Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 51 EKKI verður hjá því komizt að mót- mæla þeim sjónarmið- um, er fram komu í grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. og birtust í Mbl. sl. laugardag. Þar hvetur hann menn eindregið til að hætta að reykja filterlausan Camel og fara að reykja Winst- on light. Þetta er al- rangt og undarlegt, að jafnskýrum manni og Jóni Steinari skjótist um svona einfalt at- riði. Ég hóf reykingar um svipað leyti og Jón Steinar og hætti þeim 29 ára gamall og hafði allan tímann aðallega reykt venju- legan Camel, upp í tvo pakka á dag. Camel eru afskaplega góðar sígarettur, bragðmiklar og fast- ar. Til yndisauka átti maður til að að kaupa Gauloises, franskar verkamannasígarett- ur í bláum pakka, með sterkum reyk, svo að mann svimar nærri af hverju dragi. Þær voru reyktar af mönnum, sem höfðu stúderað í Frakklandi og þótti mjög gáfu- legt að reykja þær. Þá mátti notast við Pall-Mall, en þær voru heldur mildari en með mikinn eftirkeim. Þær voru lengri en aðrar almennilegar sígarettur, þ.e. jafnlangar og filtersígarettur. Hins vegar fékk ég alltaf í hálsinn, ef ég reykti Chesterfield, – þær höfðu svipuð áhrif og White Horse viský, sem þurrkar upp á manni hálsinn í stað þess að mýkja hann. Yfirleitt reyktu menn ekki annað en amerískar sígarettur. Indriði Waage reykti De Reske, og Margrét stjúpa mín og Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari reyktu Hellas. Þetta voru tyrk- neskar sígarettur, mildar og með sérkennilegu bragði. Notkun þeirra dó út á Íslandi. Filtersígarettur þóttu mér vond- ar, nema Salem, það var oft ágætt að fá myntubragðið saman við reykinn. Mér hefir verið sagt, að filterinn sé hættulegur, og raunar sé einhvers konar hvati fyrir hættuleg aukaefni í sígarettunum, og það sé því minna skaðlegt að reykja úrvalssígarettur eins og Camel frekar en platsígarettur með filter eins og Winston Light. Einn ágætur læknir (Vilmundur landlæknir) sagði mér raunar, að líklega væri það pappírinn í sígar- ettunum, sem væri hættulegastur. Ég hætti ekki að reykja vegna (ó)hollustunnar. Ég hætti vegna sóðaskaparins, sem fylgir reyking- um. Tóbakslykt er vond til lengdar og hús, sem mettuð eru af tóbaks- reyk, eru ill innkomu. Ég hefi ekki reykt sígarettur síðan í janúar 1975, en hefi stundum fengið mér vindil á gamlaárskvöld til að nota til að kveikja í flugeldum. Svo fékk ég mér firnasterkan Havannavind- il á reyklausa daginn og reykti hann Þorgrími Þráinssyni og reyk- inganefndinni til dýrðar. Það ágæta fólk er núna önnum kafið við að gera reykingar álíka spenn- andi og þær voru, þegar við Jón Steinar byrjuðum að reykja fyrir um það bil 40 árum. Reykingar voru nefnilega á hröðu undanhaldi í þjóðfélaginu vegna þess, að þær þóttu lummó, hallærislegar, sóða- legar og púkó. Eftir gildistöku nýju laganna verða þær spennandi á ný. Jóni Steinari mótmælt Haraldur Blöndal Tóbak Reykingar þóttu lummó, hallærislegar, sóðalegar og púkó, segir Haraldur Blöndal. Eftir gildistöku nýju laganna verða þær spennandi á ný. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÞAÐ vantar ekki að stjórnvöld reyni að gera hosur sínar græn- ar fyrir sjómannastétt- inni í hátíðaræðum og kalli þá hrafnistumenn í hverju orði og burðar- ása íslenzks atvinnulífs og efnahags. Á tímum Ólafs Thors vissu sjó- menn að slíkt var af heilindum mælt. En það er sem áður er kveðið að Íslands hrafnistumenn muna tímamót tvenn. Nú ganga stjórnvöld undir lénsherrum sem líta á sjómenn sem ánauðuga þræla sem ræna megi þeim mann- réttindum að vera frjálsir að samn- ingum um sölu vinnu sinnar. Á annan tug ára hefir herraþjóðin í LÍÚ getað gengið að því sem vísu að stjórnvöld handjárnuðu sjómenn í kjarabaráttu þeirra. Þess vegna hefir aldrei að þeim hvarflað að setj- ast í alvöru að samningaborði með sjómönnum. Síðustu athafnir stjórnvalda í málefnum sjómanna að undirlagi LÍÚ munu vafalaust þykja hinar skrautlegustu þegar fram líða stundir. Undir því yfirskyni að bjarga á land verðlitlum loðnukvikindum voru lög sett á verkfall sjómanna. Með þeirri aðferð sérstaklega sáu LÍÚ-menn fram á að illt blóð hlypi í forystumenn sjómanna. Þeir yrðu örðugri viðurskiptis og þess vegna auðveldara að kenna þeim um að ekki semdist. Allt gekk það eftir enda refarnir til þess skornir. Samt sem áður þurfti að bregða á fleiri ráð. Fyrir því fékk formaður Framsóknarflokksins handbendi sitt í stétt vélstjóra til að rjúfa sam- stöðu sjómanna. Eftir það var gatan greið. Borið var fram frumvarp á Alþingi sem bannaði frekari verkfallsaðgerðir sjómanna sem í deilu áttu og einnig þeirra sem utan við stóðu! Minna mátti ekki gagn gera. „Gerðardómur“ skyldi skipaður af þjónustustofnun ríkis- stjórnar, Hæstarétti, og átti sá „gerðardóm- ur“ að sjá um að ljós- rita svikasamning maskinista Halldórs Ásgrímssonar og gera hann síðan að samningi allra sjómanna. Að kalla þjónustu- stofnun sína til var engin tilviljun hjá rík- isstjórn. LÍÚ krafðist þess að þeir og stjórnarflokkarnir réðu einir í fjölritunarnefndinni. Til þess treysti ríkisstjórnin sér ekki beint og ákvað þess vegna að fá á skipanina stimpil hins handstýrða Hæstaréttar. Nú liggur niðurstaðan fyrir: LÍÚ fékk framgengt kröfu sinni um að formaður „gerðardómsins“ skyldi vera þeirra maður, m.a.s. húskarl þeirra úr lögfræðingastétt. Annar er kjarnamaður úr Framsóknarflokkn- um og sá þriðji æðsti maður Hag- fræðistofnunar Háskólans sem sér um að afgreiða pantanir ríkisstjórn- ar um álit í efnahagsmálum. Auðvaldið sér um sína. En um hvað skyldi kjaradeila sjó- manna einkum snúast? Um þá ósvinnu sjómanna að krefjast þess að afli seldist hæsta verði á markaði og þeir fái laun sín reiknuð af því í stað þess að sægreif- arnir selji sjálfum sér aflann á verði sem þeir sjálfir ákveða. Getur mun- urinn á því verði og markaðsverði numið allt að 80% – áttatíu af hundr- aði! Forysta Sjálfstæðisflokksins er eindregið fylgjandi frjálsum mark- aði – þegar auðvaldinu hentar. Auðvaldinu hentar á hinn bóginn ekki að sameign þjóðarinnar, sjáv- arauðlindin, sé seld á frjálsum markaði. Henni skal úthlutað ókeyp- is til sægreifa. Sama á við um afla- föngin. Þau verðleggur lénsherrann en greiðir hrafnistumönnunum að geðþótta sínum. Hver var að tala um lýðræði á Ís- landi? Fleira úr fylgsnum LÍÚ Sverrir Hermannsson Kvótinn Auðvaldinu hentar á hinn bóginn ekki að sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindin, sé seld á frjálsum markaði, seg- ir Sverrir Hermanns- son. Henni skal úthlutað ókeypis til sægreifa. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Eru Florena bestu snyrtivörurnar? UM síðustu helgi birtist hér í blaðinu athugasemd mín vegna setu Garðars Garðarssonar hrl. í gerðardómi samkvæmt lögum nr. 34/2001. Með þeim lögum voru sjó- menn sem kunnugt er sviptir samningsrétti og ákveðið að svo- kallaður gerðardómur skyldi ákveða kjör þeirra. Athugasemd mín spratt af því að ég taldi óviðeigandi að Garðar ætti sæti í gerðardómnum með því að ég tel að hann hafi í svo ríkum mæli komið að málum á undan- förnum árum sem talsmaður út- gerðarmanna að hann gæti ekki talist hlutlaus og þar með hæfur til setu í slíkum gerðardómi. Þá til- færði ég sérstakt dæmi um þetta. Á fundi gerðardómsins þann 5. júní sl. lagði fulltrúi Sjómanna- sambands Íslands fram yfirlýs- ingu sambandsins þar sem m.a. kom fram þessi yfirlýsing: „Sjómannasambandið vill einn- ig koma þeirri athugasemd á framfæri við gerðardóminn að það telur að formaður hans sé vanhæf- ur til setu í gerðardómnum vegna umfangsmikilla starfa hans um langt árabil í þágu útgerðarmanna og samtaka þeirra.“ Í kjölfar athugasemda minna komu fram yfirlýsingar á opinber- um vettvangi frá Garðari þar sem fram kom að hann taldi þær byggja á misskilningi. Gerðar- dómurinn sjálfur virðist í kjölfar athugasemdar Sjómannasam- bandsins ekki hafa séð neina ástæðu til að taka málið til skoð- unar. Þó er það svo að það er gerð- ardómurinn sjálfur sem sam- kvæmt stjórnsýslulögum tekur afstöðu til hæfis einstakra nefnd- armanna. Í ljósi alls þessa er ég knúinn til þess að koma enn á framfæri þeirri athugasemd að ég tel Garð- ar Garðarsson hrl. vanhæfan til að eiga aðild að gerðardómi til að ák- veða kjör sjómanna. Ekki aðeins vegna þess sem ég hef þegar nefnt og sem er alkunna og varðar störf hans í þágu útgerðarinnar heldur einnig vegna þess að ég hef nú haft af því spurnir að hann, að minnsta kosti þar til alveg nýlega, er sjálfur útgerðarmaður. Þannig sést af opinberum gögnum úr hlutafélagskrá að Garðar var frá stofnun formaður stjórnar útgerð- arfélagsins Hríshóls ehf. á Höfn í Hornafirði. Það var ekki fyrr en nú í maí sem hlutafélagaskrá barst um það tilkynning að Garðar hefði látið af störfum í stjórn félagsins. Athugasemd mín um vanhæfi Garðars Garðarssonar hrl. til setu í gerðardómi samkvæmt lögum nr. 34/2001 er því studd enn betri rökum en mér var sjálfum ljóst þegar hún kom fram upphaflega. Vanhæfur formaður gerðardóms Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ástráður Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.