Morgunblaðið - 29.05.2001, Side 30
ERLENT
30 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LIONEL Jospin, forsætisráðherra
Frakklands, hafnaði í gær hugmynd-
um sem þýzkir ráðamenn hafa viðrað
um að Evrópusambandið (ESB) þró-
ist í áttina að eins konar sambands-
ríki og hvatti þess í stað til þess að
þjóðríkin yrðu áfram hornsteinn
Evrópusamstarfsins.
Jospin lýsti þessum sjónarmiðum
sínum í ræðu sem lengi hafði verið
beðið eftir, þar sem hann lýsti sinni
sýn á framtíðarþróun Evrópusam-
runans, nú þegar fyrir liggur að að-
ildarríkjum ESB mun á næstu árum
fjölga upp í allt að 27. Þau eru nú 15.
„Ég skil Frakkland ekki frá Evr-
ópu,“ sagði hann. „Eins og svo marg-
ir aðrir sannfærðir Evrópumenn vil
ég að Evrópa vaxi saman, en hollusta
mín tilheyrir minni þjóð.“ Sagðist
hann vilja „Evrópusamruna án þess
að leysa upp Frakkland“.
Fram til þessa hefur Jospin ekki
haft mörg orð opinberlega um stefnu
sína í Evrópumálum, en þrýstings
var farið að gæta um að hann segði
hug sinn í þessum málum, nú þegar
innan við ár er unz forsetakosningar
fara fram í Frakklandi, en fastlega er
búizt við að Jospin muni etja kappi
um embættið við gaullistann Jacques
Chirac, sitjandi forseta.
Fyrsta Evrópustefnuræðan frá
því Jospin tók við embætti
Leiðtogar Þýzkalands og Bret-
lands hafa á síðustu mánuðum lýst
framtíðarsýn sinni á þróun Evrópu-
samrunans, sem og Chirac Frakk-
landsforseti og fleiri franskir ráða-
menn. Allir hafa þeir verið að reyna
að skilgreina hvernig haga beri skipt-
ingu valdsins í stækkuðu Evrópu-
sambandi.
Rödd Jospins þótti vanta í þessa
umræðu og ræðan sem hann flutti í
gær er fyrsta veigamikla framlag
hans til hennar frá því hann tók við
embætti árið 1997.
Franski forsætisráðherrann sagði
í ræðu sinni, sem hann flutti fyrir út-
völdum hóp blaðamanna og náms-
manna, þær hugmyndir sem Gerhard
Schröder, kanzlari Þýzkalands, og
fleiri þýzkir ráðamenn hefðu lýst,
endurspegluðu hið pólitíska skipulag
þýzka sambandslýðveldisins.
„Í augum sumra þýðir sam-
bandsríki [e.: federation] að evrópskt
framkvæmdavald sé ábyrgt gagnvart
Evrópuþinginu einu (...) Í slíku skipu-
lagi myndu þjóðríkin sjálf hafa hlið-
stæða stöðu og þýzku sambandslönd-
in eða bandarísku sambandsríkin.
Frakkland gæti ekki, frekar en nokk-
urt annað evrópskt land, sætt sig við
slíka stöðu eða slíkt fyrirkomulag á
Evrópusamstarfinu,“ sagði Jospin.
Jospin sagði sína sýn vera „sam-
bandsríki þjóðríkja“, sem fæli í sér að
vald væri fært með skipulögðum og
yfirveguðum hætti frá ríkisstjórnum
aðildarríkjanna til hinna yfirþjóðlegu
stofnana, án þess þó að breyta því að
þjóðríkin séu hornsteinar Evrópu-
samstarfsins.
Jákvæð viðbrögð í Berlín
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýzkalands – sem má segja að
hafi hleypt af stað þessari nýjustu
umræðu evr-
ópskra leiðtoga
um framtíð Evr-
ópusamrunans
með ræðu sem
hann hélt í Berlín
í maí í fyrra –
fagnaði í gær
ræðu Jospins.
Sagði Fischer
samhljóm í mörgu því sem Jospin
hefði sagt og þeim hugmyndum sem
hann sjálfur og aðrir talsmenn núver-
andi valdhafa í Berlín hefðu lýst.
Sagði Fischer hugmyndir Jospins
falla saman við hinar þýzku meðal
annars hvað varðar markmiðin um að
styrkja ESB, draga úr hinum svo-
kallaða lýðræðishalla sem margir
hafa sagt fylgja gildandi skipulagi
sambandsins, og að lokamarkmið
Evrópusamrunans sé að ESB verði
sambandsríki þjóðríkja.
Forsætisráðherra Frakklands flytur stefnuræðu um Evrópumál
Hafnar þýzkum sam-
bandsríkishugmyndum
París. Reuters, AFP.
AP
Lionel Jospin, forsætisráðherra
Frakklands, lýsir sýn sinni á
framtíðarþróun Evrópu-
sambandsins.
Svíþjóð
Aukinn
stuðningur
við ESB
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
STUÐNINGUR við aðild Svíþjóðar
að Evrópusambandinu hefur aukist
umtalsvert frá því að landið tók við
forsæti í ESB um áramót. Hefur
stuðningurinn aukist um 6% á hálfu
ári samkvæmt skoðanakönnun sem
Dagens Nyheter lét gera.
Nú er yfir helmingur Svía fylgj-
andi aðild landsins að ESB, 53%, en
voru 47% í desember. Stuðningurinn
hefur aukist mest hjá kjósendum
stjórnarflokksins, jafnaðarmanna.
Er hann nú 58%
en var 39%. Þá
telja 55% að
ESB-aðild sé Sví-
þjóð til góðs.
Andstæðinga
ESB aðildar er
einkum að finna á
landsbyggðinni,
á meðal láglauna-
fólks og þeirra sem eldri eru.
Samkvæmt könnuninni er mikill
meirihluti, 79%, fylgjandi aðild Sví-
þjóðar að hernaðarsamstarfi ESB.
Réttur helmingur kjósenda Vinstri-
flokksins, sem barist hefur gegn að-
ild að samstarfinu, er engu að síður
fylgjandi því.
Hins vegar hefur stuðningur við
aðild að myntsamstarfi ESB, EMU,
ekki vaxið. 48% segjast myndu
greiða atkvæði gegn henni en aðeins
36% með.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti mun á næstu dögum undirrita
umdeild lög um skattalækkanir, sem
Bandaríkjaþing afgreiddi á laugar-
dag. Leiðtogar demókrata á þingi
vara við því að fjárlögin séu sprungin
vegna skattalækkananna og útgjalda.
Eitt helsta stefnumál Bush í kosn-
ingabaráttunni á síðasta ári var að
lækka skatta og upphaflegt frumvarp
Bush-stjórnarinnar gerði ráð fyrir að
álögur yrðu lækkaðar um 1.600 millj-
arða dollara á næstu tíu árum. Demó-
kratar og hófsamari repúblikanar
beittu sér hins vegar fyrir því að
lækkanirnar yrðu minni og niðurstað-
an varð sú að skattar yrðu lækkaðir
um 1.350 milljarða dollara (137.000
milljarða króna) á næstu ellefu árum.
Engu að síður eru þetta mestu
skattalækkanir í Bandaríkjunum síð-
an Ronald Reagan tók við forseta-
embætti árið 1981.
Þingmenn demókrata fullyrða að
vegna þessara miklu skattalækkana
og fyrirsjánlegrar útgjaldaaukningar
til ýmissa málaflokka sé ljóst að fjár-
lögin fyrir næsta fjárhagsár, sem
hefst 1. október, séu sprungin. Benda
þeir einkum á að ekki hafi verið gert
ráð fyrir þeirri miklu útgjaldaaukn-
ingu til varnarmála, sem ný stefna
Bush-stjórnarinnar krefjist, en nefna
einnig að stefna Bush í menntamál-
um, landbúnaðarmálum og orkumál-
um kalli á auknar fjárveitingar.
Daschle segir demókrata munu
stöðva eldflaugavarnaáform
Tom Daschle, sem varð meirihluta-
leiðtogi demókrata í öldungadeildinni
eftir að James Jeffords sagði skilið
við þingflokk repúblikana í síðustu
viku, varaði við því í viðtali í þætt-
inum „Meet the Press“ á NBC-sjón-
varpsstöðinni á sunnudag að demó-
kratar í deildinni myndu stöðva ýmis
væntanleg frumvörp Bush-stjórnar-
innar.
Daschle sagði til að mynda óvíst að
frekari skattalækkanir yrðu sam-
þykktar ef demókratar héldu hinum
nauma meirihluta í öldungadeildinni.
Hann lýsti því einnig yfir að flokkur
sinn myndi ekki styðja áform Bush
um að koma upp eldflaugavarnakerfi.
Kvaðst Daschle hafa áhyggjur af því
að slíkt kerfi bryti í bága við Gagneld-
flaugasáttmálann frá 1972, auk þess
sem kostnaðurinn við það yrði gríð-
arlegur.
Bandaríkjaforseti undirritar senn ný lög um skattalækkanir
Demókratar segja
fjárlögin sprungin
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti við athöfn í kirkjugarði í Arlington í
Virginíu í gær til minningar um þá sem hafa fallið í herþjónustu.
Washington. The Daily Telegraph, Washington Post.
MIÐJU- og vinstriflokkarnir, sem
mynda Ólífubandalagið svonefnda
og biðu ósigur í þingkosningunum á
Ítalíu fyrir tveimur vikum, fögnuðu
sigri í borgarstjórakosningum í höf-
uðborginni Róm og stórborgunum
Napólí og Tórínó á sunnudag.
„Við sýndum að miðju- og vinstri-
flokkarnir eru enn í fullu fjöri,“ sagði
Francesco Rutelli, leiðtogi Ólífu-
bandalagsins og fyrrverandi borgar-
stjóri Rómar, í gær.
Fyrri umferð borgarstjórakosn-
inganna fór fram 13. maí, á sama
tíma og þingkosningarnar þar sem
miðju- og hægribandalag auðkýf-
ingsins Silvios Berlusconis náði
meirihluta. Í seinni umferðinni á
sunnudag vann frambjóðandi Ólífu-
bandalagsins í Róm, Walter Veltr-
oni, sigur á frambjóðanda bandalags
Berlusconis, Antonio Tajani, með
52,2% atkvæða gegn 47,8%. Tajani
er fyrrverandi talsmaður Berluscon-
is.
Hlutföllin voru svipuð í Tórínó og
Napólí. Í síðarnefndu borginni tekur
kona nú í fyrsta sinn við embætti
borgarstjóra en Rosa Russo Jervol-
ino vann sigur á Antonio Martus-
ciello, sem starfaði áður fyrir fyrir-
tækjasamsteypu Berlusconis.
Miðju- og vinstriflokkarnir hafa
haldið völdum í borgunum þremur
síðan 1993, þegar bein kosning borg-
arstjóra var tekin upp.
Mílanó eina stórborgin á
valdi bandalags Berlusconis
Bandalag Berlusconis fer aðeins
með völdin í einni af stórborgum
Ítalíu, Mílanó, en þar náði Gabriele
Albertini endurkjöri í fyrri umferð
kosninganna.
Í seinni umferðinni, sem var hald-
in í 77 kjördæmum, náðu báðar fylk-
ingarnar einnig meirihluta í nokkr-
um minni borgum, bæjum og
héruðum. Kjörsókn var um 70%, en
var um 80% í fyrri umferðinni.
Borgarstjórakosningar á Ítalíu
Róm. AFP, AP.
Ólífubandalag-
ið hafði betur
AP
Nýkjörinn borgarstjóri Rómar, Walter Veltroni, kastar blómvendi til
stuðningsmanna sinna á útifundi í Róm í gær með Francesco Rutelli,
leiðtoga Ólífubandalagsins, eftir sigurinn í borgarstjórakosningunum.