Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 53
FLESTIR Íslendingar virðast
trúa því að skólaárið, hjá íslenskum
börnum á skólaskyldualdri, sé mun
styttra en hjá jafnöldrum þeirra
annars staðar í heiminum. M.ö.o. að
börnin okkar séu færri daga á ári í
skóla en börn annarra landa.
Þennan misskilning þarf að leið-
rétta því frá og með næsta skólaári,
sem hefst næsta haust, erum við
endanlega búin að skjóta flestum
öðrum þjóðum aftur fyrir okkur með
því að lengja skólaárið í 180 daga.
Það sem hefur blekkt okkur í
gegnum tíðina er að við höfum ein-
göngu verið að horfa á þetta þriggja
mánaða sumarfrí sem börnin hafa
fengið. Það sem hins vegar hefur al-
veg gleymst, er að horfa á vetrarfrí-
in. Aðrar þjóðir hafa nefnilega gert
sér grein fyrir því að það þýðir ekki
að henda börnum inn í skóla að
hausti og gleyma þeim þar í nokkra
mánuði heldur þarf að brjóta upp
skólaárið. Börn eru börn og skóla-
starfið þarf að vera blanda af leik og
starfi. Börn sem eru leið í skóla, læra
minna en ánægð börn.
Við skulum gera okkur grein fyrir
því að næsta haust byrja grunnskól-
ar viku fyrr en áður. Í Kópavogi, svo
dæmi sé tekið, verða skólarnir settir
24. ágúst og kennsla hefst síðan 27.
ágúst, eða u.þ.b. viku fyrr en á síð-
asta ári. Þetta þýðir að börnin þurfa
að sitja samfellt í sautján vikur í
skólanum á haustönninni. Sautján
viku samfelld seta í skóla fyrir börn-
in verður hvorki auðveld né
skemmtileg. Fyrsta desember í ár
ber uppá laugardag og búið er að
fella niður allt sem í gamla daga hét
mánaðarfrí eða starfsdagur kennara
og færði börnunum kærkominn frí-
dag öðru hverju.
En til þess að brjóta upp skóla-
starfið hafa skólayfirvöld í Kópavogi
ákveðið einn dag í vetrarfrí á haus-
tönn. Einn dag hvorki meira né
minna. Ég er viss um börnin hlakka
mikið til alveg frá skólabyrjun, að fá
einn heilan dag í aukafrí. Ég held að
betur megi ef duga skal. Flestar
þjóðir í Evrópu eru með einnar viku
vetrarfrí á haustönn og síðan eina til
tvær vikur á vorönn, oftast seinni
hluta febrúar.
Mér finnst það því skjóta skökku
við að heyra að þessi væntanlega
lenging skólaársins næsta haust sé
aðeins fyrsta skrefið í að hafa skóla-
árið jafn langt og í öðrum löndum í
kringum okkur. Við erum nú þegar
komin fram úr flestum þjóðum Evr-
ópu og það eru eingöngu Danir, eftir
því sem ég best veit, sem eru með
lengra skólaár en við. Flestar aðrar
Evrópuþjóðir eru með færri en 180
kennsludaga á ári.
Ég er sjálfur með þrjú börn í
grunnskóla og við höfum búið er-
lendis þar sem t.d. voru þrjár vikur í
vetrarfrí, þ.e. ein vika í nóvember og
tvær í lok febrúar. Auk þess voru
jólafrí og páskafrí jafnlöng og hér á
landi og einnig voru hinir ýmsu frí-
dagar sem við eigum ekki að venjast
hér á landi eins og t.d. vopnahlésdag-
ar fyrri og seinni heimsstyrjaldar-
innar. Þá var og einnig eingöngu
kennt fram að hádegi á miðvikudög-
um, til þess að brjóta upp hverja viku
fyrir sig.
Ég held að það sé kominn tími til
að opna umræðu um það hvernig við
viljum að börnunum okkar líði í skól-
anum. Reynslan á mínu heimili er sú
að það voru gríðarleg viðbrigði fyrir
börnin að byrja aftur í íslenskum
skóla. Tilbreytingarleysið í skólan-
um og langur veturinn er nokkuð
sem eykur á þunglyndi og vanlíðan
barna, en það er ýmislegt sem við
getum gert til að bæta þar úr.
Kristján
Gíslason
Menntun
Tilbreytingarleysið í
skólanum, segir Krist-
ján Gíslason, og langur
veturinn er nokkuð sem
eykur á þunglyndi og
vanlíðan barna.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Af hverju lengra skólaár
hjá grunnskólabörnum?
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face