Morgunblaðið - 29.05.2001, Page 74

Morgunblaðið - 29.05.2001, Page 74
FÓLK Í FRÉTTUM 74 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR mér er Janet Jackson mjög mikilvægur tónlistarmaður. Síðasta platan hennar, Velvet Rope (1997), var alveg frábært meistaraverk og fullt af spennandi hlutum að gerast. Ókei, spólum nú 15 ár aftur í tímann: Fyrsta sólóplatan hennar (sem sló í gegn), Control, breytti lífi mínu þeg- ar ég var órakaður unglingur árið 1986. Aldrei áður hafði ég heyrt neitt sem var jafn svalt og töff, enda markaði þessi plata tímamót að mörgu leyti. Hún var fyrsta tölvu- forritaða platan sem „grúvaði“, enda áttu samstarfsmenn Janetar, tvíeyk- ið Jimmy Jam og Terry Lewis, rætur að rekja til ýmissa fönkhljómsveita. Jú, þessi plata markaði upphafið að R’n’B-hreyfingunni eins og við þekkjum hana í dag. Samstarfið hef- ur haldist óslitið síðan, sem er mjög sjaldgæft í poppheimum. Á Control var Janet 19 ára, reið, ákveðin, uppreisnargjörn, sæt, ást- fangin og pínulítið gröð. Í dag er hún bara gröð! Hún er nýskilin við eig- inmann sinn til 8 ára, René Elizondo, en hann hefur ætíð verið í stúdíóinu hingað til. Og vitiði hvað? Þessi nýja plata frá Janet, All For You, er bara persónulegur sigur fyrir René Eli- zondo. Núna þegar hann er fjarri góðu gamni, þá fyrst heyrir maður hvursu stór hlutur hans var í laga- smíðum og útsetningum á fyrri plöt- unum. Ég fór á smániðurtúr þegar ég heyrði þessa nýju plötu fyrst. Núna er R’n’B orðið svo rækilega mark- aðssett bákn, og í stað þess að leiða hópinn er Janet orðin ein af honum! Allt er frekar fyrirfram ákveðið og fyrirsjáanlegt, og það er versti galli plötunnar. Janet eyðir alltof mikilli orku í að gera fyrrverandi eiginmann sinn afbrýðisaman, með því að segj- ast ætla að reyna við þennan og hinn og sitja mann og annan. Svo stynur hún á réttum stöðum og þá kemur rigning. Svo eru töluð innskot inn á milli flestra laganna þar sem Janet á að vera að segja eitthvað voða per- sónulegt og svo spyr hún strákana hvort upptökutækið hafi verið í gangi. Á að hljóma eins og slys eða spuni en er svo rækilega þaulæft að maður fer hjá sér. Síðan hvíslar hún textana stundum svo lágt að maður heldur að hún þjáist af síþreytu. Fyr- irgefðu Janet, en þetta heyrði ég líka hjá þér á plötunum Rhythm Nation (1989), Janet (1993) og Velvet Rope (1997). René hefur vitað nákvæmlega hve- nær átti að stoppa þau þrjú af, Janet, Jimmy og Terry, og skammað þau á réttum stöðum. Þegar Jimmy og Terry hafa unnið hliðarverkefni framhjá Janet hafa þeir nú ekki stað- ið sig neitt sjúklega vel, sb. lögin tvö á nýjustu Spice Girls-plötunni. Þá skortir auðheyranlega smá „contr- ol“! Ókei, nú er ég hættur að kvarta. Jan- et er eins og hvolpur sem horfir beint í augun á manni og maður kann ekki við ekki að skamma hann þótt hann sé búinn að pissa á teppið. Hún hefur líka skreytt líf manns með svo fjöl- mörgum flottum lögum sem hafa staðist tímans tönn. Auðvitað eru nokkur hér á þessari nýju plötu sem eiga eftir að feta í fótspor þeirra. Til dæmis titillagið vinsæla, „All For You“, er með yndislegar vísanir til níunda áratugarins í gamla Michael Jackson-sándið eins og það var á „Off The Wall“. Frábært æv- intýralegt dansvídeó fylgir því, Janet er líka dísæt … í fatnaði Fjandans. Svo eru þarna lög eins og „You Ain’t Right“ (flott hrynsósa), „Son Of A Gun“ sem hún syngur ásamt Carly Simon (smart pæling en spurning með viðlagið?). – „Someone To Call My Lover“ notast við hið frábæra gítarspil úr gamla America-laginu „Ventura Highway“. Næs! – Rólegu lögin sem virka eru „When We Oo- oo“, „Better Days“ og hið súper- erótíska „Would You Mind?“ Restin er algjört sull sem á hrað- spólun eina skilið. Ég elska þig Ja- net, en SKAMM fyrir að taka aðdá- endur þína sem gefna – og halda að þeir gleypi við sömu formúlunni ár eftir ár. Ég á alveg eftir að jafna mig á þessari nýju plötu og taka hana í sátt með tímanum. Ég þarf bara nokkrar róandi fyrst … Miss Jack- son! ERLENDAR P L Ö T U R Páll Óskar, tónlistarmaður, fjallar um nýútkomna sóló- plötu Janet Jackson, sem heitir All For You.  Janet stynur á réttum stöðum Páll Óskar slær á puttana á Janet fyrir að vanmeta aðdáendur sína. ÞAÐ ER alveg fordómalaust hægt að staðsetja kvikmyndina um The Pun- isher frá árinu 1989 á meðal þeirra verstu sem gerðar hafa verið um myndasöguhetju. Hreint út sagt hræðileg mynd og henni ekki til framdráttar að sænska vöðvabúntið Dolph Lundgren var í aðalhlutverki. Þar hefur einhver Hollywood-fram- leiðandi misskilið þann sjarma sem býr yfir „hetjunni“ allsvakalega. En þegar uppruni Refsarans er skoðaður er þessi misskilningur kannski ekki svo undarlegur. Förum aðeins yfir þetta. Hann birtist fyrst á síðum Amaz- ing Spiderman, tölublaði númer 129, árið 1974, sama ár og fyrsta myndin í Death Wish-myndaflokknum með Charles Bronson í aðalhlutverki varð afar vinsæl í Bandaríkjunum. Sið- fræði persónu Bronsons og Refsar- ans er mjög svipuð. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Þeir eru dómarar og böðlar í senn og lýsa yfir persónulegu stríði gegn glæpum. Ástæður þeirra eru einnig þær sömu. Báðir horfðu upp á fjölskyldur sínar misnotaðar og myrtar á hræði- legan hátt af miskunnarlausu glæpa- hyski. Munurinn er einna helst sá að skaparar myndasögu-„hetjunnar“ Frank Castle/Refsarans sökkva enn dýpra ofan í klisjusíkið. Castle er nefnilega stríðshetja sem hafði af- plánað herþjónustu sína, að sjálf- sögðu. Eftir missinn hverfur öll dóm- greind og hann gerist sjálfskipaður liðsforingi í eins manns her gegn glæpum New York-borgar. Það ætti því líka undir venjulegum kringumstæðum að vera hægt að setja persónusköpun Refsarans í flokk með þeim lömuðustu í sögu myndasagnanna. Til þess að ævintýri þessarar persónu geti á nokkurn hátt orðið athyglisverð eða skemmtileg aflestrar (já, eða áhorfs) fyrir hinn venjulega mann, sem ekki hefur brennandi áhuga á skotvopnum og blóðhefnd, er aðeins ein gryfja sem ber að forðast: Að taka hana ekki of alvarlega. Því miður hefur það nán- ast alltaf verið tilfellið. Eða þar til nú. Höfundurinn Garth Ennis, sem skipaði sér á meðal helstu mynda- söguhöfunda yngri kynslóðarinnar með hinni frábæru blaðaseríu Preac- her, tók nýverið þessa afvegaleiddu sögupersónu upp á sína arma. Fyrsta bókin er komin út og persóna Refs- arans tekur indælum og afar vel- komnum stakkaskiptum. Ennis er kaldhæðinn andskoti, á því leikur enginn vafi. Hann dundar sér t.d. við að limlesta persónur sínar á sem spaugilegastan hátt. Í blaða- seríunni um Preacher var alltaf stutt í grínið en hér er það allsráðandi. Þetta ævintýri á í raun meira skylt við myndir Zuckers, Abrahams & Zuckers (Naked Gun, Airplane o.fl.) en gömlu Bronson Death Wish-gikk- ina. Charles Bronson var aldrei svona fyndinn og Dolph Lundgren er (og verður líklegast alltaf!) fjarri góðu gamni. Ennis veit að ef Refs- arinn á að hafa einhvern sjarma, verður hann að vera „drep“-fyndinn. MYNDASAGA VIKUNNAR Refsarinn drepfyndni Birgir Örn Steinarsson The Punisher: Welcome back, Frank eftir Garth Ennis. Teiknað af Steve Dillon. Útgefið af Marvel Knights 2001. Fæst í mynda- söguverslun Nexus. biggi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.