Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 58
HESTAR
58 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR Dýrmundsson fylgist
grannt með grassprettu á landinu.
Hann telur að gróður sé í með-
allagi og kominn lengra nú en í
fyrra þrátt fyrir kuldakastið að
undanförnu. Því sé ekki óeðlilegt
að hestamenn séu farnir að hugsa
sér til hreyfings og jafnvel ein-
hverjir þegar búnir að sleppa.
Margt ber þó að athuga þegar
hestum er sleppt í sumarhagana.
Gróður fór vel af stað í vor og
grasspretta leit vel út þegar menn
voru að skipuleggja hvenær ætti að
sleppa hestunum. En þegar hiti fer
niður fyrir 4–5 gráður eins og
gerst hefur að undanförnu hættir
gras að spretta. Þá hafa þurrkar
einnig hægt á sprettunni. Greini-
legt er að hægt hefur verulega á
grassprettu að undanförnu. Til að
hún taki við sér aftur segir Ólafur
að nauðsynlegt sé að fá svolitla
vætu og hlýrra veður, en þar sem
gróður var kominn vel af stað á
láglendi á Suður- og Vesturlandi
fyrir kuldatíðina telur Ólafur
ástandið þar ágætt. Hins vegar
hefur gras lítið sprottið enn sem
komið er þegar komið er hærra yf-
ir sjávarmál. Þetta verða þeir sem
þurfa um heiðar að fara að hafa í
huga. Ekki er hægt að treysta því
að hrossin fái nóg í sig á leiðinni
með því að grípa niður. Fólk verði
því að huga að því að hafa fóður
meðferðis.
Hann segist vera ánægður með
þann sið sem margir hafa tekið
upp að gefa hrossum rúlluhey með
beitinni fyrst eftir að þeim er
sleppt í hagann. Þetta hlífi gróðr-
inum auk þess sem viðbrigðin fyrir
hrossin verði ekki eins mikil. Vel-
verkað rúlluhey sé auk þess mun
líkara grasi en þurrhey.
En það er fleira sem hafa verður
í huga þegar farið er af stað í slep-
pitúrinn. Að undanförnu hefur hiti
farið niður undir frostmark á næt-
urnar. Nauðsynlegt er að hafa það
í huga þegar hestum er sleppt á
áningarstöðum á leiðinni ef svona
heldur áfram. Spáin fyrir helgina
gefur þó von um að svo verði ekki
og á hiti að hækka umtalsvert. Þó
getur verið að sums staðar verði
nauðsynlegt að taka með fóður til
að gefa hrossum á áningarstöðum,
en vonandi hafa hestamenn kannað
aðstæður á leiðinni áður en lagt er
í hann.
Vaxandi hraði og óþolin-
mæði gagnvart búfé
Ólafur telur brýnt að minna
hestamenn á að vaxandi hraði og
óþolinmæði gagnvart búfé sé áber-
andi í umferðinni. Þeir sem ríða
austur fyrir fjall þurfa t.d. að fara
yfir Suðurlandsveginn og sé oft
verulegt vandamál að komast þar
yfir með hross. Tillitsleysi margra
ökumanna sé algjört og af því
skapast mikil slysahætta. Hesta-
menn verða að hafa þetta í huga
alltaf þegar farið er með mörg
hross í taumi eða hross rekin ein-
hvers staðar nálægt þjóðveginum.
Þá hefur umferð um sveitavegi
víða á landinu aukist mikið og
hraðinn að sama skapi. Því sé ekki
hægt að treysta því að ástandið þar
sé betra.
Kurteisi getur skipt sköpum
En þeir eru fleiri en ökumenn
sem þurfa að taka sig á. Ekki eru
það síst hestamenn sjálfir sem
þurfa að sýna meiri tillitssemi. Með
aukinni umferð hrossa um landið
hafa komið upp ýmis vandamál í
samskiptum landeigenda og hesta-
manna. Mörg dæmi eru um að
hestamenn fari með rekstur eða
fjölda hrossa yfir eignarlönd án
leyfis og noti jafnvel mannvirki
eins og fjárréttir og safngirðingar
án leyfis. Þess eru mörg dæmi að
fjárréttir séu nánast rústir einar
eftir að hestar hafa verið skildir
þar eftir, jafnvel yfir nótt. Ólafur
bendir á að fjárréttir þoli yfirleitt
ekki slíkt álag, enda byggðar fyrir
fé en ekki hross. Þá hefur borið á
því að þar sem farið er í gegnum
eignarlönd séu hlið skilin eftir opin
og umgengni hestamanna slæm.
Svo friður ríki um ferðir hesta-
manna um landið þurfa hestamenn
að taka sig verulega á í þessum
efnum og fá leyfi landeigenda og
umsjónarmanna mannvirkja fyrir
afnotum af eignum þeirra áður en
lagt er af stað. Kurteisi kostar ekk-
ert og getur skipt sköpum um
hvort ferðin verður til ánægju eða
leiðinda. Góð regla er að skilja við
staðinn sem maður kemur á eins
og maður vill koma að honum sjálf-
ur, eða kannski frekar eins og ef
maður ætti hann sjálfur.
Ekki má gleyma hundunum sem
stundum fylgja með. Þeir geta gert
verulegan usla í fé bæði í heima-
löndum og á afrétti og ættu ekki að
vera með í för nema eigendur
þeirra hafi fullkomið vald á þeim
og láti þá ekki komast upp með að
eltast við fé, hross eða nautgripi.
Mesta fóðurbreyting
sem hestur verður fyrir
Í bók sinni Hestaheilsu segir
Helgi Sigurðsson dýralæknir að
hestar verði aldrei fyrir eins mikl-
um fóðurbreytingum og þegar
þeim er sleppt á vorin. Viðbrigðin
séu mun meiri en þegar þeir eru
teknir á hús. Þrátt fyrir það er
þetta breyting til hins betra og
mörg vandamál sem hesthúsvistin
hefur í för með sér eru úr sögunni.
En stundum er hestum sleppt of
snemma og eru þá viðbrigðin mikil
frá því að vera kappgefið bæði hey
og fóðurbætir í maí. Helgi bendir á
að ekki er hægt að fara eftir daga-
talinu þegar hestum er sleppt,
heldur árferði.
Hinar öfgarnar eru ekkert betri,
þ.e. þegar hestum er sleppt á kafg-
ras. Allar slíkar snöggar fóður-
breytingar eru slæmar fyrir hest-
inn og geta til dæmis leitt til
hófsperru. Mikilvægt er því að
fylgjast með hestunum fyrstu dag-
ana eftir að þeim er sleppt og ef
gróður er of mikill að takmarka
beitina hluta úr degi. Helgi bendir
jafnframt á að nauðsynlegt sé að
gefa hrossum ormalyf um hálfum
mánuði áður en þeim er sleppt,
sérstaklega ef beitarhólf eru
þröng.
Með hóflegri beit og nægu vatni
og mátulegri þjálfun ættu hestarn-
ir að sjá fram á betri tíð með blóm
í haga og eflaust langþráð frelsi úti
í náttúrunni.
Hestamenn í óðaönn að undirbúa að sleppa hrossum í sumarhaga
Mesta fóðurbreyting
sem hross verða fyrir
Búast má við að margir hestamenn, sér-
staklega á Suður- og Vesturlandi, ætli að
sleppa reiðhestum sínum í sumarhaga nú
um helgina og bíði spenntir eftir að komast í
fyrstu hestaferð ársins. Ásdís Haralds-
dóttir leitaði til Ólafs Dýrmundssonar ráðu-
nautar um góð ráð fyrir sleppitúrinn.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Reiðhestarnir komnir í sumarhagann. Þessir bíða eftir að vera kvaddir með brauðmola.
MÖRG hestamannafélög halda
gæðingakeppni um helgina en auk
þess geta áhugasamir hestamenn
fylgst með úrtöku fyrir fjórðungs-
mót, firmakeppni, ræktunarbússýn-
ingu og reiðsýningu.
Samkvæmt mótaskrá LH eru eft-
irfarandi mót um helgina:
8.-9. júní verður hestaþing Mána
á Mánagrund, 8.- 10. júní verða
Frissa-Fríska leikar Léttis á Ak-
ureyri, 9. júní verður úrtökumót
Faxa fyrir fjórðungsmótið á Hvann-
eyri, firmakeppni Glaðs og hesteig-
endafélagsins í Búðardal, gæðinga-
keppni Háfeta í Þorlákshöfn,
félagsmót Hrings á Hringsholti,
firmakeppni Sóta á Mýrarkotsvelli,
gæðingakeppni Skugga í Vindási og
9. – 10. júní verður félagsmót
Geysis á Gaddstaðaflötum og gæð-
ingakeppni og kappreiðar Sörla á
Sörlavöllum
Reiðkennarar verða brautskráðir
frá Hólum laugardaginn 9. júní og
af því tilefni verður efnt til reiðsýn-
ingar sem hefst kl. 15.00.
Þá hefur frést að hestamenn í
Húnaþingi vestra ætli að efna til
ræktunarbússýningar á vellinum á
Hvammstanga á laugardagskvöldið
og hefst hún kl. 20.30. Þar koma
hross frá átta ræktendum fram.
Kynbótasýningar standa yfir á
Gaddstaðaflötum við Hellu og á
Melgerðismelum í Eyjafirði. Yfir-
litssýningar verða á Gaddstaðaflöt-
um og í Húnaveri í dag, 8. júní, en
á Melgerðismelum laugardaginn 9.
júní.
Fjölbreytt
afþreying
fyrir hesta-
menn um
helgina
BÚIST er við að um 30 manns skrái
sig á úrtökumótið fyrir heimsmeist-
aramótið í sumar, en keppni fer
fram 12. og 13. júní og 15. og 16.
júní á Víðivöllum, félagssvæði Fáks
í Reykjavík.
Aðeins sjö höfðu skráð sig til
leiks um hádegi í gær, fimmtudag.
Sigrún Ögmundsdóttir á skrifstofu
samtaka hestamanna sagðist þó
ekki hafa neinar áhyggjur. Hún
væri komin með reynslu í þessum
málum og samkvæmt henni bærust
flestar skráningarnar á síðustu
stundu. Lokað verður fyrir skrán-
ingar kl. 13.00 í dag og dregið verð-
ur um keppnisröð knapa kl. 14.00.
Þeir sem höfðu skráð sig í gær
voru:
Hugrún Jóhannesdóttir á Súlu
frá Bjarnastöðum sem keppir í
slaktaumatölti, fimmgangi, 250 m
skeiði og gæðingaskeiði.
Jón Gíslason á Sölva frá Gíslabæ.
Hann keppir í slaktaumatölti,
fimmgangi, 250 m skeiði og gæð-
ingaskeiði.
Páll Bragi Hólmarsson á Frosta
frá Fossi keppir í 250 m skeiði.
Sigurður Sigurðarson á Núma
frá Miðsitju keppir í tölti og fjór-
gangi.
Sveinn Ragnarsson á Brynjari
frá Árgerði keppir í slaktaumatölti,
fimmgangi og 250 m skeiði.
Þorvaldur Árni Þorvaldsson á
Þór frá Prestbakka keppir í slak-
taumatölti, fimmgangi og gæðinga-
skeiði.
Þórarinn Eymundsson á Dreyra
frá Saurbæ keppir í tölti, fjórgangi
og fimi.
Lokaskrán-
ing fyrir
úrtöku-
mót HM
♦ ♦ ♦