Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 26

Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 26
ÚR VERINU 26 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 100% ilmefnalaust w w w .c lin iq ue .c om Clinique. 100% ilmefnalaust. Hver sér um hárið á þér? Láttu nýju hárlínuna frá Clinique sjá um það Nú sér Clinique jafn vel um hárið á þér eins og húð- ina. Lagfærir það og mýkir. Nýja handhæga hárlínan frá Clinique. Gerð til að hreinsa, næra og móta hárið. Sérstaklega hönnuð fyrir þína hárgerð. Hvort sem þú hefur feitt, venjulegt eða þurrt hár. Þú öðlast heilbrigt útlit. Nærð bestu virkni og færð hárið sem þú hefur alltaf viljað. Þrjár gerðir af sjampóum, hárnæringu og mótunarvör- um. Allar hannaðar fyrir hár- ið þitt. Sjampó kr. 1.200 Hárnæring kr. 1.200 Mótunarvörur kr. 1.500 Kynning verður á hárlínunni í Hagkaupi Kringlunni, fimmtudag og föstudag frá kl. 13.-18. og laugardag frá kl. 11.-15. Ráðgjafar verða í versluninni þessa daga. Kringlunni. Snyrtivörudeild. Sími 568 9300. MARGT bendir nú til þess að Haf- rannsóknastofnun leggi til minni þorskafla á næsta fiskveiðiári en því sem nú stendur yfir. Hafrannsókna- stofnun lagði til í fyrra að þorskafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði 203.000 tonn. Leyfilegur þorskafli á þessu ári er hins vegar 220.000 tonn og getur hann, samkvæmt svokall- aðri aflareglu og sveiflujöfnun, ekki orðið minni á næsta ári en 190.000 tonn og ekki meiri en 250.000. Nið- urstöður úr stofnmælingu botnfiska í marsmánuði benda til minni fisk- gengdar og ekkert varð úr netaralli vegna verkfalls sjómanna. Þær upp- lýsingar sem Hafrannsóknastofnun hefur til að byggja tillögur sínar á benda því til þess að lagður verði til samdráttur í þorskafla. Hver tíu þúsund tonn milljarðs virði Komi til niðurskurðar á þorsk- veiðiheimildum mun útflutnings- verðmæti sjávarafurða minnka, en gera má ráð fyrir því að hver tíu þús- und tonn af þorski upp úr sjó skili um milljarði í útflutningsverðmæt- um. Töluverð gengislækkun íslenzku krónunnar undanfarna daga er með- al annars rakin til ótta manna um minni þorskkvóta á næsta fiskveiði- ári, en verkfall sjómanna nú hefur einnig áhrif. Hafrannsóknastofnun er um þess- ar mundir að kynna niðurstöður sín- ar fyrir vísindanefnd Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins. Vísindanefndin leggur síðan til við ráðgjafarnefnd ráðsins hæfilegan afla úr þorsk- stofninum við Ísland seint í þessum mánuði. Að því loknu mun Hafrann- sóknastofnun kynna tillögur sínar. Bjartara fram undan en ekki strax „Staðan í þessum málum er í hnot- skurn sú, að það tókst með aðgerð- um að stækka hrygningarstofninn á síðasta áratug og það skilaði fjórum góðum árgöngum, sem þýðir að það er bjartara fram undan. Á seinni hluta síðasta áratugar var stofninn ofmetinn, sem leiddi til þess að hærra hlutfall var tekið en til stóð. Það þarf að leiðrétta. Ég vil hins vegar engu spá um tillögur Hafrann- sóknastofnunar í vor,“ segir Krist- ján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. „Sé borið saman það sem sagt var fyrir tveimur árum og það sem menn eru nú að segja kemur verulegur munur í ljós. Í fyrra var talað um að aukinn veiðanleiki hefði skekkt myndina fyrir fiskifræðingum. Þetta þýðir að þær aðferðir sem menn not- uðu til að stilla úttektina gáfu ranga niðurstöðu tvö ár í röð. Þorskstofn- inn var því metinn stærri en hann var 1998 og 1999. Þá er spurningin hvers vegna. Það er verið að vinna í því nú, en það er fyrst og fremst fiskifræðilegt áhyggjuefni. Meginmálið er að við vorum lengi búin að vera með lélega árganga, of mikla sókn og minnkandi veiðistofn og hrygningarstofn. Síðan er byrjað að taka á þessu með því að minnka sóknina. 1993 er uppeldisslóðum lok- að að tillögu útvegsmanna. Þá feng- um við meira út úr þeim árgöngum sem voru skástir af þeim lélegu, sem voru 1989 og 1990. Síðan kemur ár- gangurinn 1993 inn, sem var ívið stærri. Með öllum þessum aðgerðum tókst að tvöfalda hrygningarstofn- inn og fjórir góðir klakárgangar komu í röð, 1997 til 2000. Ofmat á eldri hluta stofnsins, sem var inni í veiðinni, leiddi hins vegar til þess að gengið var of skarpt á stofninn. Því er staðan þannig í dag að við erum með fjóra góða árganga í uppvexti og það er bjart fram und- an, en það er bara ekki strax. Ætl- unin var að taka 25% úr veiðistofn- inum, sem telja má skynsamlegt, en við höfum tekið talsvert meira vegna ofmatsins. Það er afli sem byggir á eldri árgöngunum og því gengur hraðar á þá. Vil engu spá Ég vil engu spá um tillögur Haf- rannsóknastofnunar í vor. En það þarf ekki mikinn vísdóm til að átta sig á stöðunni. Niðurstöður togara- rallsins gáfu minna magn af fiski en í fyrra, en reyndar á eftir að birta töl- ur um aldursgreiningu. Ekkert varð af netarallinu og fiskur gekk seinna á slóðina þannig að netaveiði í haust var léleg. Þau gögn sem Hafrann- sóknastofnun hefur benda öll í sömu átt. Hún hefur ekki netarall til að stilla þetta af, togararallið bendir niður á við, en það er reyndar betri mæling á yngri fisk en eldri. Veiðar gengu svo verr í haust. Það er því ákveðin hætta á því að þessar upplýsingar sýni lakari stöðu en í fyrra. Hvort staðan er svo lakari í raun er erfitt að segja því nægar upplýsingar liggja ekki fyrir. Þá verður að hafa í huga að ráðgjöfin í fyrra var upp á 203.000 tonn, en leyfilegur afli hækkaður upp í 220.000 tonn með breytingu á afla- reglunni. Sé miðað við óbreytt ástand yrði tillagan líklega sú sama og í fyrra. Sjómenn sem hafa verið á netum í vetur og vor segja reyndar að meira sé af fiski á slóðinni en í fyrra, en óvíst er hvernig á að meta það,“ segir Kristján Þórarinsson. Minna af þorski Í stofnmælingu botnfiska á Ís- landsmiðum, svokölluðu togararalli, sem gerð var í mars sl., kom fram að minna var af þorski en á síðasta ári og verulega minna en þegar síðasta hámarki var náð árið 1998. Lengd- ardreifing benti til að árgangar 1997–2000 væru allir nálægt meðal- árgangi að stærð en vísbendingar frá síðasta ári um lakara ástand eldri árganga virtust ætla að ganga eftir. Stofnvísitala ýsu hækkaði um 45% frá árinu 2000 en þá var hún sú lægsta í sögu rallsins. Hún var þó enn mjög lág í mælingunni í mars sl. en árgangar 1999 og 2000 virtust mjög sterkir. Niðurstaða stofnmælingarinnar er einn þáttur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi nytjastofna við landið. Net- arallið svokallaða er einnig þáttur í ástandsrannsóknum en ekkert varð úr því í ár þar sem ekki fékkst und- anþága frá sjómannasamtökunum til að halda bátum til veiða vegna sjó- mannaverkfallsins. Stofnstærðin ofmetin Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má því búast við að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar kveði á um samdrátt í þorskveiðum á næsta ári. Stofnstærð þorsks hafi verið ofmetin, sérstaklega eldri ár- gangar stofnsins. Það gefur sjónar- miðum þeirra, sem hafa haldið því fram að grisja þurfi þorskstofninn með auknum veiðum á yngri fiski, byr undir báða vængi. Nokkrir fiski- fræðingar, sem hafa bakgrunn í rannsóknum á ferskvatnsfiski, hafa til margra ára haldið því fram að nýting á langlífum fiskitegundum, s.s. þorski og ýsu, ætti frekar að miða að því að veiða yngri fisk í meira magni en eldri fisk. Slík breyt- ing á sóknarmynstri myndi leiða til betri nýtingar og aukins heildarafla. Þessi sjónarmið hafa hinsvegar ekki verið viðurkennd á Hafrannsókna- stofnuninni. Enn verið að fara yfir gögn Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir enn of snemmt að segja til um til- lögur stofnunarinnar fyrir næsta fiskveiðiár. Þær verði væntanlega birtar eftir næstu mánaðamót. Enn sé verið að fara yfir gögn sem síðan verði kynnt Alþjóðahafrannsókna- stofnuninni síðar í þessum mánuði. Sjávarútvegsráðherra kynnti á síðasta ári breytingar á aflareglunni svokölluðu en í henni felst að ein- ungis er heimilt að veiða 25% af stærð veiðistofns en þó ekki minna en 155 þúsund tonn hvert fiskveiði- ár. Reglunni var breytt til að mæta því óhagræði sem fylgir miklum sveiflum í stofnstærðarmælingum. Þorskafli milli ára breytist því aldrei meira en sem nemur 30 þúsund tonnum og gildir bæði til hækkunar og lækkunar. Hámarksþorskafli á fiskveiðiárinu 2001/2002 getur því aldrei orðið meiri en 250 þúsund tonn og aldrei minni en 190 þúsund tonn. Á síðasta ári lagði Hafrann- sóknastofnunin til að þorskafli yfir- standandi fiskveiðiárs yrði 203 þús- und tonn en á grundvelli breyttrar aflareglu ákvað sjávarútvegsráð- herra að þorskkvótinn yrði 220 þús- und tonn, en hann var 250.000 tonn árið áður. Margt bendir til minni þorskkvóta Samkvæmt gildandi aflareglu og sveiflujöfnun getur kvótinn ekki orðið minni en 190.000 tonn           ! ! ! ! ! ! ! "! #! #! #! #! #! #! #! #! #!                                                                                       $! $! $! $! ! ! ! ! !                             !      "  "   "   #$% &'()* +,,,                !  "      !  #$      %& !    $&        '() *  *  +     %   * ,- !           SJÓSÓKN var með minna móti í gær en þá voru aðeins á annað hundrað bátar á sjó, samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyld- unni. Smábátar hafa getað sótt stíft í góðu tíðarfari að undanförnu og hafa allt upp í 700 bátar verið á sjó á dag þegar mest hefur verið. Því hef- ur framboð á fiskmörkuðum ekki verið eins lítið og ætla mætti vegna sjómannaverkfallsins. Kalsaveður var hinsvegar víða um land í gær og því gaf ekki á sjó fyrir trillurnar. Hilmar Jónsson, útgerðarmaður á Djúpavogi, hefur getað róið í verk- fallinu á bát sínum, Tjálfa SU, ásamt syni sínum, Jóni Ingvari. Þeir feðgar hafa verið á netum og segir Hilmar að aflabrögðin hafi heldur daprast að undanförnu. „Við feng- um góðan afla í mars og fram í apríl en þetta hefur verið frekar tregt upp á síðkastið. Við erum með sjö trossur í Berufirðinum og höfum verið að landa í um það bil tonni eft- ir daginn. Við erum ekki enn búnir að taka upp netin en ég á von á því að það verði fljótlega. Þá förum við væntanlega á dragnót,“ segir Hilm- ar. Morgunblaðið/RAX Hilmar Jónsson ísar aflann, sem fékkst í róðri á dögunum. Sonur hans, Jón Ingvar, er til vinstri. Ólafur Ólafsson og Rúnar Jónsson, starfsmenn Fiskistofu, tóku á móti feðgunum og gerðu hefðbundnar athuganir. Sjósókn með minna móti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.