Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 39 GREININGAR- og ráð-gjafarstöð ríkisins íKópavogi stendurframmi fyrir því að óá- nægja er meðal sérhæfðra starfs- manna stofnunarinnar með launa- kjör, en þeir telja sig hafa dregist verulega aftur úr sambærilegum stéttum sem starfa hjá sveitarfélög- unum og ríkisstyrktum stofnunum. Umtalsvert fé vantar á ári til þess að jafna launamuninn. Greiningarstöðin hóf starfsemi 1. janúar 1986. Hún heyrir undir félagsmálaráðuneytið og hlutverk hennar er greining og athugun á fötluðum. Stefán J. Hreiðarsson, barnalæknir og forstöðumaður stofnunarinnar, segir að fyrst og fremst fáist stofnunin við alvarleg frávik í taugaþroska. Stærsti hóp- urinn er börn með þroskahömlun sem felur í sér almenna greindar- skerðingu. Einnig sinnir stofnunin ýmsum hópum hreyfihamlaðra. Öll börn sem uppgötvast með einhverfu koma í Greiningarstöðina þar sem greiningin er staðfest og lagt er á ráðin með úrræði. Stefán segir að á síðustu árum hafi stofnunin einnig sinnt börnum með höfuðáverka sem hafa til dæm- is lent í bílslysum og sitja uppi með hömluleysi, ýmislegar atferlistrufl- anir og stundum skerta námsgetu. Kortlagning á getu og vangetu Greiningin er kortlagning á getu og vangetu barnsins í samanburði við þekkta staðla. Stofnunin sinnir öllu landinu og er í góðri samvinnu við fagfólk úti um allt land. Um 200 börnum er vísað á hverju ári til Greiningarstöðvarinnar, þar af eru um þrír fjórðu ný tilfelli. Fjórðung- ur hefur áður leitað til Greiningar- stöðvarinnar. Um 30 stöðugildi eru á stofnun- inni, og þar starfa barnalæknar, sál- fræðingar, talmeinafræðingar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og leik- skólasérkennarar. „Við höfum af- skipti af yfir 500 börnum á ári og í langflestum tilvikum er um að ræða það alvarleg frávik að vandamál eru til staðar öll uppvaxtarárin,“ segir Stefán. Hann segir að ávallt hafi verið fleiri verkefni á stofnuninni en fjár- magn hefur verið til að sinna. „Við höfum þó notið stuðnings okkar ráðuneytis og því hefur verið ákveð- in aukning í fjárframlögum. En að sama skapi hafa kröfurnar einnig aukist. Við höfum heldur ekki getað fylgt eftir þeirri launaþróun sem hefur verið á sambærilegum stofn- unum. Starfsfólk okkar gerði ný- lega könnun hjá starfsfélögum ann- ars staðar og hún leiddi í ljós að við stöndum höllum fæti og erum ekki samkeppnisfær um starfsmenn margra fagstétta sem hér þurfa að starfa,“ segir Stefán. Þarna munar almennt séð 15– 30% í launum og hefur þetta valdið óánægju innan stofnunarinnar. Sem dæmi um þennan vanda má nefna að stofnunin hefur leitað eftir talmeinafræðingi til starfa síðastlið- in eitt og hálft til tvö ár án árangurs. „Við höfum ekki getað boðið upp á sambærileg launakjör og sveitar- félögin hér í kringum okkur hafa getað boðið. Við erum að reka okk- ur á það að þeir sem við höfum vilj- að ráða geta fengið allt að 50 þús- und kr. hærri mánaðarlaun annars staðar.“ Þekkingunni fleygir fram Fyrir utan launaþróunina segir Stefán að vandi stofnunarinnar sé sá að fylgja eftir auknum kröfum sem gerðar eru til hennar. Þekk- ingu á þessum sviðum fleygi fram og sem dæmi nefnir Stefán miklar uppgötvanir á sviði einhverfu. „Menn eru að gera sér grein fyrir því að einhverfa er mun algengari en hún var áður talin. Rík ein- hverfueinkenni eru nú greind meðal þeirra sem áður voru „eingöngu“ taldir þroskaheftir. Nú eru að koma fram vísbendingar í alþjóðlegum rannsóknum, sem Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Grein- ingarstöðinni, tekur þátt í. Rannsóknin sýnir það að með því að beita réttum aðferðum á for- skólaárunum er hægt að bæta horf- ur barnsins til sjálfstæðis á fullorð- insárunum verulega. Til okkar eru gerðar þær kröfur, bæði hér innan- lands og á alþjóðavettvangi, að við tileinkum okkur þessar nýju aðferð- ir og leiðum þær inn. Foreldrar ein- hverfra barna fylgjast með þessari þróun og gera kröfur um að fá jafn- góða þjónustu hérna eins og verið er að bjóða erlendis,“ segir Stefán. Sigríður Lóa hefur tekið að sér að beiðni yfirvalda í Ísrael að koma þangað á tveggja til þriggja mánaða fresti og byggja upp ráðgjafarþjón- ustu þar. Sækja um aukið framlag Sú hætta er fyrir hendi að sér- fræðingar hjá stofnuninni hætti þar störfum vegna launakjaranna og segir Stefán það ekki síst eiga við um yngra starfsfólkið sem hefur lært sín fræði, er komið nokkuð áleiðis og litið er til sem forystufólks á þessu sviði í framtíðinni. Stjórn- endur Greiningarstöðvarinnar ótt- ast það mjög að á seinnihluta þessa árs missi stofnunin nokkra starfs- menn. „Það sem þarf að gerast er að veita meira fjármagn til stofnunar- innar svo unnt verði að halda starf- seminni áfram eins og hún er í dag og tryggja því framúrskarandi starfsfólki sem við höfum að minnsta kosti sambærileg laun og greidd eru annars staðar. Það er augljóst að Greiningarstöðin á að vera í fararbroddi í þekkingu og fræðslu og það starfsfólk sem legg- ur það á sig að afla sér meiri þekk- ingar til að geta leiðbeint öðrum þarf að hafa samkeppnisfær laun,“ segir Stefán. Stofnunin hefur sótt um tíu millj- ónir kr. fyrir árið 2002 til þess eins að bæta launakjör starfsfólksins. Einnig er stofnuninni ætlað að halda uppi þekkingu og fylgjast með því sem gerist erlendis og til að sinna því þarf meira fjármagn til endurmenntunar. Því hefur Greiningarstöðin farið þess á leit að fjárveiting til hennar verði aukin umtalsvert. Stefán legg- ur áherslu á að grípa þurfi til að- gerða nú þegar til að koma í veg fyr- ir atgervisflótta. Ívar Hrafn Jónsson er einn skjólstæðinga Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Aðgerða þörf til að koma í veg fyrir atgervisflótta Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins er ætlað að vera í fararbroddi varðandi þekkingu á greiningu og ráðgjöf vegna fötlunar. Blikur eru á lofti innan stofn- unarinnar, eins og Guð- jón Guðmundsson komst að, vegna óánægju sérhæfðra starfsmanna með launakjör sem hafa dregist 15–30% aftur úr launum starfsbræðra á öðrum stofnunum. Ljósmynd/Ari Magg ynda- fnstærð- n það hafi ögur ár. Þor- i sjáv- frann- ögur til ingu ein- háttað hámarks- ði náð til f því ósk- tofnunar ags- i og í daður a nefnd, nlegt að aga þyrfti öfðu veidd yrðu 250.000 tonn af þorski, en heildarafli varð 274.000 tonn. Fyr- ir næsta fiskveiðiár lögðu fiski- fræðingar til að veidd yrðu190.000 tonn, en heildarafli varð 197.000 tonn. Við þessar aðstæður hóf nefnd- in störf sín. Fyrst í stað var lagt mat á þrjár leiðir við stjórnun þorskveiða; að áfram yrði haldið að veiða um 225.000 tonn, að þorskaflinn yrði takmarkaður við 175.000 tonn þar til stofninn bæri meiri veiði og loks að aflinn yrði takmarkaður við 125.000 tonn þar til stofninn rétti sig af. Nið- urstöður úr reiknilíkönum sýndu þá 30% líkur á hruni þorskstofns- ins við 225.000 tonna veiði. Við veiði á 175.000 tonnum myndi hrygningarstofninn standa í stað. Yrðu aðeins veidd 125.000 tonn, myndi stofninn eflast og engar lík- ur væri á hruni hans. Í skýrslu nefndarinnar er talað um aflareglu sem kost við veiði- stjórnun. Þá er annars vegar mið- að við hlutfall úr hrygningarstofni og hins vegar veiðistofni. Nefndin kom ekki með neinar beinar til- lögur í skýrslu sinni, sem hún skil- aði af sér í maí 1994. Nefndina skipuðu: Brynjólfur Bjarnason, formaður, Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, Gunnar Stef- ánsson, Hafrannsóknastofnun, Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Friðrik Már Baldursson, Þjóðhagsstofnun, Ás- geir Daníelsson, Þjóðhagsstofnun og Kristján Þórarinsson, stofn- vistfræðingur LÍÚ. Ritari nefnd- arinnar var Halldór Árnason, að- stoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Fyrir það fiskveiðiár lögðu fiskifræðingar til 150.000 tonna þorskafla og næsta fiskveiðiár töldu þeir ekki óhætt að veiða meira en 130.000 tonn. Bæði árin var mun meiri veiði leyfð. Það var svo fiskveiðiárið 1995/1996, sem aflareglan var tekin upp. Hún kvað á um 25% veiði úr veiði- stofni, en þó aldrei minna en 155.000 tonn, sem var leyfilegur afli þá. Síðan hefur aflareglunni verið beitt óbreyttri þar til í fyrra er 30.000 tonna sveiflujöfnun var tekin upp. eglunnar metin kringum- kvætt að komið að i til þeirra Hafrann- fiskveiði- erra hafa uga, aðila mbandi við ki upplýsa r en hann varútvegs- rfum afla- raðað. r að í lok ftir því að unar sendi r á lögun- segir að umræddu ndurskoð- knastofn- uneytisins. tillögur mi aðrir að ni á nun rra að láta hvaða vís- undvöllur agnrýni á nar. Hann segir að mikill hluti gagnrýninnar snúist um kvótakerfið og vel geti verið að þeir sem hafi gagnrýnt stofnunina og störf hennar séu í fyrsta lagi andstæðingar kvótakerf- isins og síðan gagnrýnendur Haf- rannsóknastofnunar frekar en öfugt. Svo þurfi þó ekki að vera um alla og ef vísindalegur og faglegur grund- völlur sé fyrir þeirri gagnrýni verði að taka henni með opnum huga því þar geti Hafrannsóknastofnun hugs- anlega nýtt sér eitthvað í sinni vinnu og það geti orðið til hjálpar við fisk- veiðistjórnunina í framtíðinni. Ráð- herra hefur fengið Tuma Tómasson, forstöðumann Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, til að taka þetta að sér. Styrkja og efla trúna á vísindin Í sjöunda lagi hefur Árni M. Mat- hiesen ákveðið að fram fari sérstakt málþing í lok október eða nóvember í haust þar sem farið verði yfir öll um- rædd sjónarmið enda liggi allar nið- urstöður þá fyrir. Þar gefist almenn- ingi kostur á að fylgjast með og koma á framfæri sjónarmiðum þeg- ar sérfræðingar fara yfir helstu þætti rannsókna og stjórnunar í sjávarútvegi. Sérfræðingarnir verði spurðir út úr um rannsóknir, niður- stöður og ráðgjöf fyrir opnum tjöld- um og þess vegna geti orðið um tveggja til þriggja daga málþing að ræða. Þetta sé mikilvægt því allir eigi mikið undir þessu máli og styrkja þurfi þau tengsl og þá trú sem þjóðin hafi á þessum vísindum, því þrátt fyrir allt séu þau það besta sem völ sé á. Hafrannsóknastofnun ekki blóraböggull Árni M. Mathiesen áréttar að með þessum aðgerðum sé ekki verið að gera Hafrannsóknastofnun að blóra- böggli. Han vantreysti ekki stofnun- inni en finna þurfi leiðir til að leysa málið og sá sé tilgangur aðgerðanna. „Ég vil alls ekki gefa þá mynd að ég sé að berja á Hafrannsóknastofnun. Ég hef sjálfur verið í rannsóknum, er menntaður sem vísindamaður og veit alveg hvaða skekkjur og óvissur geta verið í vísindalegum niðurstöð- um. Þegar koma upp skekkjur og vandamál verður að reyna að grafast fyrir um orsökina á skipulegan hátt. Alkunna er að fengnir séu utanað- komandi aðilar til að fara yfir starf- semi stofnana og jafnvel þó að engin sérstök ástæða sé til þess.“ Hann segir enn fremur að svona vinni vís- indasamfélagið, umræddir þættir hafi mikið verið í umræðunni og mik- ilvægt sé að ná utan um þá. „Ég er ekki að kasta rýrð á Hafrannsókna- stofnun eða vantreysta henni en það hafa komið upp hlutir sem gera það að verkum að við treystum þessu ekki eins vel í dag og við gerðum í gær. Við viljum koma hlutunum aft- ur í þann farveg sem þeir voru í þeg- ar við gátum treyst þeim af meira ör- yggi en nú. Þannig fáum við það besta út úr þessu og þetta á að vera til að hjálpa stofnuninni að ná betri tökum á verkefni sínu.“ Traust á stofnuninni Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir ákvörðun Árna M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra, um það að fá ut- anaðkomandi aðila til að meta for- sendur og mat Hafrannsókna- stofnunar varðandi ástand nytjastofna hér við land, bera vott um traust til stofnunarinnar. „Með þessu vill ráðherrann hins vegar styrkja trúverðugleika stofnunar- innar út á við og er það vel,“ segir Jó- hann. „Ég skil það svo að sjávarút- vegsráðherra beri traust til starfsmanna Hafrannsóknastofnun- ar. Hins vegar ítreka ég það sem fyrr hefur komið fram, að stofnunin hafði sjálf frumkvæði að úttekt ut- anaðkomandi aðila, strax og ofmat kom á daginn í apríl á síðasta ári, sem leiddi til fyrirliggjandi niður- stöðu. Sú vinna er að sjálfsögðu öll- um opin og mun vonandi nýtast í skoðun annarra á niðurstöðum okk- ar.“ tækum matinu Morgunblaðið/Sverrir ávarútvegsráðherra gerði í gær grein fyrir vegna skýrslu Hafrannsóknastofnunar. rra við skýrslu Hafrannsóknastofnunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.