Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 30

Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞÁTTASKIL urðu í aðlög-un háhyrningsins Keikoað náttúrulegum heim-kynnum sínum í hafinu umhverfis Ísland í gær, þegar markviss aðlögun hans að hafinu umhverfis Heimaey hófst. Stefnt er að því að „hafgangan“ sem svo er nefnd (e. ocean-walk), standi yfir í allt sumar og í haust verði unnt að meta hvort tilraunin hafi borið árangur eður ei. Tilraunin hófst með formlegum hætti í býtið í gærmorgun, þegar bandarískir vísindamenn á vegum samtakanna Ocean Futures kynntu lokahnykkinn í áætluninni um frelsun Keikos. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Barbara Griffiths, var viðstödd kynning- arfundinn í línubátnum Gandí í Vestmannaeyjahöfn ásamt fleiri gestum, en þeir Charles Vinick, framkvæmdastjóri samtakanna, og Jeff Foster, yfirmaður rann- sókna hér á landi, voru fyrir svör- um ásamt Halli Hallssyni, tals- manni Keiko-stofnunarinnar hér á landi. Fram kom í máli forsvars- manna Ocean Futures á fundin- um, að hafgangan marki þáttaskil í Keiko-verkefninu. Að baki sé flutningur háhyrningsins úr sæ- dýrasafni yfir í sjókví í Klettsvík og aðlögun þar frá í september 1998. Umfangsmiklar rannsóknir hafi átt sér stað á aðlögun Keik- os; viðbrögðum annarra sjávar- dýra gagnvart honum og lífshátt- um háhyrninga í nágrenni Vestmannaeyja í því skyni að haga sem best sjálfri lokafram- kvæmdinni; endanlegu frelsi Keikos í heimahöfum. landi, Hallur Hallsso reynst geysilega vel og án is hans hefði aldrei teki Keiko fluttan til Íslands. Griffiths sendiherra hé tölu á fundinum og lét h ljós mikinn áhuga á K þeim rannsóknum sem menn hafa innt af hendi vík og hafinu undan suð Íslands. „Þetta er eiginlega d saga og um leið einstakt fyrir vísindamenn til að k líf hvala í sínu náttúrul hverfi. Svo umfangsmikl sóknir á lífshögum hvala ur-Atlantshafi hefur ekki sér stað og það hefur v staklega ánægjulegt að með,“ sagði hún. Að svo búnu héldu fjó úr Vestmannaeyjahöfn Klettsvík þar sem kví Ke opnuð og háhyrningurin frægi synti viljugur út. Línubáturinn Gandí miðstöð rannsókna og verkefnisins alls í allt s „Keiko hefur aldrei verið í betra ásigkomulagi og við teljum svo sannarlega að rétta stundin sé runnin upp. Nú verður verk- efnið flutt á haf út,“ sagði Vinick og bætti við þakklætisorðum til allra þeirra sem komið hafa að Keiko-verkefninu, ekki síst þeim fjölmörgu Íslendingum sem lagt hafi lið og einkum þó íbúum Vest- mannaeyja. „Í þessum fiskimannabæ hafa allir verið reiðubúnir til að að- stoða okkur, hvenær sem er. Allir hafa hér lagst á eitt og Vest- mannaeyingar hafa hreint út sagt verið ótrúlega hjálpsamir,“ bætti hann við. Alls hafa á fimmta tug manna starfað við Keiko-verkefnið í Vestmannaeyjum undanfarna 30 mánuði. Þar af eru 15 Íslend- ingar, 20 Bandaríkjamenn. Alls hafa starfsmenn af sex þjóðern- um tekið þátt í að koma Keiko aftur á íslenskar æskuslóðir sín- ar. Vinick bætti því við að tals- maður Keiko-stofnunarinnar á Ís- Fyrsta „hafga tókst með ágæ Keiko-ævintýrið hefur kostað um einn milljarð króna til þessa Mikill viðbúnaður var í Vestmannaeyjum þegar Keikó var fylgt á bátum fyrsta spölinn úr Charles Vinick, Barbara Griffiths, Hallur Hallsson og Jeff Fo Stefnt að því að háhyrningurinn Keiko syndi frjáls STARFSSAMNINGAR Á SVIÐI LISTA GEÐSJÚKDÓMAR OG GEÐHEILBRIGÐI G eðsjúkdómar eru sá sjúkdóms-flokkur, sem vex hvað örast ínútímasamfélagi, og er talið að þeir verði fyrir árið 2020 komnir fram úr hjartasjúkdómum sem sá þáttur, sem veldur mestri örorku. Þetta kom fram í viðtali í Morgunblaðinu í gær við John Bowis, sem var ráðherra í heil- brigðisráðuneytinu á Bretlandi í for- sætisráðherratíð Johns Majors. Bowis segir í viðtalinu að búast megi við því að kostnaður vegna geðsjúk- dóma verði gríðarlegur ef ekki verði gripið til aðgerða í þessum málum: „Við verðum að bæta heilbrigðisþjónustuna – okkur hættir allt of mikið til að hugsa einungis um lækningu sjúkdóma en ekki forvarnir, geðsjúkdóma en ekki geðheilbrigði.“ Áhugi Bowis á þessum málum kvikn- aði í ráðherratíð hans. Hann er nú Evr- ópuþingmaður og hefur lagt áherslu á að efla vitund almennings og skilning á sjúkdómum, sem virðast ósýnilegir og fólk óttast og hefur jafnvel fordóma um: „ég var á tímabili kallaður fordómaráðherrann vegna þess hversu heilbrigðisráðuneytið tekur á mörgum málaflokkum sem fordómar ríkja í kringum. Sama hvaða stöðu við gegn- um í samfélaginu þá verðum við að berjast gegn fordómum og skömm, sem enn í dag er nánasti fylgifiskur geð- og taugasjúkdóma,“ segir hann og bætir við að staðreyndin sé sú að almenning- ur hafi meiri samúð með þeim, sem hafi „sýnilega“ sjúkdóma, en „ósýnilega“. Bowis segir að meðal þess, sem koma þurfi á framfæri, sé sú staðreynd að öll getum við veikst á geði og það hvenær sem er: „Tölfræðin segir okkur að einn af hverjum þremur á eftir að finna fyrir geðvandamálum einhvern tíma á æv- inni og það segir sig sjálft að þessi eini getur verið hver sem er í fjölskyldunni, einhver sem okkur þykir vænt um.“ Hann segir að það sé því ljóst að öll þurfum við að beita okkur fyrir því að bæta núverandi kerfi, meðal annars með því að bjóða upp á mannúðlegri meðferðarúrræði og tala um það hvernig koma megi í veg fyrir sjúk- dóminn. Þá þurfi að leggja áherslu á framhaldsmeðferð fyrir fólk, sem gengið hafi í gegnum geðsjúkdómaferl- ið. Bowis kom einmitt hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum klúbbs- ins Geysis, sem stofnsettur var til þess að stuðla að endurhæfingu geðsjúkra og gera þeim kleift að verða aftur virk- ir þjóðfélagsþegnar, m.a. með virkri þátttöku á vinnumarkaðnum. Klúbbur- inn starfar undir merkjum alþjóðlegr- ar hreyfingar, sem nefnist Fountain House, og á mánudag hófst norræn ráðstefna slíkra klúbba í Haukadal. Klúbburinn Geysir var stofnaður fyrir einu og hálfu ári. Nú eru 65 félagar skráðir í Geysi og daglega koma þang- að til starfa 15 til 25 félagar auk þess sem 13 félagar starfa á almennum vinnumarkaði fyrir tilstuðlan klúbbs- ins. Einar Már Guðmundsson rithöfund- ur flutti ræðu við upphaf ráðstefnunn- ar á mánudag og sagði að það væri þverstæða í því fólgin að sjúklingar væru lokaðir inni á spítölum til að vernda samfélagið fyrir þeim og þá fyr- ir samfélaginu: „En hvað felst í því að vernda sjúklingana? Þeir þurfa oft að horfast í augu við mun harðneskjulegri og kaldari veröld en heiminn fyrir utan. Dauðsföll, til dæmis sjálfsvíg, eru mun algengari í þeirra heimi en í heimi hins venjulega manns hinum megin við vegginn. Í þessu felst kannski stærsta þversögnin varðandi sjúklinga og sam- félagið.“ Á því leikur enginn vafi að geðheil- brigðismál eru vanræktur málaflokk- ur. Eins og kemur fram í máli Bowis þarf bæði að efla heilsugæsluþáttinn og eins að vinna af alefli gegn þeim for- dómum, sem ríkja gegn hinum „ósýni- legu“ sjúkdómum. Um leið þarf að efla sjálfstraust geðsjúkra, sem oft er ekki mikið eftir erfiða vist á meðferðar- stofnun og baráttu við sjúkdóm, sem mætir ríkum fordómum í þjóðfélaginu. Það starf á vitaskuld að hefjast um leið og meðferð hefst, en í þeim efnum geta samtök eins og klúbburinn Geysir verið ómetanleg lyftistöng. Því bera vitni orð Maríu Arinbjarnar, sem hefur verið félagi í Geysisklúbbnum frá því skömmu eftir að hann tók til starfa haustið 1999. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að starfsemi klúbbsins hefði opnað sér nýja leið og nýja möguleika: „Nú er ég farin að geta mætt reglulega og unnið. Áður sat ég í marga daga og starði bara út í loftið.“ N ýverið voru undirritaðir starfs-samningar menningarmálanefnd- ar Reykjavíkur við þrettán listastofn- anir og -hópa, á sviði leiklistar, sjónlista og tónlistar. Samningarnir eru til þriggja ára og munu framlögin aukast á hverju ári á meðan þeir gilda. Með þess- um hætti markar menningarmálanefnd borgarinnar mikilvæga stefnubreyt- ingu, því áður hafði aðeins verið tekin ákvörðun um styrki til eins árs í senn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri sagði í ávarpi sínu að sumir þeirra aðila sem nú undirrituðu starfssamn- inga hefðu fengið framlög frá Reykja- víkurborg undanfarin ár. Með þessu nýja fyrirkomulagi væri þeim þó auð- veldað til muna að skipuleggja starf- semi sína, því þeir geta nú gengið að því sem vísu að fá tilteknar fjárhæðir á hverju ári þrjú ár fram í tímann. Óhætt er að taka undir mikilvægi hagræðingar á þessu sviði og nauðsyn þess að minnka þá fjárhagslegu óvissu sem listastofnanir og listhópar er löngu hafa sannað sig búa við. Oft er vísað til öflugrar menningarstarfsemi hér á landi án þess að fólk geri sér í raun grein fyrir hversu fórnfúst starf liggur þar að baki, því þeir sem vinna á sviði menningar stunda iðulega afar óeigin- gjarnt starf í þágu samfélagsins. Sam- starfssamningar á borð við þessa eru því vísir að auknu rekstraröryggi í menningarstarfsemi og sem slíkir vel til þess fallnir að renna traustari stoðum undir frekari framleiðni og meiri árang- ur á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.