Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 63

Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 63 Frábær fyrirtæki 1. Erótísk sérverslun sem flytur inn sjálf sína vöru og selur í heild- sölu til annarra verslana. Spennandi dæmi fyrir þann sem þorir. 2. Kaffihús, vorum að fá til sölu huggulegt kaffihús í þjónustu- og verslunarhverfi. Morgunverðarhlaðborð, hádegismatseðill, veisluþjónusta. 3. Höfum frábærar myndbandaleigur með góðri veltu, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Einnig söluturna í öllum stærðum og sumir með mikla veltu. Aldrei meira úrval. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.          INNAN uppeldis- og menntunar- fræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands verður hafið í haust nýtt 15 eininga diplómanám (Dipl. Ed.) í fræðslustarfi og stjórnun, þar sem m.a. er lögð áhersla á aukna leiðtoga- hæfileika, meiri hæfni í samskiptum, markvissa skipulagningu námskeiða, gerð vandaðs fræðsluefnis, skipulega framsetning máls, aukið frumkvæði og þróunarstarf í fyrirtækjum. Þessi námsleið er ætluð fólki sem vinnur við eða hefur áhuga á að skipu- leggja fræðslustarf og sinna stjórnun/ leiðtogastarfi í fyrirtækjum, stofnun- um og skólum. Að auki eru í boði eft- irtaldar tvær námsleiðir í diplómanámi til 15 eininga (Dipl.Ed.): Mat og þróunarstarf, sem miðar að því að þátttakendur sérhæfi sig í mati og þróunarstarfi í skólum; Kennslu- fræði og námsefnisgerð, sem ætluð er að koma til móts við vaxandi þörf fyrir sí- og endurmenntun kennara. Hægt er að fá þessar 15 einingar metnar sem hluta af meistaranámi að því tilskildu að viðkomandi hafi fengið inngöngu í það nám. Inntökuskilyrði diplómanámsins eru háskólapróf. Innritun fer fram á skrifstofu nemendaskrár HÍ 22. maí til 5. júní á sama tíma og almennt nám í Háskóla Íslands. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Nýtt framhaldsnám í fræðslustarfi og stjórnun LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar, laugardaginn 26.5. 2001, kl. 16:50. Þar varð árekstur með bifreiðunum NZ-030, af gerð- inni MMC Pajero sem ekið var vest- ur Bústaðaveg með vinstri beygju suður Flugvallarveg og YP-640, af gerðinni Mazda 626 sem ekið var austur Bústaðaveg. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar varðandi málið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum KENNARAR og nemendur lyfja- fræðideildar Háskóla Íslands munu sitja fyrir svörum um nám í lyfja- fræði í dag, þriðjudag, kl. 15:00– 18:00. Námskynningin er haldin í húsi lyfjafræðideildar, Haga, Hofsvalla- götu 53, 107 Reykjavík. Kandidatsnám í lyfjafræði við HÍ er fimm ára nám og því lýkur með cand. pharm.-prófgráðu. Við lyfja- fræðideild er einnig boðið upp á rannsóknatengt framhaldsnám, bæði meistaranám og doktorsnám í öllum helstu sérgreinum lyfjafræð- innar. Nánari upplýsingar um námið í deildinni má finna á heimasíðu lyfja- fræðideildar http://www.hi.is/nam/ lyfjafr/. Kynning á námi í lyfjafræði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ OPNAÐUR hefur verið vefur með upplýsingum um Hannyrðabúðina. Hannyrðabúðin var stofnuð í Hafn- arfirði árið 1969 og flutti á Garðatorg 7 í Garðabæ á síðasta ári. Í búðinni er verslað með allt sem viðkemur hannyrðum; prjón, hekl og útsaum af öllum gerðum. Einnig eru þar seldar ýmsar aðrar vörur, s.s. dúkar og teppi. Slóðin á síðuna er www.al- vara.is/hannyrd. Hannyrða- búðin með vefsíðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.