
vegna þess að fyrirtækið væri á
leiðinni á markað.
Þetta er mjög athyglisverð túlk-
un þar sem almenna reglan er sú að
viðskiptavild er afskrifuð á nokkr-
um árum á móti þeim tekjum sem
fjárfestingunni er ætl-
að að skila. Einnig
verður að hafa í huga
að forsvarsmenn
Línu.Nets höfðu farið
fram á það í gerðar-
dómi að þeir fengju
200 milljóna króna af-
slátt af 250 milljóna
króna fjárfestingu í
fyrirtækinu Irju. Þeir
fengu einungis 25
milljóna króna afslátt
og varaformaður
stjórnar Línu.Nets
sagði í umræðum í
borgarstjórn að það
þýddi að gerðardómur
hefði komist að þeirri
niðurstöðu að markaðsverðmæti
Irju væri 225 milljónir króna!
Nokkrum vikum seinna tilkynna
þeir síðan alþjóð að afskriftir af
fjárfestingum Línu.Nets í Irju,
Gagnaveitunni og Loftnetinu sem
þeir keyptu af Skýrr séu 435 millj-
ónir króna. Ef betur er að gáð kem-
ur í ljós að fyrirtækið Irja sem þeir
keyptu á 225 milljónir króna af-
skrifa þeir um 99,8% eða um 224,5
milljónir króna. Í reikningum
félagsins er verðmæti Irju metið á
500.000 krónur sem hægt er að fá
fyrir Ford Escort árgerð 1996.
Fjármunirnir sem greiddir voru
fyrir Irju, 225 milljónir, duga hins
vegar til að kaupa 22 fjögurra her-
bergja íbúðir í Reykjavík. Gagna-
veituna afskrifa þeir 75% eða um
112,7 milljónir króna og Loftnetið
sem keypt var af Skýrr er afskrifað
um 40%. Þetta eru afskriftirnar á
fyrirtækjunum sem Lína.Net keypti
á síðasta ári!
Þetta þýðir með öðrum orðum að
þetta fyrirtæki, sem er að lang-
stærstum hluta í eigu reykvískra
skattgreiðenda, er búið að gera
nokkur herfileg fjárfestingarmistök.
Þeir sem þurfa að greiða fyrir þau
mistök eru skattgreiðendur í
Reykjavík. Spurningin er hver beri
ábyrgð á þessu. Í fyrsta lagi hver
beri ábyrgð á kaupunum og í öðru
lagi hver beri ábyrgð á því að í
borgarstjórn Reykjavíkur og fjöl-
miðlum hefur ekki verið sagt satt
og rétt frá því sem var að gerast.
Í desember síðastliðnum fjárfesti
Orkuveitan í þessu fyrirtæki með
kaupum á hlutafé á genginu 10,5.
Þar kom hvergi fram að um fjár-
festingamistök hefði verið að ræða
þvert á móti var því haldið fram að
ástæða þess að verið væri að sækja
aukið hlutafé væri að „fjárfestingar
gengu hraðar fyrir sig en áætlað
væri“. Með öðrum orðum var verið
að skrökva að borgarstjórn um
raunverulegar ástæður aukningar á
hlutafé. Rétt er að taka fram að
eigið fé fyrirtæksins miðað við inn-
borgað hlutafé hefur rýrnað um
meira en 50% á þessu eina og hálfa
ári sem fyrirtækið hefur starfað. Í
stjórn fyrirtækisins hafa setið
helstu forsvarsmenn R-listans.
Stjórnarformaður er Alfreð Þor-
steinsson, varaformaður er Helgi
Hjörvar og á síðasta ári sat einnig
Steinunn Valdís Óskarsdóttir með
þeim í stjórninni. Spurningin er:
ber ekkert af þessu fólki eða borg-
arstjórinn, sem á að vera leiðtogi
þessa hóps, ábyrgð á hundraða
milljóna króna fjárfestingamistök-
um sem skattgreiðendur þurfa að
greiða fyrir?
Flestir verða að bera ábyrgð á
eigin gerðum.
Hver ber ábyrgð á Línu.Neti?
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Viðskipti
Þetta fyrirtæki, sem er
að langstærstum hluta í
eigu reykvískra skatt-
greiðenda, segir
Guðlaugur Þór
Þórðarson, er búið að
gera nokkur herfileg
fjárfestingarmistök.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Bankastræti 3,
sími 551 3635
Póstkröfusendum
24 stunda dag- og næturkrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Þú ert örugg með BIODROGA
BIODROGA
Lífrænar jurtasnyrtivörur
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Stretchbuxur
St. 38–50 - Frábært úrval
Dragtir
Neðst á Skólavörðustíg