Morgunblaðið - 29.05.2001, Síða 71
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 71
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
4543-3700-0034-8865
4507-4100-0006-6325
4548-9000-0056-2480
4543-3700-0027-8278
4507-4500-0028-0625
4507-2800-0004-9377
4507-4500-0030-3021
4543-3700-0015-5815
! "#
"$% &'
()( )$$$
Grecian 2000
hárfroða
Er hárið að
grána og þynnast?
Þá er Grecian 2000
hárfroðan lausnin.
Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í,
greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný,
þykknar og fær frískari blæ.
Einfaldara getur það ekki verið.
Haraldur Sigurðsson ehf.,
heildverslun
Símar: 567 7030 og 894 0952
Fax: 567 9130
E-mail: landbrot@simnet.is
Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þín verslun“
ÞRIÐJA breiðskífa Sepultura, Be-
neath The Remains (1989), þykir
vera með bestu þungarokksplötum
allra tíma, enda sannkallað meist-
araverk í alla staði. Platan varð til að
vekja verulega athygli á sveitinni á
Vesturlöndum sem brást hvorki
sjálfri sér né áheyrendum í kjölfarið
og óx jafnt og þétt, bæði að vinsæld-
um og listrænni getu. Það ferli náði
svo hápunkti með snilldarplötunni
Roots (1996), plata sem sýndi gjörla
hversu mikinn ægishjálm Sepultura
bar yfir aðrar sveitir er hér var kom-
ið sögu hvað framþróun og frumleika
varðaði.
Stuttu eftir þetta hætti höfuðpaur
sveitarinnar, Max Cavalera, í illu og
framtíð sveitarinnar var í uppnámi
um hríð. Sveitin afréð þó að halda
áfram og fengu til liðs við sig hinn
stóra og stæðilega söngvara Derrick
Green og gáfu út plötuna Against ár-
ið 1998.
Erfitt að leysa Max af hólmi
Sem vonlegt er var nokkur uggur í
fólki vegna plötunnar nýju. Næði
sveitin að halda dampi eða ekki? Það
gerði hún nú reyndar – svona rétt
svo. Pressan hefur því verið talsverð
vegna Nation, annarrar plötu hinnar
nýju Sepultura.
Derrick, söngvari, var staddur í
Ástralíu er hann hringdi í blaða-
mann. Hann var afslappaður og
vinalegur, merkileg staðreynd í ljósi
þess að sveitin var búin að standa í
viðtalastappi í þrjár vikur og búin að
gefa um 300 viðtöl!
„Ég? Ó já...ó já! (hlátur),“ heyrist í
Derrick er ég spyr hann hvort þetta
sé búin að vera löng törn.
„Í næstum því þrjár vikur núna!“
bætir hann við.
Blaðamaður viðurkennir aðdáun
sína á sveitinni fyrir Derrick, segist
hafa komist „inn“ í hana er hann
keypti Beneath The Remains. Der-
rick segist einnig hafa verið aðdá-
andi. „Fyrsta platan sem ég keypti
með þeim var Arise (1991), svo
keypti ég Chaos A.D. (1994) og Ro-
ots er þær komu út. Svo þegar ég var
kominn í sveitina var ég kynntur fyr-
ir plötum eins og Beneath The
Remains, Schizophrenia (1987),
Bestial Devestation (1985) og Morb-
id Visions (1986).“
Derrick segir það hafa verið dálít-
ið erfitt að feta í fótspor Max Caval-
era á sínum tíma. „Það sem var
kannski erfiðast var að kynnast öll-
um. Ég þekki Max t.d. ekki, ég hef
aldrei hitt hann. Sem aðdáandi bar
ég að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir
honum og því sem hann gerði með
hljómsveitinni. Þannig að þetta var
líka auðvelt að því leytinu til að ég
átti ekki í miklum erfiðleikum með
að samsama mig sveitinni sem slíkri
þar sem ég trúi á þetta. En það sem
var erfiðast var að byrja að spila
saman og koma fram á tónleikum.“
Hann viðurkennir fúslega að hann
hafi verið taugaóstyrkur í blábyrj-
uninni. „Ég held líka að allir hafi ver-
ið á taugum. Það vissi enginn við
hverju mátti búast. Við vissum ekk-
ert hvernig aðdáendurnir myndu
taka þessu.“
Býr í Brasilíu
Derrick segir að eftir því sem liðið
hafi á hljómleikaferðalagið sem farið
var í kjölfar Against hafi sjálfs-
traustið aukist. „Og nú bý ég líka í
Brasilíu, hef búið þar í um eitt og
hálft ár. Það er frábært. Ég þurfti að
læra portúgölsku! Ég held að við
höfum orðið nánari vegna þessa.
Vorum í æfingahúsnæði í eitt ár og
hljóðrituðum í tvo mánuði – allt í
Brasilíu.“
Ég spyr hann næst um vinnu hans
með harðkjarnasveitinni Integrity
sem hefur lengi verið með þekktari
böndum í þeim geiranum og gefur út
hjá Victory Records. Derrick söng
einmitt bakraddir á plötu þeirra, Int-
egrity 2000.
„Uhumm!“ heyrist hinum megin
og hann er greinilega hissa. „Ég er
frá Cleveland og ég og Dwid söngv-
ari erum miklir vinir. Við erum
meira að segja með sama húðflúrið á
fætinum (hlær). Ég ólst upp með
honum og það vildi svo til að ég var í
bænum er þeir voru að taka upp.
Þannig að ég bara lét slag standa.“
Derrick hóf feril sinn í harð-
kjarnasveitum og spilaði með sveit-
um eins og Alpha Jerk, Outface og
Overfiend. Hann tilkynnir stoltur að
hljómsveitin Hatebreed, sem er á
mála hjá Victory Records, muni spila
með þeim á hluta tónleikaferðalags-
ins sem farið verður í kjölfar Nation.
„Þarna liggja ræturnar mínar,“
segir hann og það vottar fyrir stolti í
röddinni. „Ég elska harðkjarnann!“
Jello Biafra
Derrick segir að á plötunni nýju
felist viss skilaboð. „Okkur finnst
hugmyndin um Sepultura ekki snú-
ast um eina hljómsveit og aðdáendur
hennar. Þetta er ein þjóð með
ákveðnar hugmyndir og ákveðnar
skoðanir: Engin landamæri, engin
stríð. Samfélagið Sepultura er opið
og dreifist um allan heim. Þessi
mikla samkennd heillaði okkur og
okkur langaði til að beina sjónum að
jákvæðum hlutum: engin landamæri,
engar byssur, trúarlegt frelsi. Allir
frjálsir til að gera það sem þá lang-
ar.“
Sepultura-liðar hafa alltaf verið
miklir frammámenn í listinni eins og
fram kemur í upphafi greinar og ein-
att vísað veginn hvað ferskt og nýj-
ungagjarnt þungarokk varðar.
„Okkur finnst mikilvægt að vera
opnir og óhræddir við að gera til-
raunir með tónlistina,“ segir Der-
rick. „Ekki að vera hræddir og festa
sig þá í einum stíl; veri það dauða-
rokk eða harðkjarnarokk. Þetta er
það sem við trúum á. Breytingar eru
góðar og ég held að aðdáendur séu
farnir að gera ráð fyrir því að hver
plata sé ólík þeirri fyrri. Þetta er líka
mikilvægt fyrir okkur; svo við höld-
um áhuganum. Við viljum ekki
hjakka í sama farinu endalaust.“
Jello Biafra, fyrrum leiðtogi pönk-
sveitarinnar Dead Kennedys og
virkur pólitískur aðgerðarsinni,
syngur gestasöng á plötunni nýju,
lag sem kallast „Politricks“, nafni við
hæfi. Það er gaman að heyra að lok-
um að Derrick hefur ekki gleymt
aðdáandanum í sjálfum sér er þetta
er borið undir hann.
„Það var alveg frábært að vinna
með honum! Við sendum honum lag-
ið frá Brasilíu og ég hugsaði: „Váá,
Jello Biafra er að fara að syngja lag
sem ég átti þátt í að búa til!““
Afslappaður Derrick Green. Sepultura: Igor Cavalera, Andreas Kisser, Derrick Green, Paulo Jr.
Samfélagið
Sepultura
Hin brasilíska Sepultura hefur lengi verið
ein allra vinsælasta þungarokkssveit heims,
en fyrir nokkru kom út áttunda skífan,
Nation. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi
við Derrick Green söngvara vegna þessa.
arnart@mbl.is
Samtal við Derrick Green, söngvara Sepultura