Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 15

Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 15 BETRI LÍÐAN FORMLEG opnun nýs þjónustuhúss við ylströndina í Nauthólsvík var á föstudag. Húsið hefur fengið ávísun á Bláflaggið svonefnda, alþjóðlega vottun fyrir baðstrendur sem meðal annars tekur til öryggis og hrein- lætis. Að sögn Loga Sigurfinnssonar hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur var mikið um að vera á opnunardaginn og var boðið upp á tónlist, götuleikhús og stranddans svo eitthvað sé nefnt. Þá afhenti formaður Landverndar borg- arstjóra ávísun á Bláflaggið. „Það gerðist bara rétt fyrir opn- unina að þeir frá Landvernd höfðu samband en við sóttum í fyrra um aðild að þessari vottun,“ segir Logi og bætir því við að úttektaraðili hennar sé í tengslum við Evrópu- sambandið. „Það eru um þrjátíu að- ilar á baðströndum og smábáta- höfnum í Evrópu sem fá að flagga Bláflagginu en þeir uppfylla viss skilyrði um umhverfi, vinnuferla, öryggi, hreinlæti og fleira.“ Eftir að fínstilla vatnskerfið Hann segir Bláflaggið vera góða viðurkenningu fyrir ströndina en í sumar verður fylgst með því að þessi skilyrði séu uppfyllt í reynd en ekki bara á pappírum. Gangi það eftir flaggar ylströndin bláu að ári. Auk ylstrandarinnar hefur Bláa lónið fengið ávísun á flaggið. Að sögn Loga var töluvert af fólki sem kom við á ylströndinni um helgina þó enn sé ekki byrjað að nota aðstöðuna. „Við ákváðum á föstudaginn eftir að búið var að opna að hleypa fólki ekki í böðin því það er ennþá verið að fínstilla vatnsrennslið og við vildum vera vissir um að allt væri öruggt,“ segir hann en bætir því við að stefnt sé að því að þetta verði komið í lag á allra næstu dögum. Morgunblaðið/Sverrir Það var sannkölluð strandarstemmning þegar þjónustuhúsið opnaði á föstudag. Ylströndin flaggar bláu að ári Nauthólsvík HENNÝ Hinz, sem sæti á í stjórn foreldrafélags leikskólans Drafn- arborgar í Reykjavík, segir ljóst að fyrirhugaðar hækkanir leik- skólagjalda komi örugglega illa við marga. Í viðtali við Kristínu Blöndal, formann leikskólaráðs borgarinnar, í Morgunblaðinu fyr- ir helgi kom fram að vænta megi hækkana í takt við hækkanir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ en þær eru 10 - 13 prósent . Þó kom fram í máli Hennýar að hækk- anirnar séu ekki eina áhyggjuefni foreldra leikskólabarna í Reykja- vík. „Það eru örugglega allir sam- mála um að hækkanirnar séu slæmar í kjölfar annarra hækkana í þjóðfélaginu. Svo er heldur ekki ýkja langt síðan leikskólagjöld hækkuðu síðast. Það sem ég er helst óánægð með er mannhaldið á leikskólunum. Ég vil geta gengið að sama fólkinu en síðan dreng- urinn minn byrjaði, fyrir um ári, hafa verið gífurlegar mannabreyt- ingar og gengið illa að manna leik- skólann. Þótt hækkanir séu slæm- ar og komi illa við mann þá er þetta sýnu verra mál. Ég er ekki viss um að síðustu launahækkanir leikskólakennara nægi til að leysa vandann því byrjunarlaun þeirra hækkuðu mun minna en þeirra sem hafa meiri starfsaldur. Verið er að mennta fullt af fólki sem leikskólakennara sem svo skilar sér ekki inn í leikskólana. Ég sem foreldri hefði viljað sjá meiri hækkun byrjunarlauna til að betur gengi að laða að hæft fólk sem svo ílengdist í starfi. Þótt ég sé óánægð með hækkunina þá myndi ég samt sem áður meta það mikils ef hún yrði til að úr rættist í mönnunarmálum,“ segir Henný. Sigurhanna V. Sigurjónsdóttir, leikskólastjóri Drafnarborgar í Reykjavík, segist ekki hafa frekari upplýsingar um fyrirhugaðar hækkanir á leikskólagjöldum en komið hafa fram í fjölmiðlum. Hún segir þó ljóst að þær komi ábyggi- lega illa við marga foreldra leik- skólabarna. „Þetta er ekki eina hækkunin sem á dynur þessa dag- ana, matvæli hafa hækkað, elds- neytisverð og nú strætó líka,“ seg- ir Sigurhanna. Fyrirhuguð hækkun leikskólagjalda Kemur illa við foreldra leik- skólabarna Reykjavík INGUNNARSKÓLI verður nafn nýja skólans í Grafarholti sem hefur störf í haust en fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti tillögu þar um á fundi sínum í vikunni. Það var Þórhallur Vilmundar- son prófessor sem átti tillöguna að þessu nafni en jafnframt lagði hann til að næsti skóli sem rís í Grafarholti verði látinn heita Sæmundarskóli og var það einnig samþykkt. Nöfnin eru eftir fræðikonunni Ingunni sem var uppi á 11. öld og Sæmundi fróða. Ingunnarskóli og Sæmundarskóli Grafarholt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.