Morgunblaðið - 26.06.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 26.06.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæðið og hefur því verið vísað til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 11. júní síð- astliðinn en alls bárust 11 athuga- semdir frá íbúum og hagsmunaaðil- um. Samkvæmt deiliskipulaginu er ráðgert að rífa nokkur hús, meðal annars við Austurgötu og Strand- götu. Í umsögn bæjarskipulags vegna athugasemda sem bárust við auglýs- ingu vegna tillögu að deiliskipulaginu er megininntak athugasemdanna kynnt og sett fram tillaga að svari. Alls bárust fjórar athugasemdir frá hagsmunaaðilum á svokölluðum reiti 1 sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hæstu bóta krafist Í bréfi frá íbúum á Austurgötu 4a er fyrirætlunum um að rífa húseign þeirra mótmælt. Segir í bréfinu að verði mótmæli þeirra ekki tekin til geina sé krafist „hæstu mögulegra bóta“. Fram kemur í svari skipulags- stjóra að ef stækka eigi bókasafn til suðurs í framtíðinni eða ef hentugt og samhangandi skrifstofuhúsnæði verði í byggingum umhverfis torgið sé nauðsynlegt að gera ráð fyrir að húsið hverfi. Ennfremur segir að húsið falli ekki undir þjóðminjalög og hafi ekki listrænt gildi frá skipulags- legum sjónarhóli. Lagt er til að eig- endum verði gefinn kostur á bótum, bærinn leysi til sín viðkomandi eignir eða nýti sér forkaupsrétt þegar eign- arhlutar í húsinu verða boðnir til sölu. Íbúi við Austurgötu 10 til 10b mót- mælir því að húseign hans nr. 10 verði rifin en ella að honum verði greiddar bætur fyrir rýrnun á verð- mæti eignarinnar. Í svari skipulagsstjóra er vakin at- hygli á því að ekki sé um nýjar fyr- irætlanir að ræða því samkvæmt gildandi deiliskipulagi sé gert ráð fyrir að Austurgata 10 til 10b víki. Ekki er tekið undir sjónarmið um að verið sé að rýra verðmæti fasteign- arinnar eða að nýtingarmöguleikar hennar skerðist. Húsafriðunarnefnd styrkir endurbætur á húsum Þá er tillögu eiganda Súfistans um að byggja 500m2 viðbótarbyggingu við Strandgötu 9 hafnað. Athugasemdir bárust einnig frá hagsmunaaðilum á reit 5 sem af- markast af Strandgötu, Mjósundi, Austurgötu og Lækjargötu. Íbúar á Strandgötu 19 mótmæla fyrirætlunum um að bakhús hússins nr. 19 verði rifið þar sem það sé óað- skiljanlegur hluti af framhúsinu, meðal annars vegna lagnakerfis. Í svari bæjarskipulags er lagt til að komið verði til móts við athugasemd- ir vegna niðurrifs á þann hátt að hús- inu verði breytt þannig að heimilt sé að rífa viðbygginguna. Bent er á að Húsafriðunarnefnd ríkisins styrki endurbætur á húsum sem falla undir þjóðminjalög eins og hús nr. 19 geri. Bæjarstjórn samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn Stendur til að rífa hús í Austurgötu Hafnarfjörður „EINN, tveir, þrír, fjórir, fimm, Dimmalimm,“ glumdi við og fimm- tán börn, ásamt nokkrum for- eldrum, urðu að myndastyttum. Hópurinn var saman komin í Mos- fellsbæ, á lengsta kvöldi ársins og rifjuðu foreldrarnir upp leikina í gamla daga á meðan mörg börnin voru að kynnast sumum leikjunum í fyrsta sinn. Tilefnið var Æskuleikir Mosfells- bæjar, sem er verkefni þar sem Íþrótta- og tómstundaskóli bæj- arins stendur fyrir útileikjum á sparkvöllum hverfanna. „Hugmyndin er að kenna börn- unum að nýta þessa velli miklu bet- ur en þau gera. En krakkarnir koma hingað núna og við sýnum þeim hvað hægt er að gera á vell- inum,“ sagði Hlynur Guðmundsson, skólastjóri Íþrótta- og tómstunda- skóla Mosfellsbæjar, og bætti því við Æskuleikirnir væru einu sinni í viku í einn mánuð yfir sumartím- ann. Tilkynningum væri dreift í hús og klukkutíma fyrr mæti leiðbein- endurnir til að smala börnum sam- an. „Börnin eru alltaf til í að fara út í leiki, sérstaklega á þessum árs- tíma,“ sagði hann og leit yfir hóp- inn, sem var upptekinn í brennó, en um sextíu útfærslur eru til af þeim gamla leik. Stjörnustríð en ekki brennó Hlynur sagði að það þyrfti alltaf að vera að rifja þessa leiki upp. Einnig þyrfti oft að nútímavæða leiki. Til dæmis leiki börnin sér í „Stjörnustríði“ og skipti sér í lið Loga geimgengils gegn liði Svart- höfða en í rauninni væru þau í „brennó“. Að mati Hlyns eru sumir af þess- um leikjum hreinlega að deyja út. Hins vegar kæmi oft í ljós að leik- irnir hefðu einungis skipt um nafn og sem dæmi nefndi hann leikinn „Fallin spýta“ sem allir kunnu í gamla daga en börnin í dag færu aftur á móti í „Eina krónu“. Frænkurnar Lilja Birna Stef- ánsdóttir, 13 ára, og Erna Rut Pét- ursdóttir, 8 ára, voru þátttakendur í leikjunum á Víðiteigsvelli. Erna sagðist hafa tekið áður þátt í svona leikjakvöldi í Mosfellsbæ og sér þætti stundum skemmtilegt í leikj- um en hún vildi reyndar ekki alltaf vera með. Lilja er hins vegar frá Akureyri og var stödd í heimsókn hjá frændfólki. „Við vorum mjög dugleg að fara í leiki en erum það ekki eins núna. Ég átti einu sinni heima í blokk og þá voru fleiri krakkar í kring og meira um leiki. En núna er ég flutt annað þar sem er minna um þetta,“ sagði hún. Þegar Erna var spurð hvaða úti- leikir væru vinsælir taldi hún upp „skotbolta“ og „þrí-snerta-hlut“. „Ég fer ekki oft út í leiki eftir kvöldmat á sumrin. Stundum verð ég að vera heima og stundum leigj- um við okkur vídeó. Ég horfi svolít- ið mikið á vídeó, mér finnst það gaman, en ekkert mikið skemmti- legra en að vera úti í leikjum,“ sagði sú yngri. „Vantar frumkvæði“ Bjarni Harðarson, faðir tveggja drengja, fylgdi þeim yngri, 6 ára patta, á Æskuleiki. Sá hafði komið heim og viljað fara en fannst örugg- ara að hafa pabba með. „Dreng- irnir eru miklu frískari og skemmtilegri þegar þeir koma heim á kvöldin eftir útiveruna. Þeir eru einfaldlega þreyttari en þeir verða pirraðir og leiðinlegir af því að hanga yfir tölvunum,“ sagði Bjarni. Erla Gísladóttir var einnig á Víðiteigsvöllum þetta kvöld. „Við erum með barnabarnið okkar hérna, fimm ára dreng, sem býr í Connecticut í Bandaríkjunum. Hann kemur til Íslands einu sinni á ári,“ sagði hún. „Þú sérð ekki barn að leik úti í Bandaríkjunum eins og þú gerir hérna heima. En reyndar finnst mér það vera að hverfa hér á landi,“ sagði Erla um leið og hún horfði á ungu kynslóðina ákafa í leikjunum sem hún sjálf skemmti sér við sem barn. Gömlu útileikirnir rifjaðir upp í hverri viku „Eina krónu fyrir mér“ Mosfellsbær Einbeitinguna skorti ekki. Með bros á vör í útileikjum. Morgunblaðið/Billi Frænkurnar Lilja Birna og Erna Rut.                    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.