Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFeðgarnir fóru vel af stað í fyrstu rallkeppni sumarsins B/13 Ítarlegt viðtal við Ólaf Stefánsson landsliðsmann í handknattleik/B8 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ÞRÍR Litháar, sem ákærðir eru fyrir stórfelldan þjófnað á símum, mynda- vélum og áþekkum varningi fyrir á áttundu milljón króna í verslunum í Reykjavík í mars. sl., báru fyrir dómi í gær, að einu afskipti þeirra af verð- mætunum hafi verið þau, að þeir hafi tekið að sér að senda þau úr landi fyr- ir Pólverja sem þeir hittu fyrir tilvilj- un í Reykjavík. Ákærðu eru sakaðir um að hafa brotist inn í fyrirtækin Hans Petersen og Bræðurna Orms- son og stolið vörum í tveimur innbrot- um 17. og 18. mars. Við aðalmeðferð málsins, sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, báru ákærðu að fyrir greiðann við Pólverjana hafi þeir átt að fá 100 dollara hver. Þeir neita sjálfir sakargiftum um þjófnað og sögðust hafa komið til landsins í at- vinnuleit. Verðmætin eiga umræddir Pólverjar að hafa keypt ódýrt og vilj- að senda úr landi. Framburður ákærðu stangast í veigamiklu atriði á við framburð leigubílstjóra, sem ók þeim með verð- mætin í kössum út á pósthús á Grens- ásvegi. Ákærðu tóku leigubílinn skammt frá farfuglaheimilinu í Laug- ardal með verðmætin, sem þeir pökk- uðu niður fyrir Pólverjana. Leigubílstjórinn, sem kallaður var til vitnis, sagðist hafa skilið Litháana svo að þeir vildu komast á næsta póst- hús. Hafi hann því valið pósthúsið á Grensásvegi og ekið þeim þangað. Rannsóknarlögreglumenn voru þá komnir á sporið og veittu Litháunum eftirför og létu til skarar skríða þegar þeir byrjuðu að bera kassana inn á pósthúsið. Voru þeir handteknir með þýfið og hafa setið í varðhaldi síðan. Ákærðu gátu enga grein gert fyrir umræddum Pólverjum, en einn þeirra sagði þá hafa bent sér á póst- húsið á Grensásvegi þegar þeir gengu fram hjá því daginn eftir að ákærðu komu til landsins. Pólverjana hafi þeir átt að hitta á pósthúsinu og fá 100 dollarana greidda. Leigubílstjórinn bar hins vegar að kort hefði ekki verið notað, þótt það hafi verið til taks í bílnum og hafi hann valið það pósthús sem um ræddi, en ekki farþegar sínir. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð málsins ljúki í dag. Þrír Litháar fyrir dómi vegna innbrota í Hans Petersen og Bræðurna Ormsson Segja verðmætin hafa komið frá Pólverjum hérlendis ÖKUMAÐUR bifreiðar sem ekiðvar á ljósastaur við Kringlumýr-arbraut á sunnudagskvöld liggur á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi en er á batavegi að sögn læknis á spít- alanum. Maðurinn ók bílnum suður Kringlumýrarbraut en lenti upp á umferðareyju og síðan á ljósastaur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík kastaðist mað- urinn út úr bifreiðinni við árekst- urinn og lenti undir henni. Hann var fluttur á slysadeild og var tal- inn með alvarlega áverka. Kringlu- mýrarbraut lokaðist um nokkra stund vegna árekstrarins. Ökumaður kastaðist út úr bílnum Morgunblaðið/Jón Svavarsson ENGINN árangur hefur orðið af fundahöldum í kjaradeilu hjúkrun- arfræðinga við ríkið og segist Her- dís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, ekki sjá mikla ástæðu til bjartsýni. Þó búið sé að ganga frá flestum atrið- um í samningunum greinir aðila verulega á um launaliði samning- anna. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað tveggja daga verkfall 30. og 31. maí en ríkið hefur kært verkfallið til félagsdóms á þeim forsendum að at- kvæðagreiðsla um verkfallsboðun hafi ekki verið framkvæmd með lög- mætum hætti. Að sögn Herdísar var verkfallsboðun samþykkt með 85% atkvæða þeirra 1.800 hjúkrun- arfræðinga sem greiddu atkvæði. Þeirra á meðal tóku fimm hjúkr- unarfræðingar hjá St. Fransiskus- spítala í Stykkishólmi þátt í at- kvæðagreiðslunni vegna misskiln- ings, en ríkið er ekki með samningsumboð fyrir spítalann. „Líkt og framkvæmdastjóri þeirr- ar stofnunar töldum við að hann hefði framselt samningsumboð til ríkisins. Hann hafði hins vegar veitt þeim umboð til þess að undirrita viðræðuáætlun,“ segir Herdís. Hún segir tilganginn með verk- fallinu ekki þann að lama spítala og hjúkrunarstofnanir, heldur vekja at- hygli á því hve viðræður gangi seint og erfiðlega. Félagsdómur úrskurð- ar í dag hvort verkfallsboðunin sé lögmæt eða ekki, en Herdís segir að boðað verði til nýs verkfalls komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að verkfallið sé ólöglegt. Að sögn Her- dísar vilja hjúkrunarfræðingar halda því til streitu að fara í verkfall og boða þá jafnvel fleiri en eitt tveggja daga verkfall. „Það er ljóst að haldið verður áfram með stutt verkföll ef ekkert gengur.“ Tveggja daga verkfall kært til félagsdóms Enginn árangur af viðræðum hjúkrunarfræðinga við ríkið AÐ SÖGN blaðamanns við brezka blaðið Sunday Telegraph er fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) nú byrjuð að hrinda því meinta ætlunarverki sínu í fram- kvæmd, að gera öll fiskimið í lögsögu aðildarríkja sambandsins að sameig- inlegri auðlind sem allur fiskiskipa- floti sambandsins eigi jafnan aðgang að. Þetta mun, að því er blaðamað- urinn segir í dálki sínum, „Christ- opher Booker’s Notebook“, ríða „því sem eftir er af brezkum sjávarút- vegi“ að fullu. Booker túlkar orð sem Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegs- mál í framkvæmdastjórn ESB, lét falla fyrir skömmu, þannig, að við endurskoðun sameiginlegrar sjávar- útvegsstefnu ESB sem til stendur að gangi í gildi árið 2003 verði núver- andi úthlutunarkerfi heildarfisk- veiðiheimilda breytt þannig, að ekki verði lengur um það að ræða að stjórnvöld hvers aðildarríkis fái út- hlutað ákveðnum hluta heildarkvót- ans og ráðstafi honum svo til útvegs- manna í viðkomandi landi, heldur verði veiðiheimildum framvegis deilt út beint til veiðirétthafa og heimild- irnar verði að fullu framseljanlegar milli ESB-landa. Þetta mun, ályktar Booker, leiða til þess að „hinn risastóri, stórlega ríkisstyrkti fiskveiðifloti Spánverja“ muni kaupa sér aðgang að Norður- sjónum og öðrum norðlægum fiski- miðum. Spænskir útgerðarmenn verði í aðstöðu til að gera þetta þar sem brezkir, danskir og þýzkir út- vegsmenn þurfi að lifa án slíkra styrkja eins og Booker segir spænska keppinauta þeirra nærast á. Fullyrðir Booker að reglan um 12 mílna strandveiðilögsögu, sem út- gerðir utan viðkomandi strandríkis hafa ekki haft aðgang að í krafti regl- unnar um sameiginlega auðlindanýt- ingu, muni falla eftir 10 ár. Eftir það muni aðeins spænsk, frönsk, belgísk og hollenzk fiskiskip veiða í brezkri lögsögu, þar sem útgerðir í þessum löndum þiggi mestu styrkina. Í ræðu sem Fischler hélt á ráð- stefnu sjávarútvegsráðherra strand- ríkja við N-Atlantshaf í gær, sagði hann það vera stefnu framkvæmda- stjórnarinnar að viðhalda grunnregl- unni um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Gildandi reglur um strandveiðilögsögu beri einnig að halda í. Þegar til langs tíma væri litið væri þó rétt að íhuga hvort ekki væri skynsamlegt að láta markaðsöflin ráða meiru og reyna nýjar leiðir. Allur skipafloti ESB fái jafnan aðgang LÓÐSINN í Vestmannaeyjum fann stórt rekald austur af eyjun- um á sunnudag. Rekaldið reyndist vera annar hluti tvíbytnu Philips- liðsins, en áhöfn tvíbytnunnar yf- irgaf hana, eftir að hún varð fyrir skemmdum í óveðri um 1300 kíló- metrum vestur af Írlandi, þann 10. desember í fyrra. Tvíbytnan var þá í reynslusiglingu en ætlunin var að hún tæki þátt í kappsiglingu í kringum hnöttinn, sem hófst í Barcelona á Spáni um síðustu ára- mót. Talsverð leit var gerð að tvíbytn- unni, sem var metin á um 5,8 millj- ónir Bandaríkjadala. Hönnun tví- bytnunnar þótti byltingarkennd, en hún var stærsta tvíbytna sem smíðuð hafði verið til keppnissigl- inga. Skipsskrokkarnir voru hvor um sig tæplega 40 metrar á lengd. Brak af tvíbytnu finnst við Eyjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.