Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 16

Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarstræti 19 Til sölu eða leigu Opið virka daga frá 9-12 og 13—17. Strandgötu 29, 600 Akureyri, símar 462 1744 og 462 1820. 459 fm þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum. Á jarð- hæð er gott verslunar- húsnæði og á efri hæð er hentugt skrifstofuhús- næði. Mögulegt væri að breyta húsinu í íbúðir. Ýmis skipti möguleg. Hagstæð lán áhvílandi. SÖLUDEILD símar, 461 3014 og 848 2727 Ahorn Camp Gott verð LOKSINS NÝIR HÚSBÍLAR EKKI tókst að manna allar lækna- stöður á Heilsugæslustöðinni á Ak- ureyri á síðasta ári eftir að tveir heimilislæknar létu af störfum og mun þetta vera í fyrsta skipti sem slík staða kemur upp. Einn heim- ilislæknir bættist í hópinn en ekki bárust umsóknir um eina fasta stöðu eða um stöðu afleysinga- læknis. Seinni hluta síðasta árs voru því aðeins starfandi 10 heimilislæknar á Heilusgæslustöðinni á Akureyri í stað 11–12 áður. Þessi staða hefur haft áhrif á starfsemina, einkum með auknu álagi og minni þjónustu en engu síður jókst heildarfjöldi stofuviðtala um 13% á milli ára sem bendir til þess að ásókn í heimilislæknaþjónustu fari vax- andi. 60 ungmenni komu í unglingamóttökuna Framtíðarhorfur varðandi fjölg- un heimilislækna eru ekki ýkja bjartar því fáir unglæknar fara í heimilislæknanám og því er lítil endurnýjun í stéttinni. Því eru lík- ur á að Heilsugæslustöðin þurfi að draga úr læknaþjónustu eða breyta henni á komandi árum. Í febrúar á síðasta var opnuð unglingamóttaka á Heilsugæslu- stöðinni sem starfaði allt árið að sumarmánuðunum undanskildum. Þar starfa læknir og hjúkrunar- fræðingur og er móttakan opin einn klukkutíma í senn, einn dag í viku. Alls var opið í 33 skipti á síð- asta ári og komu 60 ungmenni í unglingamóttökuna með ýmis kon- ar vandamál. Þetta kemur fram í Ársskýrslu Akureyrarbæjar fyrir árið 2000. Fyrirsjáanlegur samdráttur hjá Heilsugæslustöðinni Ekki tekist að manna allar læknastöðurnar SVEINBJÖRN Indriðason for- stöðumaður áhættustýringardeildar Flugleiða flytur fyrirlestur á hádeg- isverðarfundi Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri og Símennt- unarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Fund- urinn verður á morgun, miðvikudag- inn 30. maí, frá kl. 12 til 13 á Fiðlaranum, 4. hæð. Yfirskrift fund- arins er „Af hverju áhættustýring?“ Markmið fundarins er að kynna fyrir stjórnendum fyrirtækja hagsmuni af áhættustýringu. Varpað verður fram hugmyndum að uppbyggingu stefnu í áhættustýr- ingu og hvað hafa beri í huga við mörkun stefnu í þessum málaflokki. Fundarmönnum mun einnig gefast færi á því að ræða málin og varpa fram spurningum. Skráning á fundinn er hjá Símey en þar fást einnig nánari upplýsing- ar. Verð er 3.500 krónur með hádeg- isverði. Hádegis- fundur um áhættu- stýringu ♦ ♦ ♦ SVEINN Arnar Sæmundsson söngvari kemur fram á út- skriftartónleikum í Lauga- borg, Eyjafjarðarsveit, í kvöld, þriðjudagskvöldið 29. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og leikur Daníel Þorsteinsson á píanó. Sveinn Arnar er að ljúka 8. stigi í söng frá Tónlistarskól- anum á Akureyri og eru tón- leikarnir liður í lokaprófi hans. Tónleikar í Lauga- borg VEGNA fréttar um ferð mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur til Portúgal, vilja konur í mæðrastyrks- nefnd Akureyrar taka fram að aldrei hefur verið farið í ferðalög á kostnað nefndarinnar. Allt það fé sem gefið er til mæðra- styrksnefndarinnar er notað til að styrkja þá sem þess þurfa. Þær kon- ur sem starfa í mæðrastyrksnefnd Akureyrar gera það af góðum hug og þeirra bestu laun eru að geta glatt og aðstoðað þá sem minna mega sín. Yfirlýsing frá mæðra- styrksnefnd Akureyrar Allt fé notað til að styrkja þurfandi VEIÐIFÉLAG Eyjafjarðarár og Veiðilindin stóðu fyrir veiðikeppni sunnan Leiruvegar fyrir 16 ára og yngri á Veiðidegi fjölskyldunnar sl. sunnudag. Um 60 ungmenni tóku þátt í keppninni, auk þess sem fjöl- margir fullorðnir bleyttu í veið- arfærum sínum. Alla jafna er þó veiði bönnuð sunnan Leiruvegar. Ágætis veiði var þennan dag en alls var tilkynnt um veiði á 40 bleikj- um og var sú stærsta tæp 2,5 pund. Morgunblaðið/Kristján Ungir og upprennandi veiðimenn tóku þátt í keppninni á Leiruvegi á Veiðidegi fjölskyldunnar og Kristján var ánægður með sínar þrjár bleikjur. Einn dró átta bleikjur á land ÖKUMAÐUR ók bíl sínum út af Drottningarbraut aðfaranótt mánu- dags. Tilkynnt var um óhappið til lögreglu kl. 15 mínútur í 3, en það varð á móts við bæinn Litla-Garð. Maðurinn var á leið suður Drottn- ingarbraut og lenti bíll hans út af veginum hægra megin, að sögn varðstjóra lögreglunnar. Hann náði að rétta bílinn af en ekki vildi betur til en svo að bifreiðin lenti út af veginum hægra megin. Þar lenti hann á ljósastaur og hentist niður í fjöru þar sem fyrir varð stór steinn sem bíllinn valt á. Lenti hann á toppnum ofan í sjó. Hékk ökumað- ur á hvolfi í bílbeltinu þegar að var komið og flæddi sjór um bílinn. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við aksturinn. Hann reyndist að sögn lögreglu ekki teljandi slas- aður. Hékk í bílbeltinu marandi í hálfu kafi KARLMAÐUR um fimmtugt hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra til að greiða 150 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs vegna ölvunaraksturs. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár og gert að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti frá bæ einum í Eyja- fjarðarsveit áleiðis til Akureyrar en lögregla stöðvaði aksturinn við Hrafnagil. Maðurinn hefur ítrekað gerst sek- ur um ölvunarakstur og var hann í október á síðasta ári sviptur ökurétti í eitt ár. Atburður sá er nú er dæmt fyrir átti sér stað í febrúar síðast- liðnum þannig að maðurinn ók þá bæði ölvaður og próflaus. Héraðsdómur Norðurlands eystra Ók ölvaður og próflaus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.