Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 23

Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 23 HREIN erlend verðbréfakaup í apríl námu 1,1 milljarði króna en voru 5,7 milljarðar króna í apríl í fyrra. Kaup á erlendum verðbréfum námu námu um 7,6 milljörðum króna og sala/innlausn um 6,6 milljörðum. Í apríl í fyrra voru kaup á erlendum verðbréfum töluvert hærri, eða um 9,3 milljarðar króna, en þá nam sala/innlausn um 3,8 milljörðum króna. Það sem af er árinu nema hrein erlend við- skipti 5,7 milljörðum króna en voru 21,4 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Í ½5 fréttum Búnaðarbankans í gær kemur fram að meginskýringin á þessum umskiptum sé sú að nettókaup á hlutdeildarskírteinum í erlend- um verðbréfasjóðum hafi dregist verulega saman. Í apríl í fyrra námu hrein viðskipti með verðbréf um 4,9 milljörðum króna en voru um 0,6 milljarðar króna nú í apríl. Heildarviðskipti með hlutdeildarskírteini í verð- bréfasjóðum hafa dregist saman milli ára, eða úr 6,0 milljörðum króna í apríl í fyrra í 2,3 milljarða króna í apríl á þessu ári. Viðskipti með hlutabréf hafa hins vegar aukist, en velta þeirra viðskipta nam um 6,7 milljörðum króna í apríl 2000 en var nú um 11,9 milljarðar króna. Í ½5 fréttum Bún- aðarbankans segir að ástæða þess sé trúlega sú að kauptækifæri hafi skapast á erlendum hlutafjár- mörkuðum eftir lækkanir síðustu mánaða. „Mikil sala/innlausn á hlutabréfum erlendra fyrirtækja helst þó í hendur við kvika markaði, en sem dæmi um það má nefna að Nasdaq-vísitalan náði í byrjun apríl sínu lægsta gildi síðan 1998 en hafði í lok mánaðarins hækkað um rúmlega 30% frá botngildinu. Gengi íslensku krónunnar féll verulega í aprílmánuði eða um 6,3% sem hefur lík- ast til haft einhver áhrif á viðskipti með erlend verðbréf,“ segir í ½5 fréttum Búnaðarbankans. Hrein erlend verðbréfa- kaup dragast saman STUTTFRÉTTIR ● Bresku læknasamtökin telja að gera þurfi rannsóknir á því hvort SMS-textaskilaboð úr farsíma kunni að valda heilsutjóni, ekki síst meðal barna. Samtökin benda á í nýlegri skýrslu að símarnir séu oft- ast geymdir í mittishæð og geislun af völdum símanna gæti haft mis- munandi áhrif eftir því hvaða lík- amshlutar eru næstir símanum. Haft er eftir talsmanni samtak- anna á fréttavef BBC að gera þurfi frekari rannsóknir á því hvaða áhrif SMS-skilaboðin geti haft á líffæri, eins og æxlunarfæri og nýru. Tals- maðurinn sagði að börn og ungling- ar gætu einkum orðið fyrir heilsu- tjóni vegna útvarpsbylgna frá GSM-símum enda nýttu þau SMS- skilaboð meira og til lengri tíma heldur en fullorðnir. Hafa samtökin hvatt GSM-notendur til þess að hafa slökkt á símum þegar þeir eru ekki í notkun og takmarka lengd símtala til þess að komast hjá hugsanlegu heilsutjóni. Breska heilbrigðisráðuneytið hef- ur lofað einum milljarði ísl. króna í rannsóknir á hugsanlegum skaða farsíma á notendur þeirra. Talið er að um 40 milljónir manna noti far- síma á Bretlandseyjum og er áætl- að að um 900 milljón textaskila- boð hafi verið send milli far- símanotenda í Bretlandi í janúar á þessu ári. Rannsóknir á áhrifum SMS ● LÍNA.NET hefur gert samning við BreezeCOM, fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í þráðlausum lausnum, um stækkun á burðarkerfi Loftlínunnar og mun stækkunin hefjast næstu daga. Loftlína Línu.Nets er þráð- laus sítenging við Internetið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ákveðið hefur verið að fara út í þessa stækkun vegna mikillar eft- irspurnar eftir Loftlínu Línu.Nets, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu. Icecom, þjónustuaðili Línu.Nets á Loftlín- unni, mun annast uppsetningu og stækkun kerfisins. Dreifisendar Loftlínunnar á höf- uðborgarsvæðinu eru nú á sex stöðum í borginni og munu þeir verða styrktir verulega með stækk- uninni, sem mun leiða til enn meiri afkasta í kerfi Loftlínunnar. Auk stækkunarinnar verður gerð hugbúnaðaruppfærsla sem gerir Loftlínunni kleift að flytja hágæða IP-símtöl yfir kerfið. Loftlínan er í boði á höfuðborg- arsvæðinu, Akureyri, Selfossi og í Hveragerði. Burðarkerfi Loft- línu stækkað ● HEILDARKOSTNAÐUR Landsvirkj- unar af Vatnsfellsvirkjun, sem verð- ur tilbúin í haust, er 6,7 milljarðar króna. Þar af er verktakakostnaður allra verktaka 5,5 milljarðar króna en 1,2 milljarðar eru vegna vinnu Lands- virkjunar, þ.á m. vegna hönnunar. Meðal stærstu verktaka sem komu að verkinu eru annars vegar Ís- lenskir aðalverktakar hf., sem sjá um byggingu stíflu, inntaks og stöðv- arhúss. Hins vegar eru þrjú erlend fyrirtæki. Kanadíska fyrirtækið GE Hydro og hið franska Clemessy sjá í sameiningu um framleiðslu og upp- setningu á vél- og rafbúnaði virkj- unarinnar. Þá er franska fyrirtækið Alstom Hydro með framleiðslu og uppsetningu á stállokum og fall- pípum. Framkvæmdir hófust við Vatns- fellsvirkjun sumarið 1999 að und- angengnum útboðum. Áformað er að stöðin verði um 90 MW að afli. Fall- hæðin verður 65 metrar. Með til- komu virkjunarinnar mun orkugeta raforkukerfisins aukast um 430 GWst á ári. Vatnsfellsvirkjun kostar 6,7 millj- arða króna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.