Morgunblaðið - 26.06.2001, Side 17

Morgunblaðið - 26.06.2001, Side 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 17 Þar sem garðáhöldin fást BÆJARRÁÐI hafa borist erindi frá nokkrum áhyggjufullum foreldrum barna sem þurfa að hefja nám í Myllubakkaskóla í stað Heiðarskóla, samkvæmt nýsamþykktum breyt- ingum á skólahverfum í bænum. Í erindum foreldranna kemur m.a. fram að þeir hafi sérstaklega haft í huga staðsetningu Heiðarskóla þeg- ar húsnæði var keypt og með breyt- ingunum sé verið að senda börnin í annan skóla frá vinum sínum. Þarna er einkum um að ræða börn sem búa við Heiðargarð, sem er steinsnar frá Heiðarskóla, en þurfa samkvæmt skiptingu skólahverfa að ganga tölu- verðan spöl yfir í Myllubakkaskóla. Móðir sex ára drengs, sem býr við Heiðargarð, segir hann hafa verið farinn að hlakka til að ganga í Heið- arskóla og þau hafi þegar æft hann í að ganga í skólann. Það hafi tekið rúma mínútu á hans hraða en hins vegar taki það hann rúman hálftíma að ganga í Myllubakkskóla. Þau hjónin keyptu hús við Heiðargarð fyrst og fremst vegna nálægðar við skólann til þess að stutt yrði fyrir börnin að ganga þangað og hægt væri að fylgjast með þeim á leiðinni. Þá segir móðir drengsins að besti vinur hans búi í næsta húsi handan Vesturgötunnar og þeir hafi verið orðnir spenntir að fara saman í skól- ann. Börnin ekki leikföng sem færa má til eftir hentisemi Önnur móðir við Heiðargarð tekur í svipaðan streng vegna dóttur sinn- ar sem á að hefja skólagöngu í haust. Hún segist hafa fjárfest sérstaklega í dýrara húsnæði til að vera nálægt Heiðarskóla þar sem dóttir hennar nyti einnig nálægðar við ömmu sína og afa, og fer fram á að stúlkan fái að ganga í Heiðarskóla. „Stendur ekki einhvers staðar að barn eigi að ganga í skóla sem er næst heimili þess, það er Heiðar- skóli. Að hverju er verið að hverfa- skipta Reykjanesbæ ef hann er alls ekki tilbúinn í það? Kaupum kálfa (skólastofur) og hugsum um velferð barna okkar. Þau eru ekki leikföng sem við færum bara til þegar það hentar hverju sinni,“ segir í erindinu til bæjarráðs. Foreldrar annarrar sex ára telpu við Heiðargarð hafa jafnframt óskað eftir að þeirra barn fái að ganga í Heiðarskóla í stað Myllubakkaskóla og segjast ráðalaus gangi það ekki eftir. Jafnframt segjast þau ekki sætta sig við að stúlkan fái ekki að ganga í þann skóla sem næstur er þeirra heimili. „Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að segja dóttur minni frá því að hún fái ekki að fara í skólann hérna við hliðina, heldur verði að fara í skóla sem er a.m.k. 20 mín. gangur frá okkar heimili og þá verð- ur hún að fara yfir tvær stórar um- ferðargötur. Einnig að hún fái ekki að vera í bekk með sinni perluvin- konu, en eins og allir vita er mikið stökk að fara úr leikskóla í skóla og það væri mjög gott að geta haft bestu vinkonu sína sér við hlið.“ Skóla- og fræðsluráð tekur ekki afstöðu til erindanna Önnur hjón sem búa við Hamra- garð segja val á framtíðarhúsnæði þegar þau fluttu til Keflavíkur hafa grundvallast á framtíð barnanna og Hamragarður orðið fyrir valinu þar sem ákveðið hafi verið að byggja nýj- an skóla í hverfinu sem verða myndi skóli barnanna í framtíðinni. Þau eru ósátt við að þurfa að senda börnin í Myllubakkaskóla. „Það er lagt fyrir okkur að næstu 12 árin skulum við búa við það að börnin okkar verði í skóla sem er í miðbæ Keflavíkur. Það er ekki hægt að finna skóla í Keflavík sem er lengra frá okkar heimili en sá skóli.“ Á fundi sínum 14. júní sl. vísaði bæjarráð erindunum til skóla- og fræðsluráðs en á fundi sínum á fimmtudag komst ráðið að þeirri nið- urstöðu að það væri ekki í verka- hring þess að fjalla um fyrrgreind erindi. Bæjarstjórn hafi samþykkt einróma tillögur um breytt skóla- hverfi í Reykjanesbæ og í þeim komi fram að skólaskrifstofa í samráði við skólastjóra grunnskóla annist skipt- ingu nemenda í grunnskóla bæjar- ins. „Að framansögðu má ljóst vera að það er ekki lengur í höndum skóla- og fræðsluráðs að afgreiða mál sem þessi heldur ofangreindra aðila sem þó verða að miða ákvarðanir sínar við ákveðnar reglur sem fylgdu til- lögunum.“ Mesta fjölgun nemenda á svæði Heiðarskóla Tilgangur breytinganna er að jafna fjölda nemenda í skólum bæj- arins og nýta þannig betur húsnæði og aðra aðstöðu skólanna. Mesta fjölgun nemenda er á svæði Heið- arskóla og að óbreyttu yrðu nemend- ur þar 480 næsta vetur á meðan þeir yrðu aðeins 390 í Myllubakkaskóla, sem er fámennasti skóli bæjarins. Skóla- og fræðsluráð lagði til að nemendum yrði skipt niður á skóla þannig að Holtaskóli og Njarðvíkur- skóli yrðu á sama skólasvæði og Myllubakkaskóli og Heiðarskóli á öðru svæði og nemendur sem flyttu á nýtt skólasvæði yrðu að jafnaði skráðir í þann skóla sem hefur færri nemendur í viðkomandi árgangi. Tekið er fram í tillögunum að nem- endur sæki að jafnaði þann skóla sem er styttra frá heimili þeirra. Óánægðir foreldrar vegna breytinga á skólahverfum Fjárfestu í hús- næði nálægt Heiðarskóla                                    Reykjanesbær GALLERÍ Björg er félagsskapur tæplega 50 kvenna og karla sem vinna ýmsar nytjavörur í höndum og selja í aðstöðu sinni við Hafn- argötu 2 í Reykjanesbæ. Þar hefur verið opin verslun síðan 1995, en þó segir Harpa Jóhannsdóttir, gjald- keri Gallerís Bjargar, að ennþá séu að koma inn í verslunina við- skiptavinir sem ekki hafi haft hug- mynd um tilurð hennar. Hún segist ekki vita ástæðu þess að Gallerí Björg sé svo hulin fólki, en bendir þó á að Fischerhús, sem stendur við Hafnargötu 2, standi nokkuð frá öðrum verslunum bæjarins og því sé ekki jafnmikil umferð þar af fólki. Þá er húsið einnig friðað, þannig að lítið hefur verið hægt að gera við það til að vekja á því athygli. Gallerí Björg flutti inn í húsnæðið við Hafnargötu árið 1995 en upp- hafið má rekja til átaks vegna at- vinnuleysis nokkru fyrr. Að sögn Hörpu hefur þetta síðan undið upp á sig og er nú orðið áhugamál þeirra sem þar starfa. Um tíu konur sjá um daglegan rekstur og halda versluninni opinni allt árið um kring á milli klukkan 13 og 18. Félagar eru á bilinu 40-50 og þar af eru um 6 karlar. Þá hittist hópurinn alltaf á fimmtudagskvöldum og geta þá gestir og gangandi jafn- framt kíkt í heimsókn. Í versluninni kennir margra grasa af handunnum vörum en mest er búið til af nytjavörum þó ein- hverjir minjagripir fylgi með. Mikið er um fatnað, allt frá vettlingum upp í lopapeysur, en einnig eru handsmíðaðir lampar úr rekaviði, tölur úr hreindýrahornum, gler- englar og handsaumuð kort, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Hörpu gengur þetta ennþá þokkalega, þó það sé ekki meira en svo. „Það er enginn gróði af þessu, því við notum það sem inn kemur upp í kostnað við húsnæðið, það sem við þurfum að gera til að hafa þetta þokkalegt.“ Harpa segir að fyrir nokkru hafi komið inn í galleríið hópur af skóla- börnum frá Bandaríkjunum. Far- arstjóri þeirra var búinn að spyrjast fyrir um verslun með lopapeysur í bænum, en hafði fengið þau svör að slík verslun væri ekki fyrir hendi. Þá rambaði hann inn í Gallerí Björgu og tók hópinn með sér þang- að. „Ég held að flestallir krakkarnir hafi keypt peysu. Ef þær voru ekki til var því bjargað á tveimur sólar- hringum með því að prjóna bara peysur, og það var ma. farið með tvær peysur upp í flugstöð rétt áður en þau fóru,“ segir Harpa. Morgunblaðið/Eiríkur P. Jóhanna Guðjónsdóttir og Harpa Jóhannsdóttir við vinsælar, hand- prjónaðar lopapeysur hjá Gallerí Björg. Gallerí Björg í Fischerhúsi Fjölbreytt úrval af nytjavöru Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.