Morgunblaðið - 23.05.2001, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 51
DAGBÓK
Hlutavelta
LJÓÐABROT
BOÐUN MARÍU
Var leikið á sítar? Nei, vindurinn var það, sem rótt
í viðinum söng og næturró minni sleit.
Ég gat ekki sofið. Sál mín var dimm og heit.
Sál mín var dimm og heit eins og austurlenzk nótt.
Og ég reikaði þangað sem döggin úr dökkvanum hló
og á drifhvítum runnum við gljúpa mánaskin las.
Og ég lagðist nakin í garðsins svalandi gras.
Sem gimsteina á festi nóttin stundirnar dró.
Svo nálgaðist sítarsöngurinn handan að,
og senn var hann biðjandi rödd, sem við eyru mér kvað.
Var það svefninn, sem vafði mig draumi sínum?
Og var það blærinn, sem brjóst mín og arma strauk,
og blærinn, sem mig í titrandi faðmi sér lauk,
með sæluna, er lokaði lémagna augum mínum?
Tómas Guðmundsson.
EFTIR að hafa hindrað á
þremur laufum, kemur vest-
ur út með hjartagosa gegn
spaðaslemmu suðurs.
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ D10862
♥ ÁD2
♦ K73
♣ 72
Suður
♠ ÁKG93
♥ 10643
♦ Á9
♣ ÁD
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
3 lauf 4 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Hjartagosinn er vafalítið
einn á ferð, svo svíning kem-
ur ekki til greina. Sagnhafi
tekur því með ás og síðan
tromp í þremur umferðum,
en það kemur í ljós að vestur
á öll trompin þrjú. En hvað
svo? Laufsvíningin er ekki
líkleg til að heppnast og
betra að reyna annað ef
hægt er. Hvernig myndi les-
andinn vinna úr spilinu?
Norður
♠ D10862
♥ ÁD2
♦ K73
♣ 72
Vestur Austur
♠ 754 ♠ --
♥ G ♥ K9875
♦ G8 ♦ D106542
♣ KG98543 ♣ 106
Suður
♠ ÁKG93
♥ 10643
♦ Á9
♣ ÁD
Til að byrja með er
hjartatvisti spilað úr borði
að tíunni heima. Austur get-
ur ekki leyft sér að drepa á
kónginn, því þá fríast auka-
slagur á hjarta. Hann lætur
því smátt hjarta og tían á
slaginn. Næst er tígullinn
hreinsaður með trompun og
loks kemur laufás og drottn-
ing. Vestur er inni og verður
að spila laufi út í tvöfalda
eyðu, en þá hverfur hjarta-
drottningin úr borði.
Tvær svíningar voru í
boði, en báðum hafnað.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
STAÐAN kom upp á minn-
ingarmóti Capablanca sem
lauk í Havanna á Kúbu fyrir
skömmu. Ungstirnið
spænska, Francsico Pons
Vallejo (2.559) hafði hvítt
gegn hinum þekkta heima-
manni og stórmeistara, Jes-
us Nogueiras (2.557). 32.
Hxb6! Brýtur niður allar
varnir svarts. Framhaldið
varð: 32. ...Dxb6 32. ...Rxb6
væri vel svarað með 33. a5
og hvítur stæði
með pálmann í
höndunum. 33.
De4! Ka7 34.
Hxb6 Kxb6 35.
a5+! og svartur
gafst upp enda
fátt til varnar
eftir 35. ...Kxa5
36. Dc6. Lokast-
aða mótsins varð
þessi: 1. Franc-
isco Vallejo Pons
8 ½ vinninga af
12 mögulegum.
2. Hannes Hlífar
Stefánsson 7 v.
3.–5. Lenier Dominguez, Ulf
Andersson og Thomas
Luther 6½ v. 6.–8. Anthony
J Miles, Lazaro Bruzon og
Arnaud Hauchard 6 v. 9.–
10. Aryam Abreu og Walter
Arencibia 5½ v. 11.–12.
Igor-Alexandre Nataf og
Jesus Nogueiras 5 v. 13.
Neuris Delgado 4 v.
Frammistaða Hannesar
Hlífars Stefánssonar var
með miklum ágætum enda
mótið vel skipað. Sigurveg-
ari mótsins er í mikilli fram-
för og hefur að undanförnu
staðið sig vel á ýmsum of-
urmótum.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Þessi krakkar, sem búa á Reyðarfirði, héldu tombólu til
styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 1.132 kr. Þau
heita frá vinstri: Sigurjón Andrés Jónasson, Ásdís Harpa
Björgvinsdóttir og Kristveig Lilja Dagbjartsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert fljótur að aðlagast
breyttum aðstæðum og
kannt að notfæra þér breyt-
ingarnar til framdráttar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það skiptir óhemjumiklu máli
nú til dags að öll skilaboð séu
stutt og skýr og svari þeim
spurningum sem upp kunna
að koma. Vendu þig á þetta
samskiptaform.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Haltu þig við skammtímaáætl-
anir og láttu hjá líða um sinn
að skipuleggja til lengri tíma.
Að því kemur síðar og þá þarft
þú að vera reiðubúinn til þess.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Veröldin hendist áfram og
alltaf eru að koma fram nýjar
hugmyndir og nýjar aðferðir.
Reyndu að fylgjast með því
sem til þíns starfs heyrir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt þú eigir í innri baráttu er
ekki hemja að þú látir hana
koma niður á þínum nánustu
eða samstarfsmönnum þínum.
Gerðu þín mál upp hið fyrsta.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt þú sért til í að ræða vonir
þínar og langanir skaltu fyrst
ganga úr skugga um að við-
mælandi þinn sé traustsins
verður.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þegar mál geta farið á hvorn
veginn sem er verður maður
bara að taka sína ákvörðun og
láta slag standa. Að hika er
sama og að tapa.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Mundu í samræðum við aðra
að frelsi þitt nær ekki lengra
en þangað sem frelsi hins tek-
ur við. Farðu ekki yfir þau
mörk nema með samþykki
viðmælanda þíns.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Oft getur lítil þúfa velt þungu
hlassi og því er nauðsynlegt að
kynna sér öll mál út í æsar og
sérstaklega að lesa smáa letr-
ið á öllum pappírum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt nauðsynlegt sé að kafa
djúpt í sum mál er ástæðu-
laust að leita svo djúpt að mað-
ur nái ekki að krafla sig upp
aftur. Hóf er best á hverjum
hlut.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Slúður er alltaf til vandræða
og þú átt að láta það sem vind
um eyru þjóta en einbeita þér
þess í stað að umræðum um
þau efni sem skipta máli.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hugmyndirnar streyma að
þér úr öllum áttum svo þú
mátt hafa þig allan við að
drukkna ekki í flóðinu. Finndu
lag til þess að vinsa úr það sem
einhver veigur er í.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það kann ekki góðri lukku að
stýra að leggja upp án þess að
vita hvert ferðinni er heitið.
Ferð án fyrirheits getur
reynst tvíbent þegar út í al-
vöruna kemur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Nei, maðurinn minn
sagði mér ekki hvern-
ig byssu ég ætti að
kaupa. Hann veit ekki
enn að það er hann
sem á að skjóta.
Þú hefur gleymt að
slökkva á sjónvarpinu
í gærkveldi, Magnús.
Góð þátttaka í Sumarbrids
Sumarbrids byrjaði fimmtudag-
inn 17. maí. 26 pör spiluðu
Monrad-barómeter með 7 umferð-
um, fjórum spilum á milli para.
Efstu pör voru:
Jóhann Stefánss. – Birkir J. Jónss. +61
Rúnar Gunnarss. – Vilhjálmur Sigurðss.
+61
Hrólfur Hjaltas. – Friðjón Þórhallss. +57
Björgvin Víglundss. – Helgi Samúelss.+55
Sigurður Steingrss. – Gísli Steingrss. +40
6.Alfreð Kristjánss. – Ólafur Oddss. +33
Efstu pörin drógu um hvort par-
ið ynni og drógu Jóhann og Birkir
gosa á meðan Rúnar og Vilhjálmur
urðu að sætta sig við þrist … Jó-
hann og Birkir unnu sér inn frítt
næst þegar þeir mæta auk þess
sem þeir fengu bridsbók í verð-
laun.
Föstudaginn 18. maí spiluðu 22
pör Mitchell-tvímenning. Spilaðar
voru 9 umferðir með þrem spilum
á milli para. Meðalskor var 168 og
efstu pör í hvora átt voru:
NS
Daníel Már Sigurðss. – Pétur Péturss. 199
Harpa Ingólfsd. – Sigurður Björgvinss.
190
Ormarr Snæbjörnss. – Jóhann Stefánss.
186
Unnar Guðm. – Jóhannes Guðmannss. 182
AV
Hjálmar S. Pálss. – Eyþór Haukss. 198
Andrés Þórarinss. – Halldór Þórólfss. 191
Guðlaugur Sveinss. – Björn Friðrikss. 179
Sigtryggur Jónss. – Guðm. Ágústss. 177
Efstu pörin í hvora átt unnu sér
inn 2.500 króna úttekt hjá Íslensk-
um getraunum auk þess að spila
frítt næst þegar þau mæta.
Fjórar sveitir tóku þátt í mið-
næturútsláttarsveitakeppninni og
til úrslita spiluðu sveitir Guðmund-
ar Ágústssonar og Andrésar Þór-
arinssonar. Sveit Guðmundur vann
með 42 impum gegn 11. Með Guð-
mundi spiluðu: Guðmundur
Ágústsson, Sigtryggur Jónsson,
Eggert Bergsson, Þórður Sigfús-
son, Guðlaugur Sveinsson og Björn
Friðriksson. Með Andrési spiluðu:
Andrés Þórarinsson, Halldór Þór-
ólfsson, Ólafur Oddsson og Eyþór
Hauksson.
Sumarbrids er spilað fjögur
kvöld í viku, mánudagskvöld,
þriðjudagskvöld, fimmtudagskvöld
og föstudagskvöld. Á þriðjudags-
kvöldum geta spilarar lagt í verð-
launapott sem rennur til efsta
parsins sem lagði í hann, á
fimmtudögum er spilaður Monrad-
barómeter og á föstudögum er
miðnætursveitakeppni.
Umsjónarmaður Sumarbrids í
umboði Bridssambands Íslands er
Sveinn Rúnar Eiríksson. Hann og
aðstoðarmenn hans taka vel á móti
öllum spilurum og reyna eftir
fremsta megni að hjálpa til við
myndun para. Allir spilarar, vanir
sem óvanir, eru velkomnir. Spilað
er í húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1,
þriðju hæð, til og með föstudeg-
inum 25. maí. 28. maí flytur Sum-
arbrids í húsnæði Húnvetninga-
félagsins í Skeifunni 11 (fyrir ofan
þvottahúsið Fönn).
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r
G . R a g n a r s s o n
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það mættu 25 pör í Mitchell-tví-
menninginn þriðjudaginn 15. maí og
þá urðu úrslit þessi í N/S:
Einar Guðnason – Ragnar Björnsson388
Hannes Ingibergss. – Magnús Halldórss.369
Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 349
Hæsta skor í A/V:
Jón Andrésson – Valdimar Þórðarson 380
Magnús Oddss. – Guðjón Kristjánss. 364
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 348
Á föstudag mættu svo 22 pör og þá
varð röð efstu para í N/S þessi:
Hannes Ingibergss. – Magnús Halldórss.236
Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 233
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 232
Hæsta skor í A/V:
Einar Einarsson – Hörður Davíðss. 261
Þórarinn Árnason – Ólafur Ingvarss. 256
Sigrún Pétursd. – Alfreð Kristjánss. 243
Meðalskor á þriðjudag var 312 en
216 á föstudag.
Gullsmárabrids
Eldri borgarar spiluðu tvímenn-
ing í Gullsmára 13 mánudaginn 21.
maí. Miðlungur 168. Beztum ár-
angri náðu:
NS
Karl Gunnarsson – Ernst Backman 220
Kristdn Guðm – Guðmundur Pálss. 193
Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 170
AV
Sigurður Björnss. – Auðunn Bergsv. 216
Halldór Jónsson – Stefán Jóhannsson 189
Unnur Jónsdóttir – Sigrún Sigurðard. 180
Tveir spiladagar eftir: Mánud.
28. maí og fimmtudagur 31. maí.
Sumarkaffi síðari spiladaginn.
Mæting 12.45.