Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 35 ALDARMINNING neðan hjá Tryggva og ferðin til baka gekk varla nógu hratt fyrir sig. Hann fann stúlkuna aftur og spurði hana að nafni; hún hét Guðrún Magnúsdóttir. Hvort hún vildi gera sér þá ánægju að koma með sér á ballið þá um kvöldið? Hún var feimin, brosti órætt en, já, það vildi hún. Þarna hófst ævintýri sem átti eftir að endast út öldina. Tryggvi og Guð- rún giftu sig sex árum eftir að þau hittust og líf þeirra varð viðburðaríkt, heillandi, ævintýri líkast. Þau voru samhent fyrst og fremst og það sem annað skorti hafði hitt þannig að úr varð einstök og falleg heild. Þannig er ekki hægt að tala um annað þeirra án þess að minnast á hitt. Líf þeirra var fyrirmynd öllum þeim er þekktu. Þau voru vinir þar sem vinar var þörf og þar utan. Þau voru höfðingjar í lund og heim að sækja. Þau voru bjarg sem afkom- endur og vinir gátu sett traust sitt á. Rúmlega tveggja ára aðskilnaði, sem er sá lengsti frá árinu 1920, er lokið og þau sameinuð á ný. Ekki þarf að efa að endurfundirnir verða upp- hafinu líkir. Ég þakka þeim af alhug, mínum bestu vinum, fyrir handleiðslu og vináttu við mig og mína. Guð geymi þau. Sigríður Svana. Hún Guðrún var „tengda-amma“ mín. Ég hitti hana fyrst fyrir 30 árum. Aldur er afstæður, mér er það minn- isstætt hversu ungleg hún var. Hún var alla tíð falleg kona. Það var til siðs hjá þeim hjónum að setjast niður á hverjum eftirmiðdegi til spjalls. Þetta var friðarstund, allir ættingjar og vinir voru velkomnir. Þar var ég tíðum gestur. Þessar stundir voru gefandi, þar átti ég því láni að fagna að kynnast þeim hjónum vel. Heimili Guðrúnar, umgjörðin um þessa fundi, bar smekkvísi hennar óbrigðult vitni. Hún var fagurkeri og til fyrirmyndar fáguð í allri fram- komu. Það er þó ekki hin ytri umgjörð sem er mér efst í huga þegar þetta er ritað. Miklu frekar stöðvast hugur við hennar innri mann. Guðrún var hlý, vildi margt vita og lagði öllum gott eitt til. Hún var gamansöm, hafði góða frásagnargáfu og átti auðvelt með að gleðja viðmælendur. Af henn- ar fundi fór ég oft léttur í lundu. Með þessum orðum vil ég þakka fyrir samvistir við gæðakonuna Guð- rúnu Magnúsdóttur. Jón Sigurðarson. Elsku amma. Nú ertu farin til hans afa. Ég veit að þið hafið það gott sam- an, hvar sem þið eruð. Við hérna heima sitjum eftir og söknum ykkar en erum samt sátt við að þið hafið fengið hvíldina. Þegar ég hugsa um þig og reyni að gera mér í hugarlund hvernig ævi þín var, verður mér hugsað til allra þeirra atburða sem þú upplifðir. Ég held að engin kynslóð hafi upplifað eins mikl- ar breytingar og þín kynslóð. 20. öldin með öllum þeim nýjungum sem hún hafði í för með sér og þér tókst alltaf að vera nýmóðins. Þú fylgdir tískunni í öllu, klæðnaði, framkomu og hug- arfari, fram til síðasta dags. Ævi þín var lengri en flestra og þú varst fram- sækin í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Þegar þú varst ung hafðir þú áhuga á ljósmyndun og tímunum saman gátum við setið og skoðað myndirnar þínar. Mér fannst þær góðar og vildi ólm eignast sem flestar og þrösuðum við oft um það. Að lok- um valdir þú myndir sem ég mátti eiga og hef ég varðveitt þær sem gull. Þegar ég varð upptekin af tölvu- tækninni vildir þú fylgjast með því sem var að gerast og spurðir mig spjörunum úr. Þú skildir ekki alltaf útskýringar mínar en varðst aldrei leið á að hlusta. Eftir því sem áhugi minn á tölvutækninni jókst af þeim mun meiri áhuga hlustaðir þú. Þannig var það alla tíð, þú vildir fylgjast með þínu fólki og tókst þátt í lífi og starfi okkar af gleði og áhuga. Þegar ég kom til þín fékk ég alltaf fréttir af öllum í fjölskyldunni. Þú vissir hvað var að gerast, vegna þess að þú hafðir áhuga og vildir fylgjast með. Líklega er það einn af betri mannkostum að sýna áhuga á sam- ferðafólki sínu. Þegar ég minnist þín er mér efst í huga fágun þín og smekkvísi og hvernig þú reyndir að fá mig til að líkjast þér meira á þeim sviðum. Sýna mannasiði, vera snyrti- leg til fara, hugsa fyrst um aðra og vera dömuleg. Ég held að þér hafi tekist að kenna mér allt þetta nema kannski það síðasta og gerðum við oft grín að því. Ég man alltaf hvað mér fannst mikil þverstæða í því þegar ég fór með þér í heimsóknir, þá átti ég að borða lítið og pent, en þegar ég var hjá þér varstu alltaf að bjóða mér meira og meira. Seinna skildi ég að þetta var hluti af þeirri fágun sem þú barst. Elsku amma, ferðirnar með þér og afa upp í sumarbústað verða mér að eilífu minnisstæðar. Annaðhvort var farið út á bát með afa, þér hjálpað í garðinum eða setið við arineldinn og spjallað. Þar kenndir þú mér að prjóna og hekla eins og dömur eiga að gera. Á aðfangadag fórum við alltaf saman í kirkjugarðinn til að setja kransa á leiði langafa og langömmu, Ingu, Kriss og Óla og kerti á leiðið hjá Magga. Hjá mér byrja jólin ekki fyrr en þessu verki er lokið. Ég mun halda þessu áfram þótt þú sért ekki með mér, enda veit ég að þú heldur áfram að fylgjast með. Þú hugsaðir alltaf vel um aðra, líka þá sem eru fallnir frá, þetta er eitt af því sem ég hef lært frá þér. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku amma, og bið þig að skila kveðju til afa. Ég mun aldrei gleyma ykkur. Guðrún Björg. Ég sit við rúmstokkinn þinn og held í hönd þína. Ég segi þér frá leyndarmálum mínum og draumum. Hjá þér hefur aldursmunur aldrei skipt nokkru máli og við höfum talað saman eins og vinkonur gera. Sagt hvor annarri frá ást, hamingju, sorg og gleði. En þú hefur líka tekið að þér hlutverk uppalandans og kennt mér sitt lítið af hverju þegar á þurfti að halda. Þú hefur alltaf fylgst áhuga- söm með öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur og fylgt mér í gegnum margt. Þú hefur gefið mér góð ráð og hvatt mig til dáða. Elsku langamma, þú ert og munt vera mér fyrirmynd því þig prýddu eiginleikar sem aðrar konur myndu sætta sig við að hafa aðeins brot af. Þakka þér fyrir allt og allt. Þín Guðrún Erla. Komið er að kveðjustund. Guðrún Magnúsdóttir, ekkja Tryggva föður- bróður míns, er látin eftir langa og farsæla ævi. Guðrún og Tryggvi kynntust í Borgarfirðinum og það hefur verið yndislegt að sjá hvað þau hafa haft það gott saman, en þau höfðu verið gift í 72 ár þegar Tryggvi dó. Þau eignuðust þrjú börn, Ólaf, Erlu og Svönu en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa Ólaf son sinn á besta aldri. Guðrún var að mörgu leyti sérstök kona. Hún var afar félagslynd og tók þátt í margvíslegu félagsstarfi. Hún var virk í starfi með skátum, í kven- félagi Dómkirkjunnar og svo stundaði hún leikfimi frá unga aldri. Hún byrj- aði ung að taka myndir sem hún fram- kallaði sjálf. Það var mjög sjaldgæft í þá daga. Tryggvi og faðir minn Þórður voru afar góðir bræður. Þeir áttu og ráku öll fyrirtæki sín saman og samstarfið á milli þeirra var mjög gott. Þeir áttu sama afmælisdag og Guðrún og móðir mín áttu sama afmælisdag og við Erla eigum sama afmælisdag. Þetta varð til þess að oft var haldið upp á afmæl- in til skiptis. Fyrstu fjölskyldubílarnir voru í sameign fjölskyldnanna og þess vegna var oft farið saman í ferðalög. Guðrún og Tryggvi ferðuðust mik- ið og fóru víða. Árið 1944 fóru þau með fjölskyldu sína til Ameríku og dvöldust þar í tvö ár. Tryggvi var þá að kynna sér ýmsar nýjungar í lýs- isvinnslu. Seinna fóru þau í margar ævintýraferðir. Yfir sumartímann dvöldu þau oft í sumarbústaðnum við Þingvallavatn. Þangað var gott að koma. Þar plöntuðu Guðrún og Tryggvi miklu af trjám. Tryggvi hafði mjög gaman af vera úti á vatni að veiða. Þetta var þeirra sælureitur. Guðrún og Tryggvi voru afar glæsileg hjón og áttu fallegt heimili. Þau byrjuðu snemma að stunda leik- fimiæfingar og héldu því áfram alla tíð. Guðrún og Svana dóttir hennar stofnuðu leikfimiklúbb árið 1972 og buðu mér að vera með ásamt frænk- um og vinkonum. Þetta varð til þess að samskipti okkar héldust náin alla tíð og oft tölum við frænkurnar um hvað þetta hefði verið okkur dýrmæt- ar stundir. Guðrún var falleg kona og glæsileg alveg fram á síðasta dag, brosmild og glöð. Hún var fyrirmyndarhúsmóðir og góð heim að sækja. Oft var mann- margt í kringum hana af börnum og barnabörnum og þau hjón voru vina- mörg. Síðustu tvö árin hefur Guðrún ver- ið á Hrafnistu og þar heimsóttu þær systur eða barnabörnin hana daglega. Hún var alltaf glöð og ánægð þegar ég heimsótti hana þar og hrósaði bæði starfsfólki og öllu þar. Hún hafði frá mörgu að segja bæði frá langri ævi og svo fylgdist hún mjög vel með. Elsku Erla og Svana, ég sendi ykk- ur og fjölskyldunni allri mína innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég kveð Guð- rúnu með söknuði og þakka fyrir allar yndislegu stundirnar sem ég hef átt með henni. Guð blessi þig. Sigríður Þórðardóttir. Það var árið 1946 að tvær ungar stelpur hittust í undirbúningsdeild Verslunarskóla Íslands. Önnur var að koma frá Ameríku, hin úr öruggu um- hverfi í íslenskri sveit. Það var ann- aðhvort að standa eða falla fyrir okk- ur Svönu, orð eins og áfallahjálp voru ekki til í okkar bókum. Ég kynntist fljótlega foreldrum Svönu, þeim Tryggva og Gauju. Tryggvi var hæg- látur, fallegur og brosmildur. Hann kunni best við sig í stólnum sínum að afloknum löngum vinnudegi. Per- sónutöfrar hans og góðlátlegt viðmót- ið laðaði síðan alla þar að. Guðrún, sem vinir kölluðu Gauju, var á ferð og flugi að gera gestum sínum til góða. Hún var með afbrigðum gestrisin og veitul, síbrosandi og gamansöm. Hún var einstaklega félagslynd og vinna hennar í Kvenfélagi Neskirkju við fjáröflun vegna kirkjubyggingarinnar mun lengi í minnum höfð. Ég var heppin að eignast þessa góðgjörnu og hjálpsömu konu sem trúnaðarvin. Það var sama hvort það voru atvinnumál, húsnæðismál eða trúnaðarmál. Hún var vinkona og kynslóðabil var ekki til. Guðrún lætur eftir sig langa slóð af góðverkum og minningum um skemmtilegar stundir meðal samferðafólks síns. Þegar ég leit til hennar á sjó- mannadaginn sl. sagðist hún finna til lasleika en hún var samt jafn falleg og brosmild og áður. „Blómin eru fal- leg,“ sagði hún. „En ef þú kemur aftur þarftu ekki að færa mér blóm.“ Henni var tamara að gefa en að þiggja. Að leiðarlokum er mikið fyrir að þakka og sendi ég ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur og blessun guðs um ókomna tíð. Stefana Karlsdóttir. ✝ Arilíus GesturSólbjartsson fæddist í Skarðs- búð, lítilli sjóbúð á Búðeynni í Bjarn- eyjum, 6. júní árið 1901. Jakobína Helga Jakobsdóttir fæddist í húsi Magnúsar Bene- diktssonar (Manga- búð) á Ísafirði hinn 5. mars 1902. Jak- obína Helga andað- ist í Stykkishólmi 24. september 1987 á Fransiscus-spít- alanum, þar sem hún naut að- hlynningar fram á síðasta dag. Gestur dó á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi hinn 13. apríl 1991, þar sem hann naut umönnunar fram á síðasta dag. Gestur og Jak- obína hvíla í Stykkishólmskirkju- garði. Blessuð sé minning þeirra. Gestur var útvegsbóndi síðast í Hrappsey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru Sólbjartur Gunnlaugsson og Sigríður Gestsdóttir. Sólbjartur og Sigríður áttu heima vestast á Snæ- fellsnesi, nánar tiltekið á Öndverðar- nesi, en síðar í Skarðsbúð, þar sem Gestur fæddist. Gestur kvæntist í Stykkishólmi, á jóladag árið 1925: Jakobínu Helgu Jakobsdóttur. For- eldrar Jakobínu voru Jakob Jakobs- son, skósmiður á Ísafirði, og Ingi- björg Ólafsdóttir. Jakobína og foreldrar hennar áttu heima á Ísafirði í húsi Magnúsar Benediktssonar, sem kallað var Mangabúð, en síðar í Króksbæ, þar sem Jakob var með skósmíðaverkstæði. Gestur og Jakobína hófu búskap í Staðarhúsi, sem stendur við Silfur- götuna í Stykkishólmi. Þau eignuðust níu börn, auk þess sem þau tóku einn dótturson í fóstur og ættleiddu annan. Gestur og Jakobína bjuggu í Stykkishólmi til ársins 1932, en þá fluttust þau út í Svefneyjar. Í Svefn- eyjum, bjuggu þau í fimm ár eða til ársins 1937, þegar þau fluttu til Bjarneyjar. Í Bjarneyjum bjuggu þau í sjö ár eða til ársins 1944. Árið 1944 fengu þau Hrappsey til ábúðar. Þau keyptu eyjuna síðar af Háskóla Ís- lands. Gestur og Jakobína stunduðu bú- skap, auk þess sótti Gestur sjóinn. Dúntekja og eggjataka voru mikilvæg hlunnindi í eyjunum ásamt gjöfulum fiskimiðum. Fólk hafði nóg að bíta og brenna í eyjunum. Árið 1958 fluttu Jakobína og Gest- ur aftur út í Stykkishólm og bjuggu þar alla tíð síðan. Síðustu árin bjuggu þau hjá Bergsveini syni sínum, sem hlúði að foreldrum sínum með aðstoð Stellu (Bergljótar Guðbjargar Gests- dóttur) og hjónanna Gests Más og El- ínar Helgu. Börn þeirra Gests og Jakobínu og makar þeirra eru: 1) Jakob Kristinn Gestsson, f. 27. júní 1926, d. 1. nóv- ember 2000. Kona hans: Kristín Han- sen Hendriksdóttir, f. 26.10. 1936. 2) Bryndís Margrét Gestsdóttir, f. 29.8. 1927, fyrrverandi maður hennar: Ant- on Georg Höwert Nielsen (danskur), f. 21.8. 1927. 3) Bergljót Guðbjörg (Stella) Gestsdóttir, f. 9.8. 1928, mað- ur hennar: Hallgrímur Pétursson, f. 23.7. 1924, d. 27.10. 1989. 4) Ólafur Helgi Gestsson, f. 1.12. 1929, fyrri kona: Elna Thomsen, f. 11.5. 1936. Seinni kona Ólafs: Þóranna Halla Bjarnfreðsdóttir, f. 7.9. 1942, d. 31.1. 1981. 5) Ingibjörg Charlotte (Gests- dóttir) Krüger, f. 14.8. 1931, maður hennar: Ragnar Krüger, f. 29.10. 1932, d. 7.11. 1995. 6) Jósep Gestsson, f. 30.12. 1932, sambýliskona hans: Hafdís Sigdórsdóttir, f. 14.6. 1952. Fyrri kona hans: Hrafnhildur Sum- arliðadóttir, f. 26.4. 1939. 7) Sólbjört Gestsdóttir, maður hennar: Svavar Fanndal Torfason, f. 25.9. 1933 (bróð- ursonur Stefáns í Hvítadal), fyrri maður hennar: Örn Ingólfsson, f. 7.7. 1935, d. 16.3. 2001. 8) Bergsveinn Gestsson, f. 2.1. 1937, ókvæntur og barnlaus. 9) Jónína Gestsdóttir, f. 17.12. 1940, maður hennar: Gunnlaug- ur Anton Finnsson, f. 8.4. 1926, d. 9.3. 1996. 10) Gestur Már Gunnarsson, f. 25.12. 1950 (fóstursonur Gests og Jakobínu, sonur Solbjartar), kona hans: Elín Helga Guðmundsdóttir, f. 24 5. 1960. 11) Helgi Gestsson (kjör- sonur Gests og Jakobínu, sonur Bryn- dísar), f. 22.12. 1951, sambýliskona hans: Francoise Colin, f. 24.7. 1973. Fyrri kona hans: Laufey Elsa Sól- veigardóttir (Þorsteinsdóttir), f. 5.8. 1955. Barnabörn Gests og Jakobínu eru núna orðin 40 af þeim eru þrjú látin, barnabarnabörnin orðin 55 og barna- barnabarnabörnin orðin tíu. Helgi Gestsson. ARILÍUS GESTUR SÓLBJARTSSON OG JAKOBÍNA HELGA JAKOBSDÓTTIR                         !    "   #$   %&&                                                                ! "   # #     !  "   #! $! %&  ' ( %& )*&&+ %&  !  %&  ,  %& ' -' %& . Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.