Morgunblaðið - 23.05.2001, Qupperneq 24
ERLENT
24 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORSETI Túrkmenistans,
Saparmurad Niyazov, kvaðst í
gær vera orðinn leiður á því að
njóta svo mikillar tilbeiðslu sem
raun er á.
Loftsteinn, borg, olíuhreins-
unarstöð, ýmis fyrirtæki og
skólar hafa verið nefnd eftir for-
setanum og ásjóna hans prýðir
gjaldmiðil Túrkmenistans.
Einn af æðstu embættismönn-
um landsins sagði ennfremur á
mánudag að stjórnvöld íhuguðu
að taka hann formlega í tölu
„spámanna“.
Niyazov baðst undan spá-
mannstitlinum á ráðstefnu
mannúðarsamtaka í höfuðborg-
inni Ashgabat í gær. Fundar-
gestir höfðu þó orð forsetans að
engu, kusu hann ævilangan for-
seta samtakanna og sæmdu
hann nafnbótinni „mikli leið-
togi“.
Nýr forsætis-
ráðherra í
Úkraínu
LEONÍD Kútsjma, forseti
Úkraínu, tilkynnti í gær að
hann hygðist útnefna kunnan
þingmann, Anatoly Kinahk, í
embætti forsætisráðherra
landsins.
Búist er við átökum um málið
á úkraínska þinginu, þar sem
kommúnistar eru í meirihluta,
en það þarf að samþykkja út-
nefninguna. Þingið vék í síðasta
mánuði fyrrverandi forsætis-
ráðherra, Viktor Júshtsjenkó,
úr embætti og kommúnistar
hafa lýst því yfir að þeir muni
aðeins styðja útnefningu félaga
úr kommúnistaflokknum.
Kinahk, sem gegnir forystu í
samtökum iðnrekenda og kaup-
sýslumanna, er hins vegar
miðjumaður og er talinn líkleg-
ur til að halda áfram umbótatil-
raununum, sem urðu forvera
hans að falli.
Hundruð
samvisku-
fanga í Tíbet
KÍNVERSKA fréttastofan
Xinhua skýrði frá því í gær að
115 af 2.300 föngum í Tíbet
hefðu verið dæmdir til fangels-
isvistar fyrir að ógna þjóðarör-
yggi, eða með öðrum orðum að
mótmæla stjórn Kínverja í
landinu.
Samkvæmt mati stofnunar-
innar Tibet Information Net-
work í London eru hins vegar
um 300 samviskufangar í Tíbet.
Jane Caple, sérfræðingur við
stofnunina, segir að samvisku-
föngum hafi þó fækkað mikið á
síðustu fimm árum, eða úr rúm-
lega 1.000. Það skýrist að
nokkru leyti af því að margir
hafi lokið afplánun refsingar á
þessum tíma, en einnig af því að
Kínverjar beiti nú meiri hörku
og mótmælendur hafi minni
tækifæri til að koma skoðunum
sínum á framfæri. Eftirlit hefur
verið aukið með andófsmönnum
og yfirmenn á vinnustöðum
hafa verið gerðir ábyrgir fyrir
stjórnmálaskoðunum undir-
manna sinna.
Kínverjar fullyrða að Tíbet
hafi í margar aldir tilheyrt Kína
og hernámu landið árið 1950.
Andlegur leiðtogi landsmanna,
Dalai Lama, flúði land níu árum
síðar, eftir að uppreisn gegn
stjórn Kínverja var kveðin nið-
ur.
STUTT
Leiðist til-
beiðslan
VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, segir það „ögrun“ af hálfu
þýskra blaða að birta frásagnir af
fundi Gerhards Schröders Þýska-
landskanslara og George W. Bush
Bandaríkjaforseta fyrir skömmu
þar sem þeir ræða opinskátt um
fjármálaspillingu í Rússlandi. Blöð-
in komust yfir skeyti með lýsingu á
fundinum frá þýska sendiherranum
í Washington til utanríkisráðuneyt-
isins í Berlín. Málið þykir mjög
vandræðalegt fyrir þýsku stjórnina
sem hefur skipað sérstakan átaks-
hóp vegna lekans. Einnig er fullyrt
að Joschka Fischer utanríkisráð-
herra sé mjög óánægður og saki
embættismenn Schröders um að
seilast inn á svið utanríkisráðu-
neytisins.
Pútín sagði hins vegar að ekki
væri um staðfestar upplýsingar frá
opinberum aðilum að ræða og því
teldi hann ekki ástæðu til að taka
frásagnirnar trúanlegar. „Frásagn-
ir blaðanna eru ögrun sem ætlað er
að gera út af við jákvæða þróun í
samskiptum Rússlands og Evrópu-
sambandsins og milli Rússlands og
vissra aðildarríkja ESB,“ sagði
Pútín.
Vikublaðið Focus segir að í
skeytinu sé m.a. sagt að Michael
Steiner, helsti ráðgjafi Schröders í
alþjóðamálum, hafi tjáð Bush að
Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu,
hafi viðurkennt í samtali við sig að
Líbýumenn hefðu staðið á bak við
mannskætt tilræði á diskóteki í
Berlín árið 1986. Einnig er vitnað í
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, er segir um Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínumanna:
„Þessi náungi er úti að aka.“
Fram kemur í frásögnum þýsku
blaðanna að Schröder og Bush hafi
rætt um skuldastöðu Rússa.
„Kanslarinn var sammála Bush um
að ekki kæmi til greina
að auka fjárhagslega
aðstoð þar sem enn
væri miklu af fénu
laumað aftur úr landi,“
sagði í skeytinu að
sögn vikublaðsins
Bunte. Haft var eftir
Bush að nauðsynlegt
væri að vita meira um
stefnu og markmið
Pútíns forseta áður en
hægt væri að veita
meiri fjárhagsaðstoð.
Vestrænar þjóðir
hafa veitt Rússum
milljarða dollara í efna-
hagsaðstoð eftir hrun
kommúnismans en
gagnið af þeirri aðstoð er afar um-
deilt. Vitað er að mikið af fénu hef-
ur verið sent aftur frá Rússlandi til
útlanda eftir ýmsum krókaleiðum á
leynireikninga í öðrum löndum en
Rússlandi og fullyrt
hefur verið að mjög
stór hluti af fénu hafi
hafnað í vasa spilltra
embættismanna og
áhrifaríkra kaup-
sýslumanna. Stjórn
Pútíns hefur ekki enn
farið fram á fjárhags-
aðstoð enda hefur
efnahagur ríkisins
batnað mjög síðustu
árin vegna hækkandi
verðs á olíu og gasi
sem eru meðal helstu
útflutningsafurða
Rússa. Hins vegar er
ljóst að Pútín verður
á næstunni að fara
fram á frest á afborgunum af vest-
rænum lánum Rússa en í svo-
nefndu Parísarsamkomulagi var á
sínum tíma samið um viðráðanlegri
kjör.
Frásögn af leiðtogafundi George W. Bush og Gerhards Schröders
Gagnrýndu fjármála-
spillingu í Rússlandi
Berlín, Moskvu. Reuters, AFP.
Vladimír
Pútín
VONIR eru teknar að dofna um að
japanski ævintýramaðurinn Hyoichi
Kohno finnist á lífi en hann hefur
verið týndur á norðurheimskauts-
svæðinu síðan á fimmtudag. Kan-
adíski flugherinn hætti í gær leit að
Kohno.
Hann kveikti síðast á GPS-stað-
setningartæki sínu á fimmtudaginn.
Ennfremur heyrðist ekkert í honum
á laugardaginn, þegar áætlað var að
hann hefði talstöðvarsamband.
Kohno lagði upp frá norðurpóln-
um 27. mars sl. og hugðist fara til
Japans róandi á kajak, á sleða, skíð-
um og gangandi. Átti leið hans að
liggja um Kanada, Alaska og Sakh-
alin-eyju í Rússlandi. Fyrir fjórum
árum varð hann fyrstur Japana til
að komast gangandi einsamall á
norðurpólinn.
Samstarfsfólk Kohnos í Resolute í
Norður-Kanada mun halda áfram
leit að honum úr lofti. Bæði hóp-
urinn og kanadískir leitarmenn hafa
fundið skíði, staf og sleða skammt
frá þeim stað úti fyrir Ward Hunt-
eyju þar sem Kohno var staddur
þegar síðast náðist samband við
hann.
Týndur
pólfari
Tókýó. AP.
BRIDGESTONE/Firestone-hjól-
barðaframleiðandinn tilkynnti í gær
að hætt yrði sölu á hjólbörðum til bíla-
framleiðandans Ford.
Búist hafði verið við að Ford myndi
skipta út allt að þrettán milljón Fire-
stone-hjólbörðum á Ford Explorer-
jeppum.
Firestone sakaði Ford um að draga
í efa öryggi hjólbarðanna til þess að
beina athygli frá vandkvæðum með
Explorer-jeppann, en yfir hundrað
manns hafa látist í slysum sem jepp-
arnir hafa lent í. Í langflestum tilvik-
um var um að ræða veltu.
Með tilkynningu Firestone lýkur
fyrirtækjasamstarfi sem staðið hefur
í næstum heila öld. Ennfremur end-
urvekur tilkynningin deilur um ör-
yggi hjólbarða og bifreiða, en þær
hófust í ágúst sl., þegar Firestone, að
kröfu Ford, innkallaði 6,5 milljónir
hjólbarða sem seldir höfðu verið sem
staðalbúnaður á Explorer.
Í tilkynningu frá Bridgestone/Fire-
stone í gær segir að þótt hætt verði að
selja dekk til Ford muni það hafa lítil
áhrif á heildarsölu hjá Firestone, að
því er fréttastofan AFP greindi frá.
Sagði forstjóri fyrirtækisins að áhrif-
in á sölu yrðu „um tvö prósent“. En
fjárfestar og fjármálaskýrendur virt-
ust þó ekki sannfærðir og hlutabréf í
fyrirtækinu lækkuðu í verði um 9,4%
á verðbréfamarkaðnum í Tókýó í gær.
Bílaframleiðandinn General Mot-
ors hefur ekki orðið var við nein
vandamál vegna Firestone-hjólbarða,
að sögn talsmanns fyrirtækisins. Mun
það halda áfram að kaupa dekk af
Firestone. Sömu sögu er að segja af
bílaverksmiðjunum Nissan Motor,
sem einnig eru stór viðskiptavinur
Firestone.
Firestone hætt-
ir sölu til Ford
TVÆR ungar konur úr stjórn-
málasamtökum þjóðernissinna í
Úkraínu hlekkjuðu sig í gær við
járnbrautarteina á aðalbraut-
arstöðinni í höfuðborginni Kíev
til að krefjast lausnar tólf flokks-
félaga sinna úr fangelsi.
Tanya Chornovil, talsmaður
flokks þjóðernissinna, UNA-
UNSO, hljóp út á brautarteinana
á móti aðsteðjandi lest, sem náði
að stöðvast aðeins tíu metrum frá
henni. Chornovil hlekkjaði sig
svo við teinana ásamt sextán ára
gamalli flokkssystur sinni.
UNA-UNSO eru öfgasamtök
þjóðernissinna, sem hafa staðið
fyrir háværum mótmælum gegn
stjórn Leoníds Kútsjmas í Úkr-
aínu. Tólf félagar í flokknum, þar
á meðal formaðurinn Andriy
Shkil, voru handteknir eftir að
nokkrir lögreglumenn slösuðust í
átökum við þjóðernissinna á mót-
mælafundi í byrjun mars.
Chornovil kvaðst í gær hafa grip-
ið til þess ráðs að hlekkja sig við
brautarteinana til að knýja fram
lausn skoðanasystkina sinna úr
fangelsi, þar sem ekkert annað
hefði dugað.
Áður höfðu félagar hennar
reynt að fara í hungurverkfall í
tjaldbúðum sem þeir slógu upp
fyrir utan úkraínska þinghúsið í
Kíev.
Á myndinni sjást lögreglumenn
og starfsmenn járnbrautanna losa
Chornilov af teinunum í gær, en
aðgerðir þjóðernissinanna töfðu
för farþegalestar um nokkrar
klukkustundir.
Hlekkjuðu sig
við brautarteina
Reuters
Kíev. Reuters.