Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.05.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 53 FLESTIR Íslendingar virðast trúa því að skólaárið, hjá íslenskum börnum á skólaskyldualdri, sé mun styttra en hjá jafnöldrum þeirra annars staðar í heiminum. M.ö.o. að börnin okkar séu færri daga á ári í skóla en börn annarra landa. Þennan misskilning þarf að leið- rétta því frá og með næsta skólaári, sem hefst næsta haust, erum við endanlega búin að skjóta flestum öðrum þjóðum aftur fyrir okkur með því að lengja skólaárið í 180 daga. Það sem hefur blekkt okkur í gegnum tíðina er að við höfum ein- göngu verið að horfa á þetta þriggja mánaða sumarfrí sem börnin hafa fengið. Það sem hins vegar hefur al- veg gleymst, er að horfa á vetrarfrí- in. Aðrar þjóðir hafa nefnilega gert sér grein fyrir því að það þýðir ekki að henda börnum inn í skóla að hausti og gleyma þeim þar í nokkra mánuði heldur þarf að brjóta upp skólaárið. Börn eru börn og skóla- starfið þarf að vera blanda af leik og starfi. Börn sem eru leið í skóla, læra minna en ánægð börn. Við skulum gera okkur grein fyrir því að næsta haust byrja grunnskól- ar viku fyrr en áður. Í Kópavogi, svo dæmi sé tekið, verða skólarnir settir 24. ágúst og kennsla hefst síðan 27. ágúst, eða u.þ.b. viku fyrr en á síð- asta ári. Þetta þýðir að börnin þurfa að sitja samfellt í sautján vikur í skólanum á haustönninni. Sautján viku samfelld seta í skóla fyrir börn- in verður hvorki auðveld né skemmtileg. Fyrsta desember í ár ber uppá laugardag og búið er að fella niður allt sem í gamla daga hét mánaðarfrí eða starfsdagur kennara og færði börnunum kærkominn frí- dag öðru hverju. En til þess að brjóta upp skóla- starfið hafa skólayfirvöld í Kópavogi ákveðið einn dag í vetrarfrí á haus- tönn. Einn dag hvorki meira né minna. Ég er viss um börnin hlakka mikið til alveg frá skólabyrjun, að fá einn heilan dag í aukafrí. Ég held að betur megi ef duga skal. Flestar þjóðir í Evrópu eru með einnar viku vetrarfrí á haustönn og síðan eina til tvær vikur á vorönn, oftast seinni hluta febrúar. Mér finnst það því skjóta skökku við að heyra að þessi væntanlega lenging skólaársins næsta haust sé aðeins fyrsta skrefið í að hafa skóla- árið jafn langt og í öðrum löndum í kringum okkur. Við erum nú þegar komin fram úr flestum þjóðum Evr- ópu og það eru eingöngu Danir, eftir því sem ég best veit, sem eru með lengra skólaár en við. Flestar aðrar Evrópuþjóðir eru með færri en 180 kennsludaga á ári. Ég er sjálfur með þrjú börn í grunnskóla og við höfum búið er- lendis þar sem t.d. voru þrjár vikur í vetrarfrí, þ.e. ein vika í nóvember og tvær í lok febrúar. Auk þess voru jólafrí og páskafrí jafnlöng og hér á landi og einnig voru hinir ýmsu frí- dagar sem við eigum ekki að venjast hér á landi eins og t.d. vopnahlésdag- ar fyrri og seinni heimsstyrjaldar- innar. Þá var og einnig eingöngu kennt fram að hádegi á miðvikudög- um, til þess að brjóta upp hverja viku fyrir sig. Ég held að það sé kominn tími til að opna umræðu um það hvernig við viljum að börnunum okkar líði í skól- anum. Reynslan á mínu heimili er sú að það voru gríðarleg viðbrigði fyrir börnin að byrja aftur í íslenskum skóla. Tilbreytingarleysið í skólan- um og langur veturinn er nokkuð sem eykur á þunglyndi og vanlíðan barna, en það er ýmislegt sem við getum gert til að bæta þar úr. Kristján Gíslason Menntun Tilbreytingarleysið í skólanum, segir Krist- ján Gíslason, og langur veturinn er nokkuð sem eykur á þunglyndi og vanlíðan barna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Af hverju lengra skólaár hjá grunnskólabörnum? Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.