Morgunblaðið - 26.06.2001, Síða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GÍSLI Már Gíslason, prófessor og
formaður Þjórsárveranefndar, telur
að Landsvirkjun þyrfti að líta á
virkjunarmálin í víðara samhengi og
benda á fleiri valkosti en einn í
tengslum við raforku til stækkunar
álversins á Grundartanga. Gísli seg-
ir að Norðlingaölduveita yrði gríð-
arlega stór framkvæmd, en orkan
sem hún myndi skila yrði ekki í
samræmi við stærðina.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu fyrir helgi, hefur Lands-
virkjun ákveðið að láta framkvæmd-
ir við Norðlingaöldulón sæta mati á
umhverfisáhrifum. Á fundi Þjórsár-
veranefndar sl. miðvikudag var
ákveðið að taka ekki frekari ákvarð-
anir um virkjunarkosti við Norð-
lingaöldu fyrr en formlegt erindi
bærist um slíkt frá þar til bærum
aðilum. Þetta gerðist eftir að Páll
Hreinsson, lagaprófessor, hafði
kynnt álitsgerð sína um fyrirmæli
laga um náttúruvernd, en þar komst
hann m.a. að þeirri niðurstöðu að
vafi léki á því hvort formlegt erindi
hafi borist til nefndarinnar frá
Landsvirkjun um framkvæmdir í
Þjórsárverum og einnig að ótíma-
bærar yfirlýsingar Þjórsárvera-
nefndar, sem ráðgjafanefndar, um
niðurstöðu máls og opinber barátta
einstakra nefndarmanna með eða
gegn ákveðinni niðurstöðu geti
valdið vanhæfi þeirra til meðferðar
máls, þegar formlegt erindi berist.
Gísli Már segir að eftir ákvörðun
Landsvirkjunar hafi fjölmargir haft
samband við sig og lýst yfir
óánægju með að Þjórsárveranefnd
skuli ekki hafa afgreitt málið fyrir
sitt leyti og tekið afstöðu til virkj-
unaráforma á friðlandinu við Þjórs-
árver. „Margir vildu að við tækjum
strax af skarið, en ég vildi halda mig
réttum megin við stjórnsýslulögin
sem ráðgjafi. Þannig getum við sem
ráðgjafanefnd fylgt málinu eftir alla
leið, en hættum ekki á vanhæfi.“
Gísli Már segist hins vegar undr-
andi á því að Landsvirkjun skuli
hafa málað sig út í horn með því að
stilla aðeins upp einum virkjunar-
kosti áður en gengið er til samninga
um orkuverð.
„Komi síðan í ljós að sá kostur er
ekki framkvæmanlegur, af náttúru-
verndarástæðum eða vegna annarra
þátta, er Landsvirkjun komin í
mikla klemmu verandi búin að lofa
að afhenda raforku á tilsettum tíma.
Það væri þess vegna mun skynsam-
legra að Landsvirkjun stillti upp
nokkrum kostum til raforkufram-
leiðslu áður en farið er út í viðræður
um orkusölu,“ segir hann.
Gísli Már segist vera þeirrar
skoðunar að þessi aðferðafræði
Landsvirkjunar setji óþægilega
pressu á bæði stjórnvöld og Skipu-
lagsstofnun, þar sem synjun ein-
stakrar virkjunarframkvæmdar
hefði í för með sér gríðarlegar efna-
hagslegar afleiðingar.
Fleiri kostir uppi,
en aldrei nefndir
Að sögn Gísla Már koma ýmsir
virkjanakostir til greina í þessum
efnum. „Það eru fleiri kostir uppi,
en af einhverjum ástæðum eru þeir
aldrei nefndir. Þetta setur alla aðila
málsins í mjög vonda stöðu,“ segir
hann.
Gísli bendir á að nú þegar hafi 20
MW virkjun í Bjarnarflagi verið
sett í umhverfismat, en möguleikar
séu þar á mun öflugri virkjun, eða
jafnmikilli og fá megi með Norð-
lingaöldulóni. Umhverfisáhrif þess-
ara tveggja kosta séu hins vegar
ekki sambærileg, því Þjórsárver
séu friðland og um þau gildi alþjóð-
legir sáttmálar.
Framkvæmdir í umhverfismat
þrátt fyrir andstöðu íbúa
Í Morgunblaðinu á laugardag, var
birt yfirlýsing frá Náttúruvernd
ríkisins. Trausti Baldursson, sviðs-
stjóri, sagði þar m.a. að hlutverk
Náttúruverndar ríkisins væri að
meta náttúruverndargildi Þjórsár-
vera, ekki Skipulagsstofnunar eða
Landsvirkjunar.
Síðan sagði Trausti í yfirlýsing-
unni: „Það er í hæsta máta óeðlilegt
almennt séð ef fyrirtæki fara með
framkvæmdir í mat á umhverfis-
áhrifum ef þau vita fyrirfram að t.d.
viðkomandi sveitarfélag eða aðrir
leyfisveitendur eru andvígir því að
hafa tiltekinn rekstur eða mann-
virki innan sveitarfélagsins.“
Þegar Trausti er beðinn um að út-
skýra þetta nánar, segir hann að
telja megi óeðlilegt að fyrirtæki fari
með framkvæmdir, eða nánast hvað
sem er, í mat á umhverfisáhrifum
þegar vitað sé fyrirfram að það sé
gert í andstöðu við vilja íbúa. Hann
segist hafa tekið dæmi af aðilum
sem hefja vildu námavinnslu í
Almannagjá og færu með í umhverf-
ismat, enda þótt ljóst væri að meiri-
hluti þjóðarinnar væri því andsnú-
inn.
Trausti bendir á að stór hluti íbúa
í Gnúpverjahreppi hafi á fjölmenn-
um fundi á dögunum lýst yfir and-
stöðu sinni við framkvæmdir
Landsvirkjunar, en auk þess hafi
ýmsir aðilar aðrir lýst yfir efasemd-
um sínum um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir vegna náttúruverndar-
sjónarmiða.
Formaður Þjórsárveranefndar vill að Landsvirkjun skoði virkjunarmál í víðara samhengi
Óþægileg pressa
á stjórnvöldum og
Skipulagsstofnun
ÍSLENSK erfðagreining, ÍE, og Krabbameins-
félag Íslands hafa gert með sér samning um aðgang
ÍE og dótturfyrirtækja að upplýsingum í Krabba-
meinsskrá Krabbameinsfélags Íslands vegna rann-
sókna á erfðaþáttum krabbameins. Þá hefur líf-
tæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld gert
samstarfssamning við Krabbameinsfélagið um
krabbameinsrannsóknir, sem felur meðal annars í
sér rannsóknir á ættlægni krabbameina meðal Ís-
lendinga og aðgang að upplýsingum úr Krabba-
meinsskránni vegna rannsókna á orsökum krabba-
meina.
Samningur ÍE og Krabbameinsfélagsins gerir
ÍE kleift að gera heildstæða rannsókn á öllum teg-
undum krabbameina. Á grundvelli samningsins
verður nú þegar ráðist í könnun á skyldleika þeirra
þrjátíu þúsund einstaklinga sem hafa greinst með
krabbamein á Íslandi síðan kerfisbundin skráning
hófst árið 1955. Krabbameinsfélag Íslands heldur
Krabbameinsskrána sem hefur að geyma nákvæma
skráningu krabbameinstilfella á Íslandi og byggist
á sérhæfðri vinnu, sem unnin hefur verið hjá
Krabbameinsfélaginu. Hún er sambærileg krabba-
meinsskrám annars staðar á Norðurlöndum og
fylgir leiðbeiningum samstarfsvettvangs krabba-
meinsskráa innan Evrópusambandsins. Við undir-
ritun samningsins, sem fór fram í höfuðstöðvum ÍE
í gær, greiðir fyrirtækið 40 milljónir króna til
Krabbameinsfélagsins fyrir aðgang að skránni og
síðan 8 milljónir króna á ári fyrir viðbótarupplýs-
ingar, en samningurinn er til sjö ára. Alls greiðir því
ÍE 96 milljónir króna til Krabbameinsfélagsins
næstu sjö ár. Allar rannsóknir sem gerðar verða á
upplýsingum úr Krabbameinsskránni hjá Íslenskri
erfðagreiningu verða, eins og við allar sambæri-
legar rannsóknir, háðar samþykki vísindasiða-
nefndar og Persónuverndar. Allar persónugreinan-
legar upplýsingar verða einnig dulkóðaðar fyrir
flutning til ÍE eða dótturfyrirtækja. Samningurinn
takmarkar ekki aðgengi annarra vísindamanna að
Krabbameinsskránni.
Fyrstu áfangar strax á næstu vikum
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að fyrstu
áfangar í rannsóknum fyrirtækisins komi í ljós
strax á næstu vikum, þ.e. hvernig krabbamein erf-
ist. Hann segir að með því að samkeyra upplýsingar
úr krabbameinsskránni við ættfræðigrunna með
hugbúnaði sem hefur verið þróaður verði unnt að
nálgast þessa þekkingu. Þekking á því hvernig
krabbamein erfist geri kleift að spá fyrir um það
hverjir séu líklegir til að fá krabbamein og jafn-
framt séu í þessu fólgin tækifæri til að styrkja for-
varnir og þróa nýjar aðferðir og lyf sem geta bætt
meðferð krabbameina.
Sigurður Björnsson, formaður Krabbameins-
félags Íslands, segir að samningurinn samrýmist
mjög vel markmiðum félagsins.
Þá undirrituðu Krabbameinsfélag Íslands og líf-
tæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld í gær víð-
tækan samstarfssamning um krabbameinsrann-
sóknir sem felur meðal annars í sér rannsóknir á
ættlægni krabbameina meðal Íslendinga og aðgang
að upplýsingum úr Krabbameinsskránni vegna
rannsókna á orsökum krabbameina.
Samningurinn felur jafnframt í sér að Krabba-
meinsfélagið gerist formlegur aðili að Íslenska
krabbameinsverkefninu en að því standa, auk UVS
og Krabbameinsfélagsins, Landspítali – háskóla-
sjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og
flestir þeirra sérfræðinga sem greina og meðhöndla
krabbamein. Íslenska krabbameinsverkefnið er
viðamesta rannsóknarverkefni á sviði krabbameina
sem ráðist hefur verið í hér á landi og byggist á upp-
lýsingum frá tugum þúsunda Íslendinga. Allar
rannsóknir á vegum Íslenska krabbameinsverkefn-
isins eru háðar samþykki Persónuverndar og Vís-
indasiðanefndar.
Krabbameinsfélag Íslands heldur utan um Krabbameinsskrána
Samið við ÍE og UVS
um aðgang að skránni
BRAUTSKRÁNING kandídata frá
Háskóla Íslands var á laugardaginn,
eins og frá hefur verið sagt, en alls
útskrifuðust 585 kandídatar auk 63
sem luku viðbótar- og diplómanámi.
Páll Skúlason háskólarektor
minntist á lífsverkefni kandídata í
ræðu sinni og sagði það falið í því að
þeir ákvæðu hvernig þeir vildu
skipulegga líf sitt.
„Hamingja ykkar mun ráðast af
því hvernig þið nýtið orku ykkar og
sérhvert andartak til að vega og
meta gildi hlutanna og taka afstöðu
til heimsins í heild sinni. Þið getið
valið að móta líf ykkar í ljósi við-
skiptatækifæra, sem veröldin býður
upp á hér og nú. Þið getið valið að
móta líf ykkar í ljósi þeirra stjórn-
málamöguleika sem veröldin væntir
að þið nýtið ykkur í framtíðinni.“
Taka afstöðu
til heimsins
í heild sinni
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar-
stjórn Reykjavíkur telja að þær
gjaldhækkanir sem taka gildi 1. júlí
með nýju almenningssamgöngufyr-
irtæki, Strætó bs, séu mestu far-
gjaldahækkanir í sögu almennings-
samgangna í Reykjavík síðan á
tímum óðaverðbólgu. Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, bendir á að væntan-
legar hækkanir á almennu fargjaldi
og hækkanir á fargjaldi ýmissa
hópa séu langt umfram almennar
verðlagshækkanir.
1. júlí mun almennt fargjald og
farmiðakort aldraðra hækka um
33%, farmiðakort öryrkja um 66%
og farmiðakort unglinga hækkar
um 100%. Þá munu almenn fargjöld
barna 6–12 ára hækka um 66% og
farmiðakort barna um 33%. Verð
græna kortsins mun lækka um 5%
en Kjartan bendir á að einungis
þriðjungur farþega strætisvagna í
Reykjavík noti græna kortið, aðrir
staðgreiði eða nota farmiðakort.
Kjartan telur að þær hækkanir
sem framundan eru komi harðar
niður á Reykvíkingum en íbúum
nágrannasveitarfélaganna þar sem
þeir noti græna kortið meira en
Reykvíkingar gera. „Miklar hækk-
anir þjónustugjalda, sem eru langt
umfram allar verðlagsbreytingar í
þjóðfélaginu hljóta að fæla almenn-
ing frá notkun strætisvagna frekar
en hitt og höfum við ekki trú á að
það auki aðdráttarafl þjónustunn-
ar,“ segir Kjartan.
Hann bendir á að þó sjálfstæð-
ismenn séu mjög hlynntir þessum
breytingum telji þeir slæmt að svo
miklar hækkanir skuli verða á
sama tíma og verið er að gera
kynningarherferð til að fá fleiri far-
þega. Þá telur Kjartan væntanleg-
ar fargjaldahækkanir vera á skjön
við tilmæli verkalýðshreyfingarinn-
ar og aðila vinnumarkaðarins til
stjórnvalda að halda aftur af öllum
kostnaðarhækkunum eins og hægt
er.
Hækkanir
langt um-
fram verð-
lagsbreyt-
ingar
Sjálfstæðismenn um
verðskrá Strætó bs.