Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórn Reykjavíkur gagn-
rýndu ársreikninga borgarinnar
harkalega á blaðamannafundi í gær
og segir Inga Jóna Þórðardóttir,
oddviti flokksins, að reikningarnir
einkennist af gríðarlegri skuldasöfn-
un á tímum góðæris og tapreksturs
fyrirtækja í eigu borgarinnar, sem
kjörnir fulltrúar eigi ekki undir nein-
um kringumstæðum að sjá um rekst-
ur á. Þá sagði Inga Jóna að í kynn-
ingu borgarstjóra á ársreikningum
væri ekki dregin upp rétt mynd af
fjárhagsstöðu borgarinnar.
„Það sem einkennir ársreikning-
inn er mjög mikil hækkun skatt-
tekna og um leið hækkun útgjalda.
En það sem gerist í þessari upp-
sveiflu er að hún er ekki nýtt, þessar
auknu skatttekjur, til að greiða niður
skuldir. Á fréttamannafundi borgar-
stjóra var fjallað um að náðst hefði
verulegur tekjuafgangur hjá borgar-
sjóði. Þar nefndi borgarstjóri að
tekjuafangurinn á árinu 2000 væri
1.919 milljónir króna. Sú tala er
fengin af tveimur tölum, það er ann-
ars vegar rekstrarafgangur sem eru
966 milljónir og framlög til lífeyris-
skuldbindinga 952 milljónir. Ég hlýt
að vekja athygli á því að innifalið í
þessari tölu er sala og uppgjör vegna
Sjúkrahúss Reykjavíkur upp á 1.626
milljónir króna. Þannig að þegar sú
tala er tekin út er raunverulegur
tekjuafgangur 293 milljónir króna og
ef við skoðum hann óháð lífeyris-
framlaginu, þá erum við með raun-
verulegan rekstrarhalla.“
Að sögn Ingu Jónu leggja sjálf-
stæðismenn megináherslu á að
draga fram hve skuldir borgarinnar
hafi aukist gríðarlega frá því að R-
listinn tók við völdum árið 1994. Á
þeim tíma hafi hreinar skuldir borg-
arinnar aukist úr 3,7 milljörðum árið
1993 í tæpa 23 milljarða árið 2000 og
samkvæmt áætlun verði hreinar
skuldir borgarinnar orðnar tæpir 27
milljarðar á þessu ári. Þá sagði Inga
Jóna að á árunum 1995 til 1997 hafi
verið gengið á eignir borgarinnar og
innstæður sjóða hjá einstökum
stofnunum borgarinnar.
Inga Jóna sagði skuldir borgarinn-
ar hafa aukist um 8 milljónir á hverj-
um degi á valdatíð R-listans og áhrif
þeirrar skuldsetningar myndu fyrr
en síðar lenda á borgarbúum. Þá væri
þróunin sláandi í samanburði við önn-
ur sveitarfélög og ríkið, þar sem
hreinar skuldir Reykjavíkurborgar
hafi sjöfaldast á átta árum á meðan
ríkið hafi greitt niður og minnkað sín-
ar skuldir og önnur sveitarfélög aukið
skuldir sínar lítillega.
Á fundinum kom fram að sjálf-
stæðismenn hafi ítrekað varað við
því að borgin taki á sig fjárhagslegar
skuldbindingar með þátttöku í
áhættusömum atvinnurekstri og
reynslan af rekstri Línu.Nets sýni að
þau varnaðarorð hafi síst verið of
gætileg. Inga Jóna sagði reikninga
fyrirtækisins vera nýtt innlegg í árs-
reikninga Reykjavíkurborgar sem
gerði að verkum að ársreikningurinn
sýndi nú allt aðra mynd en áður hefði
sést.
„Það er að segja mynd af athafna-
starfsemi kjörinna fulltrúa í verkefn-
um og fyrirtækjarekstri sem að okk-
ar áliti kjörnir fulltrúar eiga ekki að
standa í undir nokkrum kringum-
stæðum og ekki á að nota fjármuni
almennings til.“
Að sögn Ingu Jónu er það ekki alls
kostar rétt sem borgarstjóri hafi
haldið fram, að í ársreikningum
borgarinnar væri um óverulegt frá-
vik að ræða frá áætlunum. Sem
dæmi um veruleg frávik megi taka
reikninga Orkuveitu Reykjavíkur og
dótturfyrirtækisins Línu.Nets.
Áætlaðar heildarskuldir Orkuveit-
unnar hafi verið 11,7 milljarðar árið
2000 en samkvæmt ársreikningum
nemi skuldirnar 14,9 milljörðum og
hafi því aukist um tæp 27% frá áætl-
un. Þá hafi nettóskuldir án lífeyris-
skuldbindinga aukist um 34,5%.
Hagnaður Orkuveitunnar hafi verið
áætlaður 619 milljónir árið 2000 en
hafi hins vegar aðeins numið 389
milljónum, sem er 37% minna en
gert var ráð fyrir.
„Meginskýringin á þessari breyt-
ingu Orkuveitunnar er taprekstur á
Línu.Neti hf. og þá erum við komin
að því fyrirtæki sem sýnir veruleg
frávik,“ sagði Inga Jóna. Áætlanir
hafi gert ráð fyrir að heildarskuldir
fyrirtækisins myndu nema 390 millj-
ónum króna árið 2000 en samkvæmt
ársreikningum nema þær 1,6 millj-
örðum króna, sem er tæplega 324%
aukning skulda. Þá nam tap fyrir-
tækisins á síðasta ári 471 milljón
króna en áætlanir gerðu ráð fyrir
149 milljóna króna tapi.
Heildarskuldir jukust um 5,5
milljarða umfram áætlun
Inga Jóna sagði Orkuveituna upp-
haflega hafa sett 200 milljónir inn í
fyrirtækið og þegar sverfa fór að á
síðasta ári hafi verið ákveðið að auka
hlutaféð og Orkuveitan hafi þá keypt
hlutafé fyrir tæpar 100 milljónir
króna. „Í þessari viku kom síðan í
ljós að enn þarf að sækja peninga í
sjóði Orkuveitunnar til að standa
undir þessu fyrirtæki. Nú var verið
að samþykkja viðbótarhlutafjár-
aukningu í þetta fyrirtæki sem mun
kosta Orkuveitu Reykjavíkur 220
milljónir.“
Að sögn Ingu Jónu er þessi
ákvörðun tekin þrátt fyrir að Helgi
Hjörvar, forseti borgarstjórnar og
varaformaður Línu.Nets, hafi í sam-
tali við Viðskiptablaðið 2. maí sl. lýst
því yfir að ekki stæði til að Reykja-
víkurborg eða fyrirtæki á hennar
vegum legðu aukið fjármagn í rekst-
ur fyrirtækisins.
Þá tók Inga Jóna fleiri dæmi um
frávik frá áætlunum sem fram koma
í ársreikningum borgarinnar. Þar
kemur fram að heildarskuldir
Reykjavíkurborgar án lífeyrisskuld-
bindinga, þ.e. samstæðunnar allrar
með borgarsjóði og fyrirtækjum í
eigu borgarinnar, hafi aukist um 5,5
milljarða króna umfram áætlun, eða
18,3%, og nettóskuldir án lífeyris-
skuldbindinga hafi aukist um 4,8
milljarða, eða 26,5%. Framlag til
SVR hafi verið aukið um 20,1% frá
áætlun og tap hafi orðið á rekstr-
inum um 354 milljónir þó að gert hafi
verið ráð fyrir að reksturinn yrði
rekinn á sléttu.
J0afnframt tók Inga Jóna sem
dæmi að heildarskuldir Félagsbú-
staða hf. hefðu aukist um 12,7% og
nettóskuldir um 14,1%, eða um 607
milljónir. Þá sýni ársreikningar að
Reykjavíkurhöfn sé í fyrsta skipti í
sögunni rekin með tapi og heildar-
skuldir hafi aukist um 34% og nettó-
skuldir án lífeyrisskuldbindinga auk-
ist úr 90 milljónum í 441 milljón
króna, sem er 390% aukning.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna ársreikninga Reykjavíkurborgar
Einkennast af gríðarlegri
skuldasöfnun í góðæri
Morgunblaðið/Jim Smart
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson á fundi Sjálfstæðismanna um
ársreikninga Reykjavíkurborgar.
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
mann til að greiða Frjálsa fjárfest-
ingarbankanum 547 þúsund krónur
ásamt dráttarvöxtum frá árinu
1996.
Um var að ræða skuld sem
myndaðist vegna taps mannsins á
verðbréfaviðskiptum sem Fjárfest-
ingarfélagið Skandia sá um fyrir
hann á árunum 1993-1996. Viðskipt-
in voru aðallega um afleiðusamn-
inga, einkum valréttarsamninga. Á
viðskiptunum tapaði maðurinn alls
1.999.620 krónum. Hann lagði í
upphafi fram fé til viðskiptanna, en
þegar á leið lagði Skandia út fyrir
skuldbindingum hans og myndaðist
við það skuld mannsins við félagið.
Frjálsi fjárfestingarbankinn, sem
tók yfir réttindi og skyldur
Skandia, krafði manninn um skuld-
ina.
Maðurinn hafnaði greiðsluskyldu
og bar því einkum við að til við-
skiptanna hefði að nokkru verið
stofnað án síns samþykkis, auk
þess sem ráðgjöf Skandia hefði ver-
ið ábótavant. Hæstiréttur taldi hins
vegar að þótt maðurinn hefði ekki
samþykkt öll viðskiptin hefði hann
með athafnaleysi sínu orðið skuld-
bundinn af þeim.
Sýnt þótti að manninum hefði
verið kynnt eðli viðskiptanna og sú
áhætta sem þeim fylgdi. Var því
ekki fallist á að ráðgjöfinni hefði
verið svo ábótavant að skuldbind-
ingar mannsins við Skandia væru
niður fallnar eða að stofnast hefði
til bótaréttar hans á hendur
Skandia. Þótti það ekki hagga því
að Skandia hafði vanrækt skyldu
sína til að gera skriflegan samning
við manninn.
Greiði tap vegna
verðbréfaviðskipta
RÍKISÚTVARPIÐ hefur hafið inn-
heimtu útvarpsgjalds af fyrirtækjum
vegna útvarpstækja í fyrirtækjabíl-
um. Um er að ræða nýja lagafram-
kvæmd en Samtök atvinnulífsins
segja að innheimtan byggist á reglu-
gerðarákvæði sem ekki eigi sér ótví-
ræða stoð í lögum.
Fjallað er um málið í fréttabréfi
samtakanna, sem kom út í gær, en
þar segir m.a. að óviðunandi sé að
fyrirtæki séu krafin um opinber
gjöld án ótvíræðrar lagastoðar.
Bent er á að í lögum um Ríkisút-
varpið sé hvergi minnst á sérstaka
gjaldtöku vegna útvarpa í bifreiðum,
hvorki einkabifreiðum né atvinnubif-
reiðum. Löggjafinn veiti hins vegar
heimild til afslátta til fyrirtækja og
stofnana vegna fjölda viðtækja á
sama stað. Þetta megi skilja svo að
ekki hafi verið höfð í huga gjald-
heimta vegna tækja sem eru í bílum
eða í fórum einstaklinga á ferð og
flugi.
„Einstök fyrirtæki munu hafa
samið við RÚV um verulegan afslátt
af umræddu gjaldi með tilliti til
fjölda fyrirtækjabíla. Viðkomandi
fyrirtæki eru seinþreytt til vand-
ræða og hafa kosið að ganga til
samninga við RÚV um upphæð
gjaldsins. Engin ákvæði eru hins
vegar um slíkan afslátt í gildandi
reglugerð. Þar er hins vegar að finna
ítarleg ákvæði um afslátt vegna
fjölda sjónvarpa og útvarpa í sjúkra-
húsum, gistihúsum, skipum og víð-
ar,“ segir ennfremur í fréttabréfinu.
SA átelja inn-
heimtu Rík-
isútvarpsins
SÍÐARI umræða um ársreikninga
fyrir árið 2000 hófst seint í gær-
kvöldi á borgarstjórnarfundi í Ráð-
húsi Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri, sagði í
samtali við Morgunblaðið að það
væri rangt sem Sjálfstæðisflokkur
hefur haldið fram að auknar skatt-
tekjur borgarinnar hafi ekki verið
nýttar til að greiða niður skuldir.
„Skuldir borgarsjóðs hafa verið
að minnka og það eru þær sem eru
greiddar með skattpeningum.
Skattpeningar eru ekki notaðir til
að greiða skuldir fyrirtækja í eigu
borgarinnar,“ sagði Ingibjörg. Hún
segir að Sjálfstæðismenn hafi inn-
leitt nýtt hugtak sem ekki sé notað
í reikningum sveitarfélaga en það
sé hrein skuldastaða. „En gott og
vel, nýtum þetta hugtak, hrein
skuldastaða borgarsjóðs fór í 12
milljarða 1996 og 10 milljarða 1994
en er nú 5 milljarðar. Þetta er auð-
vitað vegna þess að menn hafa
greitt niður skuldir, m.a. með
skattfé.“
Ingibjörg segir að á síðasta ári
hafi 4 þúsund milljónir verið af-
gangs þegar búið var að taka það
sem þurfti í reksturinn. „Á sama
tíma höfum við farið í endurbætur
og viðbyggingar á öllum skólum
borgarinnar nema þremur og
byggt nýja skóla. Alls hefur verið
fjárfest fyrir sjö milljarða í skól-
um.“
Hvað varðar skuldsetningu fyr-
irtækja borgarinnar segir Ingi-
björg að miklar fjárfestingar hafi
verið gerðar, t.d. Nesjavallavirkj-
un, og sú fjárfesting hafi skilað 700
milljónum króna í tekjur á þessu
ári og árstekjur af virkjuninni
muni ná 1700 milljónum króna þeg-
ar fram líða stundir.
Skuldir
borgar-
innar hafa
minnkað
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri
♦ ♦ ♦