Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 155. sinn í gær og fór at- höfnin fram í Háskólabíói þar sem mikið fjölmenni var samankomið. Alls brautskráðist 191 stúdent, 15 úr fornmáladeild, 55 úr ný- máladeild, 32 úr eðlisfræðideild og 89 úr náttúrufræðideild. Ragnheiður Torfadóttir, sem gegnt hefur starfi rektors við MR frá árinu 1995, lætur af störfum 1. ágúst nk. og tekur Yngvi Pétursson, konrektor skólans, við af henni. Í ræðu sinni minntist Ragnheiður meðal annars á tvo af fyrstu kenn- urum skólans, þá Sveinbjörn Eg- ilsson og Björn Gunnlaugsson, og sagði að þeir væru öllum í MR nær- tækt dæmi um menn sem hefðu ver- ið boðberar menningar og vísinda. Þeir hefðu rutt yngri mönnum braut og væru þeim leiðarljós. Við nýstúdenta sagði hún jafnframt: „Hvar sem leiðin liggur hafið þið alltaf frelsi til að brjóta heilann, efast, spyrja spurninga og leita svara“ og vísaði þar til orða franska heimspekingsins Decartes. Í kveðjuorðum sínum sagði Ragn- heiður: „Það má með sanni segja að Menntaskólinn, antiqua mater alma, hafi mig unga alið. Ég kom í skólann 15 ára og hef aðeins verið fjarri honum tvisvar sinnum tvö ár. Starfsferillinn hófst þegar ég var rektorsritari á morgunvakt vet- urinn eftir að ég varð stúdent. Þá var mitt fyrsta verk á morgnana að ganga í allar stofur, taka manntal og hringja í þá nemendur sem voru ekki komnir. Þá um veturinn fékk ég kveðju frá strákunum í 5.X. Á kortinu stóð: „Til morgunsólar Menntaskólans“ og kveðjan hófst á vísuorðunum: Þig ætíð vermi vorsól heit og verndi hér í skóla. Mér finnst, þegar allt er á litið, að þeim hafi orðið að ósk sinni.“ Þá þakkaði hún kennurum, vinum og félögum á kennarastofunni og öllu samstarfs- fólki sem hefði gert veruna í skól- anum ánægjulega. „Ég þakka ekki síst öllum nemendum mínum. Ég þakka skólanum og óska honum bjartra daga um ókomin ár og ald- ir,“ sagði Ragnheiður og að því búnu risu allir úr sætum og klöpp- uðu. Í MR er til siðs að elsti kennarinn kveðji fráfarandi rektor á skólaslit- um og kom það í hlut Eiríks Har- aldssonar. Hann lætur einnig af störfum við skólann en hann var ráðinn til MR haustið 1956. Fram kom í skýrslu skólans sem rektor lagði fram að henni þætti sárt að sjá hvernig tíminn hefði fengið að leika gömlu húsin án þess að bætt hefði verið úr með viðhaldi og endurgerð sem þeim hæfði. „Þetta á sérstaklega við um skóla- húsið, sem geymir ekki aðeins sögu Lærða skólans og Menntaskólans, heldur einnig sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga, þar sem það hýsti end- urreist Alþingi sumurin 1845–79 og þjóðfundinn 1851.“ Afmælissöngur fyrir dúx skólans Dux Scholae Menntaskólans í Reykjavík að þessu sinni er Þór- ólfur Nielsen með ágætiseinkunn- ina 9,36 en semidux varð Svanur Pétursson með ágætiseinkunina 9,27. Þórólfur varð tvítugur í gær og sungu hátíðargestir afmælissöng- inn fyrir hann. „Það er rosalega gaman að vera dúx og skemmtilegt að brautskráningin er á sjálfum af- mælisdeginum. Þetta gerist varla betra.“ Hann segir að mikla vinnu, aga og skipulag þurfi til að svo vel gangi í námi en þó hefur það ekki bitnað á félagsstarfi. „Ég hef haft einna mest að gera í ár á þessum fjórum árum en ég hef verið að æfa handbolta nokkrum sinnum í viku með Stjörnunni.“ Aðspurður sagðist hann ætla að starfa í sumar hjá Landsvirkjun við sogstöðvar og vinna að aðhaldi í kringum virkjanirnar en þetta er fimmta sumarið sem Þórólfur starf- ar þar. „Í haust mun ég svo hefja nám í læknisfræði og það verður svaka álag en ég hef góðan und- irbúning, bæði úr MR og svo úr Flataskóla og Garðaskóla,“ en hann segir að það hafi verið einstakt að vera í MR og þar ríki mjög góður andi. Hæsta einkunn frá upphafi Að venju fengu fjölmargir stúd- entar viðurkenningu og voru bóka- og peningaverðlaun afhent af því tilefni. Alls fengu tíu stúdentar ágæt- iseinkunn og tíu remanentar, en það eru nemendur í 3., 4. og 5. bekk. Hæstu einkunn remanenta hlaut Eyvindur Ari Pálsson 4. M, 9,92. Það er hæsta einkunn sem gefin hefur verið við skólann. Þá voru embættismönnum við skólann sem brautskráðust veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu skólans. Ragnheiður Torfadóttir rektor kvaddi MR á skólaslitum í gær Andi hugvits og menningar hefur alltaf verið í Menntaskólanum Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Torfadóttir rektor óskar Þórólfi Nielsen, Dux Scholae, til hamingju með árangurinn. HARALDUR Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson urðu í fyrri- nótt frá að hverfa í atlögu sinni á tind Denali, hæsta fjalls N-Amer- íku, vegna veðurs. Hvassviðri og miklir kuldar eru á fjallinu og sneru þeir félagar aftur í efstu búð- ir. Veðurspá er óhagstæð næstu daga, það er kalt og hvasst á fjall- inu. Þeir eru í efstu búðum í 5.200 metra hæð og munu síðar í dag taka ákvörðun um hvort þeir fari niður í svokallaðar læknabúðir þús- und metrum neðar meðan þeir bíða af sér veður. Þeir félagar eru við góða heilsu. Sneru aftur frá Denali FRAMKVÆMDIR standa nú yfir í Hvalnesskriðum í sunnanverðu Kambanesi við Breiðdalsvík þar sem mörg hundruð þúsund rúmetrar eru færðir úr hlíðum fjallsins við gerð nýs vegar á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Af þessu hafa skap- ast nokkrar umferðartafir. Guðjón Magnússon, hjá Vega- gerðinni á Reyðarfirði, segir að veg- arkaflinn sé um 4,6 km langur og hann verði að stærstum hluta á sama stað og áður en sums staðar færist hann neðar í hlíðina. Fram- kvæmdirnar miða m.a. að því að minnka líkur á grjóthruni á veginn sem hefur verið nokkuð um. Verk- lok eru áætluð um mitt næsta sum- ar. Morgunblaðið/Albert Kemp Miklar framkvæmdir standa yfir í Kambanesskriðum. Nýr vegur gerður um Hvalnesskriður RAGNAR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs hjá Norðuráli, segir að fyrirtækið vonist eftir því að svör fáist nú í júnímánuði við því hvort hægt verður að ráðast í stækkun verksmiðju fyrirtækisins á Grund- artanga. Ragnar sagði að þeir tveir fund- ir sem verið hefðu með stjórnvöld- um og Landsvirkjun á miðvikudag- inn væru liður í röð funda sem verið hefðu undanfarið og ættu eftir að vera á næstunni. Engin sérstök tímamót hefðu verið í þessum efnum nú að öðru leyti en því að Kenneth Peterson hefði ver- ið á þessum fundum. Hann hefði ekki mikið verið hér á landi und- anfarin 2–3 ár og því hefðu fund- irnir bæði verið vinnufundir og til upplýsingar fyrir hann um stöðu mála. Viðræður ganga samkvæmt áætlun „Það má segja að það séu í raun og veru viðræður í fullum gangi og gangi samkvæmt áætlun en það er ekki komin nein niðurstaða enn þá, hvorki í viðræðum um orkuna né gagnvart hinu opinbera um skatta- mál og aðstöðu,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þeir hefðu lagt á það áherslu að meginlínur í þess- um efnum gætu legið fyrir helst nú í júní til þess að þeir gætu tek- ið ákvörðun um hvort það eigi að halda áfram með verkefnið eða ekki. Það sem þeir væru að leita eftir væru forsendur varðandi orkuverð annars vegar og svo skatta- og þjónustumál hins vegar. Þegar þær lægju fyrir væri hægt að leggja mat á arðsemi verkefn- isins. „Ef við metum það svo að arð- semin sé fullnægjandi eða líkur á að við náum ásættanlegri niður- stöðu verður haldið áfram og ef svo er ekki verður ekki haldið áfram,“ sagði Ragnar. Norðurál vonast eftir svör- um í júní VISTKERFI sjávar á miðunum umhverfis Ísland hefur breyst til batnaðar á síðustu fjórum árum og nýjar athuganir í vorleiðangri Haf- rannsóknastofnunar sýna jákvæðar niðurstöður varðandi stöðu vist- kerfisins. Þessar jákvæðu breyting- ar koma aðallega til vegna þess að hlýrri sjór og saltari hefur streymt sunnan úr Atlantshafi undanfarin ár með þeim afleiðingum að vist- kerfið verður jákvæðara í heild fyr- ir fiskinytjastofna. Svend-Aage Malmberg, haffræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að undanfarin fjögur ár hafi verið hlýrri og saltari sjór við land- ið heldur en verið hafi í nokkuð langan tíma þar á undan, og þá sér- staklega fyrir norðan og austan, heldur en var á nokkuð löngum tíma þar áður. Erfitt er að henda reiður á ástæðum þessara breyt- inga sem orsakast af sveiflum í líf- ríkinu og straumum sunnan og norðan úr höfum. „Þessar breytingar til batnaðar hafa verið í fjögur ár a.m.k. á mið- unum við landið. Þar er meiri út- breiðsla á hlýrri sjó sunnan úr Atl- antshafinu og hann er saltari líka. Við teljum yfirleitt að slíkar breyt- ingar séu jákvæðar og teljum þetta vera gott fyrir vistkerfið í heild og höfum reynslu af því líka.“ Svend segir erfitt að meta hvaða áhrif breytingarnar hafi á einstaka fiskistofna en almennt séð hafi ástandið í sjónum á undanförnum misserum verið að mestu í takt við ástandið sem var fyrir hafísárin á sjöunda áratugnum og hafi náð sér nokkuð vel á strik. Mestu svipting- arnar eru fyrir norðan og austan landið þar sem kaldi sjórinn kemur úr norðri á móti hlýja sjónum og geta sveiflurnar orðið allt frá 0 upp í 5 gráður. Þrátt fyrir að erfitt sé að meta áhrif á einstaka fiskistofna segir Svend að benda megi á að sam- kvæmt nýjum niðurstöðum Haf- rannsóknastofnunar á stofnstærð þorsksins séu góðir, ungir árgangar á leiðinni, og það sé í takt við það að árferði hafi farið batnandi á und- anförnum árum. Þá hafi komið mjög góðar niðurstöður í ljós í vor- leiðangri Hafró, sem kynntar verða fljótlega. Vistkerfi sjáv- ar batnað undanfarin ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.