Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 25 Danir greiða langhæst verð fyrir matvöru í Evrópusambandinu og segja dönsku neytendasamtökin ástæðuna ekki aðeins skattlagn- ingu heldur ekki síður fákeppni. Gerður var samanburður á neysluverði í öllum fimmtán að- ildarlöndum ESB og reyndist danska innkaupakarfan nærri því tvöfalt dýrari en sú spænska, þar sem verðið var lægst. Borið var saman verð á algeng- um matvörum, svo sem kart- öflum, eggjum, osti, mjólk, jógúrt, beikoni, laxi, banönum og kíwí. Verðið var samanlagt 1.560 ísl. krónur á Spáni en 2.600 ísl. krón- ur í Danmörku. Næsthæsta verð- ið var í Hollandi, 2.340 ísl. krónur og þriðja hæsta í Svíþjóð, Frakk- landi og Belgíu á 2.260 ísl. krón- ur. Sem dæmi um verð má nefna að Danir greiða 33% hærra verð fyrir lax en íbúar ESB að jafnaði og 75% hærra verð fyrir kart- öflur. Virðisaukaskatti á mat er kennt um hátt verð í Danmörku en sé hann dreginn frá sitja Dan- ir engu að síður á botninum með dýrustu innkaupakörfuna. Villy Dyhr hjá dönsku neytendasam- tökunum kennir fákeppni um en þrjár stórar verslanakeðjur eru alls ráðandi á dönskum matvöru- markaði. Þetta á einnig við um matvælaframleiðendur, t.d. ráða Arla mjólkurbúin um 90% danska markaðarins. Talsmenn verslananna vísa þessu flestir á bug, segja harða samkeppni í gangi og kenna op- inberum gjöldum og háum laun- um um. Dyhr segir það ekki rétt þar sem laun séu svipuð í Svíþjóð og Hollandi þótt verð á matvöru sé þar miklu lægra.  Í áðurnefndri innkaupakörfu voru:  1 kg perur  6 egg  250 gr gouda-ostur  2 l mjólk  500 gr svínakótilettur  1 l ávaxtajógúrt  250 gr beikon  500 gr lax  250 gr urriði  1 kg bananar  500 gr kiwi Verðkönnun á ýmsum matvörum í 15 aðildarlöndum innan Evrópusambandsins Matvöruverð reyndist langhæst í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Er varasamt að sjóða kaffi í álkönnum? Getur það haft heilsuspillandi áhrif að sjóða til dæmis kaffi í ál- könnu og elda mat í álpottum? Níels Breiðfjörð Jónsson efna- fræðingur hjá eiturefnasviði Holl- ustuverndar ríkisins segir ekki vera einhlítt svar við spurningunni en notkun álkanna og potta sé umdeild, sumir telja það vera hættulaust fyr- ir líkamann en aðrir hættulegt þar sem ál er talið losna úr pottum og könnum og safnast fyrir í fólki. „Gallinn er sá að áhrif áls á heilsu hafa lítið verið rannsökuð. Sumir hafa horn í síðu þess í ýmsu sam- hengi, hafa meðal annars rakið tengsl þess til Alzheimer-sjúkdóms- ins.“ Notkun á áli hefur aukist mjög á undanförnum árum, að mati Níels- ar, m.a. notkun áldósa og alls kyns álumbúða undir matvæli. Í stað áls er unnt að nota króm- stál eða rústfrítt stál en sumar teg- undir eru eitraðar og henta því alls ekki sem ílát undir mat og drykki. Er neysla hrárra eggja varasöm? Í Danmörku hafa neytendur ver- ið varaðir við að borða hrá egg því rekja má margar sýkingar til neyslu á þeim. Hefur komið upp salmonella í eggjum hérlendis? „Við höfum ekki fundið salmon- ellu í varphænsnum eða eggjum hér á landi,“ segir Jarle Reiersen dýra- læknir alifuglasjúkdóma hjá yfir- dýralækni. „Aðalforsenda fyrir þessum ár- angri sem hefur náðst hér á landi er að stofnarnir eru lausir við salmon- ellu. Varphænustofnarnir koma frá Noregi og þar eru þeir prófaðir vikulega með tilliti til salmonellu. Innfluttir stofnar eru síðan prófaðir á meðan þeir eru í sóttkví. Síðan gerum við prófanir við slátrun en varphænum hér á landi er slátrað rúmlega eins árs. Íslenskir neytend- ur eiga því að geta áhyggjulausir neytt eggja þótt þau séu ekki soðin fyrst.“ Spurt og svarað um neytendamál NÝKAUP hefur hafið inn- flutning á nýuppteknum kartöflum frá Frakklandi. Verðið er 399 krónur til að byrja með en mun lækka á næstu vikum. Fyrst um sinn eru kartöflurnar fluttar með flugi til landsins þar sem fyrsta uppskera þolir ekki flutning með skipi sökum stutts geymsluþols. Nýjar kart- öflur frá Frakklandi DILBERT mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.