Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEIÐAR smábáta skipta meira máli en virðist við fyrstu sýn. Ástæðan er einföld: Veiðarnar skapa at- vinnu fyrir marga, sér- staklega í fámennum byggðarlögum sem eru mjög háðar sjávarút- vegi. Þessi byggðarlög eiga það flest sam- merkt að þar var áður togaraútgerð en á síð- ustu árum hefur út- gerð þeirra verið hætt og kvótinn seldur burt eða fyrirtækin fóru á hausinn og kvótinn tapaðist þannig. Í kjöl- farið varð veruleg íbúafækkun sem svo heldur hefur hægt á vegna þess að uppgangur varð í útgerð smá- báta. Sú útgerð efldist vegna þess að það var ódýrasta leiðin inn í útgerð- ina, bátar litlir og verð þeirra lágt miðað við stærri skip og það sem skipti miklu máli, ekki þurfti að kaupa kvóta fyrir öllum veiddum afla. Staðirnir þar sem smábátaút- gerð er snar þáttur í atvinnulífinu eru margir, flest þorp og bæir á Vestfjörðum, allnokkur byggðarlög á Norðurlandi, Austurlandi, Snæ- fellsnesi, Suðurnesjum og Suður- landi. Það að setja allar veiðar smá- báta í kvóta þýðir einfaldlega aukinn útgerðarkostnað eða minni veiði og þar með minni tekjur, sem aftur leið- ir af sér fækkun útgerða og fækkun starfa. Kvótasetningin breytir for- sendum útgerðarinnar og þar með þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar við kaup á bátunum og margir útgerðarmennirnir verða í erfiðleikum fjárhagslega af þeim sökum, en alvarlegastur er þó sá samdráttur í atvinnu sem verður í byggðarlögum þar sem fátt er um önnur störf. Hvernig á að bregðast við því? Verður stutt við aðra útgerð á þess- um stöðum? Er atvinnuuppbygging í öðrum greinum í gangi til mótvægis? Eða kemur stjórnvöldum þetta ekk- ert við og eiga menn bara að bjarga sér sjálfir og flytjast milli lands- hluta? Yrði samstaða um að líta svo á, ef stjórnvöld myndu með lagasetningu fækka störfum á höfuð- borgarsvæðinu í einu vetfangi um t.d. 10.000, að þá kæmu þeim af- leiðingarnar ekkert við? Það held ég ekki, og ég held að engin samstaða sé um að greiða sjávarbyggðun- um svo þungt högg sem kvótasetning aukateg- undanna er. Þvert á móti held ég að mikill vilji sé til þess, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, að afstýra slíku. Samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins Það kom berlega í ljós á flokks- þingi Framsóknarflokksins í mars sl. að vilji flokksmanna stendur til þess að treysta grundvöll sjávar- byggða. Í samþykktinni segir að markmið nýrrar löggjafar um stjórn fiskveiða sé m.a. að tryggja atvinnu- grundvöll sjávarbyggða. Leiðir sem bent er á til þess að ná þessu mark- miði er að áfram verði byggt á tví- skiptu kerfi, aflamarkskerfi annars vegar og smábátakerfi hins vegar, og að smábátakerfið verði blandað aflamarkskerfi og sóknarmarks- kerfi. Eins og er hafa allir bátar í smábátakerfinu verið á sóknarkerfi, línubátar flestir hafa þó verið í afla- marki í þorski en sóknarmarki í öðr- um tegundum. Eftir gildistöku laga- ákvæða um kvóta í öllum tegundum verður nær allur smábátaflotinn í aflamarki, aðeins handfærabátar verða á dagakerfi. Slík niðurstaða er svo fjarri því sem verið hefur að ekki getur hún samrýmst ályktun flokks- þingsins um smábátakerfi sem verði blandað aflamarks- og sóknar- markskerfi. Þá er líka ályktað „að yggðakvóti verði aukinn til að treysta grundvöll sjávarbyggða“, „að starfsskilyrði landvinnslu og sjóvinnslu verði jöfn- uð“ og „að allur óunninn afli af Ís- landsmiðum verði fyrst boðinn til sölu innanlands“, sem er til frekari áréttingar því að vilji Framsóknar- flokksins stendur til þess sem er meginatriðið; að tryggja atvinnu manna í þessum byggðarlögum. Það byggist á því viðhorfi flokksmanna að það komi stjórnvöldum við hvern- ig atvinnumál þróast um landið og að það sé meginreglan að menn eigi rétt til þess að hafa atvinnu þar sem þeir hafa kosið sér búsetu. Kvóta- setning aukategunda hjá smábátum skapar vanda sem ber að leysa, en einfaldasta lausnin er að skapa ekki vandann. Að tryggja at- vinnugrundvöll sjávarbyggða Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður og formaður þingflokks framsóknarmanna. Kvótinn Kvótasetning aukateg- unda hjá smábátum, segir Kristinn H. Gunn- arsson, skapar vanda sem ber að leysa, en ein- faldasta lausnin er að skapa ekki vandann. NÝLEGA kynnti landlæknir tillögur starfshóps um for- varnir gegn sjálfsvíg- um. „Hann sagði sam- félagið nú tilbúið til að fjalla um vanda sem tengdist geðrænum sjúkdómum og sjálfs- vígum sem væri grein af meiði þeirra. Sagði hann lítið vitað um eðli sjálfsvíga og nauðsyn- legt væri að afla meiri þekkingar á áhættu- þáttum þeirra með skráningu á sjálfsvíg- um og sjálfsvígstil- raunum.“ (Mbl. 4.maí sl.). Hér blasir við sú mótsögn að þó viðurkennt sé að lítið sé vitað um eðli sjálfsvíga er samt fullyrt að þau séu grein af meiði geðsjúkdóma. Fyrirbrigðið er skilgreint í eitt skipti fyrir öll. Það sé sjúkdóms- ástand en ekki annars konar fyr- irbæri. Hér sjáum við beinlínis hvernig „rétttrúnaður“ verður til sem ætlast er leynt og ljóst til að allir fylgi en önnur sjónarmið, efi og hvers kyns gagnrýni, munu verða sniðgengin. Í sjöfréttum Ríkisút- varpsins fyrstu dagana í maí hvatti landlæknir til umræðu um sjálfsvíg. Hann sagði eitthvað á þá leið að það væri misskilningur að umræða um sjálfsvíg gæti stuðlað að þeim, svo fremi að hún væri „ábyrg“. Af sam- henginu er augljóst hvers konar umræða um sjálfsvíg verður í reynd talin „ábyrg“. Það er umræða eftir forskrift heilbrigðiskerfisins sem lítur á sjálfsvíg sem „grein af meiði geðrænna sjúkdóma“ sem hægt sé að „lækna“. Geðfræðilega módelið um sjálfs- víg gerir í grófum dráttum ráð fyrir því að „geðrænu vandkvæðin“, „þunglyndið“, eða hvað það er nú kallað, brengli sjálfsmynd einstak- lingsins svo mjög og upplifun hans af veruleikanum að honum sé í rauninni ekki sjálfrátt, sjálfsvíg hans sé alltaf „rangt“ og tilvistar- legt „ómark“, það sé óhugsandi að það geti í nokkrum kringumstæð- um verið „gild“ ákvörðun. Allir aðr- ir vita þá betur en sjálfsvegandinn, hann er jú veikur og eiginlega ekki vits síns ráðandi. Gott og vel. Þá hlýtur af þessu að leiða að aðrar ráðagerðir þessa sama manns verða líka „ógildar“: ákvarðanir hans um nám, starf, hjúskap, við- skipti; hvað sem er. Það nær engri átt að halda því fram að blindnin á veruleikann byrgi honum aðeins sýn á þessa einu ákvörðun: að vilja ekki lifa lengur. Þessi einstreng- ingsháttur elur beinlínis á fordóm- um í garð þeirra sem „eiga við geðræn vandkvæði að etja“, sviftir þá allri reisn og virðingu og í reynd ábyrgð á eigin lífi. Mótsagnirnar í þessu viðhorfi, ef því er fylgt fast eftir, eru óþol- andi. Skoðun nútímans á þeim sem „eiga við geðraskanir að stríða“ gengur nefnilega að öðru leyti í þá átt að líta á þá sem nokkurn veginn fullveðja um líf sitt, að munurinn á hinum heilbrigðu og sjúku verði æ minni. Um þetta vitnar t.d. grein Óttars Guðmundssonar læknis í Morgun- blaðinu 6. apríl. Geðfræðilega við- horfið gildir í hæsta lagi bara um sum sjálfsvíg. Forvarnir sem ein- göngu hvíla á þeim munu sennilega koma að litlu gagni. Og tillögur starfshópsins eru í einu og öllu mót- aðar af hinu geðfræðilega viðhorfi enda hafa geðlæknar og sálfræð- ingar einir um fjallað. Heilbrigðiskerfið ætti að þekkja takmörk sín. Það getur ekki „slegið eign sinni á“ athafnir sem eru miklu víðtækari en svo að þær heyri ein- göngu undir heilbrigðismál. Ágengni heilbrigðiskerfisins í mannlífið útfyrir verksvið læknis- fræði er reyndar fyrir löngu komin út í miklar öfgar, t.d. hvað varðar öldrun og fósturgreiningu, svo fátt eitt sé nefnt. Spurningin um það að taka líf sitt snertir dýpstu verund mannlegs lífs, lífsgildið sjálft, al- gildi þess eða afstæði. Það er ekki bara „heilbrigðismál“. Landlæknir getur því ekki látið óbeint en þó auðskilið boð út ganga um það að umræða heils þjóðfélags um mik- ilvæga tilvistarspurningu eigi að vera eftir kokkabókum heilbrigðis- yfirvalda – jafnvel að viðlögðum áfellisdómi fyrir ábyrgðarleysi. Og þaðan gæti verið stutt í geigvæn- legar ásakanir um það að annars konar umræða kunni að stuðla að sjálfsvígum. Og Morgunblaðið hef- ur þegar bætt um betur í leiðara 10. maí. Þar er áréttað, eins og um hverja aðra staðreynd sé að ræða, að sjálfsvíg séu grein af meiði geð- sjúkdóma og segir svo um um- ræðuna um sjálfsvíg sem landlækn- ir vonast eftir: „Eðli málsins samkvæmt þarf sú umræða hins vegar að vera jákvæð og uppbyggj- andi, ekki of hávær en markviss.“ Þessi nákvæmu fyrirmæli eru ansi stíf forsjárhyggja og það ekki á lág- væru nótunum. Mega menn þá yf- irleitt hugsa og spyrja spurninga um sjálfsvíg? Þótt það sé aldrei sagt beinum orðum felst nefnilega þetta í tilmælum landlæknis um „ábyrga“ umræðu um sjálfsvíg sem Morgunblaðið tekur svo sterklega undir: Ein hugsun er rétt hugsun. Og þessi eina hugsun er viðhorf geðlæknisfræðinnar til sjálfsvíga því öðrum viðhorfum er hreinlega ekki gefin neinn sjens. Það er búið að gefa það rækilega í skyn að ekki verði hlustað á annars konar um- ræðu. Nema kannski þá sem kirkj- an boðar að sjálfsvíg sé synd! Sú grimmúðlega kredda fær áreiðan- lega að vera í friði fyrir öllum for- vörnum gegn sjálfsvígum. Fyrir- vararnir um „ábyrga“, „jákvæða og „uppbyggjandi“ umræðu eru bein- línis til þess fallnir að kæfa heið- arlega og skapandi umræðu. Það er viðbúið að umræðan verði óbæri- lega þvinguð og bæld. Hún mun daga uppi sem vangaveltur „sér- fræðinga“ án þátttöku almennings. Og litið verður algerlega framhjá ýmsum „viðkæmum“ hliðum máls- ins en kannski einmitt þeim allra mikilvægustu; það er að segja því miskunnarleysi sem ríkir í mark- aðsþjóðfélaginu. Allt mun kafna í meiningarlausri lognmollu. Þess vegna ættu menn að hafna einarð- lega umræðu um sjálfsvíg eftir for- skrift heilbrigðisyfirvalda og tala og skrifa í staðinn eftir reglum heil- brigðrar skynsemi. Hún segir að geðfræðilega módelið um sjálfsvíg sé skammsýnt og mótsagnarkennt og liggi mjög opið fyrir gagnrýni. Hér er ekki rúm til að fjalla nán- ar um þetta og ekki heldur um sjálf- ar tillögur starfshóps landlæknis um forvarnir gegn sjálfsvígum. Þar eru þó atriði sem mundu ganga nær viðkvæmustu einkamálum fólks ef fram næðu að ganga en nokkur önnur skráning sem fyrir er í land- inu. Umræðan um sjálfsvíg Sigurður Þór Guðjónsson Sjálfsvíg Fyrirvararnir um „ábyrga“, „jákvæða“ og „uppbyggjandi“ um- ræðu eru beinlínis til þess fallnir, segir Sig- urður Þór Guðjónsson, að kæfa heiðarlega og skapandi umræðu. Höfundur er rithöfundur. FYRIR nokkru síð- an birti Morgunblaðið grein eftir undirritað- an undir fyrirsögninni: Fyrirspurn í framhaldi af loforði. Í blaðagrein- inni var vísað í umræð- ur á Alþingi seint á árinu 1999 um virkjun- ar- og stóriðjuáform ríkisstjórnarinnar og sérstaklega staðnæmst við þá yfirlýsingu iðn- aðarráðherra að ekki yrði ráðist í neinar framkvæmdir fyrr en fyrir lægi samningur um orkusölu. Ráð- herrann gekk lengra og gaf skuld- bindandi loforð fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar um forsendur hugsanlegra raforkusamninga. Hinn 20. desember lýsti hann því yf- ir að ekki yrði samið um orku til nýs álvers „nema sá orkusölusamningur skili 5–6% arðsemi…“ Og hann bætti um betur og sagði að þetta væri nægjanlegur arð- ur til að lækka raf- orkuverð til almenn- ings um 20–30% og yrði það gert. Í fyrrnefndri Morg- unblaðsgrein vakti ég athygli á því að þegar væru hafnar fram- kvæmdir til undirbún- ings virkjunum á svæðinu norður og austur af Vatnajökli án þess að fyrir liggi samningar um raf- orkusölu. Spurði ég í framhaldinu hvort ekki hefði verið neitt að marka þau loforð og þær heit- strengingar sem iðnaðarráðherra gaf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Óskaði ég eftir svari. Þegar það svar lét á sér standa ítrekaði ég fyr- irspurn mína á síðum Morgunblaðs- ins og óskaði eftir að iðnaðarráð- herra svaraði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Enn þegir ráðherrann, engin svör berast og framkvæmdum er haldið áfram. Þetta ber ekki vott um trú- verðugleika og virðingu fyrir eigin málflutningi og loforðum. Ég ítreka því spurningu mína: Hvers vegna eru framkvæmdir hafnar án þess að samningur um orkusölu liggi fyrir? Hvaða skilmála hefur ríkisstjórnin sett í samningum um orkuverð? Iðnaðarráðherra þegir í nafni ríkisstjórnar Ögmundur Jónasson Orkusölumál Enn þegir ráðherrann, engin svör berast, segir Ögmundur Jónasson, og framkvæmdum er haldið áfram. Höfundur er formaður þingflokks VG.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.