Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 68

Morgunblaðið - 08.06.2001, Page 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝJA plata Rammstein var sú lang- söluhæsta í síðustu viku – ef til vill ekki nema von þar sem nú er vika í tónleika þeirra hér á landi. Miðar á seinni tón- leika hljóm- sveitarinnar seldust upp á mettíma og varð þýska sleggjan því fyrsta erlenda rokksveitin til þess að fylla Laugardalshöll á tvennum tón- leikum í röð. Mikil eftirvænting ríkir vegna tón- leikanna og er platan líklegast leikin víða á hæsta styrk, svona rétt til þess að kasta olíu á tilhlökkunareldinn. Sjö dagar til stefnu! ANNARRAR breiðskífu franska dúettsins Air hefur verið beðið í ofvæni. Þrjú ár eru liðin síð- an frumburðurinn Moon Safari sló í gegn, en nú er biðin á enda. Reyndar sá sveitin í millitíð- inni um tónlistina í kvikmyndinni The Virgin Suicides, en sú mynd hefur enn ekki verið sýnd hér á landi. Breiðskífan nýja ber hið kröftuga nafn 10.000 Hz Legend og er vonandi að hún nái að standa undir þeim væntingum sem nafnið býr til. Air er komin aftur! ÞAÐ var greinilega engin vitleysa hjá Millj- ónamæringunum að smala öllum þeim söngv- urum sem hafa sungið fyrir þá í gegnum tíðina saman á eina plötu. Millarnir héldu útgáfu- tónleika sína á laugardagskvöldið síðastliðið þar sem allir söngvararnir komu fram, að Bogo- mil Font undanskildum. Sumargleðin lá í loft- inu og var dansað fram eftir nóttu, enda eru Milljónamæringarnir ríkir af gleði og hamingju og örlátir að deila henni með öðrum. Engin vitleysa! ÁGÆTIS byrjun Sigur Rósar hefur nú verið tæp tvö ár á Tónlistanum og því vel við hæfi að platan sé í öðru sæti. Ástæðan fyrir klifinu upp listann þessa vikuna tengist líklega spilamennsku þeirra pilta á upprisuhátíð Hljómalindar, Reykjavík mini-festival, á sunnudaginn var. Þar lék sveitin rómaða eingöngu nýtt efni og var mál manna að framhaldið verði jafn glæsilegt og byrjunin. Nú reynir hinsvegar á þolinmæðina því næstu plötu er ekki að vænta fyrr en á næsta ári. Sigur Rós heillar!                      ! "  # $ %& " '   (&   ) #  ) * & +&&  * # '  , & # * #   ,     $ & - .  , ) & * %& *    /  '&) " ')0" #                  !  " #$% &  '      ( ) * ! +, -. +   / #$% 01 &2+    ) 34  5  &   6  0    34 ) !     7 0 )  4  8 9   34   : + ;3 : +    < + :   = >:  <  (/  !8 = ; ,4 4 ! 34 @  64+   / 4 A 34  : 6  B C 0C 1C DC EC FC GC HC IC C C 0C 1C DC EC FC GC HC IC 0C 0C 00C 01C 0DC 0EC 0FC 0GC 0HC 0IC 1C 1 11 2 3 4 5 6 5 47 1 3 44 5 2 27 5 45 48 5 1 8 44 9 43 25 5 44 48 57 24 :      $ & $; :    ,& <= !   $; !   & ,& <=  $; & 0% !   0% >  $  $; 0% 0% :    :    :    & :    !   ?+   )@    A &  > B& C  BD +       ,* E & &&)   F  )@   B  & &  F BB>    B      G0   H0 HI  )H/ )>0  & H/ )>.  H/ )>'  HJ> &      HJ>&   H    .  H> .  H> '  26 C 0C 1C DC EC FC GC HC IC C C 0C 1C DC EC FC GC HC IC 0C 0C 00C 01C 0DC 0EC 0FC 0GC 0HC 0IC 1C 3   +,$ 4$)       4 3 24 9 K 2 L 5 43 45 4L 48 8 6 41 1 49 47 46 44 27 26 42 52 28 L1 39 54 53 63 Stereo MC’s með nýja plötu Rob B úr Stereo MC’s. Enn tengdir smelli eins og „Step It Up“, „Con- nected“, „Ground Level“ og „Creat- ion“. Í kjölfarið á þeirri plötu öðlaðist sveitin að heita má heimsfrægð, hit- aði upp fyrir U2 og vann tvenn Brit- verðlaun árið 1994. Síðan hefur verið fremur hljótt í herbúðunum, þótt meðlimir hafa langt því frá setið auð- um höndum, þeir Rob B, rappari og Nic „Head“ Hallam, tónsmiður, hafa verið uppteknir við að sinna eigin út- gáfu- og umboðsfyrirtækjum ásamt því að hnoða saman nýrri plötu, sem loksins hefur nú litið dagsins ljós. Við sama heygarðshornið Illar tungur hafa kallað plötuna nýju „danstónlist fyrir fólk á fer- tugsaldri“, jafnvel, „danstónlist fyrir þá sem hlusta ekki á danstónlist.“ Vissulega hafa Stereo MC’s ekki tekið róttækum breytingum í tónlist sinni – hér er engin „tromma og bassi“ eða neitt nýjabrum á seyði. Aðeins hrynheit og pumpandi Stereo MC’s tónlist. Og er það ekki dásam- legt? ÓTRÚLEGT en satt, það er búið að taka bresku hipp-hopp/sálar/fúnk- sveitina Stereo MC’s nærri því ára- tug að fylgja hinu stuðvæna meist- araverki Connected eftir, en fyrir stuttu kom út platan Deep Down & Dirty, sem er fjórða breiðskífa sveit- arinnar. Stereo MC’s var stofnuð í Lund- únum árið 1985 samhliða útgáfufyr- irtæki meðlima, Gee Street. Fyrsta breiðskífan kom þó ekki út fyrr en 1989 og ber hið fróma nafn 33-45-78. Ári síðar kom platan Supernatural út og varð hún til að vekja þó nokkra athygli á sveitinni. M.a. varð smá- skífa af plötunni, „Elevate My Mind“ fyrsta breska hipp-hoppsmáskífan til að komast á vinsældalista í Bandaríkjunum. Tónleikaferðalög með EMF og Happy Mondays fylgdu svo í kjölfarið. Ekki setið auðum höndum Það var svo árið 1992 sem áður- nefnd Connected kom Stereo MC’s á kortið, en platan sú sló rækilega í gegn, en þar má finna sjóðheita DRAMATÍSKT og tilfinninga- þrungið gítarrokk er mál málanna í dag – alla vega í hópi þeirra sem teljast til fylgismanna neðanjarð- artónlistar. Þar á bæ hefur nafn bresku hljómsveitarinnar Elbow æ oftar skotið upp kollinum en sveitin sú sendi frá sér frumburð sinn, breiðskífuna Asleep In The Back, nú á dögunum. Skemmst er frá að segja að breska tónlistarpressan hefur hampað gripnum í hástert og er óspör á lýsingarorðin, eins og hennar er von og vísa. Elbow er kvintett frá Tott- inghon, skammt frá borginni Bury í Suður-Englandi, skipaður þeim bræðrum Craig og Mark Potter sem skiptast á að leika á gítara og hljómborð, Pete Turner bassaleik- ara, Richard Jupp trommara og Guy Garvey söngvara. Allir nema Garvey eru æskufélagar og hafa glamrað saman á hljóðfæri í háa herrans tíð – aðallega einhvern funkbræðing – undir hinum og þessum nöfnum. Í sinni núverandi mynd hefur Elbow starfað saman síðan sveitin fékk samning hjá Is- land-hljómplötufyrirtækinu árið 1998. Þá var hún að grafla í fram- sækna rokkinu, „algjöru drasli“, eins og söngvarinn Garvey hefur lýst án iðrunar en hvort sem honum líkar betur eða ver hefur honum verið líkt við Peter Gabriel sem var náttúrulega á sínum tíma í guða- tölu unnenda framsækins rokks. Vegna einhverrar innan- húspólitíkur hjá Island var sveitin látin hirða poka sinn og skaut ekki upp kollinum aftur fyrr en á síðasta ári þegar hún gaf út stuttskífuna „New Born EP“ fyrir nýja útgáfu- fyrirtækið V2. Lögin voru orðin styttri og fjögurra mínútna sólóin horfin en við hafði tekið melódískt tilfinningapopp sem sveimar um svipaðar slóðir og tónlist annarra upprennandi sveita á borð við Star- sailor, Turin Brakes og jafnvel Do- ves sem áttu eina af eftirminnileg- ustu skífum ársins 2000. Breiðskífan Asleep In The Back leit dagsins ljós nú á vormánuðum og er í hópi fárra það sem af er árs sem hlotið hefur nær einróma lof gagnrýnenda. Því gætu tilfinn- inganæmir rokkunnendur gert margt vitlausara en að gefa sér smá olnbogarými til að kynnast El- bow nánar. Smá oln- bogarými Karlmenn með skegg hafa líka tilfinningar. Á FRAMHANDLEGGJUM vand- ræðagemlingsins og rapparans Em- inem standa húðflúraðir stafirnir „D-12“. Færri vita líklegast hvað þetta þýðir eða fyrir hvað þetta stendur. Dirty dozen (D-12) er sex manna rapparasveit frá Detroit, allir liðsmenn eru á aldrinum 23 – 25 ára. Auk Eminem (réttu nafni Marhall Mathers III) eru í hópnum rappar- arnir Bizarre (réttu nafni Rufus Johnson), Kon Artis (réttu nafni Denine Porter), Swift (réttu nafni O. Moore, notar einnig dulnefnið Swifty McVay), Kuniva (notar einnig dul- nefnin Von Carlisle og Hannz G) og Proof (réttu nafni DeShaun Holton, notast einnig við dulnefnið Dirty Harry). Boðskapurinn er skýr, sjálfir segj- ast þeir vera boðberar „hins sjúka, ruddalega og viðbjóðslega“. D-12 var upphaflega stofnuð í Detroit árið 1990 af þeim Bizarre og Proof. Þeir fengu snemma æsku- félagann Eminem til liðs við sig en þeir þrír ólust víst allir upp í sama hverfi í Detroit þrátt fyrir að hafa farið hver í sinn skólann. Aðrir liðs- menn tíndust svo inn einn af öðrum. Allir hafa þeir húðflúrað nafnið Bugz undir einkennistöfunum D-12 á handleggi sína, en sá liðsmaður sveitarinnar var skotinn til bana í lautarferð. Swift gekk svo til liðs við sveitina eftir dauða Bugz. Fyrsta breiðskífa hópsins kemur út 19. júní næstkomandi, 19 laga gripur er ber nafnið Devils Night. Eminem er skiljanlega í aðalhlut- verki og er óhætt að segja að hann taki upp þráðinn þar sem hann skildi við hann síðast. Í einu laginu, „Ain’t nuttin but music“, heldur hann meira að segja áfram að ausa svívirð- ingum yfir poppstöllurnar Christinu Aguilera og Britney Spears. D-hvað? D-12 eða Dirty Dozen, (f.v.) Biz- arre, Eminem, Kon Artis, Proof, Kuniva og Swifty. Eminem gefur út nýja plötu ásamt hljómsveit sinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.