Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.05.2001, Qupperneq 48
UMRÆÐAN 48 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skólinn búinn — hvað nú? Á sumarnámskeiði Háteigskirkju „Sögur og leikir“ eru enn laus pláss. Vönduð dagskrá, aðeins fimmtán börn í flokki. ● 5. til 8. júní frá 13.00 til 17.00 fyrir 6 til 10 ára. ● 11. til 15. júní frá 13.00 til 17.00 fyrir 6 til 10 ára. ● 30. júlí til 3. ágúst frá 13.00 til 17.00 fyrir 6 til 10 ára. ● 7. til 10. ágúst frá kl.13.00 til 17.00 fyrir 6 til 10 ára. Skráning fer fram í Háteigskirkju í síma 551 2407 hateigskirkja@hateigskirkja.is LISTMUNIR Þingvallamynd eftir Kjarval til sölu. Máluð 1931 í ljósum litum. Stærð 100 x 150 cm. Uppl. í síma 892 0970. TIL SÖLU Fyrirtæki Til sölu innflutnings- og verslunarfyrirtæki í heimilisvörum. Alvarlega áhugasamir sendi nafn og símanúm- er til blaðsins, merkt: „Fyrirtæki — 11264“. Matvælaframleiðsla Til sölu er fullkomin framleiðslulína til áfyllingar/ lokunar og pökkun á matvælum í glös. Hentar mjög vel til kavíarvinnslu. Upplýsingar í síma 893 5763. Er þín rekstrareining of lítil? Til sölu er lítil heildverslun með þekkt vöru- merki og góða framlegð. Góðir stækkunarmöguleikar fyrir duglegt fólk. Hentar einnig sem viðbót við annan rekstur. Upplýsingar í síma 899 4194. TILKYNNINGAR Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Skólaslit og afhending einkunna verða mið- vikudaginn 30. maí nk. kl. 16.00 í Háteigskirkju. Skólastjóri. Ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur Opið í kvöld, þriðjudagskvöld, frá kl. 20.00— 22.00 og á fimmtudögum frá kl. 14.00—16.00. Kvennaráðgjöfin, Túngötu 14, Reykjavík, sími 552 1500. H á s k ó l i Í s l a n d s Viltu stunda nám í bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, mannfræði, sálarfræði, stjórnmálafræði, uppeldis- og menntunarfræði, þjóðfræði, félagsráðgjöf eða tómstundafræði? Kennarar og nemendur sitja fyrir svörum um nám í félagsvísindadeild á 2. hæð í Odda við Sturlugötu miðvikudaginn 30. maí kl. 15:00 -18:00. Sjá nánar: www.hi.is H á s k ó l i Í s l a n d s Viltu stunda nám í viðskiptafræði eða hagfræði Fyrirlestrar og umræður um nám í viðskipta- og hagfræðideild fara fram í stofu 101 í Odda miðvikudaginn 30. maí kl. 17:00 -18:00. Sjá nánar: www.hi.is UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Aðalgata 5, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Jóhannes Steingrímsson og Guðný Sif Njálsdóttir, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Kaupfélag Eyfirðinga, Landsbanki Íslands hf, Akureyri og Lífeyrissjóður sjó- manna, föstudaginn 1. júní 2001 kl. 10:00. Brúnalaug, gróðurhús og geymslur, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Gísli Hallgrímsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn 1. júní 2001 kl. 10:00. Hjallalundur 9f, Akureyri, þingl. eig. Ingibjörg Bjarnadóttir, gerðar- beiðandi Sparisjóður Rvíkur og nágr, útib, föstudaginn 1. júní 2001 kl. 10:00. Landspilda úr landi Torfufells ásamt íb. húsi, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Rósa Hallgrímsdóttir og Hallgrímur Hallgrímsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 1. júní 2001 kl. 10:00. Melasíða 6d, 202, Akureyri, þingl. eig. Hrafnhildur Ása Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður íslenskra námsmanna, föstudaginn 1. júní 2001 kl. 10:00. Tjarnarlundur 14b, eignarhluti, Akureyri, þingl. eig. Eiríkur Stephens- en, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 1. júní 2001 kl. 10:00. Tjarnarlundur 6e, Akureyri, þingl. eig. Viðar Geir Sigþórsson, gerðarb- eiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 1. júní 2001 kl. 10:00. Vallartröð 3, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Birgir Karlsson, gerðarbeið- andi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 1. júní 2001 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 28. maí 2001. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Frá Sálarrannsóknar- félagi Íslands Stofnað 1918, Garðastræti 8, Aðalfundur — Takið eftir! Aðalfundur SRFÍ verður haldinn 30. maí kl. 18 í Garðastræti 8, en ekki kl. 20 eins og misritaðist á forsíðu síðasta fréttabréfs. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn SRFÍ. KENNSLA ■ www.nudd.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R Heimilislækningar í Noregi fara í gegnum breytingaskeið nú í sumar. Tekið verður upp svokallað fast- læknakerfi hinn 1. júní nk. Í því felst að hver íbúi velur sér einn fastan heimilislækni. Læknirinn tekur ábyrgð á skjólstæðingi sínum ef hann veikist og annast eftirfylgni. Hann ber einnig sér- staka ábyrgð á að vera aðgengilegur fyr- ir sinn listasjúkling. Talið er að þetta muni auka réttindi og ör- yggi sjúklinga og auðvelda aðgang að þjónustunni. Einnig er þetta talið sporna gegn flakki sjúklinga milli lækna, „doctor shopping“ eins og það hef- ur verið kallað og er sumstaðar vandamál. Yfirsýn yfir stjórnun flókinnar meðferðar verður ljósari, einnig útskrift vanabindandi lyfja, og fastlæknakerfið er talið koma í veg fyrir síendurteknar dýrar rannsóknir, framkvæmdar af mis- munandi læknum. Börn hafa sama lækni og for- eldrar. Eðlilegt telst að læknir hafi 1.400 manns á lista en hann getur valið frá 800 til 2.500 á lista. Kerfið minnir óneitanlega á gamla sjúkrasamlags- kerfið sem var við lýði á Íslandi hér áður. Færð hafa verið rök fyrir því að þetta muni auka samfellu innan læknisþjónustunnar og verða sérstaklega til hagsbóta fyrir lang- varandi veikt fólk. Flestir eru því sam- mála en gagnrýnis- raddir segja að ekki allir þurfi eða óski þess að hafa fastan lækni. Þvert á móti sé gott að hafa þá fleiri og ábyrgðina dreifð- ari: Breytingin sé ekki í takt við það valfrelsi sem flestir neytendur þjónustu óski sér nú á tímum. Aðr- ir berja þá í borð og segja þjón- ustuna of mikilvæga og kostnaðar- sama til að hafa skipulagslausa án yfirsýnar, svo nefnd séu nokkur rök í umræðunni. Læknar í Noregi skiptast nokk- uð í tvö horn hvað varðar breyt- inguna og margir hafa gagnrýnt fyrirferðarmikinn opinberan stjórnunarþátt og óhóflegt skrif- ræði. Aðrir hafa einfaldlega bent á að frískt fólk þurfi ekki fastan lækni en langvarandi veikir kapp- kosti hins vegar að hafa einn ábyrgðarlækni og finni hann upp á eigin spýtur. Læknirinn sem rekur stofuna fær greidda eins konar samlags- greiðslu, 248 nkr. fyrir hvern sjúk- ling á ári upp að 1.400 á lista en aukagreiðslu á hvern sjúkling sem leggst ofan á það á listanum. Að auki koma greiðslur fyrir unnin verk skv. töxtum eins og verið hef- ur. Hið opinbera hefur rammaeft- irlit með starfseminni og sér um að lögum um afgreiðslutíma, fjölda að- stoðarfólks og húsnæði sé fram- fylgt. Algengt er að samningar læknis við tryggingastofnun og sveitar- félag séu háðir skilyrðum um að læknirinn starfi við fyrirbyggjandi lækningastarfsemi einn dag í viku, t.d. ungbarnaeftirlit, skólaheilsu- gæslu ellegar umsjón með öldr- unar- eða hjúkrunarheimili. Stofu- læknir sér um mæðraeftirlit en ungbarnaeftirlit og bólusetningar eru í höndum hjúkrunarfræðinga og lækna heilsugæslustöðva. Í komandi fastlæknakerfi mun sjúklingurinn fljótlega geta fengið álit annars en síns fasta læknis ef hann er ekki ánægður með þjón- ustuna en þarf þá að greiða nokkru hærra verð fyrir heimsóknina. Eins getur hann skipt um fastan lækni tvisvar á ári. Kostnaður sjúklingsins helst óbreyttur frá fyrra kerfi en for- vitnilegt getur verið að bera kostn- aðinn saman við íslenskar aðstæð- ur: Koma til heimilislæknis kostar 110–135 nkr. fyrir fullorðinn og ellilífeyrisþega, að viðbættum efn- iskostnaði. Koma á heilsugæslustöð á vakt og vitjun 160 og 215 nkr. Læknisþjónusta er frí þegar greiddar hafa verið 1.450 nkr. á almanaksárinu. Tilvísunarskylda er almennt við lýði en enginn hindrar beinlínis sjúklinginn í að leita beint til sér- fræðings, en hann greiðir þá nokkru hærri upphæð. Álitlegur kostur fyrir íslenska heimilislækna Á sama tíma og verið er að koma upp fastlæknakerfi er læknaskort- ur víða í héruðum úti á lands- byggðinni í Noregi eins og áður hefur verið, jafnvel skammt frá Ósló og stærri bæjum, og veldur það nokkru ofálagi á kerfinu. Sum- part er það leyst með afleysingum. Er það að sjálfsögðu í mótsögn við markmið hins nýja kerfis; „fastur læknir fyrir alla þegna“, en við því verður ekki gert. Norðmenn leggja gríðarlegar aukafjárveitingar í að þetta komist í framkvæmd. Fyrir utan norska lækna úr þétt- býlinu taka danskir og sænskir læknar að sér stöður mislöng tíma- bil og koma jafnvel reglulega á sömu staðina sem afleysingalækn- ar. Vinna brot úr ári, í mislöngum skorpum og líkar yfirleitt vel og hafa sumir læknar það fyrir að- alstarf. Fyrirsjáanlegt er að breyt- ing yfir í fastlæknakerfi muni stór- auka þörf norska heilbrigðis- kerfisins fyrir afleysingalækna þegar líður á haust og vetur. Það er rík ástæða fyrir íslenska heimilislækna til að kanna þennan vinnumarkað. Margir heimilislæknar eru menntaðir í sinni sérgrein á Norð- urlöndunum og eru vegna skyld- leika tungumálanna mjög gjald- gengir á þessum atvinnumarkaði. Að sænskum læknum undanskild- um eru kannski engir eins eftir- sóttir og ákaflega vel tekið. Lækn- um er umbunað í formi ágætra launa og mjög frambærilegra við- haldsmenntunarkúrsa. Íslenskum læknum fjölgar sem njóta þess að vera alþjóðlegur vinnukraftur og finnst það vera góður og spennandi kostur. Það er ekkert vafamál að of- annefnd breyting á norska heil- brigðiskerfinu mun veita íslenskum heimilislæknum einstaka mögu- leika á spennandi störfum, ný- breytni og símenntun ef þeir óska þess. Þeim virðast allir vegir færir nú um stundir. Fastlæknakerfi tekið upp í Noregi Guðmundur Pálsson Heilbrigðisþjónusta Þessi breyting á norska heilbrigðiskerfinu, segir Guðmundur Pálsson, mun veita íslenskum heimilislæknum ein- staka möguleika á spennandi störfum. Höfundur er læknir og starfar í Noregi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.