Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 56
✝ Sigurást (Ásta)Jónsdóttir fædd-
ist 28. ágúst 1914 á
Berghóli á Arnar-
stapa. Hún lést 26.
apríl síðastliðinn.
Ásta var dóttir
hjónanna Jóns Sig-
urðssonar og Guð-
rúnar Sigtryggs-
dóttur. Systkini
hennar voru: Har-
aldur Jónsson, f.
1908, d. 1985,
Trausti Jónsson, f.
1909, d. 1928, Víg-
lundur Jónsson, f.
1910, d. 1994, Tryggvi Jónsson, f.
1911, d. 1994, Hreiðar Jónsson, f.
1916, Ársæll Jónsson, f. 1918, d.
1996, Margrét Jónsdóttir Larsen,
f. 1919, Skarphéðinn Trausti
Jónsson, f. 1922. Maður Ástu var
Pétur Sigurbjörnsson, f. 4. nóv.
1911, d. 30. janúar
1993. Dóttir þeirra
er Guðrún, fædd 22.
júní 1942. Hennar
maður er Tómas
Waage. Dætur
þeirra eru Ásta og
Helga. Dóttir Helgu
og Helga Hjálmars-
sonar er Hrefna
Helgadóttir. Sam-
býlismaður Helgu
er Þórarinn Stef-
ánsson.
Ásta og Pétur
fluttu til Reykjavík-
ur á stríðsárunum.
Vann hún ýmis störf, en lengst af
starfaði hún í fatahreinsuninni
Úðafossi og síðan í þvottahúsinu
hjá Naustinu.
Útför Ástu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Þegar ég var lítil stelpa sagði
amma mín mér eitt sinn, í hálfkær-
ingi: „Ég er að hugsa um að láta
brenna mig þegar ég dey.“ Ekki man
ég nú af hvaða tilefni þetta var, en
mér fannst þetta slæm tilhugsun og
svaraði: „Þá ætla ég frekar að vera
heima að gráta, heldur en að koma að
horfa á bálið.“
Þetta held ég að hafi verið uppá-
haldssaga ömmu af mér. Hún sagði
hana allavega oft. Fannst henni mik-
ið til um fórnfýsina hjá kornungu
barninu.
Nú er hún amma mín búin að
kveðja eftir langa og góða ævi. Ekk-
ert verður nú bálið, en minningar á
borð við þessa eru því fleiri. Flestar
tengjast ömmu á Barónsstígnum, þar
sem gjarnan var mikill gestagangur
og nóg um að vera. Þannig vildi
amma líka hafa það. – Nóg af fólki í
kringum sig, ættingjum, vinum og
nokkrum skrítnum skrúfum sem við
vissum aldrei almennilega hvaðan
komu. Hvort fólk stoppaði stutt við, á
leið um bæinn, eða dvaldi mánuðum
saman, í vetrardvöl fyrir sunnan,
virtist ekki skipta máli. Það voru allir
velkomnir í Ástukaffi.
Amma var Stapari, undan jökli, og
leit á alla Snæfellinga sem sitt fólk.
Afi var líka undan jökli og þó svo
þau hafi búið í Reykjavík síðan á
stríðsárunum, báru þau sterkan svip
af því samfélagi sem var undir jökli á
fyrri hluta aldarinnar.
Amma sagði mér ótal sögur af
æsku sinni á Arnarstapa þegar ég
var lítil.
Seinna sagði hún dóttur minni
þessar sögur, sem hún hlustaði hug-
fangin, en vantrúa á: „Mamma,
langamma segist hafa þurft að vera í
rúminu þegar verið var að þvo af
henni fötin þegar hún var lítil stelpa,
af því að hún átti ekki önnur föt. Er
hún ekki að plata mig?“ spurði nú-
tímabarnið fullt efasemda. Ekki var
amma að plata í það skiptið, en
spurningin sýnir hversu ótrúlega
langt bil er milli lífskjara þessara
tveggja stúlkubarna: Stelpunnar
sem fæddist undir jökli við upphaf
fyrri heimsstyrjaldar, og hinnar sem
fæddist í Reykjavík við endalok
kalda stríðsins.
Við sem njótum þeirra lífsgæða
sem þú og þín kynslóð skópuð, elsku
amma mín, þökkum þér samveruna,
þökkum þér sögurnar og ljóðin,
þökkum fyrir jólakökurnar og þökk-
um fyrir kaffið.
Helga.
Elskuleg mágkona mín, Ásta, er
nú sofnuð svefninum langa. Það er
ekki hægt að segja að sú harmafregn
hafi komið á óvart, hún var orðin full-
orðin og heilsa hennar var farin að
þverra. Ásta var, þrátt fyrir það, full
af lífskrafti og varla hægt að hugsa
sér að hún ynni ekki síðasta bardag-
ann, en ekkert okkar gerir það víst.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
vináttu Ástu í gegnum árin. Það var
alltaf hressandi að hitta hana eða
heyra í henni. Óbilandi lífsgleði og
glaðværð hennar var eins og ferskur
andblær í amstri dagsins. Mér mun
líka seint líða úr minni hversu vel hún
reyndist mér þegar ég var ung móð-
ir, sá stuðningur sem hún sýndi mér
þá var mér ómetanlegur. Ásta var ein
af þessum fágætu manneskjum sem
hugsa fyrst um aðra. Umhyggjusemi
hennar var alveg einstök. Hún mátti
ekkert aumt sjá og bauð krafta sína
án umhugsunar, ef einhver þurfti á
hjálp að halda.
Ég kveð Ástu með söknuði og um
leið þakklæti fyrir allt.
Blessuð sé minning hennar.
Þórdís.
Mín kæra vinkona, Ásta Jónsdótt-
ir Hátúni 13, er dáin og mig langar til
að þakka henni allar þær yndislegu
stundir, sem við höfum átt saman.
Við kynntumst fyrst á sameigin-
legum vinnustað (Naustinu), og svo
þróuðust þessi kynni í sanna og
trausta vináttu, sem aldrei bar
skugga á.
Þegar ég hætti að vinna úti, fór ég
að stunda leikfimi fyrir eldri borgara
í Sundhöllinnni. Á heimleið úr Sund-
höllinni gekk ég niður Barónsstíginn
og það varð til þess, að ég kom stund-
um við hjá þeim elskulegu hjónum,
Ástu og Pétri. Þær stundir, sem ég
átti með þeim í morgunkaffi á Bar-
ónsstígnum, eru mér ógleymanlegar,
umhyggjuna og hlýjuna hjá þessum
elskulegu hjónum geymi ég í minn-
ingunni sem helgidóm.
Elsku Ásta. Svo fluttir þú í Hátún-
ið þegar þú varst orðin ekkja.
Við höfðum samband í síma og ég
fór að líta inn til þín.
Og enn mætti ég þinni traustu og
góðu vináttu og gestrisni. Og þú
varst alltaf svo skemmtileg, hafðir
um nóg að tala og sagðir mér svo
margt, en nú heyri ég ekki röddina
þína aftur í símanum. Ég sakna þín,
Ásta, og kveð þig með miklu þakklæti
fyrir allt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbj. Egilsson.)
Við hjónin vottum fjölskyldu Ástu
okkar dýpstu samúð.
María Jóhannesdóttir.
Elsku langamma mín.
Ég bara spyr, af hverju þú? Þú
varst alltaf svo kát, glöð og bjartsýn
og þegar þú veiktist sagðir þú að
læknarnir upp á Landakoti gætu
læknað þetta.
Þegar ég var lítil hélt ég að þú yrð-
ir elsta kona á Íslandi. En þú ert að
öllum líkindum glöð hjá langafa Pétri
og hestunum þínum, systkinum og
vinum, foreldrum og fleirum. En
mikið er ég fegin að þú þurftir ekki
að liggja á spítala. Þú sagðir mér fullt
af sögum af þér og langafa þegar þið
voruð ung. En þó þú sért farin áttu
samt stóran sess í mínu hjarta. Og
þann sess munt þú ávallt eiga.
Þín dótturdótturdóttir,
Hrefna Helgadóttir.
SIGURÁST
JÓNSDÓTTIR
✝ Margrét Páls-dóttir fæddist á
Ytri-Dalbæ í Land-
broti hinn 29. apríl
1919. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri hinn
30. mars síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Páll Jónsson,
fæddur 26.5. 1878, d.
1.3. 1963, og Guðríð-
ur Magnúsdóttir, f.
26.5. 1883, d. 31.7.
1957. Systkini Mar-
grétar voru Magnús,
f. 2.12. 1910, d. 14.1.
1994, Jóhanna, f. 1.9. 1913, Sig-
rún, f. 11.3. 1928, d. 4.11. 1948.
Fósturbróðir Margrétar er Stein-
þór Jóhannsson, f. 28.4. 1932.
Hinn 21.10. 1944 giftist Mar-
grét Guðmundi Jónssyni, f. 22.11.
1911. Foreldrar hans voru Jón
Oddsson, f. 15.9.
1872, d. 19.1. 1948,
og Egedia Jónsdótt-
ir, f. 1.9. 1879, d.
1.1. 1967. Börn
Margrétar og Guð-
mundar eru: Her-
mann Grétar, f. 2.7.
1945, Guðríður
Egedia, f. 27.8.
1946, Sigrún Steina,
f. 15.3. 1949, Hanna
Fjóla, f. 4.10. 1951,
Hrafnhildur Mar-
grét, f. 6.9. 1953,
Sæmundur Tryggvi,
f. 14.6. 1955, Þor-
kell Rafn, f. 30.12. 1956, d. 8.6.
1958, Sverrir, f. 10.8. 1958, Guð-
mundur Rafn, f. 13.3. 1960.
Margrét var húsmóðir lengst
af ævi.
Útför Margrétar fór fram frá
Grenivíkurkirkju 7. apríl.
Elsku amma í Akurbakka. Það
er svo skrítið að þú skulir vera far-
in frá okkur. Ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa fengið að vera hjá ykkur
afa á sumrin og á jólunum þegar ég
ólst upp í Svíþjóð, notið þess
hversu dugleg þú varst í höndun-
um og við matargerð. Allir vett-
lingar, sokkar og lopapeysur sem
þú prjónaðir handa mér, hvað þú
lagðir þig fram við að gera mér til
hæfis (sem kannski ekki var alltaf
svo létt). Án ykkar afa hefði ég
ekki kunnað móðurmál mitt.
Ég vona bara að þú hafir það
gott á himnum.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín;
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
Nei, nei, það varla óhætt er
englum að trúa fyrir þér;
engill ert þú og englum þá
of vel kann þig að lítast á.
(Steingr. Thorst.)
Elsku afi, ég hugsa til þín.
Selma Sigurðardóttir.
MARGRÉT
PÁLSDÓTTIR
MINNINGAR
56 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Björg M. Jónas-dóttir fæddist í
Reykjavík hinn 17.
desember 1920. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, Foss-
vogi, á föstudaginn
langa, 13. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
Bjargar voru Jónas
Magnússon, raf-
virkjameistari og síð-
ar kaupmaður í versl-
uninni Ljós og hiti í
Reykjavík, f. 29.8.
1895, d. 12.11. 1972,
og kona hans, Oddný
Petra Eiríksdóttir frá Eiríksbæ
við Brekkustíg, f. 20.7. 1900, d.
11.1. 1986. Systkini Bjargar eru:
Ásta Dagmar, f. 7.9. 1924, d. 17.3.
2001, fyrri eiginmaður hennar var
Steingrímur Þórisson, þau slitu
samvistir 1955, seinni eiginmaður
Ástu var Guðbrandur Þorláksson,
d. 1992; Eiríkur rafvirkjameistari,
f. 22.2. 1923, sambýliskona hans er
Elín Guðbjörnsdóttir; Ólafur raf-
virkjameistari, f. 5.5. 1928, kvænt-
ur Fríðu Ingvarsdóttur; og Stefán
húsasmíðameistari, f. 12.11. 1929,
hann var kvæntur Huldu Lárus-
dóttur, sem er látin. Hinn 27. nóv-
ember 1943 giftist Björg Aðal-
steini Guðjónssyni bryta, en hann
fæddist 10.2. 1921. Foreldrar hans
voru Guðjón Sigurðsson frá Múla í
Þorskafirði, sjómaður á Ísafirði,
og kona hans, Ingibjörg Eiríks-
dóttir frá Oddsflöt í Grunnavík.
Björg og Aðalsteinn eignuðust
þrjá syni og eru tveir þeirra á lífi;
Jónas Pétur vélvirkjameistari, f.
19.4. 1944, fyrri eig-
inkona Jónasar er
Þórunn Guðrún Sím-
onsen og eiga þau
þrjú börn og fjögur
barnabörn, seinni
kona Jónasar er
Maura Hífe; Bjarni,
f. 6.12. 1945, d. 4.12.
1948; og Bjarni
Magnús, f. 19.8.
1949, fyrrverandi
eiginkona hans er
Margrét Jódís Sig-
urðardóttir, þau
eiga þrjú börn. Aðal-
steinn og Björg slitu
samvistir 1969.
Vegna atvinnu föður Bjargar
átti fjölskyldan heima víðs vegar
um landið, lengst af á Siglufirði.
Fljótlega fór Björg að hjálpa föð-
ur sínum í raftækjaversluninni
Ljós og hiti í Reykjavík. Síðan lá
leiðin í Húsmæðraskóla Reykja-
víkur og einnig á Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað og bera hann-
yrðir hennar þess fagurt merki.
Eftir skilnað sinn við Aðalstein og
eftir langan starfsferil við heim-
ilisstörf og barnauppeldi hóf
Björg störf að nýju utan heimilis-
ins, starfaði hún í raftækjaversl-
uninni Ljósum & hita, svo og í raf-
tækjaversluninni Júlíusi Björns-
syni, þá í versluninni Ljósum og
orku og var verslunarmaður í skó-
versluninni Skóvali þar til hún lét
af störfum vegna aldurs. Frá
árinu 1969 átti Björg heima á
Kleppsvegi 132.
Útför Bjargar hefur farið fram í
kyrrþey.
Föstudaginn langa síðastliðinn
kvaddi ástkær amma mín þennan
heim eftir erfið og langvarandi veik-
indi. Það eru aðeins rúmlega þrjár
vikur síðan hún fylgdi systur sinni,
Ástu Dagmar, til grafar. Það var að
vonum erfiður tími fyrir hana en þá
lét hún þessi orð falla: „Ég er fegin að
hún systir mín hefur fengið hvíldina.“
Þá fyrst fannst mér votta fyrir því að
kannski vildi hún sjálf fá hvíldina.
Fram að því hafði hún verið full bar-
áttuvilja, því hún var svo mikil móðir,
amma og langamma og þurfti að
fylgjast með ungunum sínum í gegn-
um lífið. Hún var alltaf að plana fram
í tímann, sem sýnir lífsvilja hennar og
bjartsýni: Tilvonandi brúðkaup,
fermingar og skírnir og var alltaf á
leiðinni í Parísartískuna til að finna
sér fallegar flíkur til að vera í við þau
tilefni. Ég var einmitt alltaf svo yfir
mig montin af henni ömmu, því hún
bar alltaf af, hvar sem hún kom, og
féll öllum í geð. „Hún er svo yndisleg,
hún amma þín, falleg og flott til fara!“
sögðu vinkonur mínar við mig. Amma
var svo ung í anda og fljót að tileinka
sér nýja hætti, sem dæmi stundaði
hún jóga af fullu kappi eða þar til
veikindi hennar hindruðu hana í því,
þar var hún með mun yngri stúlkum,
sem allar voru góðar vinkonur
hennar. Elliheimilin voru sko ekkert
fyrir hana, hún vildi vera sjálfs sín
herra og var það fram á síðustu
stundu.
Amma var trúuð kona og hvatti
mig einatt til að biðja fyrir fjölskyldu-
meðlimunum og gaf aldrei upp von-
ina... Því þótti mér eitthvað svo tákn-
rænt að hún skyldi fara á föstudaginn
langa líkt og Jesús. Á meðan einhver
sagði: „En hræðilegt að fara á þess-
um degi,“ fannst mér varla vera til
betri dagur, því líkt og frelsari vor
þurfti amma mín að ganga í gegnum
margar raunir í lífi sínu og ótrúlegt
hve vel hún bar sig þrátt fyrir það.
Þegar ég hugsa um ömmu finn ég
til tómarúms í hjarta mínu sem eng-
inn mun geta fyllt upp í. Samt sem
áður finnst mér ég ekki hafa rétt á því
að sýta brotthvarf hennar, þó svo að
það hafi borið ansi brátt að, sem
dæmi um það höfðum við ákveðið að
hún kæmi í mat til mín á föstudeg-
inum langa og hlökkuðum við báðar
mikið til. En skjótt skipast veður í
lofti og nú hefur hún fengið hvíldina
og er nú komin aftur heim í foreldra-
hús og til síns ástkæra sonar, eftir
rúman 50 ára aðskilnað.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blaka bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku amma mín, það er svo skrítið
að hafa þig ekki lengur hér á meðal
okkar, á páskadaginn var ég næstum
því búin að hringja heim til þín, til að
óska þér gleðilegra páska, svo óraun-
verulegt var þetta. Þú hefur ætíð ósk-
að mér alls hins besta, kennt mér svo
margt, stutt mig og hvatt. Gaman
hefði verið ef þú hefðir getað verið til
staðar og fylgst með hvað framtíðin
ber í skauti sér.
En ég hugga mig við að þú sért þó
vakandi yfir mér, takk fyrir allar okk-
ar dýrmætu stundir og hve miklar
vinur við vorum. Hvíl þú í friði, friður
Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Anna María Bjarnadóttir.
Elsku amma mín, þá ertu farin frá
okkur. Þú ert farin í þá ferð, sem við
öll förum einhvern tíma í.
Ég ólst upp sem barn vestanhafs,
og þegar ég 14 ára að aldri kom til Ís-
lands, þá kom góða amma sér vel. Ef
þú hefðir ekki leyft mér að búa hjá
þér, þá er hugsanlegt að ég hefði
aldrei fengið leyfi til að fara frá
Bandaríkjunum. Það að þú skyldir
axla ábyrgð á mér sem unglingi og öll
sú umhyggja sem því fylgdi að búa
hjá þér, er meira en ég get þakkað
þér fyrir. Þegar ég giftist konu minni,
Helen, þá varst þú okkar besta hjálp,
og studdir okkur þegar við þurftum á
því að halda og sá stuðningur gleym-
ist okkur Helen seint.
Þegar hún Katrín Þóra, lang-
ömmubarnið þitt, kom í heiminn, þá
ríkti mikil gleði hjá okkur, loksins var
komið barn, sem þú elskaðir svo heitt
og hafðir svo mikið dálæti á. Þegar
Katrín litla vissi að hún væri að fara
til langömmu á Kleppsveginn, þá
hoppaði hún af kátínu og varð ekki
róleg fyrr hún var komin til lang-
ömmu. Þú fylgdist með uppvexti
Katrínar og áttir yndislegar stundir
með henni. Það verður ekki auðvelt
að fylla upp í þann missi, þar sem þú
ert farin amma mín, en ég veit að þú
ert alltaf hjá okkur.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku besta amma mín.
Guð veri með þér.
Stundirnar sem við áttum eru
geymdar með okkur.
Gunnar Þór Jónasson,
Helen Jónasson og Katrín
Þóra Gunnarsdóttir.
BJÖRG MAGNEA
JÓNASDÓTTIR