Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 49
og þar braut hann land í erfiðu
holti. Þar bera nú slétt tún og
gróskumikil skógrækt vitni um
elju hans og alúð við gróður og
jörð. – Hann er horfinn okkur en
andi hans svífur yfir Arnarbóli og
Nátthagavatni.
Blessuð sé minning Geirs Stef-
ánssonar, hvíl þú í friði tengdafað-
ir minn,
Garðar Halldórsson.
Þegar ég sest niður og hyggst
rita um hann afa minn veit ég
varla hvar né hvernig ég á að
byrja. Það er svo margt sem ég
get sagt um hann því ég á svo
margar góðar minningar um hann.
Það er líka svo margt sem ég
myndi vilja segja öðrum um hann
því hann var svo eftirminnilegur
maður.
Þegar ég var lítil ólst ég upp hjá
afa og ömmu. Eftir að ég flutti frá
þeim að verða sex ára gömul var
þar áfram mitt annað heimili og
gekk ég í barnaskóla í hverfinu
þeirra. Mér fannst alltaf gott að
vera hjá þeim og þarf leið mér
ákaflega vel. Afi var mikill vinur
minn og við náðum alltaf vel sam-
an. Þegar ég var lítið barn að vaxa
úr grasi var hann minn óskaafi.
Hann var blíður og næmur á líðan
mína. Hann sjálfur var einstaklega
skemmtilegur og fróður. Mér
leiddist ekki eina einustu stund
þegar ég var með honum. Hann
kveikti áhuga minn á öllum hlutum
í kringum mig og ómerkilegustu
hlutir urðu hreint undur þegar
hann útskýrði tilgang þeirra eða
tilurð. Þolinmæði hans, við oft á
tíðum óþolinmóða telpu, var ein-
stök. Ég sé það sjálf í dag sem
móðir, hversu vandasamt uppeldið
getur verið. Börn vilja fara sínar
leiðir og þola lítið andstreymi.
Jafnvel þó afi hafi unnið fullan
vinnudag þau ár sem ég var að
alast upp sem barn, gaf hann sér
ávallt tíma fyrir mig. Það varð
honum til happs, ef svo má segja,
að ég eignaðist góðar vinkonur, en
alltaf hélt afi áfram að vera mik-
ilvægur, sérstaklega þegar ég
þurfti að fá svör við ýmsum spurn-
ingum. Við afi horfðum líka alltaf
saman á kúrekamyndir með John
Wayne sem var í miklu uppáhaldi
hjá okkur. Það var heil athöfn útaf
fyrir sig.
Eftirminnilegar eru samveru-
stundir okkar á Arnarbóli, sum-
arbústað afa og ömmu. Sem barn
og unglingur dvaldist ég langdvöl-
um þar með þeim, oft svo dögum
skipti. Afi stjórnaði þeim ferðum
eins og herforingi. Þegar sólin
skein var brunað af stað, við amma
ennþá með stírurnar í augunum,
því hann afi var mikill morgun-
hani. Hann kaus Arnarból alla tíð
framyfir utanlandsferðir, þar var
einfaldlega hans paradís og honum
leið hvergi eins vel og þar. Afi
kenndi mér að leika mér úti í nátt-
úrunni, að þekkja fuglana og um-
hverfið í kringum mig. Jafnvel þó
að ég væri framanaf eina barna-
barnið í fjölskyldunni og hefði þá
enga krakka til að leika mér við,
skipti það mig engu máli. Ég elti
bara afa út um allt og lærði af
honum. Ég fékk aldrei á tilfinn-
inguna að ég væri fyrir, hann
leyfði mér bara að „hjálpa til“, þó
hann hafi sagt mér það síðar að
verkum hans hafi miðað frekar
seint þegar ég bauð fram hjálp
mína! Á Arnarbóli átti ég lítið hús
og þar fékk ég aðstoð hans við að
koma upp mínum eigin kálgarði.
Ég lærði af honum að stikla milli
steina í grýttu holtinu og svo var
hlaupið niður að vatni og vaðið eða
siglt á gúmmíbát. Við fórum í
langar gönguferðir um næsta ná-
grenni og lágum á bakinu í laut-
inni og horfðum á skýin taka á sig
hinar ýmsu myndir. Á kvöldin sát-
um við ásamt ömmu við heita kam-
ínuna og hann las fyrir mig sögur.
Þjóðsögurnar voru mitt uppáhald,
sérstaklega Búkolla og Gilitrutt,
því hann lék alltaf skessurnar með
tilþrifum fyrir mig. Þessar sömu
sögur les ég fyrir dóttur mína í
dag.
Á námsárum mínum í gagn-
fræðaskóla og menntaskóla var
það námsefni mitt sem við lásum
saman. Alltaf bætti hann við ein-
hverjum fróðleik sem ekki var í
bókunum. Frásagnargáfa hans var
einstök og jafnvel það sem mér
virtist þurr og leiðinleg lesning
gæddi hann lífi þegar hann tók
upp bókina og las. Hvort sem við-
fangsefnið var latína eða landa-
fræði gat hann útskýrt það sem að
vafðist fyrir mér. Mannkynssaga
var þó í sérstöku uppáhaldi hjá
honum og það fag lásum við alltaf
saman.
Þegar ég var 16 ára kom eig-
inmaður minn inn í líf mitt. Ég
vissi vel að afi var sko aldrei að
liggja á skoðunum sínum, hann gat
verið mjög stóryrtur og átti til að
segja nákvæmlega það sem hann
var að hugsa hvort sem manni lík-
aði það betur eða verr. Það var því
ekki að undra að ég væri svolítið
stressuð yfir þessu öllu saman, því
að þó að mér líkaði pilturinn var
allsendis óvíst að afa líkaði við
hann. En sem betur fer blessaðist
það allt saman og þeir urðu strax
hinir mestu mátar. Ferðir mínar
til afa og ömmu héldu því sínum
sessi og nú fórum við öll saman á
Arnarbólið.
Þegar við Dóri giftum okkur í
október 1996 leiddi afi mig upp að
altarinu. Mikið hlýnar mér um
hjartaræturnar nú þegar ég hugsa
til baka til þess dags. Hann hafði
þá nokkru áður átt við veikindi að
stríða sem tóku sinn toll. Engu að
síður hélt hann eftirminnilega
ræðu í veislunni minni og flutti
hana eins og hann gerði ætíð þeg-
ar hann hélt ræður, af fingrum
fram.
Honum afa þótti vænt um lang-
afabörnin sín Helenu Birnu og
Bjarna Geir. Í fyrrasumar vorum
við fjölskyldan mikið með afa og
ömmu á Arnarbólinu með börnin.
Helena Birna fór þá með langafa
og labbaði með honum í birkilund-
inum sínum sem honum þótti svo
vænt um. Mér fannst ég sjá sjálfa
mig litla þegar ég horfði á þau.
Eins og ég sagði í upphafi þess-
arar greinar er svo ótalmargt sem
ég myndi vilja segja en get skilj-
anlega ekki komið öllu að hér. Sú
tilfinning sem situr eftir þegar ég
hef skrifað þessar línur, er þakk-
læti og ást í garð afa míns. Orðin
eru kannski ekki það sem skiptir
mestu máli heldur það hvernig
hann lifir í minningu minni og
þeirra sem þótti vænt um hann og
minnast hans með hlýjum hug.
Það er það sem verður að lokum
söknuðinum yfirsterkara.
Sigríður (Níní).
Í dag kveðjum við elskulegan
afa okkar Geir Stefánsson. Það að
kveðja ástvini sína er ávallt erfiður
tími, tími minninga og söknuðar.
Það er þó huggun harmi gegn að
vita að þjáningu hans í veikindum
er lokið og hefur sálin fengið hvíld
á nýjum stað.
Margs er að minnast því við
systurnar höfum átt margar góðar
samverustundir með afa og ömmu.
Afi var mikil barnagæla, nutum við
þess allar stelpurnar hans og síðar
barnabarnabörnin nú síðustu ár.
Hann var fjörugur og sprellaði oft
með okkur og kenndi okkur að
dansa vals. Hann matbjó heimsins
besta lambahrygg og leyfði okkur
að borða karamelluna af kartöflun-
um þegar mamma sá ekki til. Það
var ekki ósjaldan sem hann horfði
yfir stelpnahópinn sinn, ömmu,
mömmu og systur hennar tvær og
okkur fjórar dætradætur sínar og
sagði sig ríkasta mann í heimi, já
hann var ánægður með kvenna-
skarann.
Afi var einstaklega mikið nátt-
úrubarn og lifði hann fyrir stundir
sínar á Arnarbóli, unaðsreit þeirra
ömmu í sveitinni. Það er okkur
minnistætt hvað okkur þótti gam-
an að heimsækja afa og ömmu á
Arnarbóli.
Ósjaldan náði afi í okkur þegar
við vorum litlar snemma á laug-
ardagsmorgnum og tók okkur með
í sveitina. Sem telpum fannst okk-
ur Arnarbólið búa yfir gríðarlega
miklum ævintýraljóma sem heill-
aði okkur og afi jók á ljómann með
ævintýrum og sögum. Afi var dug-
legur að taka okkur með í könn-
unarleiðangur um landið sitt sem
hann var svo stoltur af og ræktaði
upp af einstakri alúð. Spenntar
fylgdust við með trjánum sem
hann hafði skírt í höfuð á okkur
barnabörnunum. Á hverju hausti
var gaman að sjá hvort við eða
trén höfðum vaxið meira. Hann
fann með okkur hreiður og kenndi
okkur að við mættum aldrei snerta
eggin því þá myndi fuglamamman
yfirgefa hreiðrið og þá myndu
ungarnir deyja því þeim yrði svo
kalt. Að sjálfsögðu var svo fylgst
grannt með úr fjarska þegar ung-
arnir komu úr eggjunum og
mamman sótti handa þeim orma.
Það verður tómlegt á Arnarbóli
í sumar nú þegar afa nýtur ekki
lengur við. Þegar við fjölskyldan
fórum að flagga í hálfa stöng á
Arnarbóli átti maður ósjálfrátt
alltaf von á að sjá hann koma labb-
andi milli trjánna með rauðu der-
húfuna sína tilbúinn að sýna okkur
hvernig skógurinn hans væri að
byrja að springa út. Minning hans
mun fylgja staðnum um framtíð
alla.
Lát minninganna mildu blóm mýkja og
græða sárin,
en ljúfra tóna enduróm ylja og þerra tárin.
Við skulum láta vorsins yl vekja hjartans
gleði
og gera öllum gæðum skil, sem gæfan okkur
léði.
(Ágúst Böðvarsson.)
Hvíl þú í friði, afi okkar, og
megi andi þinn vaka yfir okkur.
Þínar dótturdætur,
Margrét Birna og Helga
María Garðarsdætur.
Í dag kveð ég vin minn Geir
Stefánsson, afa eiginkonu minnar.
Ég kynntist Geir fyrir um 15 árum
síðan og náðum við strax vel sam-
an þó aldurmunurinn væri rúm
hálf öld. Strax leyndi sér ekki að
þar fór skemmtilegur, fróður og
vel lesinn maður. Geir, sem var
lögfræðingur að mennt, hafði
stundað viðskipti megin hluta ævi
sinnar og var að segja skilið við
þann þátt þegar ég kem inn í fjöl-
skylduna. Vegna aðstæðna stuttu
síðar hóf hann lítisháttar innflutn-
ing aftur sem ég aðstoðað hann
við. Samskipti okkar voru mikil
þessi ár og áttum við saman góðar
stundir hvort sem það var heima
hjá Birnu og Geir eða á Arnabóli,
sumarbústaði þeirra. Á sumar-
kvöldum, eftir viðvik dagssins, sát-
um við Geir oft einir eftir og feng-
um okkur eilítið í stóru tána,
virtum fyrir okkur Nátthagavatnið
og fjallahringinn og gáfum okkur
tíma til að ræða um menn og mál-
efni. Voru samræður við Geir sér-
staklega skemmtilegar vegna fróð-
leiks hans og frásagnagáfu. Þessi
augnablik eru mér mikils virði.
Fram til ársins 1990 átti Geir
því láni að fagna að njóta góðrar
heilsu en þá lagðist hann á sjúkra-
hús með blóðtappa í höfði. En með
ákveðni og þrjósku náði hann nær
fullum bata á ný. Hann keyrði til
að mynda bíl fram að aldamótum
eins og hann orðaði það. Ég var
alltaf hálf hræddur í bíl hjá honum
þar sem að hann hafði lagt í vana
sinn að keyra frekar greitt. Það
voru fleiri hlutir sem skelfdu mig
eins og það þegar fúaverja þurfti
mæninn á Arnabóli. Ég var sendur
af stað en kláraði verkið ekki al-
veg. Geir skemmti sér mikið yfir
lofthræðslu minni þegar hann
hafði gengið upp fúinn stigann og
lokið verkinu.
Segja má að Geir hafi verið
mjög sjálfbjarga með alla hluti en
það er ekki alltaf sjálfgefið þegar
fólk er orðið mjög fullorðið. Hann
var ennfremur alltaf tilbúinn að
læra eitthvað nýtt þó aldur færðist
yfir.
Geir kenndi mér margt og mér
þótti vænt um hann. Ég er þakk-
látur fyrir ánægjuleg og eftir-
minnileg kynni mín af honum.
Megi hann hvíla í friði. Ég sendi
Birnu og öðrum aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Halldór Halldórsson.
4
"
:
6?
4 , %)
"% @@
#
50
""
3* "
&
"
$
6 *33,
70"
"
/
/
" "
"
$ - 489(
#
!
#
' ()%% 2 " A
)!4 , * ()%%
#$% * "
4 4% ()%%
) * ()%%
4 , * ()%%
' 9) "
* *+ " * * *+ ,
?5 :
;8<;7'< <'=4 >8?'
!
2
*3@,,
)B 4,
12
" "
0
-0
9& 91?
4 7"+! ( 4
4!3 CD
7
"
** *33,
*+ ! (()%%
9) )!" 9) "
= E +% 7! "
!11 ()%%
(7! ()%%
7! "
9)
*" : ) ()%%
() 9"*"
) ()%%
) "
*+ (9) ()%%
* % * %"
! (=*" 9) ()%%
)!9) 9) ()%%
$% * "
' )*" 9) ()%%
5 % E) "
*+ : 9) ()%%
"
14 9) "
) 9) ()%%
4 5 % 9) ()%%
:+ & '%9) "
()%%
):+ ()%%
* *+ " * * *+ ,
" "
(
1.?.2?
%@<
#
3
"
7
/
* *33,
70"
"
/
/
" "
"
$ - %
# *+ 9) % ()%%
9) % 14"
' ()%%
"4% 14"
5 % :+ ()%%
* *+ " * * *+ ,
12
" "0
(
"0
""
9:
2
0122
;<
# " 3
&
"
"
** *33,
9) =%!
: % 9) "
5 %7 9) "
4 9) ()%%
: >) 9) "
% '"
" * *+ ,