Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu VW Golf Comfort
1.6 bensín, fyrsti skrán.dag.
05.05.1998, ekinn 60 þ. km
hvítur, beinskiptur, 3 dyra.
Verð 1.080.000 kr.
RÍKISSTJÓRN Íslands hefur samþykkt viljayf-
irlýsingu um framlag Íslands í sérstakan alheims-
sjóð (Global AIDS and Health Fund) sem nota á í
baráttunni gegn alnæmi í heiminum. Í gær hófst í
New York þriggja daga aukaallsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna um alnæmisvandann.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jón
Kristjánsson, sem er meðal þeirra sem sitja þing-
ið, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag að
endanlegt framlag hefði ekki verið ákveðið en
fjárhæðin myndi ráðast af framvindu þingsins
sem og hvernig sjóðurinn yrði rekinn. Jón sagði
að Norðmenn og Bandaríkjamenn hefðu tilkynnt
fjárhæðir. Norðmenn ætla að hans sögn að gefa
einn milljarð norskra króna á næstu fimm árum
og Bandaríkjamenn 200 milljónir bandaríkjadoll-
ara á þessu ári og 400 milljónir dollara á næsta
ári. „Hér hafa talað ýmsir þjóðhöfðingjar frá Afr-
íkuríkjum og allir talað um sameiginlega ábyrgð
mannkynsins í að berjast gegn þessari plágu,“
segir Jón og bætir við að ráðherra þróunarmála í
Noregi, Anne Sydnes, hafi sagt í ræðu sinni að
það væri hluti af baráttunni við fátækt í heim-
inum að berjast gegn alnæmi. Þá hefðu verið
dregnar upp ýmsar myndir og í ræðu Colins Pow-
ell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði komið
fram að tvö þúsund manns væru í ráðstefnusaln-
um og það væru jafnmargir og myndu smitast af
alnæmi á næstu þremur klukkutímum í veröld-
inni. Þá hafi margir í ræðum sínum líkt barátt-
unni við styrjöld.
Stjórnvöld þurfa að hafa forgöngu um
langtímaáætlanir
Jón flutti ávarp í gær og lagði í ræðu sinni
áherslu á að árangur hefði náðst í baráttu gegn
alnæmi. Hann sagði það m.a. hafa gerst með því
að bæta stöðu kvenna í heiminum, með almennri
fræðslu, með því að tryggja þeim sem sýktir eru
aðgang að lyfjum og síðast en ekki síst með virkri
þátttöku þeirra í baráttunni gegn alnæmi sem
smitaðir eru. Jón sagði að baráttan stæði um að
halda faraldrinum í skefjum og draga úr honum
eftir mætti en HIV-sýking væri viðvarandi sjúk-
dómur sem krefðist ævilangrar meðferðar.
Stjórnvöld allra ríkja þyrftu því að hafa forgöngu
um langtímaáætlanir sem miða að því að draga úr
félagslegum og fjárhagslegum áhrifum
faraldursins. „Þau þurfa að sjá til þess að rétta
hlut þeirra þjóðfélagshópa sem misrétti eru beitt-
ir og eru því í aukinni áhættu fyrir smiti. Þau
þurfa að stuðla að því að þeim markmiðum sem
sett eru til að draga úr faraldrinum verði náð.“
Dreifing sjúkdómsins í heiminum er ekki jöfn
og verst sett eru mörg af fátækari ríkjum heims.
„Heilu kynslóðirnar af ungu fólki falla frá í ótíma-
bærum dauðdaga. Stofnanir samfélaga riðlast.
Fátækt eykst. Hagvexti og stöðugleika er stefnt í
voða. Í sumum af fjölmennustu ríkjum heimsins
er faraldurinn enn á byrjunarstigi. Nái farald-
urinn að breiðast út þar mun hann valda meiri
þjáningum en orð fá lýst.“
Jón sagði ennfremur að þótt lyf gegn HIV-
sýkingum björguðu mannslífum og gætu dregið
úr líkum á því að sýkt móðir smitaði barn sitt,
gögnuðust lyfin ekki nema að þau kæmust til
þeirra sem á þeim þyrftu að halda. Það yrði ein-
ungis gert með því að heilbrigðisþjónustan í þjáð-
um löndum væri starfshæf. „Heilbrigðisþjón-
ustuna verður að efla. Öðruvísi komumst við ekki
áleiðis.“
Um þrjú þúsund fulltrúar hvaðanæva úr heim-
inum sitja ráðstefnuna. Komið hefur fram í erind-
um að talið er að 22 milljónir manna hafa látist af
völdum alnæmis. Þá eru 36 milljónir taldar sýktar
og er ástandið sérstaklega alvarlegt í sunnan-
verðri Afríku þar sem talið er að um 25 milljónir
manna séu sýktar.
Heilbrigðisráðherra á aukaallsherjarþingi SÞ um alnæmisvandann
Fátækustu ríkin verst sett
freistuðu gæfunnar í þeim rúmlega tuttugu vötnum sem boðið var upp á
ókeypis veiði í. Almenn skoðun manna var sú að dagurinn hefði heppnast
vel en það fylgdi ekki sögunni hvort stórfiskarnir hefðu látið á sér kræla.
VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar var haldinn á sunnudag. Landeigendur og
stangveiðifélög buðu almenningi ókeypis veiði þann dag vítt og breitt um
landið. Margir nýttu sér tækifærið og héldu með fjölskylduna út á land og
Veiðidagur fjölskyldunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VEL hefur veiðst af úthafskarfa á
Reykjaneshryggnum síðustu daga.
Skipin hafa verið að fá 40–60 tonn
á sólarhring, eða eins og frystigeta
þeirra leyfir. Að sögn Trausta Eg-
ilssonar, skipstjóra á Örfirisey
RE, hafa aflabrögð verið þokkaleg
allt frá því á sjómannadag. „Það
hefur verið ágætis nudd hjá skip-
unum, aflinn venjulega um tvö
tonn á togtímann. Það verður að
teljast vel viðumamdi, enda stend-
ur slíkur afli undir fullri vinnslu
hjá flestum.“
Nú eru 25 íslenskir togarar að
úthafskarfaveiðum á Reykjanes-
hrygg, flest á litlu svæði um 150
sjómílur suðvestur af Reykjanesi.
Trausti segir að stundum verði
ansi þröngt um skipin en sam-
vinnan á miðunum gangi vel og
menn séu sáttir. Þá voru einnig
nokkur íslensk skip nokkru sunnar
undir Reykjaneshrygg í gær.
Trausti sagði að nokkur erlend
skip væru að veiðum í svokölluðum
„Krika“ þar sem mætast landhelg-
islínur Íslands og Grænlands.
Helga María AK kom inn til
heimahafnar á Akranesi í fyrrinótt
með fullfermi, eða 280 tonn af af-
urðum, eftir 11 daga veiðiferð á
Reykjaneshrygg. Afli upp úr sjó er
um 500 tonn og er verðmætið um
50 milljónir króna.
Ágæt
veiði í
úthafinu
SEÐLABANKI Íslands hefur
samninga við erlendar lánastofnanir
um lántökuheimildir sem bankinn
getur notað til að grípa inn í á gjald-
eyrismarkaði. Að sögn Birgis Ísleifs
Gunnarssonar seðlabankastjóra
nemur fjárhæð þessara samninga
bankans samtals um 70 – 80 millj-
örðum króna miðað við gengisþróun
undanfarið.
Birgir Ísleifur segir að skipta
megi þessum lánsheimildum Seðla-
bankans í tvenns konar lántöku-
heimildir. Annars vegar eins og að
ofan er lýst þar sem bankinn er með
samninga upp að ákveðnu hámarki.
Slíkir samningar eru við Chase Man-
hattan-bankann upp á 200 milljónir
bandaríkjadala, hjá Alþjóðagreiðslu-
bankanum BIS í Basel upp á 75
milljónir dollara og hjá þýska DePfa-
bankanum er í gildi samningur upp á
250 milljónir dollara. Sá samningur
var undirritaður í byrjun febrúar.
Þar að auki er samningur milli nor-
rænu seðlabankanna um lán allt að
200 milljónir evra. Ef farið er fram á
hærri fjárhæð en 200 milljónir evra
skal það tekið fyrir með jákvæðum
anda eins og stendur í texta samn-
ingsins.
Þessar línur eru notaðar til vara,
segir Birgir Ísleifur. Við inngrip eins
og í síðustu viku sé notast við fjölda
minni samninga sem bankinn hafi
gert við erlenda viðskiptabanka en
þá er samið um það hverju sinni á
hverjum tíma. Um verulegar fjár-
hæðir er að ræða í sumum tilvikum.
Gjaldeyrisforði bankans er að lág-
marki 34 milljarðar króna í hinum
ýmsu myntum og miðast við þriggja
mánaða innflutning sem er algeng
regla hjá seðlabönkum.
Ef gjaldeyrisforðinn er yfir þeim
mörkum getur hann verið notaður til
að selja gjaldeyri og kaupa krónur.
Ef hann er hins vegar í lágmarki
verður bankinn að nýta sér lána-
samninga við erlenda aðila.
Breytingar á gjaldeyrismarkaði og erlend staða Seðlabankans efld
Verulegar lántöku-
heimildir Seðlabanka
Þessi fjölskylda gerði sér glaðan dag við Þingvallavatn á veiðidegi fjölskyldunnar.
♦ ♦ ♦
VALGERÐUR Sverrisdóttur, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, vonast
til að á ríkisstjórnarfundi í dag verði
afgreiddar tillögur hennar um
hvernig staðið verður að sölu Lands-
banka Íslands hf.
Valgerður sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að fyrr í mán-
uðinum hefði hún kynnt í ríkisstjórn
tillögur um hvernig farið yrði í söl-
una á Landsbankanum. Umræðum
um málið hefði ekki lokið vegna þess
að það hefði verið til áframhaldandi
vinnslu, en nú væri komið að því að
ljúka afgreiðslu þess að hennar mati.
Valgerður sagði aðspurð að fyrir
lægi að fyrst yrði farið í sölu á
Landsbankanum en beðið með sölu á
Búnaðarbankanum. Auk sölu á
hlutafé til almennings og tilboðssölu
yrði sérstaklega hugað að sölu til er-
lends kjölfestufjárfestis.
Valgerður bætti því við aðspurð að
hún vonaðist til að hægt yrði að taka
fyrstu skrefin varðandi sölu Lands-
bankans síðar á þessu ári.
Ríkisstjórnin
ræðir Lands-
bankasölu