Morgunblaðið - 29.05.2001, Page 59
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 59
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
✝
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
hitt og hafði lítt hugann við akst-
urinn svo nærri lá við slysum.
Festa og jafnvægi komst á líf Ingi-
mars á nýjan leik er hann kynntist
Gerði Kolbeinsdóttur. Í hjónabandi
þeirra ríkti ást og virðing. Hún var
sá vinur og félagi sem hann þarfn-
aðist svo innilega. Þau settust að í
Hveragerði og bjuggu þar saman í
15 ár eða allt til þess að heilsa
Ingimars brast alveg fyrir nokkr-
um mánuðum. Fyrri hluti þess
tíma var þeim jafn yndislegur og
seinni hlutinn var erfiður. Kæra
Gerður, hugur okkar er hjá þér.
Orð mega sín svo lítils á þessari
stundu. Við vitum hvað þú hélst
lengi í vonina og hvað veikindi
Ingimars hafa reynt mikið á þig.
Umhyggja þín og styrkur er óvið-
jafnanlegt. Líf ykkar Ingimars
kenndi okkur margt sem lifir með
okkur og við kennum börnunum
okkar.
Að leiðarlokum kveikjum við á
kertum góðra minninga. Þökk fyrir
samfylgdina, kæri tengdapabbi, far
þú í friði og Guð veri með þér.
Gísli Árni Eggertsson.
Ég vil minnast Ingimars afa í
nokkrum orðum. Mér er það svo
minnisstætt þegar ég fékk bréfin
frá afa árið sem ég var skiptinemi í
Austurríki. Ég lýsti fyrir honum og
Gerði því sem ég sá og lærði í nýju
landi. Bréfin sem ég fékk tilbaka
innihéldu fréttir frá Íslandi og
hvatningarorð um að nýta tæki-
færið sem ég hafði til hins ýtrasta.
Þegar afi var veikur sá Gerður um
að bréfunum mínum væri svarað.
Jólabréfið og gjöfin hughreystu
mig þegar ég fékk heimþrá á að-
fangadag. Bréfin eru vel geymd
enda þykir mér undurvænt um
þau. Afi sagði mér eitt sinn að ef
maður fengi tækifæri til að mennta
sig væri maður heppinn, og að
tungumál opnuðu fólki nýjan heim.
Ásgerður Inga.
Okkur langar til að minnast afa
okkar í nokkrum orðum. Það fyrsta
sem kemur upp í hugann var hve
fróður hann var og vel máli farinn.
Íslendingasögur, ættfræði, stað-
hættir; hann var óþrjótandi visku-
brunnur á öllum sviðum. Hann
hafði mikinn metnað og gengu öll
hans börn menntaveginn. Alltaf
þegar við hittum hann spurði hann
okkur út í námið og hafði áhuga á
því sem við höfðum fyrir stafni.
Sjálfur mundi hann allar einkunnir
frá sinni skólagöngu. Afi var mjög
skemmtilegur persónuleiki og
kunni að koma fyrir sig orði. Hann
lá aldrei á skoðunum sínum. Hann
hafði sérstaklega góða kímnigáfu
og rammíslenskan húmor sem gat
verið kaldhæðinn á köflum. Við
getum hlegið endalaust að sögun-
um sem hann sagði okkur og marg-
ar góðar minningar rifjast upp á
þessari stundu. Okkur þótti afi
mjög fallegur maður og þrátt fyrir
veikindi síðustu árin var hann alltaf
jafn unglegur og myndarlegur. Við
minnumst hans í teinóttum jakka-
fötum, ilmandi af rakspíra með
hárið greitt aftur og barta.
Síðustu fimmtán árin hefur
Gerður verið ljósið í lífi afa og var
yndislegt að sjá hve þau unnu
hvort öðru og voru miklir félagar.
Hún stóð sem klettur við bakið á
honum og reyndist honum ómet-
anleg í veikindum hans. Minningin
um afa mun lifa í hjarta okkar.
Kristín María
Stefánsdóttir,
Þórunn Inga Gísladóttir,
Þórunn Erla Stefánsdóttir.
Föstudaginn 25. maí var Ingimar
Einarsson lögfræðingur jarðsettur
frá Fossvogskirkju. Hann lést á
Langlegudeild Ljósheimum á Sel-
fossi 18. maí sl. Ingimar fæddist og
ólst upp í Keflavík þar sem faðir
hans stundaði útgerð. Haustið 1939
lá leið hans norður í land til náms í
Menntaskólanum á Akureyri.
Fyrsta vetur sinn á Akureyri bjó
hann hjá séra Friðriki Rafnar. Þar
kynntist hann glæsilegri stúlku,
Þórunni Rafnar, sem varð bekkj-
arsystir hans í sex ár og seinna
eiginkona. Árið eftir flutti hann inn
á heimili foreldra minna og við urð-
um sambýlingar fram til stúdents-
prófs 1945. Tvo fyrstu veturna lás-
um við saman í til gagnfræðaprófs.
Eru frá þeim árum margar góðar
minningar og með okkur tókust
vináttubönd sem enst hafa síðan.
Foreldrum mínum var hlýtt til
Ingimars og hann sýndi þeim alla
tíð ræktarsemi meðan þau lifðu.
Ingimar var góður námsmaður og
var árangur hans í námi eftir því.
Hann var skapstór og hafði þegar á
þessum árum ákveðnar skoðanir í
landsmálum og var mikill kapp-
ræðumaður sem stóð fast á mein-
ingu sinni. Þetta voru tímar mikilla
umbrota í heiminum, einangrun Ís-
lands rofin og heimsstyrjöldin við
bæjardyrnar. Mikið var rætt um
stjórnmál og þjóðfélagsmál og þær
miklu breytingar sem gengu yfir
landið, og höfðu þessir tímar mikil
og mótandi áhrif á okkur öll.
Eftir stúdentspróf skildu leiðir,
Ingimar hóf nám í lögfræði við Há-
skóla Íslands. Prófi í lögfræði lauk
hann 1951. Að námi loknu starfaði
hann lengst af hjá fyrirtækjum og
stofnunum tengdum sjávarútvegi,
enda mun hugur hans hafa mótast
af sjósókn og útgerð á uppvaxt-
arárum hans í Keflavík. Hann
starfaði hjá Landssambandi ísl. út-
vegsmanna ’51-’53 og ’57-’59. Hann
var framkvæmdastjóri Garðs hf í
Sandgerði ’53-’57 og starfsmaður
og síðar framkvæmdastjóri Félags
ísl. botnvörpuskipaeigenda ’77-’88.
Hann var deildarstjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu ’77-’88. Eftir það
var hann um tíma umsjónarmaður
og kirkjuhaldari Langholtskirkju
og safnaðarheimilis hennar.
Ingimar fékk snemma áhuga á
félagsmálum og lét jafnan til sín
taka á þeim vettvangi. Á náms-
árum sínum við Háskólann var
hann formaður Vöku félags lýðræð-
issinnaðra stúdenta ’49-’50, og ’52-
’53 var hann formaður Stúdenta-
félags Reykjavíkur. Hann gegndi
formennsku í ýmsum félögum og
samtökum á vegum Sjálfstæðis-
flokksins. Þá sat hann í verðlags-
ráði sjávarútvegsins ’60-’77 og í
stjórn Aflatryggingasjóðs sjávarút-
vegsins ’70-’78. Ingimar sinnti ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir Lang-
holtskirkju, var í stjórn
Bræðrafélags Langholtssóknar, og
í sóknarnefnd Langholtssóknar um
árabil. Þá sat hann í stjórn og full-
trúaráði Hjálparstofnunar kirkjun-
ar um árabil.
Ingimar kvæntist skólasystur
sinni Þórunni Rafnar 19. júlí 1947.
Þau eignuðust fjögur mannvænleg
börn sem öll lifa og eiga sínar fjöl-
skyldur. Þórunn andaðist mjög
sviplega 2. feb. 1974. Að henni var
mikill sjónarsviptir og hefur það
verið Ingimari og fjölskyldunni
mikið áfall. Önnur kona Ingimars
var Oddný Ingimarsdóttir kaup-
kona í Reykjavík, hin mætasta
kona. Þau skildu. Þriðja kona Ingi-
mars er Gerður Kolbeinsdóttur
kennari í Hveragerði. Hún lifir
mann sinn.
Fyrir fimm árum varð Ingimar
fyrir örkumlum í læknisaðgerð á
spítala. Var hann eftir það bundinn
við hjólastól og þjáðist oft mikið,
og síðasta árið var hann rúmfastur.
Naut hann þá umhyggju og þol-
gæðis sinnar ágætu konu. Kona
mín og við skólasystkini Ingimars
þökkum samfylgdina og sendum
eiginkonu hans, börnum hans og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Jóhann Indriðason.
✝ Dóra Gróa Jóns-dóttir fæddist
24. júní 1935 á Ak-
ureyri. Hún lést 15.
maí síðastliðinn á
Landspítalanum við
Hringbraut. Móðir
hennar var Katrín
Þórðardóttir sauma-
kona í Reykjavík, f.
26. september 1905,
d. 8. október 1991,
dóttir Þórðar
Helgasonar bónda á
Hallanda og Bolla-
stöðum í Flóa í Ár-
nessýslu og Gróu
Erlendsdóttur. Faðir hennar var
Jón Hjaltalín útgerðarmaður,
Siglufirði, f. 23. desember 1903,
d. 7. janúar 1965, sonur Bjarna
Eftirlifandi eiginmaður Dóru
Gróu er Guðjón Ásmundur Páls-
son, fyrrverandi skipstjóri á
dráttarbátum við Reykjavíkur-
höfn, f. 16. febrúar 1932. Foreldr-
ar hans voru Páll Ásmundsson,
járnsmiður og eimreiðarstjóri, og
Maren Jónsdóttir. Þegar leiðir
Dóru Gróu og Guðjóns lágu sam-
an fyrir rúmum 16 árum var Guð-
jón ekkjumaður og átti fjóra syni.
Dóra Gróa lauk þjálfun sem
snyrtidama í Remedíu og starfaði
þar um tíma. Hún lauk námi frá
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
árið 1961. Starfaði síðan sem
hjúkrunarkona á Akureyri og í
Danmörku en frá árinu 1965
starfaði hún á Landspítalanum
við Hringbraut. Frá 1967 til 1985
sem deildarstjóri á uppvöknun og
frá árinu 1985 sem deildarstjóri á
dauðhreinsunardeild, þar til hún
hætti störfum vegna heilsubrests
fyrir u.þ.b. tveimur árum.
Útför Dóru Gróu fór fram í
kyrrþey föstudaginn 25. maí.
Hjaltalín fiskimats-
manns, Akureyri og
Þóru Þórarinsdóttur.
Einkabarn Dóru
Gróu er Katrín Ein-
arsdóttir, f. 28. maí
1966. Faðir hennar er
Einar Sigurðsson, f.
1. maí 1936. Sam-
býlismaður Katrínar
er Jónas Kristjáns-
son, skipstjóri, f. 15.
desember 1959. Áður
átti Katrín Dóru
Gróu Þórðar Katrín-
ardóttur, f. 27. júní
1986, en börn Katrín-
ar og Jónasar eru Berglind
Hrund, f. 24. febrúar 1996, Auður
María, f. 31. desember 1996 og
Kristján, f. 31. desember 1996.
Það var haustið 1958 að hópur
ungra stúlkna hittist í fyrsta sinn í
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands, sem
svo hét þá. Við komum sitt úr hverri
áttinni eins og gengur og ólíkar eftir
því. En eitt áttum við sameiginlegt
fyrir utan eftirvæntinguna, að verða
hjúkrunarkonur. Dóra Gróa var ein í
þessum hópi. Hún var nokkrum ár-
um eldri en flestar hinar og hafði þá
þegar lokið þjálfun í Remedíu sem
snyrtidama og unnið um tíma á
sjúkrahúsi í Danmörku sem var
fremur óvenjulegt af ungri stúlku á
þeim árum.
Tengsl þessa hóps urðu fljótlega
mjög náin bæði í leik og starfi. Öllum
hjúkrunarnemum á þeim tímum var
skylt að vera í heimavist í hjúkrun-
arskólanum og hlýða ákveðnum
reglum sem okkur þótti stundum
heldur strangar, eins og það að
verða að vera komnar heim fyrir
miðnætti öll kvöld nema með sér-
stöku leyfi, sem ekki voru mörg í
mánuði og vei þeim sem kom að lok-
uðum dyrum! Námið var bæði bók-
legt og verklegt og skólinn heilsárs-
skóli. Unnið var á vöktum allan
sólarhringinn, en hjúkrunarnemar
unnu á þessum árum öll venjuleg
störf á sjúkradeildum.
Enda þótt ábyrgð þeirra væri
ekki mikil fyrst í stað þá smájókst
hún eftir því sem á námið leið. Þá
var einnig skylda að dvelja um tíma
á sjúkrahúsi á landsbyggðinni og var
þá ábyrgð þeirra oft mikil.
Þrátt fyrir mikla og oft erfiða
vinnu eru þessi ár ógleymanleg í
minningunni. Kannski ekki síst
vegna þess aðhalds og aga sem skól-
inn veitti okkur. Þótt aginn væri
strangur var andrúmslofið mótað af
virðingu fyrir hjúkrunarstarfinu
með heill sjúklinganna í fyrirrúmi og
mótaði okkur fyrir lífstíð. Að loknu
námi tvístraðist hópurinn. Dóra fór
að vinna á Akureyri og Landspítala
og einnig vann hún í Danmörku í eitt
ár. Þegar heim kom fór hún að vinna
á Landspítalanum sem varð hennar
vinnustaður alla hennar starfsævi,
lengst af sem deildarstjóri.
Dóra Gróa ólst upp með einstæðri
móður sinni Katrínu. Á þeim árum
var ekki eins algengt og nú er að
vera einstæð móðir og hefur það
vafalítið sett mark sitt á Dóru. Móð-
ir hennar var mikil myndar- og
ágætiskona.
Hún vann við herrafatasaum á
saumastofu Gefjunar, og hefur vafa-
laust þurft að leggja hart að sér til
að sjá heimili sínu farboða. Síðar
þegar Dóra var farin að vinna við
hjúkrun keyptu þær mæðgur saman
íbúð í Stigahlíð. Heimili þeirra ein-
kenndist af látleysi, en smekkvísi og
jafnframt mikilli reglusemi. Sam-
band þeirra mæðgna var alla tíð
mjög sterkt og einkenndist af ein-
lægni og ástúð. Dóra var alin upp í
virðingu fyrir hinum gömlu gildum,
heiðarleik, trúmennsku og virðingu
fyrir verðmætum. Þessir eiginleikar
komu mjög sterkt fram þegar hún
sem hjúkrunarkona bar ábyrgð á
rekstri deilda á Landspítalanum.
Hún þoldi það ekki að farið væri illa
með verðmæti og hún gætti eigna
vinnuveitanda síns sem væru þær
hennar eigin. Hún hafði sterka nær-
veru og var réttsýn en seintekin og
ekki allra. Hún var hins vegar mikill
vinur þeirra sem hún gerði að vinum
sínum.
Eftir að við lukum námi höfum við
hist reglulega í svokölluðum
„saumaklúbbi“. Dóra var sú sem
hélt lengst í heiðri upphaflegum til-
gangi og var síprjónandi og ósjaldan
kom hún með peysu sem hún hafði
prjónað á börn okkar skólasystr-
anna úr dúnmjúku kisugarni og þeg-
ar við giftumst og byrjuðum búskap
kom hún með viskustykki sem hún
hafði bróderað stafina okkar í. Þeg-
ar eitthvað stóð til í fjölskyldum okk-
ar var ekki ósjaldan leitað til Dóru
sem var einstaklega verklagin og
dugleg að hverju sem hún gekk.
Það var mikil gæfa í lífi Dóru og
móður hennar þegar hún eignaðist
Katrínu yngri. Hún var mikill gleði-
gjafi í lífi Dóru og eftirlæti ömmu
sinnar. Þær bjuggu lengi þrjár sam-
an í Stigahlíðinni og þangað var ein-
staklega notalegt að koma. Katrín
yngri, sem er mikil dugnaðar- og
myndarkona eins og hún á kyn til, á
nú fjögur börn sem Dóra sá ekki sól-
ina fyrir. Hún fylgdist af lífi og sál
fram á síðustu stundu með nöfnu
sinni og var mjög stolt þegar hún
náði góðum árangri í skautaíþrótt-
inni sem hún stundar.
Þegar Dóra Gróa hafði ekki fest
ráð sitt á þeim tíma sem við skóla-
systur hennar vildum, vorum við að
gantast með það að við þyrftum að
finna mann fyrir hana. „Hún Dóra
Gróa er svo margra manna maki að
hún þarf engan mann,“ sagði þá
Svend, eiginmaður einnar í sauma-
klúbbnum. Ekki þurftum við þó að
hafa miklar áhyggjur af þessu. Dóra
fann sjálf sinn mann. Hún kynntist
eftirlifandi eiginmanni sínum Guð-
jóni Pálssyni fyrir tæpum sautján
árum, en hann var þá ekkjumaður.
Guðjón og Dóra voru mjög samrýnd
og áttu góðar stundir saman, og leit
hann á barnabörn hennar sem sín
eigin. Hann reyndist Dóru einstakur
í veikindum hennar og bar hana á
höndum sér og hjúkraði henni heima
þar til fáum dögum fyrir andlát
hennar. Það er sorglegt til þess að
vita að hún skyldi ekki fá að njóta
lengur samvista við hann og afkom-
endur sína.
Dóra Gróa var alla tíð stórbrotinn
persónuleiki en stærst var hún þó í
síðustu orrustunni, þegar hún af
æðruleysi og ljúfmennsku barðist
við krabbameinið sem að lokum
hafði betur.
Það er mikill sjónarsviptir að
Dóru úr okkar litla hópi, en áður eru
látnar Elísabet P. Malmberg og Þór-
laug Brynjólfsdóttir.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Guðjóni, Katrínu og fjöl-
skyldum þeirra.
Skólasystur úr Hjúkrunar-
kvennaskóla Íslands.
DÓRA GRÓA
JÓNSDÓTTIR
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina