Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ að læra íslensku er fyrst og fremst kennsla í hógværð. Sama hversu flinkir við útlendingarnir teljum okkur vera, íslenskan slær okkur alltaf við. Hins vegar halda marg- ir Íslendingar, sem plumma sig vel í útlönd- um, að það sé vegna eigin snilldar en ég mundi halda að það sé oftast hæfileika Íslend- inga til að læra erlend tungumál að þakka. Ís- lenskan er dásamlegt hjálpartæki. Það er bara verst að maður skuli þurfa að fara til landa þar sem enginn talar hana til að upplifa það. Íslensk tunga er næstum alltaf málfræðilega flóknari en franskan. Sjaldan verð ég þeirrar ánægju að- njótandi að hefna mín en það kemur þó fyrir. Tilvísunarfornöfn til dæmis. Á meðan íslenskan notar einfaldlega „sem“ í öllum útgáfum, býður fransk- an upp á fjölda valmöguleika í ýms- um tóntegundum, með óteljandi til- brigðum. Ég nýt þess í laumi að sjá nemendur mína flækjast, vaða mýr- arfen og sökkva, þar til ég kem þeim til bjargar. Því oftar en ekki er það ég sem er í þessum sporum. Í aldarfjórðung hef ég kennt Ís- lendingum móðurmál mitt. Alltaf er allt eins en þó allt öðruvísi. Kennslu- aðferðirnar breytast. Málfræði- kennsla var ekki í náðinni þegar ég byrjaði en hefur komið aftur. Maður kenndi með skyggnum og segulbandi og síðan kom myndvarpinn. Í dag er það sjálfsnám fyrir framan tölvu sem háskólanemar eru vitlausir í. Fínt! Áður en ég varð þátt- takandi í ljósritasvall- inu sneri ég spritt- stenslum og nemend- urnir önduðu áfengisþefnum að sér af áfergju. Persónulega hef ég alltaf verið hálf- hræddur við rafknúin kennslutæki. Ég kýs heldur að vera aleinn á pallinum fyrir framan nemendur með krít í hendi. Línudansari án öryggisnets. Og það er engin æfing tilbúin í minni tölvu. Nemendur hafa upp- lifað mig í gegnum tíðina sem svolítið eldri en þau, yngri en foreldrarnir, jafngamlan, eldri en ... Mér hefur far- ið fram í íslenskunni og ég þarf ekki lengur að vera með kúnstir til að gera mig skiljanlegan. Reyndar geri ég það ennþá en bara nemendum mínum til skemmtunar. Frakkland sem ég vísa til hefur breyst og Ísland ekki minna. Sem betur fer hafa málfræðireglurnar ekkert breyst. Maður þarf fasta punkta í lífinu. Ég verð að eilífu þakklátur (við hvern á ég að segja takk?) fyrir að vera í vinnu þar sem það að vera öðruvísi er kostur. Kannski hefur kennslan verið þerapía fyrir mig. Ég hef alltaf haft gaman af því að kenna byrjendum. Mér líkar þessi galdrastund þegar allt byrjar. Að læra nýtt tungumál er að byrja frá núlli. Ég veit ekkert um nemendurna og skólafortíð þeirra. Þeir eru hvorki góðir né lélegir. Þeir eru fyrir framan mig. Önnin byrjar og viðhorf mótast. Þessi viðhorf sem þola vonbrigði ef þau eru góð en sem svo erfitt er að leiðrétta ef þau verða neikvæð. Allir nemendur eru jafnir í byrjun. Ennþá hefur enginn fengið einkunn en síðan kemur þessi óhjákvæmilega stund þegar gjáin opnast á milli þeirra sem læra hratt og hinna. Þetta er spenn- andi tímabil fyrir kennarann þegar stroka þarf út ójafnvægið með því að spyrja veikustu nemendur auðveldra spurninga til að skapa vellíðan og samkennd í hópi þar sem allir geta hlegið saman og verið þátttakendur í sameiginlegri upplifun. Tungumálakennari sem kennir byrjendum spyr heimskulegra spurninga sem hann kann svörin við. Guðrún, comment tu t’appelles? (Guðrún, hvað heitir þú?) Sem betur fer sjá nemendurnir ekki hvað ástandið er fáránlegt, því þeir eru uppteknir af því að bera orðin fram. Quel âge as-tu? (Hvað ert þú gamall/ gömul?) Spyr maður einhvern sem maður þekkir ekki að þessu? Où est- ce que tu habites? (Hvar átt þú heima?) Kemur það mér við? Og það er ekki allt talið: Kennarinn sem bendir á borð og spyr hvað þetta sé eins og hann sé að sjá það í fyrsta skipti og nemendinn sem svarar kannski að þetta sé gluggi. Gettu bet- ur! Tungumál gleymast sem betur fer. Þau éta hvert annað upp. Fyrsta erlenda tungumál heldur velli en öðru og þriðja er ýtt til hliðar af því fjórða. Orðaforði og lymskulegar málfræðireglur gleymast eins og minningar. Heilabúið vinnur ekki betur en tölvuskepnan. Vinnuskap- andi fyrir tungumálakennara! Án eft- irsjár minnist ég tíma í latínustílum. Eru þeir ennþá til? Það hefur hins vegar veitt sjálfum mér sífellt end- urnýjaða ánægju að kenna í mörg ár franska stílagerð við Háskóla Ís- lands. Friðsamlegt mót tveggja tungumála er krefjandi og um leið blekkjandi æfing, þar sem nemand- inn lærir meira um sitt eigið tungu- mál sem hann uppgötvar en um er- lenda tungumálið sem hann er að læra. Og ég í sömu glímu er að upp- götva hið gagnstæða á meðan ég byggi hverja brúna á fætur annarri yfir lækinn sem aðskilur tungumálin tvö eða kasta stiklum út í vatnið til að hægt sé að vaða yfir fram og til baka að eilífu. Að vaða lækinn Gérard Lemarquis Í tilefni af alþjóðlegu tungumálaári birtir Morgunblaðið nokkrar greinar tengdar hinum ýmsu tungumálum. Hér fjallar Gérard Lemarquis um það að kenna Íslendingum frönsku. Greinar þessar eru birtar í sam- vinnu við Stíl, samtök tungumálakennara. Höfundur er kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Háskóla Íslands. ÁN þess að hafa kynnt sér álit Beethoven-spekinga sérstaklega um píanósónöturnar hans þrjár undir ópusnúmerinu 31 frá skapa- árinu 1802, þegar tilvistarkreppa tónskáldsins opinberaðist í hinni átakanlegu „Heiligenstadt“-erfða- skrá, slær það mann óneitanlega hvað Beethoven gat samið bjart- sýna tónlist í miðjum þessum and- legu hremmingum, eins og sést af m.a. fiðlusónötunum Op. 30. Hinn nýi heróíski stíll 2. tímabils var í burðarliðnum um þetta leyti með 3. sinfóníunni og í Op. 31 píanósón- ötunum er víða eins og verið sé að kveðja nýliðna tíð Mozarts og Ha- ydns með gamansamri eftirsjá og stundum stríðnislegri kergju. Í Es- dúr sónötunni t.d. strax í I. þætti (Allegro) með saumavélahröðum Alberti-bassa seinna aðalstefs, andspænis þvottekta löngunarfullri rómantík hins fyrra, og má finna álíka kostulegar andstæður á mörgum stöðum. Hinn angurværi Menúett (III.) er annað dæmi um nostalgískt innskot á milli nýsköp- unartilþrifa og í heild má segja að sónatan sé yfirfull af frjóum kont- röstum sem engu að síður ná að mynda furðuheilsteypta samfellu. Unni Fadilu Vilhelmsdóttur tókst að mörgu leyti vel upp í són- ötunni með sérlega skýrum leik og geirnegldum stakkatóum í hinu bobblandi gáskafulla Scherzói. Hins vegar hefði slagharpan stund- um mátt fá að syngja meira á kant- abílli stöðum, enda varla hægt að væna píanistann um að sigla á for- tepedalnum. Í Menúettnum vantaði m.a. fínleika í piano kontrasta Tríósins og í það heila tekið virtist leikið fullbeint af augum, án þess að staldra nægilega við skáldskap- inn með dýnamískri mótun og það- an af síður með litlum rúbatóum á vel völdum stöðum, sem að vísu má auðveldlega ofgera – en sem á hinn bóginn geta í algerri fjarveru leitt til vélræns yfirbragðs. Það voru góðir sprettir innan um í hinni dáfallegu 4. Ballöðu Chop- ins í f-moll en heildaráferð þess- arar erkipíanísku tónkrásar virtist samt eilítið hörð undir tönn og bættu ekki úr skák einstaka áslátt- arörður sem e.t.v. hefði mátt fúska sig fram úr en það virtist hvergi þekkjast í eldtærum áslætti pían- istans. Áttunda píanósónata Prokofjevs, sem hann lauk við 1944 og er síð- ust þriggja stríðssónatna hans, ber þrátt fyrir tilurðartímann nokkurn keim af upplyftri andagift 5. sin- fóníu hans, enda á köflum engu lík- ara en að maður heyri píanóúr- drátt af hljómkviðu, niðurfærða í svart-hvítt úr litadýrð þessa meist- ara orkestrunnar. Engu að síður er verkið hin njörvaðasta smíð fyrir hljóðfærið; gríðarlega kröfuhart fyrir flytjandann og kastar þó tólf- um í fingurbrjótandi lokaþættin- um. Það var afrek í sjálfu sér að leika þetta heljarlanga og eftir því flókna verk eftir minni og hefði í stöðunni kannski verið heppilegra að hafa nótur uppi til öryggis, því þegar á leið, og þá sérstaklega í fí- nalnum, tók að bera á æ fleiri gloppum sem margar hverjar hefðu getað stafað af misminni. Það þarf ekki litla hugprýði til að ljúka dagskrá í átökum við þvílíka tæknilega ófreskju og vakti verk- valið því meir undrun manns eftir því sem betur kom í ljós að vantaði verulega upp á það öryggi í flutn- ingi að verkið næði að „smella“ eins og sagt er, þrátt fyrir nokkra hressilega spretti í fyrstu tveimur þáttunum. Sónata Prokofjevs er eitt af þessum píanóverkum sem annaðhvort ná flugi eða steinfalla og því miður verður að segja að hið seinna var nær sanni að þessu sinni. Sérstaklega í téðum loka- þætti þar sem fjöldi hika og auka- atrenna báru áberandi vott um annaðhvort úthaldsskort, minnis- leysi eða einfaldlega vanæfingu. Ónærgætnir hlustendur myndu ef- laust orða það svo að píanóleik- arinn hefði hér reist sér hurðarás um öxl. Alltjent hlutu fíngerðari túlkunaratriði eins og hendinga- mótun og formskyn í þessu ljósi óhjákvæmilega að falla í skuggann. TÓNLIST S a l u r i n n Beethoven: Píanósónata nr. 18 í Es Op. 31,3. Chopin: Ballaða nr. 4 í f Op. 52. Prokofjev: Píanósónata nr. 8 í B Op. 52. Unnur Fadila Vilhelmsdóttir, píanó. Þriðjudaginn 5. júní kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Hurðarás um öxl Ríkarður Ö. Pálsson verk svo vel eigi að vera. Þó svo að Gillian Weir hafi flutt verkið óað- finnanlega og haldið utan um verkið frá A–Ö þá náði hún ekki að bjarga frekar sundurlausu og yfirborðslegu orgelverki. Introduction og passacaglía í d- moll eftir Max Reger er ekki mjög stórt í sniðum miðað við mörg hans verk af svipuðum toga, sem mörg hver eru ansi ofhlaðin af nótum og hljómamunstrum. Það er nokkuð að- gengilegt og vill fyrir þær sakir oft vera á dagskrá þeirra sem eru að byrja að feta hina hálu braut org- elleiksins og oftar en ekki vanmetið af þeim sem lengra eru komnir. Því var mjög ánægjulegt að heyra fersk- ÍSLAND hefur nú seinni árin orð- ið æ vinsælla hjá virtúósorganistum heim að sækja. Í þeim hópi eru taldir tveir af fremstu kvenorganistum Bretlands. Á síðasta ári fengum við í heimsókn til okkar Jennifer Bates, sem hélt námskeið fyrir íslenska organista, og nokkrum árum þar áð- ur kom Gillian Weir hér til tónleika- halds. Hér er hún komin aftur og nú með aðalstign í farteskinu, Dame Gillian. Eins og stendur í kynningu á hún mikinn og einstæðan feril að baki og hefur óvenju fjölbreytta efn- isskrá á takteinum. Tónleikarnir hófust á sex dönsum, samansöfnuðum af Pierre Attaign- ant (ca1531). Dansarnir, jafnt and- legir sem veraldlegir, voru að mestu leiknir með trompet og öðrum tung- uregisterum og sýndi Gillian Weir af mikilli smekkvísi litbrigði orgelsins og yfirmáta skýran og stílhreinan leik. Því næst var stokkið 400 ár fram í tíma með Te Deum eftir eina af kventónskáldum franska orgels- skólans, Jeanne Demessieux (1921– 1968). Verkið, sem er eitt þekktasta verk hennar, er fantasía um sléttu- sönginn Te Deum og ber þar mikið á hljómrænni framrás óskyldra hljómasambanda og tóntegunda sem leikin eru samtímis. Flutningurinn var hreint frábær og laus við alla til- burði að gera verkið að einhverri virtúós etýðu. Ciaccona í G dúr eftir suðurþýska organistann Georg Muffat (1652– 1704) var gott mótvægi við voldugt verk Demessieux. Eins og hin verkin í Apparatus Musico-Organisticus, en Ciaccona er úr því safni (það eina sem gefið var út eftir Muffat), skiptast á strangir og frjálsir kaflar samkvæmt hinni suður-þýsku hefð og í anda Frescobaldis og Frober- gers. Nafn Josephs Jongens birtist stundum á efnisskrám organista og er nafni hans oft haldið á lofti sem arftaka Césasar Francks. Frægðar- sól Jongens hefur þó ekki náð að skína nógu vel og er það ekki að ástæðulausu. Sonata Eroica eða Hetjusónata hans er mikið sinfón- ískt verk og örugglega ekki öllum gefið að halda utan um svo stórt an flutning Gillian Weir og virtist það hljóma sem nýtt verk í hennar höndum. Ekki var þó laust við að styrkleikabreyt- ingar í passacaglí- unni hafi verið ögn brattar í byrjun. Eftir Calvin Hampton (1938– 1984) voru fluttir 3 dansar (af 5). Í tón- leikaskrá stendur skrifað að Hamp- ton hafi fengið inn- blástur frá „Fimm auðveld verk fyrir tvö píanó“ eftir Stravinsky frá 1917. Fyrsti dans- inn „The Primitiv“ var, svo og hinir dansarnir, vel blandaður kokkteill af Bartok, Prokoffíev og Petr Eben, hrist saman með þrástefjum. Hann var, fyrir utan það að vera stórglæsi- lega fluttur, meistarastykki og von- ast ég til að fá að heyra hann, ásamt öllum dönsunum sem allra fyrst aft- ur. Síðasta tónskáld kvöldsins var nýgregorska orgeltónskáldið Mau- rice Duruflé (1902–1986). Hann var mikils metinn konsertorganisti og þótt ekki liggi eftir hann mikill fjöldi tónsmíða, var hann eitt fremsta org- eltónskáld Frakka á síðustu öld. Duruflé var mjög alvarlegur per- sónuleiki, mikill fullkomnunarsinni og átti hann það til að breyta verk- um sínum alveg fram í andlátið. Scherzo op. 2 rann liðlega áfram og Choral varié sur le théme du Veni Creator (ekki Choral carié eins og stóð í tónleikadagskrá) sem er loka- þáttur úr einu samhangandi verki Prélude, adagio et choral varié sur le théme du „Veni Creator“ opus 4, gæti hvergi passað betur raddlega séð en á Klais-orgel Hallgríms- kirkju. Kórallinn í upphafi hefði í mínum eyrum mátt vera ögn óbeisl- aðri. Lokatilbrigðin hefðu einnig vel þolað ögn meiri hraða í upphafi og hefði það þá verið nær þeim hraða- tilmælum sem Duruflé ritaði sjálfur og tók mjög alvarlega. Leikur henn- ar var þó mjög sannfærandi og þrátt fyrir þetta hefur hún eflaust haft eitthvað fyrir sér í þeim efnum, sem og því að spila ekki allt verkið heldur að skeyta stuttu Scherzóinu framan við. Persónulega hefði mér fundist meira spennandi að heyra Prélude, adagio et choral varié sur le théme du „Veni Creator“ í heild sinni, með hinni rismiklu kadenzu á undan lokaþættinum. Eftir mikið lófatak fengu áheyr- endur desert, Álfareið eftir Joseph Bonnet, sem var lærimeistari Páls Ísólfssonar er hann dvaldist í París. Í því mikla en hljóðláta fingurbrjót- arallýi fór frúin á kostum. Gaman væri að vita hvort Bonnet hafi haft íslenskar álfasögur sér til hliðsjónar. Það er því ekki ofsögum sagt að Gillian Weir sé frábær listamaður, sem hefur tileinkað sér skilning á öllum formum, stílum, yfirmáta skýrum áslætti, tækni og innsæi fyr- ir þeim stöðum er hún leikur á hverju sinni. TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Gillian Weir lék verk eftir Demmessieux, Reger og Duruflé. Fimmtudagskvöldið 31. maí kl. 20. ORGELTÓNLEIKAR Ferskur flutningur „Það er því ekki ofsögum sagt að Gillian Weir sé frábær listamaður,“ segir í umsögn um tónleika hennar. Kári Þormar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.