Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 14
FRÉTTIR 14 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hafa rift leiguflugsamningi við flugfélagið Atlanta og náð nýjum samningum fyrir sumarið við Flug- leiðir. Vél Flugleiða tekur um 200 farþega í sæti en áður hafði staðið til að flytja farþega í breiðþotu Atlanta sem getur flutt ríflega 270 manns í sæti. Með þessum breyt- ingum minnkar sætaframboðið um 3000 sæti en Samvinnuferðir halda öllum áfangastöðum og fljúga jafn- oft og gert hafði verið ráð fyrir. Guðjón Auðunsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, segir ástæðuna vera að færri hafi pantað ferð með fyr- irtækinu í sumar en ráð hafði verið gert fyrir. „Þegar við endurmátum stöðuna hjá fyrirtækinu eftir páska sáum við að ekki væri þörf á svo mikilli flutningsgetu og var því gengið að samningaborðinu við Flugleiðir og Atlanta.“ Breiðþota Atlanta mun í stað þess að fljúga með sólþyrsta Íslendinga suður á bóginn sinna verkefnum í Bret- landi í sumar, og fljúga fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn gerist þess þörf. Þá mun ferðaskrifstofan nota breiðþotu Atlanta í haustferðum félagsins, m.a. til Dublin og Kúbu. Ástæðan fyrir því að samningar náðust við Flugleiðir var að vélin var verkefnalaus þar sem ferða- skrifstofan Úrval-Útsýn felldi nið- ur fyrirhugaðar ferðir til Marm- aris í Tyrklandi fyrir nokkru. Páll Þór Ármann, sölu- og markaðs- stjóri Úrvals-Útsýnar, segir að þar með hafi sætaframboð ferðaskrif- stofunnar minnkað um 1.500–1.800 sæti. Guðjón segir að offramboð hafi verið á sætum á íslenskum ferðamarkaði í sumar. „Það er ekki hægt að stækka kökuna, hér búa ekki nema um 270 þúsund manns. Samvinnuferðir drógu verulega úr sætaframboði frá síðasta ári, aðrar ferðaskrifstofur gerðu það ekki og að auki kom ný ferðaskrifstofa, Sól hf., á markaðinn.“ Guðjón bætir við að ytri aðstæður bæti ekki ástandið. Hann segir að gengissig krónunnar og nýafstaðið sex vikna sjómannaverkfall hafi reynst ferðaþjónustunni þungbær. „Svo tel ég að aðgangur Íslendinga að eyðslufé sé takmarkaðri í dag en almennt hefur verið undanfarin eitt til tvö ár.“ Hann segir að vissulega komi það sér illa fyrir reksturinn að þurfa að draga úr sætaframboði. „Ég tel okkur þó fyrst og fremst lánsama að geta endurskoðað flutningsgetuna í upphafi tímabilsins í stað þess að þurfa að fækka sætum um mitt sumarið,“ sagði hann. Ómar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Sólar hf., segir að sumaráætlun fyrirtækisins sé enn óbreytt og að þar á bæ hafi engin ákvörðun verið tekin um að fækka sætum. „Við erum vakandi yfir stöðunni, fylgjumst með þróuninni dag frá degi og höfum ekki talið tilefni til að fækka ferðum, enda er bókunarstaða fyrirtækisins yfir- leitt mjög góð.“ Hann tekur undir að of mikið framboð hafi verið á sólarlandaferðum. „Þótt við séum ný ferðaskrifstofa og finnum örugglega minnst fyrir því virðist það vera samdóma álit allra að mikill samdráttur sé á markaðin- um og að Íslendingar muni ferðast minna í sumar en undanfarin ár.“ Hann segir að milli sex og átta þúsund farþegar fari til útlanda á vegum fyrirtækisins í sumar og að það sé í samræmi við þær áætlanir sem lagt hafi verið af stað með við stofnun fyrirtækisins. Spurn eftir sólarlandaferðum hefur reynst minni en áætlað var Sætum hefur ver- ið fækkað um á fimmta þúsund RÉTT tæp 58% eða 59,35 kr. af verði hvers bensínlítra eru gjöld og skatt- ar til ríkisins og það sem upp á vant- ar er innkaupsverð og flutningsjöfn- unargjald, flutningskostnaður, dreif- ingarkostnaður og álagning olíufé- laganna. Eftir hækkun bensínverðsins um síðustu mánaðamót kostaði bensín- lítrinn almennt 102,90 kr. miðað við fulla þjónustu og er við það verð mið- að hér. Miðað er við meðalverð á bensíni á Rotterdam-markaði í apr- ílmánuði og gengi Bandaríkjadals í lok apríl í þessum upplýsingum sem fengnar eru hjá Félagi íslenkra bif- reiðaeigenda. Þá er innkaupsverðið 23,70 kr., hluti olíufélaganna vegna flutnings og dreifingar 19,20 kr., flutningsjöfnunargjald er 0,65 kr., bensíngjald 28,60 kr., vörugjald 10,50 kr. og virðisaukaskattur 20,25 kr. eða samanlagt 102,90. kr. 60 kr. af hverjum lítra til hins opinbera             1  +  2/""   +3+/  +   4 +/ 3+ ( ) *+ , #%-.& 0$-#& #&-#' / # -"& 0&-'&   1  21 *+ , 3   )4 * 5, /-6 * / /7  8 9 &-.' :   * +2  *+/ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á sjötugs- aldri í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu á heimili sínu fjögur tímarit, 72 myndbandsspólur og 111 ljós- myndir á tölvutæku formi sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, m.a. í kynferð- isathöfnum við önnur börn og full- orðið fólk. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Klámefnið og tölva mannsins voru gerð upptæk. Í dómi héraðsdóms er vitnað í vottorð læknis sem segir að mað- urinn hafi margar æðastíflur í heila sem valdi andlegri og lík- amlegri fötlun. Hann sé því öryrki og með öllu óvinnufær og því væri heppilegt að hann byggi í vernd- uðu umhverfi og nyti eftirlits og aðgæslu. Frá 1957 til 1988 hefur maðurinn tólf sinnum gengist und- ir sátt með því að greiða sektir. Þá hefur maðurinn hlotið sjö dóma. Síðast hlaut ákærði dóm fyrir þjófnað árið 1997, en var þá ekki gerð sérstök refsing. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Í fang- elsi fyrir barna- klám ÁGÆTISVEIÐI hefur verið í Elliðavatni lengst af í vor og ýmsir verið að fá góð skot. Mest er það urriði sem hefur gefið sig, en bleikjan hefur verið að sækja í sig veðrið. Er það eins og vant er far- ið í upphafi vertíðar. Nýlega fréttist af manni sem veiddi 14 stykki á stuttum tíma, mest urriða, á bilinu 1-2 pund. Nokkrir voru þó frá rúmum 2 pundum og upp í tæp 4 pund sem telst fínn fiskur í Elliðavatni. Urr- iðann eru menn enn helst að fá á litlar straumflugur, nefndar hafa verið Black Ghost, Micky Finn og fleiri, en menn sem hafa veitt djúpt með kúluhausum hafa verið að slíta upp bleikju í bland við urr- iða. Bleikjan er mest í kring um pundið og vel haldin að vanda. Laxamál Fyrirtækið Atlant.is hefur hafið framleiðslu á vasamálböndum sem eru sérstaklega ætluð stang- veiðimönnum sem sleppa löxum sínum. Málböndin kallast laxamál og eru með sentimetrakvarða sem einnig gefur upp áætlaða þyngd á laxi í kílóum í samræmi við lengd. „Þannig er hægt að sjá hvað lax- inn er þungur án þess að lyfta honum upp úr vatninu,“ segir í fréttatilkynningu frá Atlant.is. Framleiðendur málbandsins eru stuðningsmenn veiða-sleppa fyr- irkomulagsins og telja að bandið muni hvetja menn til að sleppa veiddum laxi og stuðli jafnframt að skilmerkari skráningu á afla. Bestu silungsárnar Í samantekt, sem Veiðimála- stofnun sendi nýverið frá sér í tengslum við ársfund sinn, kemur fram hvaða ár gáfu flesta silunga sumarið 2000. Í pistli um málið segir Guðni Guðbergsson: Í stangaveiði voru skráðir alls 74.655 silungar, 39.822 urriðar og 34.833 bleikjur, en samanlagður silungsafli var um 70 tonn. Flestir urriðar veiddust í Veiðivötnum 12.205, í Laxá í Þingeyjarsýslu of- an Brúa, 6.522, og í Fremri Laxá á Ásum 2.980. Af bleikju veiddust flestar í Víðidalsá og Fitjá 3.138, 2.900 veiddust í Hlíðarvatni og 2.712 veiddust í Vatnsdalsá. Morgunblaðið/Einar Falur Bjarni Brynjólfsson blaðamaður með sinn fyrsta á vertíðinni, lag- legasta urriða úr Helluvatni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Vænir urriðar í Elliðavatni EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur ritað Íslensku menntasamtökunum bréf þar sem Kennarasambandið óskar formlega eftir að taka upp við- ræður við samtökin um gerð kjara- samnings fyrir kennara og skóla- stjóra Áslandsskóla í ljósi þess að Íslensku menntasamtökin og Hafn- arfjarðarbær hafa nú undirritað samning um rekstur skólans. Í bréfinu er vakin athygli á því að Kennarasamband Íslands er stéttar- félag kennara og skólastjórnenda á Íslandi sem starfa við grunn-, fram- halds- og tónlistarskóla og fer með samningsumboð við sveitarfélögin í landinu vegna kennara og skóla- stjóra í grunnskólum. KÍ vill semja um Áslands- skóla HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Heilbrigðisstofnunina á Selfossi og ríkissjóð til að greiða manni 1,6 milljónir króna vegna læknamistaka. Maðurinn skar sig á litla fingri hægri handar árið 1991 og leitaði þegar í stað aðstoðar á Heilbrigðis- stofnuninni á Selfossi. Í niðurstöðu dómsins segir að langlíklegast sé að við slysið hafi beygjusin litlafingurs skorist í sundur. Svo virðist hins vegar sem læknirinn sem gerði að sárinu hafi ekki kannað áverkann fyllilega. Maðurinn hlaut því ekki þá meðferð sem nauðsynleg var til að hann næði bata. Varanleg örorka vegna þessa slyss hefur verið metin 5%. Maðurinn tók sjálfur saumana úr sárinu en leitaði sér aðstoðar á Borgarspítala um þremur mánuðum síðar vegna óþæginda í fingrinum. Hann hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir á fingrinum vegna slyssins og verið í sjúkraþjálfun af og til. Héraðsdómur dæmdi Heilbrigðis- stofnunina og ríkissjóð til að greiða manninum 2,4 milljónir í skaðabæt- ur en honum var gert að bera 1/3 hluta tjónsins sjálfur. Sú ákvörðun er rökstudd með því að maðurinn tók saumana úr sjálfur í stað þess að leita til læknis, eins og gera megi ráð fyrir að menn geri þegar þeim er umhugað um að áverkar þeirra séu meðhöndlaðir á fullnægjandi hátt. Þá var þá álit dómsins að reglulegt eftirlit og meðferð hjá sjúkraþjálf- ara hefði verið líklegt til að draga úr afleiðingum slyssins. Í læknisvott- orði sem lagt var fyrir dóminn segir að árangur skurðaðgerða á fingri mannsins hefði orðið mun meiri hefði hann stundað sjúkraþjálfun betur og reglulegar eftir aðgerðirn- ar. Á skaðabæturnar leggjast drátt- arvextir frá því í mars í fyrra. Auk þess var Heilbrigðisstofnuninni og ríkissjóði gert að greiða manninum 450.000 krónur í málskostnað. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn en meðdómendur hans voru þeir Bjarni Hannesson heila- og taugaskurðlæknir og Jó- hann Róbertsson handaskurðlæknir. Fékk 1,6 millj- ónir í bætur vegna lækna- mistaka ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.