Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 25

Morgunblaðið - 31.05.2001, Side 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 25 Danir greiða langhæst verð fyrir matvöru í Evrópusambandinu og segja dönsku neytendasamtökin ástæðuna ekki aðeins skattlagn- ingu heldur ekki síður fákeppni. Gerður var samanburður á neysluverði í öllum fimmtán að- ildarlöndum ESB og reyndist danska innkaupakarfan nærri því tvöfalt dýrari en sú spænska, þar sem verðið var lægst. Borið var saman verð á algeng- um matvörum, svo sem kart- öflum, eggjum, osti, mjólk, jógúrt, beikoni, laxi, banönum og kíwí. Verðið var samanlagt 1.560 ísl. krónur á Spáni en 2.600 ísl. krón- ur í Danmörku. Næsthæsta verð- ið var í Hollandi, 2.340 ísl. krónur og þriðja hæsta í Svíþjóð, Frakk- landi og Belgíu á 2.260 ísl. krón- ur. Sem dæmi um verð má nefna að Danir greiða 33% hærra verð fyrir lax en íbúar ESB að jafnaði og 75% hærra verð fyrir kart- öflur. Virðisaukaskatti á mat er kennt um hátt verð í Danmörku en sé hann dreginn frá sitja Dan- ir engu að síður á botninum með dýrustu innkaupakörfuna. Villy Dyhr hjá dönsku neytendasam- tökunum kennir fákeppni um en þrjár stórar verslanakeðjur eru alls ráðandi á dönskum matvöru- markaði. Þetta á einnig við um matvælaframleiðendur, t.d. ráða Arla mjólkurbúin um 90% danska markaðarins. Talsmenn verslananna vísa þessu flestir á bug, segja harða samkeppni í gangi og kenna op- inberum gjöldum og háum laun- um um. Dyhr segir það ekki rétt þar sem laun séu svipuð í Svíþjóð og Hollandi þótt verð á matvöru sé þar miklu lægra.  Í áðurnefndri innkaupakörfu voru:  1 kg perur  6 egg  250 gr gouda-ostur  2 l mjólk  500 gr svínakótilettur  1 l ávaxtajógúrt  250 gr beikon  500 gr lax  250 gr urriði  1 kg bananar  500 gr kiwi Verðkönnun á ýmsum matvörum í 15 aðildarlöndum innan Evrópusambandsins Matvöruverð reyndist langhæst í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Er varasamt að sjóða kaffi í álkönnum? Getur það haft heilsuspillandi áhrif að sjóða til dæmis kaffi í ál- könnu og elda mat í álpottum? Níels Breiðfjörð Jónsson efna- fræðingur hjá eiturefnasviði Holl- ustuverndar ríkisins segir ekki vera einhlítt svar við spurningunni en notkun álkanna og potta sé umdeild, sumir telja það vera hættulaust fyr- ir líkamann en aðrir hættulegt þar sem ál er talið losna úr pottum og könnum og safnast fyrir í fólki. „Gallinn er sá að áhrif áls á heilsu hafa lítið verið rannsökuð. Sumir hafa horn í síðu þess í ýmsu sam- hengi, hafa meðal annars rakið tengsl þess til Alzheimer-sjúkdóms- ins.“ Notkun á áli hefur aukist mjög á undanförnum árum, að mati Níels- ar, m.a. notkun áldósa og alls kyns álumbúða undir matvæli. Í stað áls er unnt að nota króm- stál eða rústfrítt stál en sumar teg- undir eru eitraðar og henta því alls ekki sem ílát undir mat og drykki. Er neysla hrárra eggja varasöm? Í Danmörku hafa neytendur ver- ið varaðir við að borða hrá egg því rekja má margar sýkingar til neyslu á þeim. Hefur komið upp salmonella í eggjum hérlendis? „Við höfum ekki fundið salmon- ellu í varphænsnum eða eggjum hér á landi,“ segir Jarle Reiersen dýra- læknir alifuglasjúkdóma hjá yfir- dýralækni. „Aðalforsenda fyrir þessum ár- angri sem hefur náðst hér á landi er að stofnarnir eru lausir við salmon- ellu. Varphænustofnarnir koma frá Noregi og þar eru þeir prófaðir vikulega með tilliti til salmonellu. Innfluttir stofnar eru síðan prófaðir á meðan þeir eru í sóttkví. Síðan gerum við prófanir við slátrun en varphænum hér á landi er slátrað rúmlega eins árs. Íslenskir neytend- ur eiga því að geta áhyggjulausir neytt eggja þótt þau séu ekki soðin fyrst.“ Spurt og svarað um neytendamál NÝKAUP hefur hafið inn- flutning á nýuppteknum kartöflum frá Frakklandi. Verðið er 399 krónur til að byrja með en mun lækka á næstu vikum. Fyrst um sinn eru kartöflurnar fluttar með flugi til landsins þar sem fyrsta uppskera þolir ekki flutning með skipi sökum stutts geymsluþols. Nýjar kart- öflur frá Frakklandi DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.